Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 8
nújosca tœkn í Cungumá Helmingun framlags til Félagsstofnunar stúdenta Með snældum (kassettum) og kennslubókum getur nemandinn af eigin rammleik náð góðu valdi á tungumálum með 10 — 15 mínútna daglegu námi í 3 — 6 mánuði. Hann þarf ekki aðra leiðsögn en þá sem er að finna í námsgögnunum. Nú eru á boðstólum: Enska án erfiðlS: kennslubók, 3 snældur og íslensk þýðing. Þýska án erflðlS: kennslubók, 3 snældur og íslensk býðing. Spænska án erflðlS: kennslubók, 3 snældur og íslensk býðing. Sænska handa ykkur: kennslubók, æfingabók, 4 snældur og íslensk býðing. French without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Italian without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Russian Wlthout toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. A fjárlögum þessa árs var Félagsstofnun stúdenta úthlutað 7,5 milj. kr. Og i samræmi við þá skerðingarstefnu sem rikis- stjórnin hyggst beita Lánasjóð isl. námsmanna, þá hefur fjármálaráðherra gert ráð fyrir þvi i nýframkomnu fjár- lagafrumvarpi að stofnunin fái 7,H millj. króna á næsta ári. Þetta þýðir i raun að framlagið er skert um helming, ef miðað er við gildi krónunnar i fyrra. Námsmenn eru að vonum óhemju kátir yfir þessu, þvi um leið og námslánin eru skert um helming eða meira, þá þarf þjónustustofnun þeirra að hækka aílt verðlag á þeirri þjónustu sem hún veitir. Þá er gert ráð fyrir þvi að framlag Alþingis til hjónagarð- anna standi í staðfrá þvi i fyrra ef miðað er við krónutölu, en minnkar um helming miðað við raungildi. Stjórn Félagsstofnunar fór þess á leit að fá 27 milljónir en það er sú upphæð sem þarf til að fullgera fyrsta áfanga, en þeirri ósk var að engu sinnt. Framlag Alþingis til hjónagarðanna er til- komið á þann hátt, að á sinum tima lofaði Alþingi að gefa sem svaraði til andvirðis 10 ibúða i hjónagörðunum. Þvi er fyrir- sjáanlegt að ekki mun takast að ljúka við þennan áfanga eins og áætlað var. Um úthlutunarreglur námslána Ennfremur eru á boðstólum bréfanámskeið í ensku, þýsku, dönsku, spænsku, frönsku og esperanto. HEIMANÁM SEM HENTAR ÖLLUM BRÉFASKÓLINN Suöurlandsbraut 32 Reykjavík sími 81255 og kjör t sambandi við alla þá umræðu sem undanfarið hefur átt sér stað um lánamál námsmanna er rétt að greina frá þvi hvernig að út- hlutun er staðið og hverra kjara námsmenn njóta. Stjórn Lánasjóðs islenzkra námsmanna fjallar sérstaklega um hverja umsókn, ífthlutunarreglur eru i sem stytztu máli þannig: Frá tekjum námsmanns er dreginn framfærslukostnaður þess tima sem varið er við öflun teknanna auk námstimans, allir styrkir og óafturkræf framlög eru reiknuð til tekna, siðan er tekið tillit til tekna maka ef einhverjar eru. Undirrituö verkalýðsfélög árna íslenskum konum heilla á kvennadaginn, 24. október, og óska þeim góös árangurs á þeim sérstæða baráttudegi. Við tel jum einsýnt, að hið alþjóðlega kvennaár haf i þegar vakið til almennrar umhugsunar um núverandi stöðu karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins og leitt til mikilsverðrar hugarfarsbreytingar með þjóðinni. Nú riður á að virkja þá hugarfarsbreytingu í raunhæfar aðgerðir til upprætingar öllu mis- rétti og mismunun byggðri á kynferði, á næstu árum. Sérstaklega vonum við, að konur gerist nú virkari í baráttu verkalýðsstéttar- innar og samtaka alþýðunnar, sem alltaf hafa haft jaf nrétti allra þjóðfélags- þegna ofarlega á sinni stefnuskrá. Með þvi að leiða jafnréttiskröfu kvenna til farsælla lykta á næstu árum, er þýðingarmikið skref stigið í áttina til þess f ramtíðarþjóðfélags, sem verka- lýðshreyfingin hefur frá upphaf i barist fyrir. Jafnréttisbaráttan er því einn þýðingarmesti liðurinn i baráttu verkalýðsins i dag. Því skora félögin á allar konur, að taka virkan þátt i aðgerðum þessa dags — 24. október — sem þær f ramast geta og stuðla þannig að því að gera hann að sannnefndum sigurdegi jafnréttisbaráttunnar. Verslunarmannafélag Reykjavíkur Trésmiöafélag Reykjavíkur Félag starfsfólks á veitingahúsum Verkamannafélagið Dagsbrún Flugfreyjufélag íslands Félag bifvélavirkja Starfsstúlknafélagiö Sókn Hiö íslenska prentarafélag ASB, fél. afgreiðslustúlkna í brauöa og mjólkurbúðum Verkakvennafél. Framsókn Félag íslenskra hljómlistarmanna Með þessu er reiknuð út um- framfjárþörf námsmanns og er miðað við framfærslukostnað sem reiknaður er út af Hagstofu tslands. Siðan fær námsmaður úthlutað úr sjóðnum þegar þessi umreiknun hefur átt sér stað. Námsmenn á fyrstu árum náms sins fá 80% af þesssari um- framfjárþörf en þeir sem lengra eru komnir fá heldurmeira, þó fá þeirekki alltsem þarf til viðbótar til þess að geta dregið fram lifið, að mati Hagstofunnar. Framfærslukostnaðarútreikn- ingarnir eru gerðir að hausti, en féð kemur til úthlutunar í janúar eða febrúar. Það gefur þvi auga leið að útreiknaður framfærslu- kostnaður er orðinn mun hærri þegar féð kemst loks i hendur námsmanns, i landi þar sem verðbólgan er 50% á ári. Við þetta bætist að útreikningar Hagstof- unnar þykja námsmönnum nokk- uð knappir. Þegar hér er komið þá er námsmaðurinn búinn að fá 80% af þvi sem hann þarf til að geta lifað. Afganginn verður hann að útvega sér sjálfur. Úthlutunarkerfið er heldur ekki réttlátt. Þeir sem reyna að leggja hart að sér við tekjuöflun, er beinlinis refsað fyrir það með þvi, að þær tekjur sem til umreiknings koma eru hærri og þarafleiðandi fær viðkomandi lægra lán. Hinir sem ekki þurfa að vinna (margir af riku foreldri) fá hærri lán vegna þess að tekjurnar eru litlar sem til umreiknings koma, bilið milli umreiknaðra tekna og umframfjárþarfar er meira og þvi fá þeir há lán. En vikjum nú að kjörum sem námsmenn njóta. Það skal skýrt tekið fram að hér er um að ræða lán sem ber að endurgreiða, en ekki styrki. Lánin eru vaxtalaus meðan á námi stendur, þegar lokapróf er tekið falla á lánin 5% vextir. End- urgreiðslur hefjast fimm árum eftir að námi lýkur og skal endur- greiðslu lokiö með jöfnum greiðl- um á 15 árum. Þetta eru vissulega góð kjör, en engu að siður eru forsvarsmenn nemenda i Stúdentaráði mótfalln- ir þeim. Til þess liggja eftirfarandi á- stæður. Þessi góðu kjör eru notuð til að réttlæta það að námslán ná ekki 100% umframfjárþarfar, en einmitt það atriði hefur valdið þvi að allmargir hafa á undanförnum árum orðið að hverfa frá námi af þeim sökum. Stúdentaráð telur ekki réttlætanlegt að námsmenn njóti betrikjara en aðrir þeir sem eiga sitt undir lánastofnunum komið. Fyrir tveimurárum lagði Stúd- entaráð fram tillögur til úrbóta i lánamálunum, það er ástæða til að rifja þær upp efnislega hér. Gert er ráð fyrir þvi að láns- fjárhæð nái 100% umframfjár- þarfar. Lánin verði tengd visitölu þannig að Lánasjóðurinn fái til baka raungildi þess fjár sem hann lánar á hverjum tima. Með þvi yrðu endurgreiðslur til sjóðs- ins mun stærri tekjustofn heldur en nú er. Endurgreiðslur til sjóðs- ins verði i hlutfalli við tekjur lán- þegans að'námi loknu. Með þessu yrði tryggt, að þeir sem hæstu lánin fá samkvæmt þvi kerfi sem nú gildir myndu við þessar auknu endurgreiðslukröfur forðast að steypa sér i stórar skuldir og þvi yrði meira til skiptanna handa þeim sem raunverulega þurfa á lánum að halda. Einnig myndi vinnast það að endurgreiðslur til sjóðsins kæmu mun fyrr til baka heldur en eftir núgildandi reglum. Ef þessar tillögur sem koma frá lánþegum sjálfum næðu fram að ganga, þá yrði staða sjóðsins mun betri en nú er, eigin tekjustofnar hans yrðu mun sterkari og árlegt framlag rlkissjóðs yrði lægra fyr- ir bragðið. Það sætir undrun að stjórnvöld hafa ekki viljað fallast á þessar tillögur enn sem komið er, og þvi er það undarlegra að þessar kjararýringartillögur koma frá námsmönnum sjálfum. Hér með er bent á þessa leið til þess aö létta að nokkru leyti á- hyggjum þeirra sem fjárlagagerð stunda / Ir/ W-t Mikið úrval sængurgjafa Nýkomin náttföt nr. 20-22-24-26 - kr. 590,00 Hjá okkur fáið þér góðar vörur, með miklum afslætti Barnaf ataverzl u ni n Rauðhetta lönaöarmannahúsinu/ Hallveigarstíg 1 — Sími 28480. Alþýðublaðið Föstudagur 24. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.