Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 5
Eldflaugabúnaður á dönsku gæzluskipin Danska strandgæzlan kannar nú, hvort hentugt mun að útbúa gæzluskip með smáum eld- flaugum af gerðinni Harpoon, sem bandariska fyrirtækið McDonnell Douglas undirbýr smiði á fyrir bandariska herinn. Einn helzti kostur þessa vopns er sagður sá, að það má skjóta litlum eldflaugum á skotmarkið frá minnstu varðskipunum, jafn- vel flugvélum eða þyrlum, — og eldflaugarnar leita skotmarksins sjálfar, svo það má skjóta um langan veg með fullu öryggi, jafnvel út fyrir sjóndeildar- hringinn. Með þessum eldflaugabúnaði er umráðasvið hvers gæzluskips aukið margfaldlega, — en i viðtali við eitt dagblaðanna i gær sagði Guðmundur Kjærnested skip- herra, að ekki væri unnt að gæta hinnar nýju fiskveiðilögsögu án þess að fá nýtt varðskip. Harpoon” eldflaug skotið frá strandgæzluskipi NÝR BÁTUR í FLOTA VESTMANNAEYINGA 1 gærmorgun var sjósettur nýr bátur í skipasmiðastöðinni Stálvik i Garðahreppi. Bátur- inn, sem er smiðaður fyrir tvo Vestmannaeyinga, Matthias Óskarsson og Björgvin Ólafs- son, hlaut nafnið Bylgja VE 75. Báturinn er 150 lestir að stærð með 610 ha MWM aðalvél og 75 ha ljósa- og hjálparvél. Þar að auki er önnur hjálparvél frammi i bátnum, sem notuð verður i höfn. Þetta er fyrsti bátur, sem hefur verið hannað- ur og smiðaður hérlendis og sér- staklega er útbúinn fyrir flot- vörpu. Flotvörpuvindan er norsk frá Rapp. Báturinn er út- búinn með 2 háþrýstitogvindum og 2 sérstæðum spilum 8 tonn hvort frá vélaverkstæði Sigurð- ar Sveinbjörnssonar, Þá er i bátnum höfuðlinuvinda með ka- pli, löndunarspil og bómuvinda.' öllum spilum er stjórnað úr brú og fyrirkomulag einkar hag- kvæmt. 1 bátnum er Atlas dýptarmælir 740, Decca radar með 64 milna radius. Sjálfstýr- ing er á skipinu. Merkileg nýj- ung er, að sjóhitamælir er á skipinu. Er það hinn fyrsti frá Iðntækni, sem settur er i is- lenzkt skip, nákvæmni 0,01 gráða. Færiband flytur fisk á þilfari að aðgerðarborði lestin er kæld með loftblástri og þar er 3ja tonna heilfrystir. Skipið hefur skutdrátt, en varpa tekin inn á hliö. lbúöir fyrir 12 manns eru allar aftur, i skipinu. Skipiö mun fara á togveiðar fljótlega, en er annars útbúin til hvaða veiða sem tiðkazt hér við land. „Þetta er 22. nýsmiði stöövar- innar” sagði Jón Sveinsson, framkv.stjóri Stálvikur i ræðu, sem hann flutti. „Eftir þvi, sem ég bezt veit”, sagði Jón, „er þetta fyrsta skipið, sem sjósett er hér á landi eftir að 200 milna landhelgi er orðin að veru- leika”. Bylgja VE 75 er hið fegursta skip. Ekki hægt að taka Loftleiða hótel inn í leiðakerfi SVR „Við höfum margsinnis fariö fram á það við borgaryfirvöld og ráðamenn strætisvagna Reykja- vikur, að ferðum yrði komið á til Loftleiðahótels. Það mætti t.d. láta leið 7, Bústaðavagninn, hafa hér viðkomu, en sá vagn ekur um Hafnarfjarðarveginn, hér rétt fyrir ofan. Astandið er þannig núna, að Landleiðir hafa með höndum akstur til og frá hótelinu og er það Vifilsstaðavagninn, sem hefur hér viðkomu. En ferðir vagnsins eru strjálar, og við telj- um eðlilegra að SVR sjái um þessa þjónustu,” sagði Erling Aspelund, hótelstjóri Loftleiða- hótels, i samtali við blaðið, um ferðir almenningsvagna til og frá hótelinu. Töluvert hefur borið á gagnrýni vegna strjálla ferða þangað, en til hótelsins og ná- grennis sækir fjöldi manna dag- lega, bæöi ferðamenn, starfsfólk og aðrir aðilar. Erling kvað hvimleitt til þess að vita að ekki væri hægt að skipuleggja leiðakerfi SVR þann- ig, að stofnun, sem Loftleiðahótel, þar sem mikill mannfjöldi færi um daglega, gæti notið þjónustu vagnanna. Alþýðublaðið hafði samband við Eirik Asgeirsson forstjóra Strætisvagna Reykjavikur og spurði hann hverju það sætti að ekki væri hægt að taka Loftleiða- hótel og nágrenni inn I leiðakerfi vagnanna. „Það er ekki hægt eins og okkar leiðakerfi er uppbyggt, þar sem Loftleiðahótel er utan almenns byggöakerfis. Fyrir 10—12 árum ók strætisvagn að Loftleiðahóteli og borguðu Loftleiðir hluta af tap- rekstri vagnsins. 1 dag kostar 14 milljónir á ári að reka einn strætisvagn og það er vitað að bullandi tap yrði á rekstri vagns til Loftleiðahótels. Það eru vart meira en örfáar hræður, sem mundu nota vagnana daglega,” sagði Eirikur. Aðspurður hvort ekki væri mögulegt, að láta leið 7 taka á sig smákrók frá Hafnarfjarðarvegin- um og koma við i nágrenni Loft- leiðahótels og flugskýlanna, sagði Eirikur: „Það er allt of langur krókur til þess eins að þjóna nokkrum tugum manna daglega. Það eru 900metrar hvora leiö frá Hafnarfjarðarveginum, þar sem leið 7 ekur og að hótelinu. Það er ekki hægt ab bjóða farþegum Bú- staöavagnsins upp á þann krók. Þetta mál hefur verið kannað til hlitar. Eins og málin standa i dag, getur SVR ekkert hjálpað upp á strætisvagnaþjónustu gagnvart Loftleiðahóteli og nágrenni.” Rödd jafnaðarstefnunnar Kvennafrí í dag, þann 24. október, fara fram á vegum islenzkra kvenna víðtækustu aðgerðir, sem ráðizt hef- ur verið í til þess að legg ja áherzlu á kröf una um raun- hæft jafnrétti kynja. I öllum stærstu kaupstöðum landsins efna konur til funda, þar sem m.a. verður gerð úttekt á stöðu kvenna i samfélaginu og vakin athygli á því hve enn er langt í land til þess að konur öðlist sama rétt og karlar. Þegar er vitað, að aðgerð- irnar í dag njóta stuðnings mikils meirihluta kvenna um land allt. Konur úr öllum stéttum, bæði heima- vinnandi húsmæður og eins hinar, sem starfa úti á vinnumarkaðinum eða við nám, munu taka sér f rí f rá störf um til þess að leggja áherzlu á samstöðu kvenna í réttindabaráttunni og til þess að sýna jafnframt og sanna hve mikilvægt framlag kvenfólksins er til at- vinnumála þjóðarinnar. Er því þegar séð, að hjól at- vinnulífsins munu stöðvasf vegna fjarveru kvenn- anna, því í fjölmörgum atvinnugreinum eru konur undirstaða vinnuaf Isins. Aðgerðir kvennanna í dag munu því sýna hversu hróplegt er ósamræmið milli annars vegar þeirra starfa og kvaða, sem þjóðfélagið leggur á þær, og hins vegar þeirrar viðurkenningar og þeirra réttinda, sem þær njóta. Barátta kvenna f yrir jaf nrétti er ekki ný af nálinni. Hér á íslandi eru margir ártugir liðnir frá því framsæknar konur hóf u að f lytja mál kynsystra sinna og berjast fyrir því, að þær fengju að njóta almennra mannréttinda til jafns við karlmenn. Á því timabili hefur töluverðu verið áorkað, en þó meira í orði en á borði. Þvi miður hef ur reynslan orðið sú, að mörg þau réttindi, sem samfélagið hefur fengið konum í lög- gjöf, hef ur það síðan sniðgengið í framkvæmd. Þann- ig er því t.d. varið með jafnrétti til launa. Lög um launajafnrétti kynjanna voru samþykkt á Alþingi fyrir atbeina Alþýðuf lokksins fyrir tæpum áratug, en þrátt fyrir þessi ótviræðu lög hafa forráðamenn at- vinnulífsins sniðgengið þau með ýmsu móti gagnvart ýmsum starfshópum kvenna. Þetta kemur t.d. glögg- lega fram i því, að það er mjög sjaldgæft, að konur veljist til stjórnunarstarfa. Flestar konur, sem vinna á hinum frjálsa vinnumarkaði, taka laun sín sam- kvæmt lægstu töxtum og þau dæmi eru f jölmörg þar sem karl og kona gegna sambærilegum störfum en lögin um sömu laun fyrir sömu vinnu eru sniðgengin þannig, að karlmanninum eru greidd hærri laun en konunni. Nákvæmlega hið sama má segja um pólitískt jafnrétti kvenna. Það er meira í orði en á borði. Ljós- asta dæmið um það er einfaldlega sú staðreynd, að í hópi kjörinna fulltrúa á Alþingi og í sveitar- stjórnum eru karlmenn í yfirgnæfandi meirihluta. Væri hið pólitíska jafnrétti kvennanna jafnréiti í reynd myndu að sjálfsögðu miklu fleiri konur gegna trúnaðarstörf um af slíku tagi. Að svo skuli ekki vera er augljós staðfesting á því, að hvað sem öllum laga- ákvæðum líður er andinn, sem ríkir i samfélaginu sá, að karlmenn séu að öllum jafnaði hæfari til trúnaðar- starfa en konur. Mjög fáir vilja viðurkenna, að þetta sé afstaða þeirra, en það leynir sér ekki, að þetta er afstaða samfélagsins — þ.e.a.s. einskonar samtala skoðana þeirra einstaklinga, sem samfélagið mynda. En svo óréttlát, sem staða kvenfólksins er út á hin- um frjálsa vinnumarkaði, þá er staða húsmæðra enn lakari. Það er óhætt að f ullyrða, að þjóðfélagið hrein- lega viðurkenni ekki, að húsmæður hafi nokkru hlut- verki að gegna sem virkir þjóðfélagsborgarar — að heimilisverkin séu vinna. Þannig njóta húsmæður bókstaflega engra þeirra réttinda, sem annað vinn- andi fólk nýtur. Vinna þeirra er ekki metin til verðs. Og gagnvart skattayfirvöldum er á þær litið sem ómaga á heimili sínu og eiginmanni. Eigi konur, sem vinna utan heimilis á brattann að sækja — sem þær vissulega eiga — þá eiga heimavinnandi húsmæður enn lengra í land að hljóta viðurkenningu samfélags- ins fyrir störf sin. Á þessi atriði og fjölmörg fleiri verður bent á fjöldafundum kvenna i dag. Meginatriðið er þó ekki að lýsa vandanum — hann hafa menn lengi þekkt — heldur að fá hann viðurkenndan og tekinn til úrlausn- ar. l þeim efnum geta konurnar sjálfar miklu áorkað. Standi þær saman um að fylgja málstað sínum eftir verða hagsmunamál þeirra tekin til úrlausnar. Vonandi er samstaða kvennanna í dag fyrirboði um órofa samstöðu þeirra í réttindabaráttu í f ramtíðinni. Föstudagur 24. október 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.