Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 12
SÚtgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Kitstjórnarfulltrúi : Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Áskriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK ,0piö öli kvöld til kl. 7 ilaugardaga til kl. 12 i—Yeðrid 1 dag mun veðrið hald- ast svo til óbreytt frá þvi sem verið hefur. Gert er ráð fyrir austan kalda og litils háttar rigningu öðru hverju. Hlýindin verða á- fram og verður hiti 8—10 stig. Gátan ■ Kr/v STOF/V r?nr) FJfit-L 5■/S//K/H /níHr/ FR'lÐft hluT/ Trl TÆK/ mwn VfíGh/ TÓmft \ 5 KOR VÝRS UNG . V/ÐlV <jORT rwv V.QRJ LWF/ST STRfíK l ftumRk SfcTl 1 sx.sr l mói f 'GUGCt 'VA' L’E LECrfíN HíjoTn SkÓl/ MEGUM VIÐ KYNNA Kristín Halldórsdóttir rjtstjóri Vikunnar „Kristin er fædd að Laugum i Þingeyjarsýslu, 20. október árið 1939. Ólst hún þar upp og gekk jafnframt i skóla, en að Laugum var skólasetur. 16 ára gömul hleypti hún heimdraganum og hóf nám i Menntaskólanum á Akur- eyri og lauk þaðan prófi árið 1960. Eftir stúdentspróf stundaði hún nám i Kennaraskólanum um eins árs skeið, en hóf siðan störf sem blaðamaður á Timanum árið 1961 og starfaði i þrjú ár. Arið 1964 tók Kristin til við kennslu og kenndi við Digranesskóla i Kópavogi i tvö ár. Frá árunum 1966-72 var hún heima fyrir og gerði hús- móðurstarfið að sinu aðalstarfi, en sá um Visi i vikulokin jafnhliða. Kristin hóf störf á Vik- unni árið 1972 sem blaðamaður, en ritstjóri varð hún árið 1974. Kristin er gift Jónasi Kristjáns- syni ritstjóra Dagblaðsins, og eiga þau 4 börn, Kristján 11 ára, Pálma 7 ára, Pétur 4 ára og Halldóru 1 árs. Aðspurð um áhugamál utan vinnunnar, þá kvaðst Kristin litinn tima hafa til að stunda áhugamál svo nokkru næmi utan vinnu. Þó sagðisthúnhafa mikinn áhuga á leiklist og léti fá leikrit sem sýnd væru hér i Reykjavik, fara fram hjá sér. Einnig nefndi Kristin sem áhugamál, ferðalög, lestur góðra bóka, sund og aðrar iþróttir og mætti i þvi sambandi geta þess, að hún stundaði blak einu sinni i viku. Við spurðum Kristinu, hvert þeirra þriggjá starfsviða, sem hún hefði aðallega unnið við yfir ævina, heillaði hana mest. ,,Það sýnir sig bezt, ég gat ekki látið blaðamanninn vera, þótt mér liki vel að vera húsmóðir samhliða blaðamennskunni. Húsmóður- störf gerast þó fljótlega leiðinleg, ef ekkert er stundað þeim samhliða. Hvað varðar kennsluna, þá þótti mér i sjálfu sér gaman að þvi að kenna, en kennslan vill samt verða dálitið krefjandi þegar fram i sækir. En óhætt er að segja að blaða- mennskan eigi sterkust itök i mér, þessa stundina,” sagði Kristin Halldórsdóttir að lokum. 0KKAR Á MILLI SAGT Nú hafa nýstofnuð ibúasamtök Grjótaþorps farið þess á leit við borgaryfirvöld að hverfinu verði lokað fyrir „óviðkomandi” biia- umferð. Eftir það moldrok, sem varð, þegar arkitektar gerðu uppkast að áætlun um að fjarlægja kofaþyrpinguna mætti ætla að fæstir telji sér hverfið „óviðkomandi”. Aðstandendur kvennafris hafa greinilega gleymt einum hóp kvenna þegar þær ætluðust til þess að konur hættu öllum störfum og þar með heimilisstörfum -= til að láta karlmenn um verkin. Einstæðar mæður verða aðallega fyrir barðinu á þessu, þvi fóstrur á dagheimilum leggja niður vinnu þennan dag og auka þannig á vanda þeirra kvenna, sem ekki hafa neina karla til að láta spreyta sig. Félag islenzkra bifreiðaeigenda hefur bent á, að tekjur rikissjóðs af bifreiðum og rekstrarvörum til þeirra, að meðtöldum söluskatti fyrir árið 1974 eru um 6.720 milljónir króna, en á sama tima er alls varið til vega 3.360 milljónum. Útsöluverð bensinlitra er nú 57 krónur, en þar af er hlutdeild rikis- sjóðs um 58,5%, eða sem næst 34 krónur á litra. Af útsöluverði bils, sem kostar 914 þúsund krónur fara i toll, leyfis- gjald og söluskatt meira en helmingur eða 533 þúsund krónur. Tollurinn nemur 260 þúsund og leyfisgjaldið 145 þúsundum. Kvennafriið i dag virðist ætlaaðverða almennt i þéttbýli, en hins vegar hefur litið sem ekkert heyrst af viðbrögðum húsmæðra i sveitum og þar hafa engir fundir verið boðaðir. Sjálfsagt er þó áhugi þar fyrir hendi, en erfiðara . að ná samstöðu i dreifbýlinu. Útvarp frá Alþingi virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá þjóðinni. Fáir leggja það á sig að fylgjast með heilskvöldsræðuhöldum þing- manna, ef marka má almannaróm. Hins vegar kjósa margir að lesa út- drátt úr ræðunum daginn eftir í blöðum, þvi sem betur fer vill mikili meirihluti þjóðarinnar fylgjast með störfum Alþingis. Þingmenn viðurkenna sjálfir tilgangsleysi útvarpsumræðna, en önnur heppilegri lausn hefur ekki fundizt. I stefnuræðu Geirs Hallgrimssonar i gærkvöldi kom fram, að enn eru ekki komnar fram verðhækkanir af eldra innlendu tilefni og erlendar verðbreytingar muni óhjákvæmilega hafa áhrif á verðlagið hér á næstu mánuðum. Það er stefna rikisstjórnarinnar, að kauphækkun á næstu misserum fari alls ekki fram úr þessum verðbreytingum. Samkvæmt þessu er það ekki ætlun stjónrarinnar, að bæta i neinu þá kjara- skerðingu, sem orðið hefur á siðustu mánuðum. 0RVAR HEFUR 0RÐIÐt=>1 Það er sagt um suma menn, að þeir þurfi enga andstæðinga — þeir sjái sér ' fyrir þeim sjálfir. Þanftifí er.nú komið fyrir Sjálfstæðisflokknum'. ' Vé£ria afstöðu flokksleið- tb g a lvn a T; m á je f nu m F'ra rn kva1 m das tofríú ria r rflcisiRS skriður riú fram á ritvSiiínn hver góður og gegn SjálLsjjfóismaður af öft: !:m tii þess að hirta iVanámc.n íiokksins fyrir þann ú. iskinnungs- bátt, að sauast nú gegn rnáiflutningi sjálfra sin. Þaiinig hefur það orðið hiutskipti þeirra Ingólfs Jónssonar og Sverris Hermannssonar að deila harkr.iega við eigin rök- serndir — sem haldið er á lofti bæði af pólitiskum andstæðingum og flokks- legum samhaldsmönn- um. Samband ungra Sjálf- stæðismanna og fulltrúar á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins fá ómögulega skilið hvað þvi veldur, að þeir Ingólfur og Sverrir hafa i málefnum Fram- kvæmdastofnunar rikis- ins snúist öndverðir gegn boðaðri flokksstefnu og eigin orðum sinum og til- lögum. Málið er ákaflega einfalt. Hér er um þau gömlu sannindi að ræða, að það er ekki sama hvort menn heita Jón, eða séra Jón — hvort menn heita Sverrir eða kommi-zar Sverrir. Bara Sverrir er auðvitað jafn mikið á öndverðum meiði við kommi-zar Sverri og kommi-zar Sverrir ei öf- ugur og snúinn við bara Sverri. Þarna ræður tilill- inn úrslitum, er nokkirs koriar skoðanalegur kontrapúnktur, og auðvit- að mikils um vert, hvort menn nota þar zetuna, eða ekki — enda Sverrir einarður fylgismaður zetunotkunarinnar. Kommi-zar Sverrir Hermannsson hefur lýst þvi yfir f viðtali við Morg- unblaðið, að það sem helzt standi þjóðinni fyrir þrifum eins og nú er kom- ið sé, að ekki sé nægilega mikil pólitisk stjórn á þjóðfélaginu — sem sé: Vér viljum fleiri kommi-zara. Hér er um talsvert snjallan mótleik kommi-zarsins að ræða i taflinu við titlalausa flokksbræður sina. Hann er sem sé að veifa framan i þá þeim möguleika, að þeirgeti nú kannski orðið zar lika, ef þeir haldi sig- bara á mottunni. Kommi-zar Ellert B. Schram. Kommi-zar Friðrik Sófusson. Kann- skl Zar-kommi-zar Albert Guðmundsson? Eða Sól-kommi-zar Jón Sól- nes? Kommi-zar Svei rir Hermannsson veit þvi vel.hvaðhr.nn er að gera. Hann ætlar að verjast byltingunni með brögð- um, sem Nikulási Rússa-zar komu aldrei i hug — desværre for ham, eins og danskurinn segir. FIMM á förnum vegi Breytast daglega venjur þínar vegna kvennafrísins? \ Finnur Torfi Stefánsson lög- fræðingur: „Nei, ekki minir persónulegu hagir, það er ekk- ert nýmæli fyrir mig að sjá um matseld og heimilishald endr- um og eins. Hins vegar loka ég auðvitað skrifstofu minni.” Helgi Harrýsson versiunar- skólancmi: „Nú ég fæ fri i skól- anum, þótt það komi aðeins til af þvi að mánaðarfri er i skólan- um, og finnst mér sem skóla- stjóri Verzló sé þar með að bregða fæti fyrir kvenkennara skólans. Annars hef ég ekki trú á þvi að daglegar venjur minar riðiist, svo nokkru nemi.” Elías Jónasson kennarahá- skólanemi og handknattleiks- þjálfari: „Nei, það held ég ekki. Ég er t.d. vanur að kokka sjálf- ur og i þeim efnum mun ekkert misjafnt koma fyrir. Ég held að mjög almenn þátttaka verði i þessu kvennafrii, hjá húsmæðr- um jafnt sem útivinnandi kon- um. Kjartan Harðarson nemandi: „Nei, það telég ekki munu vera. Ég held að almenningur liti á þennan dag sem almennan fri- dag, hálfgerðan laugardag, og taki þvi lifinu með ró.” Jón Baldursson nemi: „Hjá mér? Það held ég ekki. Ég er i vélskóla og hreyfist ekkert þar né á heimili minu. Reikna með almennri þátttöku kvenna.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.