Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 6
Hvíti hreinninn Sjónvarp i kvöld klukkan 21.10 t sjónvarpinu i kvöld klukkan 21:10. verður sýndurballetþáttur frá norska sjónvarpinu, sem heitir Hviti hreinninn. Birgit Cullberg samdi dansana, og er stutt viðtal við hana á undan ballettn- um. Tónlistin i Hvita hreininum er eftir Knudaage Riisager. Verkið fjallar um Samastúlkuna Aili, sem er ástfangin af Nilasar, en sá bögg- ull fylgir skammrifi, að á tungllýstum nóttum breytist hún i hvitan hrein. En Aili greyið gerir sér ekki grein fyrir þvi, að með hennar hjálp ætlar seiðkarlinn, sem að sjálfsögðu stundar þessi véla- brögð, að fremja alls kyns ódæðisverk. Góður leikstjóri og ekki síðri leikarar Sjónvarpiö á laugardagskvöld klukkan 21.10 Biómyndin „Ship of Fools”, sem á is- lenzku þýðir Fiflaskipið, verður á dag- skrá sjónvarpsins á laugardagskvöld klukkan 21:10. Mynd þessi var gerö á árinu 1965, og er hún að sjálfsögðu bandarisk, eins og flestar kvikmyndir sem á íslandi eru sýndar. Stanley Kramer leikstýrir þessari mynd, en hann er einn af beztu leikstjór- um heims um þessar mundir. Ekki eru leikararnir af verra taginu heldur, en þeir eru: Lee Marvin, Vivien Leigh, George Segal, Jose Ferrer og Simone Signoret. Hlýtur þessi mynd að vera þess virði að á hana sé horft, þar sem svo margir frábærir leikarar eru saman komnir. Myndin gerist árið 1933, þegar þýskt farþegaskip er á leið til Bremerhaven. A skipinu eru margir farþegar, en sá hóp- ur er all sundurleitur. Að sjálfsögðu á þar hver maður við sinn vanda að striða, og er greint frá nokkrum þeirra i myndinni. Þýðandi er Dóra Hafsteins- dóttir. Hverjar eru óbyggðirnar? Sjónvarp á sunnudaginn: Hér kemur þá sjónvarpsupptaka af smásögu úr Sjöstafakverinu eftir Halldór Laxness. Þriggja daga orlof Grasdals, gjaldkera, sem helgast af þvi, að kona hans hefur nú tekið sér jafn- langt orlof ein sin liðs eftir 25 ára bú- skap, og nú er ákveðið, að hann fari meö „vini” sinum i veiðiför i óbyggðir. Aðal- hlutverkið leikur Gisli Alfreðsson, Gras- dal gjaldkera. Um veiöiförina er bezt að tala sem minnst á þessu stigi málsins og „óbyggðirnar” birtast i frumlegu ljósi grallarans Laxness. Við lok myndarinn- ar mætti mönnum, sem ekki eru þvi öruggari um, hverju konur sækjast eftir i raun e.t.v. vera ljósaraenáður, hvert hugurinn stefnir, lika á kvennaári. Hefði sennilega verið skynsamlegt að hafa þessa sýningu á föstudagskvöldið 24. Ekki svo meira um það. Útvarp FÖSTUDAGUR 24. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustu- gr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgun- stund barnannakl. 8.45: Björg Arnadóttir les söguna „Bessi” eftir Dorothy Canfield i þýð- ingu Silju Aðalsteinsdóttur (17). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bænd- ur 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,A fullri ferð” eftir Oscar Clausen.Þor- steinn Matthiasson les (9). 15.00 Miðdegistónleikar. Fritz Wunderiich syngur lög eftir Schubert, Hubert Giesen leikur á pianó. Aaron Rosand og Sin- fóniuhljómsveit útvarpsins i Luxemburg leika Fiðlukonsert nr. 3 í g-moll op. 99 eftir Jenö Hubay, Louis de Froment stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphcirn 17.10 Tónleikar 17.30 Mannlif i mótun.Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri á Akureyri lýkur við að segja frá uppvaxtarárum sinum i Mið- firði. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Hall- dórsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá.Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Jórunn Viðar leikur á pianó verk eftir Debussy, Chopin og Schumann. 20.30 Lygn streymir Laxá. Jónas Jónasson ræðir viö Gunnlaug Gunnarsson bónda i Kast- hvammi. 21.20 Kórsöngur. Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi syngur, Jón Ingi Sigurmunds- son stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fóstbræð- ur” eftir Gunnar Gunnarsson. Þorsteinn O. Stephensen leikari les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Hvað gerðist í dag?Fréttamennirnir Friðrik Páll Jónsson, Kári Jónasson o.fl. gera upp reikninginn að kvöldi kvennafridags. (Skák- fréttir kl. 22.35). Tónleikar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. SJónvarp Föstudagur 24. október 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Kastijós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 21.10 Hviti hreinninn Ballett- þáttur. Birgit Gullberg samdi dansana, en tónlistin er eftir Knudaage Riisager. Samastúlkan Aili er ástfangin af Nilasi. Seiðkarl einn býðst til að hjálpa henni að vinna ástir Nilasar. Á tungllýstum nóttum breytist hún i hvitan hrein. En hún veit ekki, að með hennar hjálp ætlar seiðkarlinn að fremja alls kyns ódæðisverk. Á undan ballettinum er stutt viðtai við höfundinn. (Nord- vision — Norska sjónvarpið) 22.00 Skálkarnir Bre kur sakamálamyndaflokkur. Loka- þáttur Billy Þýðandi Kristmann Eiðason. Á FRlDEGI KVENNA Um kvennaárið kvennafrfið og konuna yfirleitt Nú er þetta margumrædda ár 1975, öðru nafni kvennaárið, brátt á enda runnið. Þegar litið er til baka, hvað kemur þá i ljós? Jú, fyrst og fremst höfum við, konur, vakið fólk til umhugsunar um stöðu konunnar. Vissulega hefur starfssvið konunnar i þjóðlifinu aukizt á siðustu árum, enda ekki vanþörf á. Fyrir örfáum ára- tugum var almenningsálitið yfir- leitt þannig, að það þótti varla taka þvi fyrir stúlkur að ganga menntaveginn, þær færu hvort sem væri beint i hina öruggu höfn hjónabandsins, eignuðust heimili og börn og þar væri þeirra starf. Vissulega er það starf, en ekki ævistarf annars foreldris. Hvað Kristín Árnadóttir FRfl LANDS- SAMBANDI ALÞÝÐUFL0KKS- KVENNA Umsjón: Kristín Guðmundsdóttir er það við konuna sem bendir fremur á það, að hún eigi að hugsa um börn og heimili en karl- maðurinn? Ekkert, alls ekkert. Þetta hefur bara verið hefð, sem erfitt er að uppræta, en þetta ár hefur bætt miklu þar um. Enn fremur hafa breyttir timar hjálpað nokkuð til. Þótt eiginmenn nútimans hafi yfirleitt ekki tekið fyrirvinnu- metnaðinn i arf frá fyrirrennur- unum, og „leyft” konunum að fara út að vinna, þá er alveg ömurlegt til þess að vita, hve launamisréttið riður húsum. Það er bláköld staðreynd, að konum er boðið lægra kaup fyrir sömu vinnu, jafnvel menntun er ekki tekin tilgreina. Af hverju er aug- lýst svo? „Vélritunar stúlka óskast”, o.s.frv. Hvers vegna er ekki ráðið i störf starfanna vegna heldur kynferðisins vegna? A þessu ári hefur máli þessu verið hreyft og er það vel. Sennilega eru kennarar eina starfsstéttin þar sem algjört launajafnrétti gildir, enda eru launin miðuð við starfið sjálft, en ekki þann sem innir það af hendi. Þannig ætti þetta að vera á öllum sviðum. Það er mikið fagnaðarefni að konur skuli geta sýnt og sannað, svo ekki verði um villzt, hvers þær eru megnugar með kvenna- friinu föstudaginn 24. okt. n.k. Er afar ánægjulegt til þess að vita, hve mikil samstaða hefur náðst meðal kvenna og er þetta væntan- lega upphafið að stórkostlegum endurbótum. Með þessu frii getur það ekki farið fram hjá neinum, hve mikilvægar konur eru i fram- vindu þjóðarbúsins. Væntanlega sannast þá málshátturinn góði: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur”. Hugleiðingar á kvennaári Kvennaári er senn að ljúka. Margir verða eflaust fegnir, einkum karlmennirnir. Sjálfsagt finnst þeim ofraun að fórna heilu ári i að vekja athygli á kjörum kvenna. Þó að margir karlmenn hafi lýst samstöðu sinni við bar- áttu þeirra fyrir jafnrétti á öllum sviðum i orði, kann svo að fara að það verði eigi að borði og mega konur búast við nokkurri baráttu enn unz sigur fæst. Hins vegar er ljóst að konur hafa vaknað til meðvitundar um þörf fyrir samstöðu. Það sýnir hinn geysilegi áhugi þeirra fyrir Sólveig Helga Jónasdóttir kvennafrideginum. Nú ris sú bylgja samstöðu um sjálfsögð réttindi alira kvenna, sem eigi verður á móti risið og þó kvenna- ári ljúki, hverfur eigi sú krafa okkar allra að njóta fyllsta jafn- réttis á vinnumarkaðinum. Arangur kvennaárs hefur nú þegar komið i ljós, þar sem greinil. er að konur sjálfar hafa vaknað til meðvitundar og umhugsunarum það misrétti sem margar kynsystur þeirra eru beittar I launamálum. Við, sem I dag leitum fyllsta jafnréttis, hljótum að leiða hugann til þeirra mörgu kvenna, sem barizt hafa fyrir þeim rétt- indum, sem viö njótum i dag og nú finnast öllum sjálfsögð. Við hljótum lika að lita fram á veginn og hugleiða, hvernig við getum komið þessum stefnumálum okkar á kvennaári i framkvæmd. Einungis með órofa samstöðu mun okkur takast að ná þvi markmiði I jafnréttismálum sem við höfum sett okkur. Undanfarnar vikur hefur undir- búningur kvennafridags verið i fullum gangi. Kvennafridagurinn á Islandi er óneitanlega það sem hæst ber á árinu. Þá munu konur um land allt sýna samstöðu si'na með þátttöku i útifundum. A Lækjartorgi fjölmenna konur tn að undirstrika þetta og er ég þess fullviss að þessi fundur verður einn sá fjölmennasti, sem þar hefur verið haldinn. Nú er kvennaaár - guð hjálpi okkur konum næsta ár! Nú er margumtalað kvennaár aö renna sitt skeið á enda, og er það vel, vilja margir segja. Það er e.t.v. erfitt að sjá, að neitt stór- kostlegt hafi gerzt á þessu ári umfram önnur ár, en hvað um það, öll nótt er ekki úti enn. Oft hefur mér hitnað i hamsi, þegar ég hef orðið vör við að kona hafi hlotið einhvern heiðurssess, að mati karla, þá hefur alltaf fylgt með, að það væri vel til Svala Ivarsdóttir fundið nú á þessu kvennaári, með umburðarlyndum tóni, ekki eins og hún hafi átt það skilið vegna eigin verðleika eða manngildis. Nei, nú er kvennaár. — Guð hjálpi okkur konum næsta ár. Hugsið ykkur, kona kom til tals, er rætt var um friðarverðlaun Nóbels i ár, móðir Theresa. Skyldu þeir háu herrar muna eftir henni næsta ár, við skulum vona það, hún á það skilið hvaða ár sem er. Svo er kvennafri á kvennaári. — Ég tel grinlaust, að islenzkar konur séu að framkvæma stór- sögulegan atburð hér á eina land- inu i heiminum, sem framfylgir þvi, sem upphaflega var áætlað. Ég persónulega styð þetta fri, ekki af þvi að ég hafi yfir svo mörgu að kvarta á minu lifs- hlaupi, en ég geri mér ljóst, að aðrar konur lifa við erfið kjör, svo sem einstæðar mæður, ekkjur og þær konur, sem eiga heilsulausa menn. Þessar konur verða að vinna tvöfaldan vinnudag til að framfleyta sér og sinum. Þær hafa litla möguleika til að finna sér starf, þar sem þær fá sömu laun og karlmaður annars fengi, jafnvel þótt þær séu færar til starfsins. Vinnuveitandi hefur sagt I min eyru, að hann vildi heldur konu i ákveðið starf, þvi að þá væri frek- ar möguleiki til að halda launun- um niðri. — Erþetta eins og það á að vera, samkv. lögum? Hverjum finnst það? — Er það rétt afstaða, að í starf, sem einungis karlmenn hafa verið i, komi slðan kona, sem sett er sex launaflokkum neðar en þeir höfðu i sama starfi. Afhverju var þaðgert? — Jú, það er kona. — Kona situr á milli tveggja karla og gegnir ekki siður mikilvægu starfi en þeir, hrein- lega matar þá I sinu starfi, annar karlinner i 21. lfl. hinn I 24. lfl., en hvar skyldi hún hafa verð sett, jú, i 16. lfl. og hefur meiri menntun en þeir báðir til samans. — Svona mætti lengi telja. Ég vil, að þar sem konur geta starfað við hlið karlmanna og unnið eins vel, fái þær skil- yrðislaust sömu laun og að hús- móðurstarfið sé virt á vinnu- Konur eru of ragar og ósjálfstæðar í atvinnulífinu Jónfna Gissurardóttir Ég tel stöðu konunnar hér á landi ágæta. Konan þarf ekki að kvarta um misrétti á vel flestum sviðum þjóðlifsins i dag. Aðstaða karls og konu til menntunar er jöfn og frjálsræði konunnar er mikið. Allflestar konur nú á timum ráöa hvort þær vinna innan veggja heimilisins eða utan þeirra. Segja má, að fyrst og fremst sé hægt að tala um mis- rétti kynjanna þegar út i atvinnu- lifið er komið. Ekki skal ég leggja dóm á það, hverjum sé um að kenna, en hrædd er ég um að konan eigi þar nokkra sök. Margar konur sækja um illa laun- aða vinnu, þær eru ragar og ósjálfstæðar og treysta sér ekki i ábyrgðarstörf. Þannig fer þvi oftast, þegar að stöðuhækkunum kemur innan fyrirtækja, og þá að sjálfsögðu launahækkunum, að karlmaðurinn fær hækkunina. Það er einnig mjög algengt að fólki I sama eða svipuðu starfi sé mismunað. Karlmaðurinn fær þá eitthvert stöðuheiti, sem hækkar hann upp um nokkra launaflokka, eða honum er greiddur mismun- urinn „undir borðið,” — hann ræður sig nefnilega ekki nema upp á „mannsæmandi laun”. Hvað með konuna? Situr hún bara eftir með sárt ennið og þegir? Það gerir hún þvi miður allt of oft. Konur kvarta of mikið sin á milli, þar sem þær brestur kjark til að taka málið föstum tökum og fá leiðréttingu mála sinna. Aukinn skilningur ekki siður en aukin tækifæri konunnar til menntunar kemur til með að brúa þetta bil misréttis, sem enn er á milli kynjanna hvað þetta mál varbar. angarnir markaði sem starfsreynsla, þar sem það á við. Samstaða meðal kvenna, i þessu kvennafrii, virðist ætla að vera meiri en björtustu vonir leyfðu, en ég vildi óska að sam- staðan héldist lengur en þennan eina dag og að þær konur, sem fara út á vinnumarkaðinn, þegar þær eru búnar að koma upp sin- um börnum, hætti að láta sér i léttu rúmi liggja hvaða laun þeim eru boðin, hreinlega láti undir- bjóða sig, aðeins af þvi, að þær þurfa raunverulega litið, fara aðeins að vinna sér til afþreying- ar og fyrir vasapeningum, frekar en af fjárhagsþörfum. Með þvi skaða þæraðstöðu þeirra kvenna, sem þurfa að vinna fyrir sinu daglega brauði. Konur, stöndum sjálfar vörð um hagsmuni okkar, aðrir gera það ekki. Niisím lif PLASTPQKAVERKSMIOJA SW 82A39-82455 Vatnagðifam 6 Boi 4064 - (Uykjavik Pfpulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur AAöller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnarfjaröar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingaslmi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun Hreinsum gólfteppi og húsgögn I heimahúsuni og fyrirtækjum. Eruin meö nýjar vélar. Góö þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Útvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aöra. SJÓNVARPS- VIÐGERDIR Skúlagötu 26 — simi 11740. Nylon-húðun Húðun á malmum með RILSAN-NYL0N II Nælonhúðun h.f. Vesturvör 26 Kópavogi — sími 43070 : ff Kaskttuiönaöur og éspilun, \\ 11 fyrir útgcfendur hljómsveitir, V 11 kóra og fl. Laitiö tilboða. I \\ Mifa-tónbönd Akurayri JJ \vPÓSttl. 631. Sími (96)22136 ZJ Dúnn í GlflEflBflE /ími 04900 i-ÞÉ TTILISTINN -------i-- -LISTINN ER Lo- nngreyptur og '? tolir alla veftráttu. M r-LISTINN A: itihurðir svalahurðir D lijaraglugga og W eltiglugga j==JT ^ MugsnmlOiwt L-'a_l_J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.