Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT „Delerium tremens?” Enginn maður, sem eitthvað þekkir til, mun liklega væna Halldór á Kirkjubóli um ofnautn áfengis, að minnsta kosti ef skrif hans eru tekin alvarlega. Ekki ætla ég að gerast til þess fyrstur manna. En fleira kann nú til að koma. Kunnugt er, að þeir, sem neyta áfengis ógætilega, geta verið i hætta fyrir þvi, að sjá alls- konar ofsjónir. En svo eru lika til menn sem hafa fengið ,,á heilann”, sem kallað er ákveðna hluti. Fyrir slikum mönnum fer vist æði oft eins og drykkjumönnun- um, sem fá „delerium tremens” af of- drykkju. Þeim kemur veröldin allt öðru visi fyrir augu en venjulegu fólki. Hér skal látið liggja milli hluta, hvors hlut- skipti frá hendi forsjónarinnar er verra eða betra. Það hefur svo sem hver sinn djöful að draga og verður naumast við gert. Hvort Halldór á Kirkjubóli hefur orðið svo samgróinn áhugamáli sinu, að hann sjái hvarvetna drukkna menn, eins og fylliraftarnir sjá rottur og maðka, má einnig vera hans mál. En ástæðan til þess, að mér finnst rétt að vikja nokkrum orðum að Halldóri, eru þær athugasemdir, sem hann gerir við grein mina ,,Eins og þarfanaut”. Þvi miður veit ég ekki, hvort Halldór er kúa- eða sauðbóndi, þótt ýmislegt bendi til hins siðara. Ég vil ekki deila við hann um athafnir þarfanauta, hvort þær séu þeim erfiðar eða ekki. Hitt þykir mér, sem gömlum sveitamanni furðulegt, að þessi gamalgróni bóndi, skuli viljandi reyna að misskilja orð min, nema til komi annarlegt sálarástand hans. Það tlðkaðist nefnilega mjög i sveitum hér áöur, að þarfanaut voru alin á 1-2 bæjum i sveitinni. Þau höfðu vlst ekki alltaf ró- lega daga, en voru si og æ sótt, máske langar leiðir og látinn rölta i ýmsar átt- ir, til þess að gegna sinum „embættis- störfum”. Það er fremur einfalt mál, að þeir, sem sl og æ er þvælt I óskyld störf og hafa þó nóg á sinni könnu fyrir, séu á svipuðu róli og tuddagreyin, hvort sem bóndinn á Kirkjubóli gerir sér grein fyr- ir þvl eða ekki. Ég hygg, að allir fullsjá- andi menn hafi alfarið getað séð, að á- Vindverkir á Kirkjubóli deilan I greinarstúf minum beinist fyrst og fremst að þeim furðulegu vinnu- brögðum, sem tíðkuð eru, að minu mati mjög um of. Þegar önnum kafnir embættismenn eru settir i alls kyns aukastörf,sem svo valda þvi, að erfitt er að ná sambandi við þá, hvað sem við liggur, er um hreina misnotkun á þeim að ræða. Þessi misnotkun getur komið illa við, einkum ef óskyldu störfin eru unnin I venjulegum, daglegum vinnnu- tima aðalstarfsins. Ætli það verði ekki aö teljast afar liklegt, að búskapurinn á Kirkjubóli gjaldi þess I einhverju, þegar Eftir Odd A. Sigurjónsson Halldór Kristjánsson er langdvölum hér syðra, t.d. við að úthluta listamanna- launum? Það er auðvitað hans mál, hvort hann kýs að gerast einskonar Sancho Panza fyrir embættismenn i höfuðstaðnum. Samt finnst mér afstaðan furðuleg. Til þess mun yfirleitt ætlazt, að menn I fullu ábyrgðarstarfi eigi að geta haft frið til að inna þau verk af höndum, sem þeir hafa lífsuppeldi af. Hér er þvi býsna litil ástæða til að bíta i skjaldarrendur, þó fundið sé að, ef á þvi er misbrestur. Um orðfæri mitt og framsetningu get ég ver- ið fáorður. Éghefi aldrei skilið, að neitt sérstakt væri fólgið I að tala tæpitungu. Mér er það beinlinis ekki lagið. Þessum linum er senn lokið. En ekki get ég að þvi gert, að mér finnst skjóta nokkuð skökku við, þegar matsmaður á islenzk- an rithátt veður fram á völlinn, til þess að breiða jafn ótugtarlega úr fákunnáttu sinni og Halldór á Kirkjubóli gerir i Landfara sinum. Það leiðir svo aftur hugann að dómhæfni á ritverk, sem meta skal til verðlauna. En það er auðv- itað utan þessa sviðs, gæti máske heyrt undir sómagæzlu, sem Halldór hefur á- hyggjur af, ef það heyrir þá undir nokk- uð annað en það sem kallað er að „leysa vind”. Af slikum athöfnum er raunar sjaldan sérstakur ilmur. f< lk Dansaði nakinn Hann Emil vinur okkar Jansen, fékk heldur óbliðar viðtökur i næturklúbb einum, fyrir skömmu. Gestir tóku sig til og grýttu i hann öllu sem lauslegt var á borðum þeirra. Höfuðorsökin fyrir þvi, að gestum sárnaði svo við Emil, var sú, að þeim likaði bara alls ekki að hann skyldi taka uppá þvi að koma fram með stripisýningu. Þrátt fyrir það að veitingahússtarfs- menn gerðu sitt til að skakka leikinn, tókst það ekki og kalla varð á lögreglu. Er Emil var spurður af lögreglu, hver væri ástæðan fyrir þessu uppátæki hans, gaf hann þá skýringu, að hann heiöi verið að halda uppá 85áraafmælið sitt. Maga- dansmær Þessi fallega stúlka sem við sjáum á myndinni, er maga- dansmærin Pameia Ness. Ilún mun innan skamms verja titil sinn, sem heims- meistari i magadansi, og er keppnin áformuð i Las Vegas i USA. Annars var myndin tekin, er hún setti þetta einstaka heimsmet sitt. Og við gefum upp timann, rétt eins og i öðrum iþróttagreinum: 27 klukkustundir og 37.5 sekúndur. Eftir keppnina var Pamela flutt á sjúkrahús og aðal- meinið sem hana hrjáði, var að sögn.sárir fætur og skyldi engan furða. Um það hvort hún fékk magapinu, fara engar sögur. Biéin IÁSKÓLABÍÓ iimi 22140 Caroline Lamb Listavel leikin mynd um ástir Byrons lávaröar og skálds og eiginkonu eins þekktasta stjórnmálamanns Breta á 19. öld. Leikstjóri: Itobert Bolt. Tónlist eftir Richard Rodney Bennett, leikin af Filharmón- iusveit Lundúna undir stjórn Marcus Dods. ÍSLENZKUR TEXTI. Frábærir leikarar koma fram i myndinni m.a. Sarah Miles, Jon Finch, Richard Chamber- lain, John Mills, Laurence Oliver o.m.fl. Sýnd kl. 5 og 9. Þetta er mynd fyrir alla,ekki sist konur. AUBARASBfð sim~ Harðjaxlinn HÁRDNEGL (10UCH CUY) TOMAS MILIAN CATHERINE SPAAK - ERNEST BORGNINE NERVEPIRRENOE SXIIDRINE AF OE HÁRDE DRENGES 0P6BR. DER SLAR PUIIIKUM XNOCK-DUT! Ný spennandi itölsk-amerisk sakamálamynd, er fjallar um hefndir og afleiðingar hnefa- leikara nokkurs. Myndin er i litum og meö islenzkum texta. Aöalhlutverk: Robert Blake, Ernest Borgnine, Catherine Spaak og Tomas Milian. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STiÚRHUBÍÓ Sími 1H9J6 ISLENZKUR TEXTI. Hörkuspennandi ný itölsk- amerisk sakamálamynd i lit- um um miskunnarlausar hefndir. Aöalhlutverk: Ilenry Silva, Richard Conte, Gianni Garko, Antonia Santilli. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Kaupið bílmerki Landverndar Til sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavöröustig 25 HAFNARBÍÚ Brjálæðingurinn Spennandi og hrollvekjandi ný bandarisk litmynd um óhugn- anlega verknaöi brjálaös moröingja. Roberts Blossom, Cosette Lee. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Ný, brezk kvikmynd, gerö af leikstjóranum Ken Russell eftir rokkóperunni Tommy, sem samin er af Peter Towns- hend og The Who. Kvikmynd þessi var frumýnd i London i lok marz s.l. og hefur siöan veriö sýnd þar viö gifur- lega aösókn. Þessi kvikmynd hefur allstaðar hlotiö frábær- ar viðtökur og góöa gagnrýni, þar sem hún hefur veriö sýnd. Myndin er sýnd i stereo og meö segultón. FramleiÖendur: Robert Stig- wood og Ken Russell. Leikendur: Oliver Reed, Ann Margret, Rogcr Daltrey, El- ton John, Eric Clapton, Paul Nicholas, Jack Nicholson, Keit Moon, Tina Turner og The Who. Sýnd kl. 5, 7,10, 9,15 og 11,30. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuö börnum yngri en 12 ára. Ilækkaö verð. jiÝJA ÍÍÓ Slmi 11516 Sambönd i Salzburg ITTHE SALZBURGnl tslenzkur texti Spennandi ný bandarisk njósnamynd byggö á sam- nefndri metsölubók eftir Ilelcn Mclnnes, sem komið hefur út i islenzkri þýöingu. Aðalhlutverk: Barry Newman, Anna Karina. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum Raaai rólegri krútt... Uo m i p/ Ti 'rrtí r-s/RÍR Uoc&u- 6 l//ýA fitfA- £Tf E< É<ó 6 SB&iA NpUí K/APTA 'ff EjUZ/kA G4W ^ x cBV/vtP/ oc PA SA6-6Í , /YIArAMA VÚLLA, sÁsra GAtAkfí ÚTSÖaU HATt- serA hún j \\ Y_L^^ÓJ iÍG&A UAIÍ mev-■ ■ II -19 F/ZZP Hssuiei-^ Alþýöublaöiö Vinsamlegast leið- réttið í simaskránni VIÐ HÖFUM FENGIÐ NYTT r r SIMANUMER 81 «66 Beinir símar og eftir lokun skiptiborðs eru Afgreiðsla 14900 Auglýsingar 14906 z. xx - e?Jtstió.rn ,eí Prentsmiðja 81976 flutt i Siðumúla 11--- UCIIIII O I 111 ( (alþýduji iÉM Föstudagur 24. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.