Alþýðublaðið - 30.10.1975, Page 7
Dagur á
saumastofu
Iðnó
Saumastofan
Höfundur og leiksstjóri: Kjartan
Ragnarsson
Leikmynd: Jón Þórisson
Kvennaár, kvennafri, misrétti og
fleira i þeim dúr hafa tröllriðið
islenzkum fjölmiðlum undanfarnar
vikur. Satt bezt að segja var það þvi
með hálfum hug sem undirritaður sótti
frumsýningu Leikfélags Reykjavikur á
nýju i islenzku leikriti er ber nafnið
Saumastofan. Maður átti hálfpartinn
von á að fá yfir sig enn eina dembuna
um nauðsyn á auknu jafnrétti karla og
kvenna ásamt tilheyrandi baráttu-
söngvum, enda tekið fram i leikskrá, að
þetta verk hafi verið samið i tilefni
kvennaársins margumrædda.
Ekki var langt liðið á sýningu
ljós kom að hér er á ferðinni bráð-
smellinn gamanleikur meö alvarlegu
ivafi þó. Sex konur vinna saman á
saumastofu. Leikritið gerist á einum
degi þegar forstjórinn, sem að sjálf-
sögðu er karlmaöur, þarf að bregða sér
norður í land. Það kemur j ljós, að elzta
saumakonan hafði átt sjötugs afmæli
daginn áöur og birgt sig upp af víni og
brauði handa gestunum. En það voru
aðeins tvær vinkonur hennar sem komu
i veizluna og önnur templari svo litið
hafðisaxastá veizluföngin. Másegja að
þarna komi höfundur strax að einu af
vandamálum nútimans. Enginn man
eftir gamla fólkinu, ekki einu sinni þeg-
ar það á stórafmæli.
Nema hvað: gamla konan kemur með
veizluföngin i ferðatösku og eftir að for-
stjórinn hefur látið stúlkurnar
framkvæma hina reglulegu morgun-
leikfimi og horfið á braut er hellt i glösin
og brátt fer að lifna um tungutakið hjá
suma konunum. Þarna er kona sem er á
kafi i lifsgæðakapphlaupinu og er að
byggja, önnur er gift ofdrykkjumanni,
sú þriðja fyrrverandi áfengissjúklingur
og þarna er einstæð móðir með tvö börn
auk Lillu sem er átján ára steipa og
ólétt. Þetta er hópurinn auk Kalla klæö-
skera, sem er hommi, og liimma sénd-
ils.
Konurnar segja frá lifshlaupi sinu i
stórum dráttum og þá einkum sam-
skiptum sinum við hitt kynið. Til að ná
fram sterkari áhrifum fer höfundur þá
leið að láta fara fram leiksýningar
innan leiksins og tekst hún mætavel.
Sigga gamla sjötuga segir frá þvi
hvernig hún hefur alla ævi þjónað
öðrum, bræðrum sinum i 20 ár hvað þá
annað, og finnst þetta ósköp eðlilegt allt
saman. Tvær stúlknanna bregða sér i
karlmannsföt og bregða upp augnabliki
af samskiptum hennar við bræðurna.
Það er Sigriður Hagalin sem fer með
hlutverk Siggu og tekst mætavel að sýna
okkur rólega eldri konu sem er orðin
svolitið skilningssljó en vill umfram allt
að allir lifi i sátt og samlyndi.Magga er
verkstjóri á staðnum, en maður hennar
hafði áður verið eigandi saumastof-
unnar en drukkið hana út eins og önnur
íyrirtæki sem hann var að vasast i
Brugðið er upp mynd af samskiptum
hjónanna, hinum sterka manni sem i
raun og veru er alltaf að berjast við að
sýnast sterkari en hann er. Það er hann
sem öllu ræður á heimilinu, hvenær
eiginkonan fer i frúarleikfimi hvað þá
annað og hún lætur sér það vel lika. En
þegar hann brotnar og leitar á náðir
flöskunnar ris konan upp og nú er það
hún sem vinnur fyrir heimilinu og i ljós
kemur að samband þeirra batnar að
mun þótt maðurinn haldi áfram drykkj-
unni. Asdis Skúladóttir leikur Möggu á
sannfærandi og öruggan hátt.
Þá er komið að Ásu, konunni sem er
að byggja og þóttt maður hennar hafi
rokna tekjur vinnur hún úti þvi ,,ég ber
það ekki saman að búa i raðhúsi eða
blokk” og það þarf að borga þakrennuna
auk alls annars. Svo er það hjólhúsið
sem þau hjón verða endilega að kaupa
og þrátt fyrir veikburða mótmæli eigin-
mannsins gefst hann upp þegar hann
fréttir að meira að segja litli bróðir hans
er búinn að kaupa eitt. Það fer enginn i
grafgötur um hver er húsbóndi á þvi
heimili, en Ása man þó eftir þvi svona i
framhjáhlaupi að þau hjón eiga börn;
Hrönn Steingrimsdóttir er hressileg i
hlutverki Asu og er vaxandi leikkona.
Gunna, fyrrv. áfengissjúklingur
virðist helzt hafa orðið fyrir barðinu á
ófullkomnum lögum um fóstureyðingar.
Hún hafði fengið rauða hunda um með-
göngutimann en leyfi til fóstureyðingar
kom of seint. Barnið deyr tæplega árs-
gamalt og hún ásakar sjálfa sig fyrir
dauða barnsins án þess að það komi
fram i leikritinu hvort sú ásökun eigi við
rök að styðjast eöa ekki. En Gunna
verður bitur út i lifið, yfirgefur heimili,
mann og börn og steypir sér út i gjálifið.
Nú er hún á Kleppi með leyfi til að vinna
úti i bæ. Soffiu Jakobsdóttir tekst mjög
vel að lýsa biturleik Gunnu út I allt og
alla, en þó fannst mér höfundur ekki
gefa okkur nægilega sterkar forsendur
fyrir þessum gifurlega biturleik.
Margrét Helga Jóhannsdóttir lék
Diddu, einstæða móður með tvö börn
sem bjó i óvigri sambúð þar til
maðurinn sparkaði henni og börnunum
út. Hún stritast við að vinna fyrir sér og
krökkunum, en er samt sem áður kona
fyrst og fremst. Skreppur á dansleik á
föstudagskvöldum og einhverveginnfer
það svo að hún fær gjarnan heimfylgd
sem oftar en ekki endar uppi i rúmi áður
en hún veit af. Margrét Helga brá upp
mynd af konu sem allir kannast við og
gerði það prýðilega. Siðast er það svo
Lilla sem er átján ára og á von á barni.
Áður hafði hún latið eyða fóstri hjá
skottulækni. Kagnheiður Steindórsdóttir
er ung leikkona og er þetta að öllum
likindum hennar stærsta hlutverk til
þessa. Hún leikur af æskufjöri og þokka
og Lilla verður einkar geðþekk i
meðförum hennar.
Höfundur leikrits, söngtexta og laga,
Kjartan Kagnarsson hefur lýst þvi yfir
við fjölmiðla, að með þessu leikriti sé
ætlunin að bregða upp mynd af stöðu
lconunnar i dag. Hvort lif saumakvenn-
anna er þverskurður sem allir sætta sig
við er svo mál hvers og eins. En það er
léttur blær yfir leikritinu, Iögin falla vel
að efninu og textinn hnökralitill.
Saumakonurnar eru á senunni allan
timann sem sýningin stendur en samt
tekst að halda uppi hæfilegum hraða
allan timann.
Sigurður Karlsson fer með hlutverk
forstjórans. Litið hlutverk sem ekki
gefur mikil tækifæri. Er ekki kominn
timi til að þessi ungi leikari fái tækifæri
til að glima við stærri verkefni? Karl
Guðmundssonlék Kalla klæðskera, sem
jafnframt er hommi og i leikritinu er
skýrt frá ástæðunni. Karl sem er vanur
leikari, brá upp skemmtilegri týpu og
vakti ósvikinn hlátur. Loks er að geta
Haralds G.IIaraldssonar en hann lék
Hi mma sendil. Litið hlutverk sem
Haraldur fór vel með. Leikmynd Jóns
Þórissonar er frumleg og fellur vel að
leikritinu.
1 heild er Saumastofan skemmtileikrit
en jafnfram ter skyggnst undir yfir-
borðið á nærfærinn hátt. Kjartan
Ragnarsson ætti hiklaust að halda
áfram leikritasmið og hætta sér á dýpri
mið.
Sæmundur Guðvinsson
Útvarp
FIMMTUDAGUR
30. október
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55. Morgun-
stund barnanna kl. 8.45: Guð-
rún Guðlaugsdóttir byrjar að
lesa „Eyjuna hans Múmin-
pabba” eftir Tove Jansson i
þýöingu Steinunnar Briem. Til-
kynningar kl. 9.30. Þingfréttir
kl. 9.45. Létt lög milli atriða.
Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur
Stefánsson talar við Pál Guð-
mundsson skipstjóra um sjóða-
kerfi sjávarútvegsins. Morgun-
tónleikar kl. 11.00: Ars Rede-
viva leikur Sónötu fyrir flautu,
óbó, selló og sembal eftir God-
frey Finger/ Felicja Blumental
og Nýja kammersveitin I Prag
leika Planókonsert i C-dúr eftir
Muzio Clementi, Alberto Zedda
stjórnar/ Kammersveitin I
Prag leikur Sinfóniu I Es-dúr
op. 41 eftir Antonin Rejcha.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
A frlvaktinni.Margrét Guð-
mundsdóttir kynnir óskalög
sjórhanna.
14.30 Vettvangur. Umsjón: Sig-
mar B. Hauksson. 1 öðrum
þættinum er fjallað um dag-
heimili.
15.00 Miðdegistónieikar. Werner
Haas og Noel Lee leika ,,í hvitu
og svörtu”, tónverk fyrir tvö
pianó eftir Debussy. Viktoria
de Los Angeles syngur „Shé-
hérazade”, þrjá söngva eftir
Ravel. Hljómsveit Tónlistar-
skólans I París leikur með,
Georges Prétre stjórnar. Arthur
Grumiaux og Lamoureux-
hljómsveitin i Paris Ieika
Fiðlukonsert nr. 3 i h-moll op.
61 eftir Saint-Saens, Jean
Forunet stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar,
(16.15 Veðurfregnir). Tónleik-
ar.
16.40 Barnatimi: Eirikur
Stefánsson stjórnar. Flestir
girnast gullið, siðari þáttur.
17.30 Framburðarkennsla I
ensku.
17.45 Tónieikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Gestur i útvarpssal:
Viktoria Spans syngurhollenzk
þjóðlög eftir Pál ísólfsson.
Emil Thoroddsen og Gunnar
Reyni Sveinsson, ólafur Vignir
Albertsson leikur á pianó.
20.00 Leikrit: „Andorra” eftir
Max Frisch.Aður útv. I desem-
ber 1963. Þýðandi: Þorvarður
Helgason. Leikstjóri: Walter
Firner. Stjórnandi útvarpsæf-
inga og upptöku: Klemenz
Jónsson. Persónur og leikend-
ur: Andri/ Gunnar Eyjólfsson,
Barblin/ Kristbjörg Kjeld,
Kennarinn/ Valur Gislason,
Móðirin/ Guðbjörg Þorbjarn-
ardóttir, Senoran/ Herdis Þor-
valdsdóttir, Hermaðurinn/
Bessi Bjarnason, Gestgjafinn/
Rúrik Haraldsson, Smiðurinn/
Róbert Arnfinnsson, Læknir-
inn/ Lárus Pálsson. Aðrir leik-
endur: Baldvin Halldórsson,
Arni Tryggvason, Ævar Kvar-
an, GIsli Alfreðsson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan:
„Kjarval” eftir Thor V il -
hjálmsson. Höfundur les (8).
22.35 Skákfréttir.
22.40 Krossgötur.Tónlistarþáttur
i umájá Jóhönnu Birgisdóttur
og Björns Birgissonar.
23.30 Fréttir I stuttu máli. Ðag-
skrárlok.
Niður- | launbegamál
stöður Frá ráð- # TCiöt* oo*
starfs- stefnu ASI f\Jor °6 hLaua ogBSRB kvenna í |
hópa atvinnulífinu J
SIÐARI HLUTI
mðarnfsl ráðstefna á búa
ia»r. I þelrri nefnd voru af hálfu 1
Niðurstöður starfshóps
um menntunarmál
1. Baráttan fyrir jafnrétti og
menntunarmöguleikar.
a) Skapa ber öllum þegnum
landsins, óháð búsetu og fjár-
hagsaðstöðu, sama möguleika
til menntunar.
b) Skólakerfið byggir á bóklegu
námi, verklegt nám (5 sinnum
dýrara) situr á hakanum.
c) Stúlkur, sem ekki velja
menntaskóla, verzlunarskóla-
nám, hafa um fáar valbrautir
að velja, hverfa þvi frekar frá
námi eftir 9.-10. bekk.
d) Astæður fyrir þvi að stúlkur
velja siður iðngreinar eru upp-
eldislegar og vegna fordóma.
e) Skólastefna, sem sérhæfir
einstaklinga, æskilegri en sú,
sem skapar úrval.
f) Með nýja fjölbrautarskólan-
um virðast ekki opnast fleiri
möguleikar á valbrautum fyrir
stúlkur.
g) Möguleikar á framhalds-
námi á fullorðinsfræðslustigi
fyrir fólk, sem vill auka þekk-
ingu sina, áhuga eða starfs-
möguleika.
h) Opinn háskóli fyrir fólk, sem
er 25 ára og hefur starfað 5 ár á
vinnumarkaðinum.
2. Skólinn sem mótandi aðili.
a) Útrýma ber öllu misrétti I
fræðslukerfinu.
1) t.d.-I kennslu i Iþróttum og
handavinnu.
2) t.d. I kennslubókum.
b) Fræðsluyfirvöld verði
stefnumótandi i fræðslu i jafn-
rétti I skólum.
1) undirbúningur kennara til að
taka að sér fræðsluna
2) samið kennsluefni fyrir skól-
ana um jafnrétti, eðlilegast að
það tengistkennslu i samfélags-
fræðum
3) við endurskoðun námsefnis
ber að hafa jafnrétti i huga.
c) Fræðsluyfirvöld leggi á-
herzlu á þjálfun barna og ung-
linga i félagsmálum t.d. fram-
sögn og tjáningu.
d) Fræðlsuyfirvöldkomiaf stað
umræðum um skóla og upp-
eldismál á jafnréttisgrundvelli.
Niðurstöður starfshóps
um hefð og fordóma
I. Um mismunandi eðli kynj-
anna.
Vel getur veriðaðeðli karla og
kvenna sé að einhverju leyti ó-
likt, en fráleitt er að meta kven-
eðlið minna en karleðlið og að
nota sérkenni kveneðlisins gegn
konum I stað þess að meta þau
til jafns við sérkenni karleðlis-
ins.
Hópurinn er sammála um að
drengjum sé t.d. mismunað
hvað snertir tilfinningalegt upp-
eldi. Þeim sé alltaf ætlað að
vera sá sterki. Þeir verða fyrir
meiri tifinningalegri bælingu,
drengir gráta aldrei. Hætta er á
að þetta valdi afbrotahneigð hjá
sumum drengjum. Aftur á móti
þykir eðlilegt að stúlkur láti til-
finningar sinar I ljósi. Erfitt er
að gera greinarmun á eðli og
uppeldisáhrifum.
Uppeldið — umhverfið hefur
áhrif á tilfinningallf barna.
Drengir gætu ekki farið út með
dúkkuvagn nema einu sinni.
Drengir sem sauma út eru jafn-
vel taldir afbrigðilegir. Hópur-
inn leggur áherzlu á að nauð-
synlegt sé að gefa börnum
samskonar gjafir (ekki eftir
kyni). 1 því sambandi var talið
nauðsyn á að halda námskeið
fyrir verzlunarfólk um jafn-
réttismál (t.d. vegna spurninga
þess: Er það fyrir dreng eða
stúlku?)
II. Skólinn.
Hópnum þykir sjálfsagt að
drengir og stúlkur séu saman i
leikfimi (sbr. nefndarálit um i-
þróttakennslu 1975), handa-
vinnu og heimilisfræðum. Einn-
ig var talin nauðsyn að upplýsa
iþróttafélögin vegna sterkrar
kyngreindrar innrætingar sem
þau viðhafa og sem kemur i veg
fyrir að strákar og stelpur leiki
sér saman. Hér gæti samræmd
leikfimi, iþróttakennsla, e.t.v.
komiö I veg fyrir þetta.
Rætt var um kynferðisfræðslu
og að hún væri ekki nægjanleg i
skólum eins og er. 1 einum skóla
var gerð könnun á afstöðu for-
eldra til þeirrar kennslu i 7 ára
bekk skv. nýju námsefni i sam-
félagsfræðum sem er að koma I
skólana. Enginn mótmælti
þeirri kennslu.
III. Áhrif leikskóla og dagvista-
stofnana og nauðsyn þeirra.
Tekið var undir samþykkt
norrænu kvenréttindafélaganna
um löggjöf sem tryggi öllum
börnum dvöl á dagheimili rétt
eins og I skóla.
Þjóðfélagið hefur vanrækt að
byggja dagheimili.
Hópurinn var sammála um að
sú þróun að konur vinni nærri
einar uppeldisstörf (fóstrui;
kennarar) sé slæm. Brýn nauð-
syn er þvl að bæta laun þessara
stétta svo karlmenn sæki i þær.
IV. Vegna spurningarinnar:
Hvernig verða heimilin I fram-
tiöinni með báða foreldra vinn-
andi úti i atvinnulifinu?
Nokkrar spurningar koma þá
upp á móti.
a) Viljum við að allir fari til
vinnu á sama tima og börn þá i
skóla og dagvistastofnanir?
Hvað þá með umferðina á
morgnana og á kvöldin?
b) Geta allir hjálpazt að
heima? (Er verið að hjálpa
mömmu?)
c) Eru konur tilbúnar að missa
verkstjórnina á heimilinu?
d) Eru ekki til aðrir sambýlis-
hættir? Geta ekki fjölskyldur
búið saman? sbr. t.d. sameigin
leg þvottahús i blokkum. Af
hverju ekki fleira sameiginlegt?
e) Koma byggingarhættir i veg
fyrir aö fólk skipti um sambýlis-
form?
Meðan konur vinna heimilis-
störf einar verður ekki um jafn-
rétti að ræða.
V. Um fyrirvinnuhugtakið
Nauðsynlegt er að ala drengi og
stúlkur eins upp með tilliti til
fyrirvinnuhugtaksins. Allir
verði fyrirvinnur sjálfs sins og
barna sinna.
Um skatta:
Að áiiti hópsins mun hug-
myndin sem komið hefur fram
um hrein helmingaskipti milli
hjóna við skattgreiðslu (Hjón
telji fram hvort i sinu lagi siðan
séu tekjur lagðar saman og
skipt til helminga) dragi úr
þátttöku kvenna i atvinnulifinu
og er sérstakt vanmat á störfum
heimavinnandi húsmæðra sem
yrðu þar með einskis metin.
VI. Jafnréttisnefndir.
Rætt var um að skora á öll
sveitarfélög að koma upp jafn-
réttisnefndum hliðstæðum við
jafnréttisnefnd i Kópavogi sem
geti þá beitt sér fyrir fræðslu og
námskeiöum fyrir foreldra og
kennara um jafnréttismál (vit-
að er um erlendar kennslukvik-
myndir um þessi mál) og geri
úttekt á stööu og vilja kvenna i
sinu umdæmi.
Ef við ætlum að koma á jafn-
rétti kynjanna og losna við for-
dóma og hefðir að þessu leyti er
mikilverðast að vænta þess
sama af stúlkum og drengjum.
Niöurstöður starfshóps
um félagslega þjónustu
Umræöuhópurinn fjallaði um
framlagða minnispunkta um fé-
lagslega þjónustu.
1. Tækifæritil heimaveru vegna
barnsburðar.
Rætt var um framkvæmd 3ja
mán. fæðingarorlofs opinberra
starfsmanna og talið nauð-
synlegt að gera konum i þjón-
ustu rikis og bæja ljóst að þenn-
an rétt eiga þær án nokkurra
kvaða.
Hópurinn leggur áherzlu á að
hraðað verði reglugerð um fæð-
ingarorlof kvenna i verkalýðs-
félögum og tryggt verði að kon-
ur úr félögunum fái sæti I nefnd
þeirri er semur reglugerðina.
Þá telur hópurinn mjög mikil-
vægt aö bráðabirgðaákvæði lag-
anna um fæðingarorlof, sem
samþykkt var á Alþingi 16. mai
1975 verði að veruieika. 1 þvi á-
kvæði felst að tryggður skuli
tekjustofn i þvi skyni að veita
öllum konum á landinu sam-
bærilegt fæðingarorlof.
2. Barnagæzla.
Hópurinn telur brýnt að sveit-
arfélög geri áætlun um upp-
byggingu dagvistunarheimila
og taki þá m.a. tillit til óska og
þarfa foreldra vegna vinnu utan
heimilisins.
Um leið leggur hópurinn á-
herzluá að auknar verði f járveit-
ingar rikisins og sveitarfélaga
til bygginga dagvistunarstofn-
ana og að byggingar verði sem
hagkvæmastar.
Hugmyndir komu fram um
hvort ekki væri eðlilegt að tekið
yrði tillit til tekna forráða-
manna i sambandi við greiðslur
þeirra til dagvistunarstofnana.
Bent er sérstaklega á mikla
þörf á skóladagheimilum.
3. Skyldunám.
Lögð er áherzla á að skyldu-
námsskólinn taki að sér að
gegna þvi hlutverki að vera
börnum athvarf meðan foreldr-
ar eru við vinnu.
Börnum gefist kostur á að fá
mat eftir þvi sem nauðsyn kref-
ur og þeim jafnframt sköpuð
vinnuaðstaða I skólanum til að
ljúka námsverkefnum sínum.
4. Heimilishjálp.
Hópurinn telur mikilvægt að
sveitarfélög starfræki viðtæka
heimilishjálp I samræmi við
gildandi lög. Samkvæmt þeim
Framhald á 11. siðu.
launþesamðl
Breytilegur vinnutími
Alþjóðavinnumálastofn-
unin í Genf segir: ,,fleiri
og fleiri verkamenn um
heim allan fá að ráða
vinnutíma sínum, sam-
kvæmt könnunum".
Þetta kerfi „breytilegs
vinnutíma", sem fer sífellt
í vöxt í vestrænum heimi,
hefur ekki aðeins áhrif á
aukna ánægju starfsliðs-
ins, heldur og á vestrænan
hagvöxt, eftir því, sem
könnunin segir.
„Breytilegur vinnutími"
er nafnið, sem kerf ið hef ur
hlotið. Þetta kerfi verka-
manna, sem leyf ir þeim að
afkasta vikulegum eða
mánaðarlegum afköstum
að vild. Könnunin bendir
einnig til þess, „að það
væri naumast unnt að
finna annað kerfi, em
hefði í för með sér svo
jafnan og mikinn áhuga
allra, sem hlut eiga að
máli.".
BREYTILEGUR vinnutimi leysir
umferðarvandann sem verður
þegar allir fara I vinnuna og úr á
sama tima eða i og úr mat — eins
og við þekkjum glögglega hcr i
Reykjavik. Þetta nefnist á ensku
„Flexi-time” — og hefur reyndar
verið tekið upp hjá örfáum fyrir-
tækjum hér á landi, svo sem hjá
Skeljungi, að litlu leyti. Með þvi
móti vinna starfsmenn fastan og
ákveðinn kjarna, svo sem frá
klukkan 10 árdegis til 2 siðdegis,
en hafa frjálsar hendur um það að
öðru leyti hvernig þeir ljúka
vinnuskyldunni.
Þetta eru að visu aðeins vinnu-
veitendur og vinnandi fólk. Kerfið
leyfir fólki ekki aðeins að laga
vinnutima sinn að eigin hags-
munum, heldur og að daglegri
vinnu. Þeir, sem vilja t.d. fara
heim i mat og eiga stutt að fara,
geta valiö sér lengra matarhlé, en
aðrir geta farið fyrr heim á
kvöldin og fengið styttri matar-
tima. Sá, sem ris snemma úr
rekkju, getur hafið vinnu fyrr en
sá, sem vill fara seint að sofa.
Ef hjónin eru bæði við vinnu
geta þau ákveðið sin á milli, hvort
þeirra á að byrja og hvort að
ljúka fyrr, svo að það henti skóla-
tima barnanna. „Þá er unnt að
samræma vinnutíma fjölskyld-
unnar”, segir i könnuninni.
En aðalatriöið er eftir þvi, sem
könnunin segir: „Aukin nýting
fristunda”. Þá forðast menn um-
ferðatafir, velja bezta tima dags
til innkaupa og annarra leikja og
eyða þvi minna af vinnutima til
einskis.
„Nýja kerfið gerir félagslegt
menningarllf einnig auðveldara.
Það veldur þvi, að unnt er að eyða
meiri tima til skemmtana og
menningariðkana og auðvelda
um leið almenna menntun.”
Það getur „ekki aðeins aukið
almennt andrúmsloft og þátttöku
almennings i menningarlegum
iðkunum, heldur og frekari
nautn við vinnu.”
Aukin afköst
Þetta kerfi vinnur gegn vax-
andi álagningu, skipulagningu og
tækni, sem einkennir svo nútima
þjóðfélög, og i þvl er verkamönn-
um veitt meira tækifæri til að
taka þátt i vinnu sinni og áhugi
þeirra á henni vakinn.
Þetta getur leitt til aukinnar
framleiðni, betri vinnuskipulagn-
ingar, hagnýtingu betri stjórnun-
ar, eða m.ö.o. „aukningu arðsemi
yfirleitt”.
Erfiöleikar
En nýja kerfið getur aðeins
unnið innan vissra marka. Það
hentar ekki vaktavinnu eða færi-
bandavinnu, þvi að þar er oft
krafizt skiptandi starfskrafta.
I sumum tilfellum er unnt að
hafa vikjanlega vinnutima, sem
geta aftur orsakað innbyrðis erf-
iðleika, sem hafa i för með sér ó-
notaðan vinnutima, rifrildi og má
vera, þrætur meðal starfsmanna.
Þetta kerfi getur valdið vandræð-
um, ef verkefnin eru mjög ein-
staklingsbundin. Það er unnt að
auka hæfni kerfisins með þvi, að
starfslið, hiti og ljósakerfi sé látið
starfa lengur.
En skýrslan segir, að þessir
erfiðleikar séu ekki „yfirgnæf-
andi hindrun til kynningar á
breytilegum vinnutima”.
Framvinda mála
Að mati utanaðkomandi sér-
fræðinga, græða rúmlega 30%
launþega i Sviss — en þar hefur
kerfið „hlotið ótrúlega út-
breiðslu” — vegna breytilegs
vinnutima.
1 Vestur-Þýzkalandi „sýna
staðreyndir greinilega, að kerfið
hefur veriö til framfarar” — þó
ekki jafnmikið og spáð var 1972
(fyrir helft fyrirtækja árið 1975)
Sérfræðingar i Benelux-löndun-
um eru i sivaxandi mæli að taka
það til athugunar, Frakkland,
Italia, Spánn, England,
Skandinavia, Bandarlkin, Japan
og Ástralia.
Af hálfu vinnuveitenda þarf,
hvað viðkemur breytilegum
vinnutima, velvilja verkamanna
og aðild þeirra að framgangi
fyrirtækisins og traust þeirra á
verkþega. Verkamennirnir þurfa
að sýna tryggð, ábyrgö og sam-
vinnuvilja.
Þróun kerfisins fer sérlega eftir
vilja og notum verkamanna.
„Þetta er orðið annað og meira en
sýningargripur, hvar svo sem á-
hugamál forráðamanna þess
(kerfisins) kunna að hafa verið.
Það mun innan skamms verða
tækniatriði, sem sýnir gæði sin
og/eða vankanta og krefst óhlut-
drægrar athugunar,” segja kann-
anir.
150 fulltrúar sátu þing
Iðnnemasambands íslands
33. þing Iðnnemasambands tslands var haldið dagana 17., 18. og 19
október sl. að Hótel Loftleiðum. Þingið ályktaði um eftirfarandi
málaflokka: Iðnfræðslu, kjaramál, félags-og fræðslumál og þjóðmál.
Þinginu lauk seint á sunnudagskvöld. Umræður urðu mjög frjóar og
málefnalegar. Á þinginu sátu um 150 fulltrúar viðsvegar af landinu, og
lýsir það mjög vel áhuga iðnnema á baráttumálum sinum.
Á þinginu var kosin sambandsstjórn, og úr henni var siðan skipuð
framkvænldastjórn. I framkvæmdastjórn eiga sæti: Formaður:
Kristinn Hrólfsson, v.form.: Jason Steinþórsson, ritari: Haraldur
Bjarnason, 1. gjaldk.: Hallgrimur Valsson, 2. gjaldk.: Hallgrimur G.
Magnússon, meðstj. Kristin Asmundsdóttir og Sveinn Ingvason.
Fræðslustjóri var endurkjörinn Ragnar Bragason, og veitir hann
forstöðu Félagsmálaskóla Iðnnemasambandsins.
Ritstjóri Iðnnemans (málgagn Iðnnemasambandsins) var kjörinn
Jakob Ólafsson.
Dagsbrúnartaxti á alla
vélavinnu hjá verkakonum
Vcgna þeirrar röngu túlkunar sem kom fram i sjónvarpi og útvarpi á
launakjörum starfskvenna i fiskvinnu, viljum við bér með biðja um
eftirfarandi leiðréttingar.
Það skal tckið fram, að ef konur vinna á tækjum eða öðru þvi sem
ekki er framtaliö i kauptaxta Verkakvennafélagsins Framsóknar, ber
þeim skilyrðislaust að fá þau laun sem þar á við i Dagsbrúnartaxta, svo
og annað sem til greina gæti komið. Hvað varðar fiskvinnu, skal öllum
bent á sem ekki vita betur, að öll fiskvinna er greidd samkvæmt 5.
taxta félagsins að undanskilinni vélavinnu o.fl., sem er i 6. taxta, og
gildir það jafnt fyrir bæði kynin. Þeimsemekki vita betur um launakjör
ofangreindra vinnuhópa er vinsamlegasl bent á að leita sér upplýsinga
á skrifstofu Vcrkakvennafélagsins Framsóknar og Verkamanna-
lelagsins Dagsbrúnar áður en villandi upplýsingar eru gefnar.
Með þökk fyrir birtinguna.
Þórunn Valdimarsdóttir
Guðmundur J. Guðmundsson
Straufría sængurfataefnið er nú
fyrirliggjandi í mörgum mynztrum
og litum.
Einnig í saumuðum settum.
Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk,
sofið þægilega og lifgið upp á litina
i svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
CT)
3
<
Samband íslenzkra samvinnufélaga
Innflutningsdeild
Sambandshúsiö Rvík sími28200
Pipulagnir 82208
1’lasl.os hf Tökum að okkur alla pipulagningavinnu
PLA STPQKAVE R KSMiO JA
Sbw B2Í3Í-B2155 Oddur Möller
V Bfnagörtxjm 6 Bojc 4064 — Roykjsvlk löggildur pipulagningameistari
74717.
Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 918.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Birgir Thorberg máiarameistari sími 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni —
Upplýsingasími 51600.
- gerum upp gömul húsgögn
Teppahreinsun
lireinsum gólfteppi og húsgögn I
heim ahúsum og fyrirtækjum.
Érum mcö nýjar vélar. Góö þjón-
usta. Vanir menn.
SIGFÚS BIRGIR
82296 40491
Otvarps.og
sjónvarpsviðgerðir
Kvöld og helg-
arþjónusta.
10% afsláttur til
öryrkja og aldr-
aftra.
SJÓNVARPS-
VIÐGERÐIR
Skúlagötu 26 —
slmi 11740.
Nylon-húðun
Húðun á malmum með
RILSAN-NYL0N II
Nælonhúðun h.f.
Vesturvör 26
Kópavogi — simi 43070
ff Kasettuiönaöur og áspilun, \\ Dúnn
f [ fyrtr útgefcndur hljómsveitir, | l l kóra og fl. Leitiö tilboöa. )j \\ Mifa-tónbönd Akureyri JJ \\ Pósth. 631. Simi (96)22136 í GlflEIIBflE /ími 04200
T-ÞíC TTILISTINN i
T-LISTINN ER
inngreyptur og
þolir aíla veðráttu.
TLISTINN Á:
útihurðir svalahuröir
hjaraglugga og l-“l
seltiglugga psJ' j
Cluggnsmtöjan L—--vu._J
sí».«h4o /o s.m, jtrjo