Alþýðublaðið - 04.11.1975, Qupperneq 4
Björgvin S. Haraldsson
sýnir í Norræna húsinu
Björgvin Sigurgeir
Haraldsson sýnir nú i Norræna
húsinu fjölbreytt listaverk.
Sýningin, sem opnuð var 1. þ.m.
mun standa til 9. nóvember. Hér
gefur að lita tússmyndir, túss-
og vatnslitamyndir, kolmyndir,
oliumyndir og skúlptúr. Af
þessu má sjá að Björgvin er
ekki við eina fjöl felldur um
myndgerð. Björgvin er mikill
völundur i höndunum og afar
vandvirkur, hefur honum i engu
fatazt um handbragðið. Um list-
gildi verka hans vill undir-
ritaður ekki dæma, þar er á
ferðinni myndverk.sem stendur
ofan og utanvið sem lærðari
menn verða að fást við. Hitt er
nokkuð augljóst, að miðað við
fyrri einkasýningu (1968) hafa
viðfangsefnin tekið veru
legum breytingum. Meðferð öll
orðið frjálsari og vikkað svið
yfirferðar, að verulegum mun,
er þar um að ræða nýjungar,
sem ekki hafa borið fyrir augu
undirritaðs áður. Björgvin
hefur stundað nám alllengi, þótt
ekki hafi verið óslitið, bæði
innan lands og utan. Unnendur
nútimalistar geta eflaust séð
margt forvitnilegt á sýningu
hans.
O.sig.
Lausar stöður
íslenzka járnblendifélagið h.f. auglýsir
hér með eftir umsóknum um eftirtalin
störf við járnblendiverksmiðju félagsins
að Grundartanga i Hvalfirði.
Verzlun Ellingsen
komin út á Granda
1. Stýritölvufræðingur
(process control computer engineer)
'Umsækjendur þurfa að hafa B.S. próf eða
jafngildi þess i rafmagnsverkfræði og gott
vald i enskri tungu. Starfsreynsla i gerð
forskrifta og notkun tölva er æskileg, en
ekki nauðsynleg.
Umsækjendur verða að vera fúsir til þess
að fara innan skamms til Bandarikjanna
til þjálfunar og starfa að hliðstæðum verk-
efnum hjá Union Carbide Corporation, og
að þvi búnu að vinna að uppsetningu, próf-
un, gerð forskrifta og starfrækslu stýri-
tölvu verksmiðjunnar.
2. Málmfræðingur
(metallurgist)
Umsækjendur þurfa að hafa menntun á
sviði málmfræði eða ólifrænnar efnafræði,
og gott vald á enskri tungu. Starfsreynsla
er æskileg, en ekki skilyrði.
Umsækjendur verða að vera fúsir til þess
að fara utan til þjálfunar, ef þörf krefur.
Starfið er fólgið i stjórnun i ofnhúsi undir
yfirstjórn tæknilegs framkvæmdastjóra.
Það nær til reksturs ofnanna, hráefna-
blöndunar, aftöppunar og málmsteypu.
Skriflegar umsóknir sendist til íslenzka
járnblendifélagsins h/f, Lágmúla 9,
Reykjavik—fyrir 17. nóvember 1975.
Reykjavik, 24. október 1975
íslenska járnblendifélagið hf.
Verzlun O. Ellingsen alflutt I
Ánanaust viö Grandagarö, eftir
nær 60 ár á sama staö.
0. Ellingsen opnaði verzlun
með veiðarfæri og málningarvör-
ur 16. júni I9l6fyrst i Kolasundi,
en flutti i desember 1917 i nýtt
húsnæði i Hafnarstræti 15, beint
upp af Steinbryggjunni, sem þá
var miðdepill athafnasvæðisins
við höfnina.
Othar Ellingsen (eldri) fæddist
i Norður-Þrændalögum 30. ágúst
1875 (aldarminning i ár). Hann
varð útlærður bátasmiður um tvi-
tugt og ári siðar vann hann silfur-
verðlaun og aðrar viðurkenning-
ar á bátasýningu i Þrándheimi
1896 fyrir smiði á ósökkvandi
björgunarbát.
1903 kom Ellingsen ásamt konu
sinni Marie (sem enn er á lifi) til
Reykjavikur að tilstuðlan
Tryggva Gunnarssonar alþingis-
manns og bankastjóra til að veita
forstöðu Slippfélaginu i Reykja-
vik. Þar hætti hann 1916 er hann
hóf eigin verzlunarrekstur.
O. Ellingsen rak verzlun sina af
miklum dugnaði og viðsýni til
dauðadags 12. jan. 1936. Fyrir-
tækinu var þá breytt i hlutafélag
og hefur Othar Ellingsen (yngri)
veitt þvi forstöðu siðan.
Vorið 1956 flutti Veiðarfæra og
vinnufatadeild i nýtt húsnæði við
Tryggvagötu áfast við Hafnar-
stræti 15, og rýmkaðist aðstaða
þá verulega. Húsnæðið varð smá
saman of litið, og vörugeymslum
varö að dreifa á marga staði.
Erfiðleikar viðað fá bilastæði i
miðborginni eru einnig stöðugt að
aukast og er þetta sérstaklega til-
finnanlegt fyrir verzlanir sem
selja þungavörur.
Nú hefir verzlunin flutt alla
starfsemi sina i nýtt og mjög
hentugt verzlunarhúsnæöi að
Ánanaustum við Grandagarð.
Verzlunin er þannig á ný komin
miðsvæðis við athafnasvæði
veiðiflotans, og er verzlunin þó
skammt frá miðborginni og er
mjög vel staðsett við samgöngu-
æðar borgarinnar og býður nú
viðskiptavinum sinum næg bila-
stæði.
Arkitekt verzlunarinnar er
Gisli Halldórsson arkitekt.
Teiknistofan Ármúla 6. og er
verzlunarhúsið byggt áfast við
gömlu Ánanaustahúsin sem
breytthefirveriði vörugeysmlur.
Innréttingar eru teiknaðar af
Gunnar H. Pálssyni, verkfræðing,
Verkfræðistofan Onn.
Verjum gróður - verndum land -landvernd
^ ^ ^ ^ ^ m » » » ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ .
V Alþýðublaöið
Þriðjudagur 4. nóvember 1975