Alþýðublaðið - 18.11.1975, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 18.11.1975, Qupperneq 1
alþýðu n CTíffl 223. TBL. - 1975 - 56. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER Ritstjórn Sfðumúla II - Sfmi 81866 Hefðbundin kjarabarátta dugir ekki lengur - nú þarf aðgerðir stjórnmálalegs eðlis - Björn Jónsson í viðtali í opnu Pétur Sveinbjarnarson um fjármál Umferðarráðs: EILÍF PÍSLAR- GANGA I laugardagsútgáfu eins dag- blaðanna er sagt frá þvi að um- ferðarráð sé gersamlega fé- vana, að starfsmenn fái ekki laun sin greidd og yfirvofandi sé stöðvun á sölu endurskins- merkja auk þess sem lokun sima sé á næsta leiti. Blaðið hafði samband við Pétur Sveinbjarnarson, hjá Umferðarráði, og sagði hann að þetta væri bæði satt og rétt. „Fjármál Umferðarráðs hafa verið ein pislarganga allt frá að þvi var komið á laggirnar,” sagði Pétur i viðtali við Alþýðu- blaðið. „Beiðnir ráðsins hafa aldrei mætt skilningi yfirvalda hvað snertir lágmarksþjónustu, hvað þá um starfsemi sem væri umfram það. í ágúst varð fram- kvæmdanefnd umferðarmála að skera niður allt sem heitir barátta gegn slysum og kostar peninga. Þegar sú fjárhæð sem Umferðarráði var ætluð á fjár- lögum var gengin til þurrðar urðum við að draga alveg sam- an seglin. Siðan „sumarvertið- inni” lauk hafa aðeins verið greidd laun starfsfólks, en við höfum enga heimild til að gera nokkuð af þvi tagi sem kostar peninga. Það eina, sem við get- um gert núna er að reka skrif- stofuna og veita þær upplýsing- ar sem beðið er um, auk skýrslugerðar. Það var 28. okt. að við sendum greinargerð til dómsmála- ráðuneytisins, sem fólk i sér rekstraráætlun fyrir lágmarks- þjónustu til áramóta, en þvi bréfi hefur ekki verið svarað enn sem komið er. Á meðan bið- um við i fjársvelti og horfum á slysin sem verða æ vofeiflegri, og megum ekkert gera. Ekkert svar hefur borizt þrátt fyrir að viðhöfum itrekað óskað svara,” lauk Pétur Sveinbjarnarson máli sinu. Næst hafði blaðið samband Frh. á bis. 4. StÐUSTU FRÉTTIR: t gærkveldi bárust þær fregnir að vandi Umferðarráðs hefði verið leystur tii bráðabirgða. Stofnunin hefur fengið fjármagn fyrir ógreiddum reikn. til X. nóv. sl. Þannig hefur mestu spennunni verið aflétt, eða skorið á þann hnútinn sem næstur stendur. Hinsvegar hefur ekkert fjármagn verið veitt til þess aðstarfa að umferðarslysavörnum. Stofnunin býr þvi, að öllu leyti við jafn slæm starfsskilyrði og áður þó að stjórnvöld hafi leyst vandann að sinni. Olóður ökumaður í næturævintýri Roy Hattersley: ,,Brezku togararnir verða verndaðir” Aðstoðarutanrikisráðherrann: ,,Óþolandi aðgerðir frá bandalagsriki innan í gærmorgun voru tveir teknir ölvaðir við akstur i Vestmanna- eyjum, og lenti annar þeirra i miklu ævintýri sem gat ekki end- að nema á einn veg, þ.e.a.s. i klefa lögreglunnar. Þegar fyrst fréttist af ferðum ökumannsins, þá var hann á leið norð-austur Kirkjuveg, þar sem hann notaði gagnstéttarnar báðum megin göturnar óspart. A Túngötunni gerði ökumaður sér litið fyrir, og Norðursjór fór upp á gangstéttina bak við þrjá bila, en til þess að skemma þá ekki fór hann upp á steingarð um 30-40 sentimetra háan. A steinveggnum keyrði ökumaður- inn eins og linudansari sem leið lá á vegg, og þaðan hentist hann á ljósastaur. Þar með var ökuferð- inni lokið, en við tóku fæturnir, og var spretturinn ekki ósvipaður ökutúrnum, en kappaksturshetj- an endaði i fa'ðmi lögreglunnar að lokum. Að sjálfsögðu er billinn stórskemmdur, en þó furðulegt sé, þá slapp ökumaður við öll meiðsli. Roy Hattersley, aðstoðarutan- rikisráðherra og Edward Bishop aðstoðarlandbúnaðar- og sjávar- Utvegsráðherra Breta komu til Reykjavikur á laugardag ásamt sex manna fylgdarliði til þess að ræða við Einar Ágústsson og aðra islenzka ráðamenn um land- helgisdeiluna og hugsanlega lausn hennar. Formlegar umræð- ur hófust eins og fyrirhugað hafði verið i ráðherrabústaðnum kl. 10.30 i gær, en einni klukkustund áður ræddust þeir Hattersley og Geir Hallgrimsson við á skrif- stofu forsætisráðherra. Óform- legar viðræður fóru einnig fram á sunnudag. Greinilegt er að viðræðurnar báru engan árangur og er ljóst að Bretar hyggjast halda áfram veiðum innan hinnar nýju land- helgi Islendinga. 1 yfirlýsingu Hattersleys sem blaðafulltrúi sendinefndarinnar, Stephen Wall, greindi Alþýðublaðinu frá nokkru áður en sendinefndin fór frá Reykjavik i gær, kemur einnig skýrt fram, að brezka stjórnin ætlar að veita brezkum togurum herskipavernd, ef slikt reynist nauðsynlegt og þess verði óskað af togaraeigendum. Yfirlýsing Hattersley er svo- hljóðandi: „Við Edward Bishop komum hingað til Reykjavikur i þeirri von að hægt væri að komast að samkomulagi um nýjar veiði- heimildir. Það eru okkur mikil vonbrigði að ekki tókst að komast að samkomulagi i viðræðunum, sem báðir aðilar gætu við unað. Grundvallarmarkmið okkar hef- ur verið það, að tryggja lagaleg- an og rekstrarlegan grundvöll brezks sjávarútvegs. Á þeim grundvelli vorum við, samt sem áður, reiðubúnir til þess að draga nokkuð úr þeim fiskveiðikvóta, sem gilt hefur til þessa til þess að koma til móts við kröfur íslend- inga. í viðræðum sem fram fóru á sunnudaginn gengum við ennþá lengra til samkomulags en ís- lendingar varðandi fiskmagn. Við lögðum einnig áherzlu á að við vildum fyrir okkar leyti taka þátt i verndun fiskistofnanna, m.a. að þvi er varðaði netastærðir. Þvi miður var ljóst að islenzka rikis- stjórnin var ekki fáanleg til þess að breyta ákvörðun sinni um þann mjög lága fiskveiðikvóta, sem hún hafði lagt til og sem var með öllu óaðgengileg fyrir brezk- an sjávarútveg og fyrir brezku stjórnina. Við komu mina hingað mót- mælti ég, við utanrikisráðherra þvi hættuástandi sem islenzk varðskip hefðu skapað hjá brezk- um togurum, sem væru við veiðar á alþjóðlegum fiskislóðum. Ég benti á, að hér væri um óþolandi aðgerðir að ræða, ekki sizt frá bandalagsriki innan NATÓ, auk þess sem brezki togaraflotinn hefði verið beðinn um að fara að öllu með gát. Siðan hefur ekkert NATO”. gerzt og við vonum að brezkir togarasjómenn muni halda áfram veiðum rétt eins og fyrrverandi samkomulag væri enn i gildi. En ég verð að leggja áherzlu á, að þeir munu fá öruggan stuðning ef þeir verða fyrir áreitni. Hvorki þeir né nokkrir aðrir ættu þess vegna að þurfa að vera i neinum vafa um, að ef þeir þurfa á vernd að halda, þá munu þeir vissulega fá hana. Við erum reiðubúnir til þess að taka upp viðræður að nýju ef nokkrar likur eru á þvi að sam- komulag geti náðst.” STOPP A SlLDINA Stjórnmálaályktun 36. þings Alþýðuflokksins: REIÐUBÚNIR AÐ STYÐJA ÞESSAR RÁÐSTAFANIR í BILI Sildveiðum islenzkra skipa i Norðursjó er nú lokið að sinni. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út tilkynningu þess efnis að síðasti veiðidagur i Norður- sjó, Skagerak og á svæði vest- an Skotlands verði 25. nóvem- ber,en islenzku skipin hafa nú veitt um 11 þúsund lestir af þeim kvóta, sem Islendingum var úthlutaður frá þvi 1. júli sl. í stjórnmálaályktun 36. þings Alþýðuflokksins — aukaþings — sem haldið var nú um helgina segir m.a., að Alþingi og rikis- vald verði að stuðla að þvi að launasamningar geti orðið með þeim hætti, að launakjör almenn- ings verði vernduð og jafnframt að tökum verði náð á efnahags- málum þjóðarinnar. I stjórn- málaályktuninni eru talin um 10 ákveðin og afmörkuð atriði, sem flokksþingið telur, að Alþingi og rikisstjórn eigi að hafa forystu um að gera og launþegar geti litið á sem tryggingu fyrir raunveru- legum vilja til þess að taka tillit til réttmætra hagsmuna þeirra. Lýsir flokksþingið þvi yfir að Al- þýðuflokkurinn sé reiðubúinn til þess að styðja þær ráðstafanir á Alþingi, sem tryggja framgang þessara stefnumála og heiti laun- þegasamtökunum fullum stuðn- ingi i baráttu þeirra fyrir þvi, að þau meginmarkmið náist, sem lýst er i ályktuninni. Stjórnmálaályktun 36. þings Al- þýðuflokksins fer hér á eftir: „Flokksþing Alþyðuflokksins haldið i Reykjavik dagana 14.-16. nóvember 1975, ályktar eftirfar- andi: Flokksþingið átelur harðlega stjórnleysi og stcfnuleysi rikis- stjórnarinnar i efnahagsmálum. Siðastliðin 3-4 ár hefur ekki verið um að ræða neina heildarstefnu i þessum málum af hálfu stjórn- Framhald á bls. 4.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.