Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 2
. $ Alþýðublaðið AQV ^ Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út i eftirtaldar götur Reykjavik: Háaleitisbraut, Melahverfi og Gerðin. Hafið samband við afgreiðslu blaðsins - Sfmi 14900 Erindreki Stjórn Slysavarnafélags íslands hyggst ráða mann i starf erindreka fyrir félagið. Hann þarf helzt að hafa menntun og reynslu, sem skipstjóri eða stýrimaður. Umsóknir um starf þetta skulu sendast stjórn SVFÍ fyrir 1. des. 1975. ODYRT Allt á gamla verðinu, Vestis-sett á telpur st. 6—14. Sið pils á telpur 6—14. Telpnakjólar. Telpnablússur. Skipholti 5. Okkur vantar saumastúlkur SOLIDO, Bolholti 4, 4. hæö. Starf stú I knafé lag ið Sókn Starfstúlknafélagið Sókn heldur almennan félagsfund i Lindarbæ, niðri, miðviku- daginn 19. nóv. 1975, kl. 8.30 eftir hádegi. Fundarefni: 1. Uppsögn samninga. 2. önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Ökum ekki utan vega -landvernd! » ^ Árangursríkt þing Alþýðuflokksins 36. þing Alþýðuf lokksins— aukaþing — var háð í Reykjavík um siðustu helgi. Þing þetta er í röð rismestu og ánægju- legustu þinga, sem Alþýðuflokkurinn hefur haldið. Þeim, sem þingið sátu, verður það eftirminnilegt sakir þess kraftmikla og jákvæða anda, sem ríkti á þinginu. Þingið verður Alþýðuf lokkn- um og jafnaðarstefnunni mikil lyfti- stöng sakir þess árangurs, sem það náðl og þeirrar hvatningar til framsóknar, sem það varð Alþýðuf lokknum. Auk þess sem þing þetta ræddi innri mál Alþýðuflokksins og afgreiddi ný flokkslög, sem mjög munu hvetja starf flokksins og gera mun fleira fólk þátt- takendur í stefnumótun á hans vegum, þá var með eftirminnilegum hætti rætt um bæði vandamál líðandi stundar í ís- lenzkum þjóðmálum svo og framtíðar- mið íslenzkrar jaf naðarstef nu. Um vandamál líðandi stundar var fjallað í umræðum um stjórnmálaályktun þingsins og svo afgreidd ályktun, sem markar að ýmsu leyti þáttaskil í ís- lenzkum stjórnmálum þar eð í ályktun- inni koma fram skýrar og afdráttar- lausar tillögur um, hvernig eigi að bregðast við ýmsum erfiðustu vanda- málum efnahagslífsins í einstökum at- riðum og því lýst yfir, að Alþýðuflokk- urinn sé reiðubúinn til þess að ganga til fylgis við slíkar aðgerðir á Alþingi. Það er ekki oft, sem stjórnarandstöðuf lokk- ur leggur fram svo skýr og afmörkuð heildarstefnumið í efnahagsmálum þjóðarinnar sem Alþýðuflokkurinn hef- ur nú gert og eins og nú standa sakir er hann eini stjórnmálaflokkurinn í land- inu sem lagt hefur fyrir þjóðina ákveðnar og skýrar tillögur um, hvern- ig viðskuli bregðast, en eins og kunnugt er hef ur jafnvel ríkisstjórnin enga slíka heildarstefnu getað flutt þjóðinni. Einkum og sér í lagi eru athyglisverðar þær 10 tillögur þings Alþýðuflokksins um, hvernig halda eigi á málum til þess að skapa á ný traust á milli stjórnvalda og verkalýðshreyf ingar, en að slíkt tak- 'ist er forsenda þess, að okkur geti orðið eitthvað ágengt í þeim ef nahagsvanda, sem nú er við að etja. I þessum tíu til- lögurp er m.a. ákveðin tillaga um kerf- isbreytingu skatta, um gagngera breyt- ingu á niðurgreiðslukerf inu, um endur- skoðun almannatryggingakerf isins, um nýskipan lífeyrissjóðakerfisins þannig að lögð verði meiri áherzla en nú er gert á að tryggja kaupmátt lífeyris- greiðslna, um sparnað f ríkisrekstri, um ráðstafanir til þess að draga úr gjald- eyriseyðslu, um breytingu á lausa- skuldum vegna íbúðarkaupa í föst lán, um endurkoðun verðlagsmála þar sem sjálfvirkar verðhækkanir verði af- numdar, um nýja vaxtapólitík og um það, að opinberir starfsmenn fái fullan samningsrétt og bændur semji við neyt- endur um launakjör sín í stað hins sjálfvirka verðákvörðunarkerfis á landbúnaðaraf urðum. En flokksþing Alþýðuf lokksins gerði meira en að fjalla um vandamál líð- andi stundar með þessum hætti. Það fjallaði einnig um íslenzka jafnaðar- stefnu og framtíðarmarkmið hennar. Fyrir þinginu lá frumvarp að nýrri grundvallarstef nuskrá fyrir Alþýðu- flokkinn þar sem íslenzk jafnaðar- stefna er skilgreind miðað við aðstæður eins og þær eru í dag og flokknum mörkuð stefna í einstökum þáttum samfélagsmála. Þingið samþykkti sjálfan inngang stefnuskrárinnar, sem er nokkurs konar stjórnarskrá Alþýðu- flokksins, og undirbjó lokaafgreiðslu málefnastefnuskrárinnar, sem verður svo gefin út í vetur og endanlega stað- fest á næsta flokksþingi. 36. flokksþing Alþýðuflokksins var því bæði starfsamt og árangursríkt þing — eitt af jákvæðustu og beztu þingum í sögu flokksins. BLOÐIN SEGJA Eftirlitslaus verk- taki og almenningur borgar brúsann Alþýöumaöurinn hefur það eftir öruggum heimildum að verktaki einn, sem vann hjá Orkustofnun viö ákveðnar framkvæmdir við Kröfluvirkjun sl. sumar, hafi ver- ið látinn leika nokkuð lausum hala, og hafi þvi átt nokkuð auð- velt með að hagræða reikningum ásamt úttekt á verkfærum og efni, sem hann átti að leggja til sjálfur en skrifað var á reikning Orkustofnunar, og jafnvel bar það við, að verktakinn endurseldi svo öðrum aðilum. Þar sem verk- takinn var heldur verkfæralítill þurfti að kaupa dýr verkfæri til verksins, allt var skrifað á Orku- stofnun, sem verktakinn siðan eignaði sér. Þá var það einnig al- gengt, að allt að 500 litra bensin- birgðir hurfu yfir eina helgi, en það skal tekið fram, að aðeins var ein bensinvél notuð á staðnum við framkvæmdirnar og eyddi hún 10—12 litrum miðað við 10 klukku- stunda vinnu. 1 matarkaupum var ekkert til sparað og bar þá lika við að sigarettur, gosdrykkir Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðiö verö. Reynið viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. og jafnvel sælgæti var látið heita matvörur á reikningum. Þó keyrði um þverbak er allt að 10 bilaleigubilar voru i notkun i einu og voru þeir þá ekkert siður notaðir til einkaafnota svo sem til skemmtiferða á kvöldin og um helgar. Eftirlitsmaður frá Orku- stofnun var á staðnum en er sagð- ur ekkert hafa haft við þennan ó- sóma að athuga og samþykkt alla reikninga án þess að setja nokkuð út á þá. Þannig gekk þetta fyrir sig hjá þessum verktaka við Kröfluvirkj- un. Rikið greiddf reikningana, en siðan borgar almenningur brú- ann. Aiþýöumaöurinn Akureyri. MUNIÐ að senda HORNINU nokkrar línur. Utanáskrift: HORNIÐ, ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla n, Reykjavik. I ■■■ ITm *■ ■ ■ ■■ ■> ■'■ n 6 Alþyöublaðiö á hvert heimili !■■■■■■«.■■■■ Alþýðublaðiö Þriðjudagur 18. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.