Alþýðublaðið - 18.11.1975, Page 5

Alþýðublaðið - 18.11.1975, Page 5
Fjörugt og starfsamt flokksþing 36. flokksþingi Alþýðuflokksins, sem háð var i Reykjavik nú um helgina, lauk skömmu fyrir mið- nætti á sunnudagskvöld. Megin- verkefni þingsins, sem var auka- þing, voru tvö. Annars vegar að fjalla um drög að nýrri stefnu- skrá fyrir Alþýðuflokkinn. Hins vegar að fjalla um yfirgripsmikl- ar tillögur um breytingar á flokkslögum. Auk þessara tveggja meginviðfangsefna var einnig fjallað um vandamál lið- andi stundar og þá fyrst og fremst efnahagsmál þjóðarbúsins og samþykkt sérstök ályktun þar um, stjórnmálaályktun, sem birt er i Alþýðublaðinu i dag. A þinginu fóru fram miklar og fjörugar umræður um bæði stefnuskrárdrögin og lagabreyt- ingarnar og tóku mjög margir þátt I umræðunum. Nokkrar breytingarvorugerðará tillögum milliþinganefndarinnar um laga- mál flokksins og þær siðan sam- þykktar. Fela lagabreytingarnar i sér mjög mörg nýmæli i störfum flokksins, m.a. i þá átt að gera stofnanir flokksins virkari og fá fleira fólk til stefnumótandi starfa fyrir flokkinn, en það er i beinu framhaldi af þeirri stefnu, sem mörkuð var á 35. þinginu um breikkun flokksforystunnar. Þá fela lagabreytingarnar einnig i sér mjög aukin tengsl flokksfor- ystunnar og flokksstjórnar við flokksfélög og flokksfélaga um land allt. Mestar umræður urðu þó á þinginu um hið yfirgripsmikla og athyglisverða frumvarp að stefnuskrá sem stefnuskrárnefnd flokksins hafði samið. í frum- varpi stefnuskrárnefndar var lagt til, að stefnuskránni yrði skipt í tvennt — annars vegar i sérstakan stefnuskrárinngang, þar sem grundvallarstefna Al- þýðuflokksins, jafnaðarstefnan, er skilgreind samkvæmt aðstæð- um vorra tima, og hins vegar i stefnuþætti, þar sem fjallað er um einstaka málaflokka samfé- lagsins. Stefnuskrárinngangur var samþykktur samhljóða á þinginu, og þar með afgreiddur hinn fræöilegi kjarni stefnuskrár- innar. Siðari hluti stefnuskrár- innar — hinir yfirgripsmiklu þættir um einstaka málaflokka, voru hins vegar afgreiddir hver þáttur fyrir sig með ákveðnum á- bendingum flokksþings um end- anlega gerð til flokksstjórnar. Samþykkti þingið, að flokksstjórn leitaði fleiri ábendinga frá hinum einstöku flokksfélögum, færði sið- an þennan hluta stefnuskrárinnar i búning þar sem farið yrði eftir ábendingum flokksþings og tillit tekið til ábendinga flokksfélaga, og gæfi stefnuskrána út i þeim búningi fyrir 11. marz nk., en stefnuskráin yrði svo endanlega staðfest af næsta flokksþingi. 36. fiokksþing Alþýðuflokksins var mjög fjölmennt og vel sótt. Umræður voru miklar og jákvæð- ar og mikil áherzla lögð á að af- greiða þau umfangsmiklu mál, sem fyrir þinginu lágu. Forsetar þingsins voru Helga Einarsdóttir, Sighvatur Björg- vinsson og Guðmundur Vésteins- son og ritarar Helgi Skúli Kjart- ansson, Gylfi Guðmundsson og Bragi Jósefsson. INNGANGUR AÐ STEFNU- SKRÁ ALÞÝÐUFLOKKSINS linganna og stuðla að efnahags- legum framförum i þágu heild- arinnar. Alþýðuflokkurinn vill, að allir landsmenn eigi, án tillits til efnahags og búsetu, rétt til atvinnu og menntunar, rétt til heilsugæzlu og læknishjálpar, rétt til að bera mál sin undir dómstóla, rétt til framlaga úr almannatryggingum, þegar eitthvað ber útaf, rétt til lifeyris þegar aldurinn færist yfir. Á þessum grundvelli verði efna- hagslegur jöfnuður tryggður. Einstaklingar njóti umbunar fyrir framtak, dugnað og á- byrgð I þvi skyni að tryggja eðli- lega verðmætasköpun i þágu þjóðarheildarinnar. Rikja á fullur jöfnuður á sviði mann- réttinda og persónufrelsis, svo sem jafnrétti kynja, jafn kosn- ingaréttur, jafn réttur allra til að mynda sér skoðanir og berj- ast fyrir þeim. Alþýðuflokkurinn telur að blandað hagkerfi henti þjóðinni bezt, það er að atvinnuvegirnir verði reknir i formi einkarekst- urs, félagsreksturs og opinbers reksturs, en þróa ber atvinnu- lýðræði innan allra reksturs- forma. Alþýðuflokkurinn og samtök launþega berjast fyrir náskyld- um hagsmunum og eiga þvi málefnalega samleið i grund- vallaratriðum. Alþýðuflokkurinn vill gera þjóðfélagið allt i senn: siðaðra, réttlátara, betra. Flokkurinn berst fyrirauknum jöfnuði milli einstaklinga og milli byggða? flokkurinn berst gegn forrétt- indum og gegn spillingu; flokk- urinn vill að hverjum þegni þjóðfélagsins verði tryggt að geta lifað lifinu með mannlegri reisn. En islenzkar aðstæður eru þannig, að samspil fjármagns- eigenda og rikisvalds og hið flókna réttlæti leiðir stundum til argasta ranglætis. Alþýðuflokkurinn berst þvi gegn spillingu og seinagangi innan stjórnkerfisins sem á öðr- um sviðum þjóðlifsins. Alþýðu- flokkurinn er andsnúinn braski fésýslumanna. Hann vill gera stjórnkerfið allt auðveldara i sniðum og virkara. Alþýðu- flokkurinn varar við ofþenslu rikisbáknsins, sem getur orðið hvort tveggja i senn þjóðinni fjárhagslega ofviða og lýðræð- inu varasöm. Alþýðuflokkurinn vill stuðla að styrkri lands- stjórn, sem taki málefni þjóðar- innar föstuíii tökum og láti hvergi bugast af ofriki ófyrir- leitinna sérhagsmunahópa. Alþýðuflokkurinn vill standa vörð um stjórnarfarslegt og fjárhagslegt sjálfstæði þjóðar- innar og stuðla að islenzkri reisn i þjóðernislegi' og menningarlegu tilliti. a al- þjóðavettvangi ber tslendingum að stuðla að friði meðal þjóða heims, styðja snauðar þjóðir, gæta þess að réttur smáþjóða verði eigi fyrir borð borinn og stuðla að aukinni samstöðu allra þjóða. Siðar i stefnuskrá þessari verður lýst nánar stefnumiðum Alþýðuflokksins i einstökum málaflokkum. Þau meginmark- mið, sem þar eru lögð til grund- vallar eru einkum þessi: Að breyta til frambúðar auð- legðar- og valdahlutföllum al- i þýðunni i hag. — að færa ákvarðanavald frá \ hinum fáu til hinna mörgu á sem flestum sviðum þjóðlifsins þ.á m. til starfsmanna á vinnu- stað og til neytenda, 1 — að útrýma fátækt og tryggja jafnan fulla atvinnu, — að koma á efnahagslegu jafnrétti i skiptingu eigna og tekna, — að koma á félagslegu rétt- læti m.a. i skiptum kynjanna, i möguleikum til mennta, hús- næðismálum og með almennum / tryggingum, \ — að bæta umhverfi manna á í vinnustað, i bæjum og sveitum / og með verndun náttúrunnar. \ íslenzkir og danskir FÓTLAGASKÓR Tegund 104: Lítur brúnn. Stærðir 34*39 kr. 3.595, stærðir 42-46 kr. 4.210. Tegund 102: Litur brúnn. Stærðir 33-40 kr. 3.445. Tegund 631: loðfóðraðir, litur brúnn Stærðir 36-46 kr. 4.655. Tegund 943: Loðfóðraðir með rennilós, litur brúnn. Stærðir 36-46 kr. 6.740. Þriðjudagur 18. nóvember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.