Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 7
í TILEFNI flLDARFiÓRÐUNGSflFMÆLIS ALBERTS RUNARS AÐALSTEINSSONAR HÆTTI HJÁ NÁTTÚRU ÞEGAR HANN FÉKK GOTT BOÐ FRÁ SVANFRÍÐI... Albert Rúnar Aðal- steinsson heitir maður nokkur sem fæddist i Reykjavik, þvi miður að hans sögn, fyrir 25 árum siðan. Flestir þekkja Albert sem rótara, en það hefur hann verið frá þvi elztu menn muna, og einnig var hann diskótek- ari i Las Vegas i eitt ár, meðan það var og hét. Nú ekki alls fyrir löngu tróð Albert upp i Tónabæ, þar sem hann hélt konsert og flutti hann þar nokkur frumsamin lög ásamt textum eftir sig við undir- deik nokkurra liðsmanna Change. Til þess að kynna manninn betur fyrir les- endum, þá ætlar hann að rekja s'in helztu afrek til þessa. ,,Ég keypti mér gitar árið 1965, eins og allir aðrir, en ckki fór mikið fyrir kunnáttunni, en það sem ég gat spilað, hafði ég frá inóður minni. Ég og nokkrir vinir minir, sem að sjálfsögðu áttu hljóðfæri lika, æfðu upp sjö lög, og vorum fengnir til að spila þau á ein- hverskonar æskulýðskon- sert. Næsta skrcfið scm ég tók, var til U.S.A., en þangað fór ég árið 1967, og var þar i 9 mánuði. Er heim kom spilaði ég með nokkrum strákum i um átta mánuði, og kölluðum við hIjómsve i tina „Thunders”, cn það fór ekki mikið fyrir henni. Arið 1969, gcrðist ég diskótekari i Las Vegas, og var ég það i eitt ár, en einnig rak ég staðinn i nokkurn tima. A þessum tima var ég búinn aö kynnast fjöldanum öllum af poppurum, og eftir þetta eina ár i Las Vegas, fór ég að róta hjá Trú- brot, en það hefur verið um 1970. Ég fór yfir til Náttúru þegar hún var stofnuð, og rótaði hjá þcim um tima, en siðan fékk ég gott boð frá Svan- friði, en þeir voru á leið- inni til London í plötuupp- töku. Frá Svanfriði fór ég svo aftur til U.S.A., þar sem ég hippaðist i fimm mánuði, i dýrlegum blómafagnaði. Þegar heim kom fór ég að vinna i Cudo gler, þar sem mikið ágætisfólk vann, fyrir utan hiö góöa gler, sem við framleidd- um. Siðan kemur hljóm- sveitin Changc til sögunn- ar, og fór ég þá að starfa með þeim, alveg þar til ég fór á undan heim til Lond- on, þá hætti ég. Þá var planið hjá Change aö taka bara upp plötuna og svo hcim aftur, en ég lagðist fast gegn því, af þvi að það var þar sem hlutirnir voru að gerast. Að lokum fór þannig, að ég kom hcim, en þeir voru eftir úti. Eftir Londonreisuna fór ég aftur til Cudo, og var það hinn þrumuhressi vcrkstjóri sem réði úrslit- um i þvi. Ég hætti i Cudo þcgar Brimkló bað mig að róta hjá sér, og var veran hjá Brimkló eigin- lega mesta stuðið sem ég hafði verið i, fram að þcssu. Leið siðan ekki langur timi, þar til Change bað mig að koma aftur til þeirra, en ég setti Albert Icefield á konsertinum f Tónabæ. það skilyrði, að ég hætti hjá þeim, þegar allt væri komið i stand, og annar væri kominn inn i rótara starfið. Hjá Kobba Magg fór ég að róta, þegar hann fór i reisu um landið, með Stuðmönnum, White Backman, og heila klabb- inu. Var þessi reisa mjög góð, en erfið og þreytandi var hún. Eftir þetta stutta sumar tók ég það rólega, þar til sú hugmynd fædd- ist, að halda konsert þann sem nýlega var haldinn. Ég hafðisamið texta fyrir Magnús og Jóhann, og einnig fyrir Náttúruplöt- una, og átti ég þvi efni i prógram, sem var flutt á þessum konsert og finnst mér hann vel heppnaður, enda skemmti ég mér mjög vel”. Þá er þátiðin búin, og við komin að núinu. þ.e.a.s. á þá minútu er viðtalið er tekið. Næst er það framtiðin. „Næst á dagskrá hjá mér er 25 ára afmælið mitt, sem ég ætla að halda opinberlega á kon- sert með hljómsveitinni Pelican, og erum við bún- ir að æfa fjögur lög fyrir hann, eða hálfnaðir með æfingarnar. Þrjú eða fjögur laganna eru eftir mig, en eitthvað álíka cft- ir Björgvin Cislason, en allir textarnir eru eftir mig. Um þessar mundir tek ég mér fri á milli kon- serta, og er það slæmt upp á fjárhaginn að gera. Ég á nóg af lögum og textum fyrir svona kon- serta, og kemur til greina, að ég haldi kon- sert með Changc um jól- in, og jafnvel nokkra úti- hljómleika, ef vel viðrar. Ef svo nýja hljómsveitin hans Ilerberts Guðmundssonar verður góð, þá er planið að hafa hljómleika með þeim i janúar eða febrúar. Ég hef áhuga á að hafa sem fjölbreyttast úrval hljóm- listarmanna á þessum konsertum mínum, þvi að hljómlistarmenn kynnast ekki nógu mikið i þessu kapphlaupi sinu um kök- una, og langar mig til þess að þessir konsertar, auki á samvinnu hljóm- listarmanna á einhvern máta,” sagði Albert Rúnar Aðalsteinsson að lokum. Þá hafið þið þaö, nú vit- iö þið allt um þennan mann, sem þið fáið að vita, en ef þið viljið kynn- ast honuin betur, þá sak- ar ekki að fara á hans næsta konsert. Útvarp Þriðjudagur 18. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustu- gr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morg- unbæn kl. 7.55. Morgunstund barnannakl. 8.45: Guðrún Guð- laugsdóttir les „Eyjuna hans Múminpabba” eftir Tove Jans- son (17). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur þáttinn. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Viö vinnuna. Tónleikar. 14.30 Vettvangur. Umsjón: Sig- mar B. Hauksson. 1 sjöunda þætti er fjallað um skólalýð- ræði. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleik- ar. 16.40 Litli barnatiminn. Sigrún Björnsdóttir sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Anne-Marie Markan sér um óskalagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Skáldið i Strandgötunni. Eirikur Sigurðsson talar um Davið Þorvaldsson. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 „Misa Criola” eftir Ariel Ramirez. Kammerkór og hljómsveit finnska útvarpsins flytja, Harald Andersén stjórn- ar. (Hljóðritun frá finnska út- varpinu). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (15). 22.40 Harmonikulög. örvar Kristjánsson og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi. Af Heklutindi á Skálholtshlað. — Úr dagbók- um James Wright i íslandsleið- angri Stanleys árið 1789. Nigel Watson les. — Siðari hluti. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. SJénvarp Þriðjudagur 18. nóvember 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Umsjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. 21.35 Svona er ástin. Bandarisk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.15 Bate og billinn hans. Rosk- inn maður I Englandi framleiö- ir metan-gas úr húsdýraáburði og notar það i bifreiö sinni i stað bensins. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Utan úr hcimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Sonja Diego. 23.00 Dagskrárlok. Sl.islos hF PL-ASTPOKAVE RKSMIO JA Sfnw 82Ó39—82655 Vetn®göf6 Box 4064 — ReyVjavik Pípulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnaríjar&ar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 únnumst aila málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gomul húsgögn launt»eðamál Utilokað með öllu að efna til kapphlaups við verðbólguskriðuna 25%-30% HÆKKUN TIL AO NÁ SÍDUSTU KJARASAMNINGUM „ Ég hygg, að ekki sé fráleitt að meðaltimakaup verka- manna þyrfti nú að hækka um 25—30%, ef halda ætti kaupmætti verkamannalauna eins og hann var á því augnabliki, þegar kjarasamningar voru gerðir í febrúar 1974," sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands is- lands, í viðtali við launþegasíðu Alþýðublaðsins. Björn Jónsson, forseti ASÍ: Kjaramálin eru óleysanleg með hefðbundnum aðferðum, - nú verður að beita aðferðum oliÁen mrtlolnrro rx A I i r> 1 viðtalinu benti Björn á, að miðað við að kaupmáttur tima- kaups verkamanna, sem tekur laun samkvæmt 6. taxta Dags- brúnar, hefði verið 100 hinn 1. desember 1973, hefði hann verið orðinn 110 hinn 1. marz 1974, en 1. nóvember 1975 hefði hann verið aðeins 85. Væri kjararýrnun trésmiða at- huguð á sama hátt, kæmi i ljós, að kaupmáttur þeirra launa hefði minnkað ennþá meira en launa verkamanna. Ef reiknað væri með, að kaup- máttur timakaups trésmiða hefði verið lOOhinn 1. desember 1973, hefði hann verið orðinn 114 hinn 1. marz 1974, en hins vegar rýrnað niður i 86 hinn 1. nóvember 1975. Þessar tölur eru glögg dæmi um þá gifurlegu kjararýrnun, sem launafólk hefur orðið fyrir á siðustu nitján mánuðum. Eins og kunnugt er hvatti fram- kvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambands tslands nýlega til þess, að nú yrði haft fyrra fallið á þvi að hef ja viðræður um nýja kjara- samninga. Við spurðum Björn Jónsson álits á þessu: „Við höfum haft samband við Vinnuveitendasambandið i gegn- um fastanefndina, sem ákveðið var i siðustu kjarasamningum að starfa skyldi á samningstimabil- inu, og minnst á þessi mál þar. Vinnuveitendum er ljóst eins og öðrum, að við erum ekki tilbúnir að hefja viðræður, fyrr en við höf- um haldið ráðstefnu okkar og borið saman bækur okkar i verkalýðshreyfingunni og mótað stefnu okkar á lýðræðislegan hátt. Við erum búnir að ákveða, að árlegur sambandsstjórnarfundur Alþýðusambandsins verði hald- inn 1. desember og 2. desember verður kölluð saman fjölmenn ráðstefna, sem nær eingöngu mun fjalla um kjaramál. A þeirri ráð- stefnu verður væntanlega gengið frá meginkröfum verkalýðs- hreyfingarinnar og stefnan á- kveðin i komandi samningavið- ræðum. Þessi mál eru að sjálfsögðu þegar komin á athugunarstig, ef svo má að orði komast. A fundi miðstjórnarinnar á fimmtudag lagði ég og framkvæmdastjóri ASl fram fyrstu hugmyndir að kjarna hugsanlegrar ályktunar um kjaramálin.” Er mögulegt við núverandi að- stæður að ná árangri i kjara- samningum án þess að rikis- stjórnin sé beinn eða óbeinn aðili að viðræðum ykkar og vinnuveit- enda? „Það hefur verið haldinn einn fundur fulltrúa verkalýðshreyf- ingarinnar og fulltrúa rikisstjórn- arinnar og forstöðumanns Þjóð- hagsstofnunar, þar sem gerð var grein fyrir ástandi og horfum i efnahagsmálum, en siöan þessi fundur var haldinn er nú liðið talsvert á annan mánuð. Það er mitt álit og þorra mið- stjórnarmanna, að mál séu þann- ig vaxin núna, þegar verðbólgan er um eða yfir 50% á ársgrund- velli, að útilokað sé með öllu að efna til kapphlaups við verð- bólguskriðuna. Hversu sterk sem verkalýðshreyfingin væri, hefði hún aldrei við þeirri ófreskju sem verðbólga undangenginna mán- aða er. Vandi launafólksins verður að minu viti ekki leystur með kaup- hækkunum einum saman, sem sjálfsagt yrðu horfnar um sama leyti og staðið væri upp frá samn- ingaboröinu, heldur miklu fremur með þvi, að gangráður verðlags- ins yrði stöðvaður. Það er mitt álit, aö kjaramálin séu nú óleysanleg með hefð- bundnum aðferðum. Nú verður að beita öðrum aðferðum stjórn- málalegs eðlis, ef árangur á aö nást. Verkalýðshreyfingin hlýtur að leggja höfuðáherzlu á, að með einhverju móti verði hafður hem- ill á verðhækkunum. Takist það ekki, er óhugsandi að einu sinni sé hægt að viðhalda núverandi lifskjörum, hvað þá að bæta þau.” Um samstöðu verkalýðsfélaga i komandi samningum sagði Björn Jónsson: „1 þremur siðustu kjarasamn- ingum hefur viðtæk samstaða náðst milli hópanna, sem inynda Alþýðusambandið, þó að alltaf hafi viljað brenna við, að ein- hverjir hópar hafi ekki viljað vera með i þessu samfloti og þá venjulega gert samninga eftir að hin félögin hafa rutt brautina og gengið frá samningum sinum. Nú virðist mér hins vegar gæta minni tilhneigingar i þessa átt hjá félögunum. Ég held, að það sé vilji fyrir þvi, að aðalsamninga- gerð fari fram sameiginlega og ég held, að menn skilji betur nú en oft áður eins og málum er nú háttaö, að verkalýðshreyfingin þarf að koma fram sem ein, sterk heild. Ég er bjartsýnn á, að nú muni nást sterkari samstaða innan hreyfingarinnar en nokkru sinni áöur og það muni koma i ljós á kjaramálaráðstefnunni 2. desem- ber og slðan eftir þá ráðstefnu,” sagði Björn Jónsson að lokum. Sókn á bratt- ann í sigti Um þessar mundir eru verkalýðsfélögin hvert af öðru að sam- þykkja uppsögn kjarasamninga sinna við atvinnurekendur frá og með næstu ára- mótum. Samtök verkalýðsins i land- inu eru nú að búa sig undir nýja kjarasamninga, sókn, sem áreiðanlega verður á brattann eins og allt er i pott- inn búið i efnahagsmálum landsmanna nú um stundir. Ýmsar hinna stærri eininga verkalýðshreyfingarinnar hafa þegar haldið þing sin i haust. Má þar nefna nýlega afstaðin þing Alþýðusam- bands Vestfjarða og Alþýðu- sambands Norðurlands svo og 10. þing Landssambands verzlunarmanna. Þá standa nú fyrir dyrum 20. þing Verka- mannasambands Islands, sem hefst 21. nóvember n.k., og þing Landssambands iðn- verkafólks. Fundur full- skipaðrar Sambandsstjórnar Alþýðusambands Islands verðurhaldinn 1. desember og næsta dag verður siðan stofn- að til fjölmennrar kjaramála- ráðstefnu ASl, þar sem væntanlega verða teknar stefnumarkandi ákvarðanir varðandi málflutning og vinnubrögð i þeim viðræðum, sem framundan eru við at- vinnurekendur og ef að likum lætur við stjórnvöld. Auðsætt er, að erfitt verður fyrir verkalýðshreyfinguna og samtök atvinnurekenda að gera kjarasamninga af viti, nema stjórnvöld eigi beinan eða óbeinan hlut að máli. Þeg- ar þessa er gætt, er vist öllum ljóst, að vandi launþegasam- takanna er ærinn, enda er reynsla þeirra af núverandi rikisstjórn ekki slik, að hún veki mikið traust. F ræðslustarfsemi verkalýðsfélaganna vekur athygli Félagsmálaskóli Alþýðu er starfræktur i Olfusborgum, skammt frá Hveragerði. Skólinn er starfræktur af Menningar- og fræðslusambandi Alþýðu (MFA) en framkvæmdastjóri þess er Stefán ögmundsson. Skólanum veitir forstöðu Bolli Thoroddsen og hafði Alþýðublaðið samand við hann i gær út af starfsemi skól- ans. Bollisagði m.a.: „Skólinn hófst sunnudaginn 2. nóvember s.l. og er áætlað að hann starfi til 15. þ.m. Þátttakendur eru nú 16 tals- ins frá 12 verkalýðsfélögum viðs- vegar að af landinu, en hámarks- fjöldi þátttakenda er 20.” Þá var Bolli Thoroddsen spurð- ur um námsefnið og kennslutil- högun. Meðal námsgreina nefndi hann: (1) skipulag verkalýðs- hreyfingarinnar, (2) fjármál og rekstur, (3) félagsstörf og fundarstörf, (4) ræðugerð og flutningur, (5) alþjóðasambönd, alþjóðastofnanir, og tengsl þeirra við Alþýðusambandið, (6) saga verkalýðshreyfingarinnar, (7) vinnulöggjöfin, (8) heilbrigði og öryggi á vinnustöðum, (9) trúnaðarmaðurinn á vinnustað, (10) áhrif isl. verkalýðshreyfing- ar á isl. stjórnmál, (11) félags- málaþróun, (12) samningamál og samningatækni. Þá sagði Bolli: „Við leggj- um áherzlu á mikla hópvinnu þannig að fólkið starfi sem mest sjálft. Að visu koma hingað margir leiðbeinendur, eða rúm- lega tuttugu talsins. Þessir leið- beinendur opna málin með lengri eða skemmri inngangsorðum. Siðan eru málin tekin til umræðu annað hvort i hópnum sem heild eða honum er skipt upp i smærri umræðuhópa.” Meðal viðfangsefna skólans er einnig listkynning og bókmennta- kynning. Sagði Bolli að þeir hefðu tekið nokkur kvöld til þeirra hluta. M.a. hefði Hjörleifur Sigurðsson forstöðum. Listasafns ASl komið og kynnt myndlist, Svava Jakobsdóttir hefði komið og lesið úr verkum sinum og einn- ig hefðu þeir haft kvikmynda- kvöld, þar sem isl. kvikmynda- gerðarmaður, Þorsteinn Jónsson, hefði sýnt þrjár myndir sem hann hefði gert. Augljóst má vera af þessu að skólinn reynir að hafa sem mesta fjölbreytni i allri starfsemi sinni. Um starfsdaginn sagði for- stöðumaður skólans þetta: „Við byrjum á morgnana klukkan 9 og vinnum nánast sleitulaust þar til kl. 6, að sjálfsögðu með matar-og kaffihléum. Svo þegar við erum með eitthvað á kvöldin þá hefst það'kl. 8.30 og stendur oft fram undir miðnætti.” Um fjármálin og fjármögnun starfseminnar sagði Bolli Thoroddsen: „Verkalýðsfélögin greiða fæðis- og uppihaldskostnað fyrir fólkið, auk þess ferðakostn- að og vinnulaun, sem eru miðuð við dagvinnu. MFA leggur hins- vegar til kennslugögn, en ASl leggur fram kennsluhúsnæðið og laun til leiðbeinenda.” Hvernig eru þátttakendur vald- ir? „Þetta gerist með þeim hætti að nokkru áður en skólinn hefst eru send út bréf til allra verka- lýðsfélaganna á landinu og þar gerð grein fyrir námsefni og allri starfstilhögun. Verkalýðs- félögunum er þar gefinn kostur á að koma fólki hingað i skólann, en hámarksfjöldi sem við tökum er 20.” Þegar forstöðumaður var spurður um áframhald starfsem- innar, árangur og hugsanlegar breytingar, sagði hann á þessa leið: „Þetta er i annað sinn sem skólinn starfar. Hann hóf starf- semi sina i vetur, i febrúar. Þá byrjuðum við með, það sem við höfum nefnt, fyrstu önn. 1 þetta skipti er einnig starfandi fyrsta önn. Siðar i vetur, sennilega i febrúar, hugsum við okkur að halda aðra önn og gefa þá þeim sem sótt hafa 1. önn kost á að sækja 2. önn, en starfstimi hverr- ar annar er tvær vikur.Við höf- um i hyggju að vikka út starfið, auka fjölbreytnina og læra af reynslunni.” Forstöðumaður taldi að húsa- kynni þarna i ölfusborgum væru mjög heppileg fyrir þessa starf- semi. Þeir hefðu breytt vinnu- skálum þannig að þar væri mjög heppileg aðstaða fyrir skólann, þ.e.a.s. fyrir þennan f jölda. Einn- ig kom fram að þeir teldu ekki heppilegt að hafa fleiri en 20 hverju sinni, það væri sem sagt mjög heppileg stærð til þess að góður árangur næðist. Að lokum sagði Bolli að sér virtist fólkið sem þarna dveldi væri mjög ánægt með skólann og sama væri að segja um þá sem stæðu fyrir starfseminni. Fyrir þá væri einnig margt að læra og margar góðar ábendingar kæmu einmitt frá þátttakendunum. Hann kvaðst vonast til að skólinn gæti þróazt eðlilega og vikkað smátt og smátt út starfsemi sina þannig að hann kæmi að sem beztum notum fyrir verkalýðs- félögin og það fólk sem er virkt i félagsmálastarfinu. angarnir Teppahreinsun llreinsum gólfteppi og húsgögn I hcimahúsum og íy rirlækjum. Eruin meft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanlr menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Útvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsUttur til öryrkja og aldr- aftra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 Dúnn i GlflEflBAE /íml 64900 T-ÞÉTTILISTINN T-LISTINN ER in.igreyptur og C3 ! . þolir alla veðráttu. LBU' TLISTINN A: úlihurðirsvalahurðir hjaraglugga og VL' \eltiglugga l - --^JB CluooaimlO|an «*>"*u*o K - hn>< JJTK 1 1— J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.