Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Flýttu þér að tryggja! Eitt tákn þeirra tima, sem viö lifum nú eru tryggingar i einni eða annarri mynd. Þetta er orðið flókið kerfi, sem teygir anga sina um allan heim. Við get- um verið nokkuð örugg um, að veröi tjón hér á Islandi, sem tryggingar ná til, muni þaðsnerta heila runu slikra félaga og ef til vill enda, ef það endar þá ein- hvers staðar,allt eins hjá andfætlingum okkar i Ástraliu eða Nýja-Sjálandi. Þetta er aðferðin við aö tryggja sjálfan sig, vegna þess að menn hafa tryggt aðra. Hér um að ræða alþjóðlega sam- ábyrgð og er sannarlega ekki við þvi að amast i annars sundruðum heimi. Sennilega vörpum við flest öndinni léttara þegar við höfum mannað okkur upp, gengið á vit hinna háu herra, sem annast tryggingarstarfsemina og mætt einstakri elskusemi frá þeirra hálfu, tekið við fagurlega prentuðu trygg- ingarskjali og auðvitað borgað þetta skitiri, sem það kostar aö tryggja sig gegn einni eða annarri vá. En hvort við getum nú verið alveg áhyggjulaus, að þessu afrekuðu, er svo annað mál. Það fer máske ekki sizt eftir þvi hvað, við höfum lesið gaumgæfilega og gert okkur grein fyrir þvi sem á bakhlið skirteinis- ins stendur. Þar eru nefnilega slegnir ýmsir varnaglar um það til hvaða þátta tryggingin nær svo og um aðstæður sem fyrir hendi þurfa að vera, til þess að fjármunir séu i vasa ef óhapp ber að höndum. Ekki ber að lasta það, að menn þurfi að athuga sinn gang og gera sér grein fyrir þvi hvað verið er að kaupa þegar trygging er keypt. Það ætti að vera metnaðarmál hvers og eins, að vita hvaö hann eða hún eru að gera, hvað ákvörðun i einu eða öðru máli, sem stað- fest er með undirskrift.þýðir. Við skulum ekkert vera að efast um góðan vilja og allra sizt þá greiðasemi og mannúð, sem auðvitað liggur til grundvallar hjá þeim, sem taka trygg- ingarnar að sér. Við skulum meira að segja fagna þvi hve margir þeir eru, sem eru fúsir — já alveg óðfúsir t.il að veita okkur þessa lifsnauðsynlegu þjón- ustu. Fjöldi aðila, sem hafa þessa hluti með höndum, sýnir þetta bezt. Þó við séum litlir, er tryggingakerfið hér á landi býsna viðamikið og fer vaxandi. Nýjasti sproti á þeim meiði, viðlagatryggingin, á nú að tryggja okkur gegn vá af nátt- iJrygging er nauðsyn” úruhamförum, sem vel er á þessu duttlungafulla landi. Þar meö eru nú landsmenn i reynd samábyrgir gegn tjónum hver annars. Hér er nauðsynja- mál komið i framkvæmd fyrir alla, nema þá máske sizt núverandi rikis- stjórn, sem á þá óhægra með að hremma til eigin eyðslu, hugsanlega viðbót söluskattstiga, þegar þeirra er ekki lengur þörf til að bæta tjón af nátt- úruhamförum. En þaðer nú önnur saga. Úr þvi verið er að minnast á þetta mál, væri liklega ekki úr vegi að lita snöggvastá einn þátt, sem hefur verið i sviðsljósi undanfarið af eðlilegum ástæðum — bilatryggingarnar. Auðvit- að er bæði sjálfsagt og skylt, að tryggja þessi farartæki, sem i senn geta valdið gifurlegu tjóni og orðið fyrir fjárfreku I Eftir Odd A. Sigurjónsson tjóni, ef óhöpp steðja að. Hér komum við að þvi að gaumgæfa hugtak, sem æ fleiri velta fyrir sér, ekki sizt vegna hinna tiðu umferðaróhappa, er fara i vöxt. Hver er réttur bileigenda, sem verða fyrir umferöaróhappi, þar sem farartækið skemmist meira eða minna? Lögreglan er auðvitað kölluð á vettvang og hún gefur skýrslu, sem tryggingarfélögin þurfa að hafa i höndum, áður en tjón er bætt — þó það nú væri. En siðan gerist oft og einatt skrýtinn hlutur. Þegar hinn tryggði gengur á vit tryggingarfélags sins,tilþessaðfá tjóniðbætt, kemur æði oft i ljós, að hann var nú eiginlega i ekki svo litilli sök, þvertá móti þvi, sem hann hafði grunaö! Af þessu leiðir svo, að bætur þær sem hann fær eru stundum lítið brot af tjóninu. Tjónið er nefnilega hlutfallað niður milli hans og þess, sem máske olli þvi. Hver hefur svo kveðiö upp þann úrskurð? Nú auðvitað trygg- ingarfélagið! Ef tjónþoli er ekki ánægð- ur og lætur það i ljós, fær hann æði oft þessa ágætu ráðleggingu. „Þú getur auðvitað leitað réttar þins fyrir dómstólunum”! ,,Þú ræður þvi hvort þú sættir þig við þá ákvörðun eða ekki. Málið er opið. Það getur reyndar tekið eitt til tvö ár i stytzta lagi að reka það fyrir dómstólum og svo veit enginn hvernig dómur fellur! En þitt er að velja”. Furðu margir sætta sig við slika „úrskurði” enda vita allir hvernig fjár- munir fara i 50% verðbólgu. En er ekki timabært fyrir löggjafann, að lita þó ekki væri nema hornauga á þessa dómstóla” tryggingarfélaganna? krataflokksins fyrir forseta- kosningarnar i Bandarikjun- um á næsta ári. Starfsmaður kosningabaráttunnar segir að þeir hafi sent Calley þakkarbréf fyrir liðsboð hans eins og hverjum öðrum borgara, sem boðið hefur lið sitt. Calley var dæmdur i 10 ára fangelsi árið 1971, en hef- ur veriðmeira og minna laus siðan. Skothríö Tveir lögregluþjónar i Köln l Vestur-Þýzkalandi skutu og drápu eftirlýstan mann, sem hafði falið sig inni i fataskáp á flótta undan vörðum lag- anna. Þeir skutu 19 byssu- kúlum gegn um skápinn. Dómstóll sýknaði lögreglu- þjónana af ákæru um hrotta- skap og óþarfa manndráp við handtöku, þar sem þeir báru þvi við að þeir hafi skotið i nauðvörn. Sá I fata- skápnum hafi verið farinn að svara fyrir sig með skotum á móti. Vilja skilja Rokk-stjarnan Gregg All- man Friday hefur beðið um skilnað við konu sina, Cher. Þessi mynd var tekin þegar allt lék i lyndi hjá þeim eftir- ir átta daga hjúskap, en á ni- unda degi varð rifrildi hjá þeim og endaði með þvi að þau óskuðu skilnaðar. Þau náðu að visu saman aftur og sættust, og hafa siðan lifað tiltölulega friðsömu lifi i fjóra mánuði, þar til Friday óskaði nú eftir skilnaði frá konu sinni, sem á sinum tima var gift söngvaranum Sonny Bono, og hefur siðar öðlazt frægð sem sjálfstæð söng- kona og hefur stjórnað sjón varpsþætti við miklar vin- sældir. Sifellt hafa verið á lofti sögusagnir um það að Sonny og Cher hafi verið að hittast aftur og verið með þeim miklir kærleikar. Blessaöur Maó Kinverski leiðtoginn mikli, Mao Tse Tung, sem nú er á 82. aldursári, hefur enn tekið á móti erlendum þjóð- höfðingja, er Ne Win, forseti Burma var á ferð i Kina á dögunum. Góður liðsauki? William Calley, sem kunnur er fyrir það að hafa verið ábyrgur fyrir morð á 22 sak- lausum borgurum, þar á meðal konum og börnum, i My Lai i Vietnam árið 1968, hefur nú lýst þvi yfir að hann muni starfa fyrir George Wallace i kosningabarátt- unni um útnefningu demó- FJalla-Fúsri fc, OAU95YPdt>© PÉ&W2. ÉGL LElöQáTTl ST^FeoPS --PtLoPGJ Alþýðublaöið STJORNUBIÓ Sim. Emmanuelle selja, eða vanhagar um Kostnaði að augiýsa? - og svarar vart Astfangnar konur .Women in Love' Mjög vel gerö og leikin, brezk átakamikil kvikmynd, byggö á einni af kunnustu skáldsög- um hins umdeilda höfundar S.H. Lawrence „Women in Love” Leikstjóri: Ken Hussell Aöalhlutverk: Alan Hates, Oliver Reed, Glenda Jackson, Jennie Linden. ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuö yngri en Iti ára. Sýnd kl. 5 og 9. Bðóín mmmnammmmmmmmmmmmmmamm IÁSKÓLABÍÓ Slmi «,40 S.P.Y.S. Einstaklega skemmtileg brezk ádeilu- og gamanmynd um njósnir stórþjóöanna. Brezka háöiö hittir i mark i þessari mynd. Aöalhlutverk: Ponald Suther- land, Elliott Gould. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slöasta sinn. IlÝJA m s.mi 1.54»; ÓNABÍÓ Slmi :il 1X2 lAFNARBÍÖ iimi 16444 Hörkuspennandi og fjörug ný bandarisk litmynd um afrek og ævintýri spæjaradrottning- arinnar Sheba Baby sem leik- in er af Pam (Coffy) Grier. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. ■AU6ARASBÍÚ slmi~ Ævintýri Meistara Jacobs Sprenghlægileg ný frönsk skopmynd meö ensku tali og Islenskum texta. Mynd þessi hefur allsstaöar fariö svo- kallaöa sigurför og var sýnd meö metaösókn bæöi i Evrópu og Bandarikjunum sumariö 1974. Aöalhlutverk: Luois Dc Funes. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ný karate-mynd i litum og cinemascope meö ÍSLENSKUM TEXTA Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 7 og 11. Barnsránið rsn BLACh WINDMILL A UNIVERSAI. RELEASF Bönnuö börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 9. meö sama nafni eftir Emmanuelle Arsan. Leikstjóri’: Just Jackin. Mynd þessi er allsstaöar sýnd meö metaösókn um þessar mundir i Evrópu og viöa. AÖalhlutverk: Sylvia Kristell, Alain Cuny, Marika Green. Enskt tal. ÍSLENZKUR TEXTI. Stranglega bönnuö innan 16 ára. Naín.skirteini. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Miöasalan opin frá kl. 3. \YY ,ra “'IS ENGINN ER ILLA SÉDUR, SEN GEMCUR HED ENDURSKINS NERKI Þá hefur Alþýðublaðið lausnina: ÓKEYPIS SMÁAUGLÝSINGAR, sem er okkar þjónusta við lesendur blaðsins. Þriðjudagur 18. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.