Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 8
HORNIP - sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Sföumúla 11, Reykjavík Er hækkun áfengisverðs skerðing mannréttinda? Herra ritstjóri. Aðeins örfá orð i tilefni bréfs, sem birtist i þættinum HORNIÐ i Alþýðublaðinu. Þar spyr einhver bréfritari hvernig rikissjóður færi að ef sala á tóbaki og brennivini hætti, sem afleiðing herferðar. Ennfremur er upplýst á baksiðu blaðsins i sömu viku, HEYRT, SÉÐ og HLERAÐ, að fyrir dyrum hafi staðið að hækka verð á áfengi og tóbaki. Ef það er skoðun Alþýðublaðs- ins að það eigi að hækka verð á tóbaki og vini til að draga úr neyzlu þess, þá ber ykkur að kanna hvaða áhrif fyrrverandi hækkanir hafa haft. Þær hafa haft þveröfug áhrif, og það sanna töl- ur, sem áfengisvarnarráð sendir til almennings um sölu vins. Fólk sparar ekki við sig i vinkaupum, en það gerir rikiskassann háðari vintollum og álagningunni sem tekjulið heldur en eðlilegt getur talizt. Æ stærri hlutur tekna rikis- sjóðs fæst sem tolltekjur af áfengi og tóbaki, unz rikið hefur ekki efni á þvi að hætta að láta fólk reykja og drekka. Þeir, sem hafa ekki efni á þvi að kaupa vin þegar svona hækk- anir dynja á eru kannske ungt fólk, sem stundar nám meirihluta ársins og hefur úr minna að spila en hinn almenni vinnandi þegn, sem hefur fastar tekjur allt árið og getur leyft sér Kanarieyja- ferðir svo eitthvað sé nefnt, sem er utan armlengdar námsmanns- ins. Þetta fólk hugsar um hverja einustu krónu þegar það fer út að skemmta sér, og það er vonandi gert ráð fyrir þvi að námsfólk búi við svipuð mannréttindi og aðrir þegnar. Það er ennfremur stað- reynd sem ekki er hægt að horfa fram hjá, og bezt er að ihuga for- dómalaust, að ýmiss konar vimu- gjafar aðrir en áfengi hafa verið fáanlegir hér á landi, a.m.k. i Reykjavik. Þegar þessir vimugjafar, sem teljast óæskilegri en áfengi (af þvi að rikið hefur engar tolltekjur af þeim?) eru orðnir ódýrari en islenzkt brennivin á bar, þá kann það að hafa skaðlegar afleiðingar i för með sér. Ef einhver hefði áhuga á um- ræðum um þetta mál, þá mætti vel nefna nokkrar tölur þessu til skýringar og upplýsa um dæmi þessa efnis. Það er ekki við þvi að búast að ráðherrar leiðist út i Auglýsingadeildin skálkaskjól? Leyfist forráðamönnum skemmtistaða að nota auglýs- ingadeild Morgunblaðsins sem 'einhverja afsökun fyrir villandi auglýsingum? spyr stúlka, sem hafði samband við blaðið. Siðastliðið fimmtudagskvöld fór hún ásamt kærasta sinum á Röðul, en þar hafði verið auglýst að opið væri til klukkan 01 eftir miðnætti, og nektardansmær myndi skemmta gestum hússins um miðnæturskeið. Þau hjúin voru komin inn á skemmtistaðinn laust fyrir klukkan hálf tólf og fengu sér glas þar á barnum, en þá var þeim tjáð að það væri verið að loka barnum. Þau voru búin að hafa talsvert fyrir þessu og siðan að borga sig inn á skemmtistaðinn, kaupa þangað leigubil, og vildu forvitnast um hvað ylli þessu. Talsmaður hússins sagði þá að hann gæti ekkert að þessu gert, auglýsingadeild Morgunblaðsins hefði sett föstudagsauglýsinguna i fimmtudagsblaðið af vangá, og þeirra væri sökin. En morguninn eftir var i Morg- unblaðinu allt önnur auglýsing. Og þegar þetta kom til tals var einn kunningi þeirra, sem hafði orðið fyrir nákvæmlega þvi sama vikuna þar á undan. Hann hafði eins látið blekkjast af rangri aug- lýsingu, og fékk þau svör þegar hann spurði, að Morgunblaðið hefði sett föstudagsauglýsingu i fimmtudagsblað. hassneyzlu meðan þeir fá sitt á- fengi tollfrjálst. Ég vil þess vegna gera það að tillögu minni, þarsem nú situr við völd stjórn, sem er kunnug skömmtunarseðlum, að nokkur jöfnuður verði gerður hér á. Má i þvi tilfelli nefna hugmyndir, sem fram hafa komið meðal áfengis- varnarnefnda i Eyjafirði, um að skráð verði öll áfengiskaup ein- staklinga á nafn. Þetta má kannski framkvæma með þeirri tölvutækni, sem nú er orðin. Þennan jöfnuð má framkvæma á þann hátt að hverjum einstak- lingi 18 ára og eldri, verði send á- visun, sem framvisa megi á tvennan hátt, með framvisun najnskirteinis, vel að merkja. Annars vegar i verzlunum ÁTVR. Þar verði hverjum þegn gert kleift að kaupa einu sinni i mán- uði sama skammt af áfengi og á sama verði og Kanarieyjaförum býðst i frihöfninni á Keflavikur- flugvelli við heimkomuna. Hins vegar, ef menn kjósa fremur þann háttinn, þá mega þeir fram- visa sinni ávisun til gjaldheimt- unnar og greiða niður sin opin- beru gjöld sem nemur mismuni verðs á einni flösku af sterku og einni af léttu vini og einu kartoni af sigarettum i frihöfn eða rikinu. Til þess að auka enn jöfnuðinn mætti hætta niðurgreiðslu á- fengisiformi tolleftirgjafar i fri- höfninni og beina viðskiptunum meira inn i þær verzlanir sem skila tollum af þessum varningi. Með kærri þökk fyrir birting- una, Jón Guðmundsson. Athugascmd: Það cr rangtúlkað hjá bréfrit- ara að bréf sem birtast I Horninu túlki skoðanir Alþýðublaðsins. Hornið cr vettvangur lesenda og túlkar fyrst og fremst skoðanir þeirra. Frétt um fyrirhugaða hækkun áfengis var ennfremur aðeins birt sem upplýsingar eins og flestar fréttir, en túlkaði á eng- an hátt skoðanir blaðsins um þessi mál, enda gaf hún slikt ekki til kynna. hefur opið pláss fyrir hvern sem er HPRNIP sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík Hringið í Rridge Öfugur blindur Þessi spilaháttur er i stuttu máli sagt, að nota tromplengd- ina, sem venjulega er meiri á hendi sagnhaga en i blindi, til þess að trompa tapslagi blinds og hirða svo trompin af and- stæðingum með trompum i borði. Af sjálfu leiðir, aö blindur verður að hafa nægilega há tromp þar til. Litum á spilið i dag. ♦ G107 V AKG ♦ K76 ♦ 10864 6 Á82 * 94 V 7632 V 95 ♦ 532 ♦ | DG109 *KD9 * G7532 ♦ KD653 ¥ D1084 ♦ A84 ♦ A Sagnir gengu Suður Vestur Norður Austur l.sp. Pass 2hj. Pass 4 tí. Pass 5hj. Pass 6hj. Pass 6sp. Allir pass. Vestur spilaði út laufakóng, sem sagnhafi tók á ásinn og spilaði spaða kóngi út. Vestur drap með ás og spilaði út laufa drottningu. Sagnhafi drap á hendi með spaðaþristi, spilaði spaðafimmi út og tók á tiuna á borði. Þriðja laufið i blindi var trompað með spaða- sexi og borðinu spilað inn á tigulkóng, siðasta laufinu var spilað úr borði og tekið á tromp- drottningu á hendi. Sagnhafi spilaði sig inn i borð á hjartaás og tók siðasta trompið af Vestri með gosanum, en fleygði tapslag sinum i tigli niður og átti afganginn með þvi að taka hjartakóng og drapa gosann heima. Áskriftarsíminn er 14900 alþýðu I K I I FRAMHALDSSAGAN IH3_--------------------------- Dr. Meiser yppti afsakandi öxlum. Jan varð þvi feginn, að hann hafði ekki þurft að afsaka sig. —Það hentar mér lika illa i kvöld, sagði hann. —Kannski getum við hitzt á morgun. En þér gætuð gert mér greiða, ef þér megið vera að þvi. —Gjarnan. —’Vilduð þér lita inn til frú Brock, þegar þér megið vera að? Mig langar til að heyra álit yðar. Þér munið eftir sam- tali okkar i morgun. Það var ekkert athugavert við minni Meisers. Hann skildi strax, hvað Jan átti við. —Haldið þér að hún sé eiturlyfjaneytandi? spurði hann lágt. —Ég vil helzt ekkert segja ákveðið um það á þessu stigi málsins. En ég læt systur Ullu vita, hún á vakt klukkan tiu. —Þá er ég búinn hér. —Kannski verð ég kominn heim þá. Hringið og við getum alla vega fengið okkur bjór saman. En aðeins ef þér eruð ekki of þreyttur. Jörn Meiser hafði undarlega róandi áhrif á hann. Þó að hann væri svona langur og mjór fannst Jan hann minna sig á klett. Nei, hann ætlaði ekki að tala lengur við Ilonu Reiff en bráðnauðsynlegt var. Hann vildi mikið heldur tala við dr. Meiser. Samt sem áður bjó Jan sig mjög vel. Ilona bjó á dýru hóteli og hann vildi ógjarnan skera sig úr hópnum. Hann hafði ekki hugmynd um, að hann var ástæðan fyrir áköfum þrætum Ilonu við Oluf Brock. — Þetta er óþarfi, mótmælti Oluf æstur, þegar Ilona sagðist ætla að hitta Jan. — Hann fer kannski að gruna ýmislegt. Hún herpti saman augun. — Þá er hann kannski ekki jafnheimskur og þú heldur, sagði hún hæðnislega. Hún hafði gaman af að æsa hann upp. Nei, hún var ekki ein þeirra kvenna, sem verða háðar karlmönnum.... ekki einu sinni Oluf Brock. Hún stefndi að ákveðnu marki, en það hafði Oluf ekki hugmynd um. —Láttu mig um allar slikar ákvarðanir, sagði hún aðvar- andi, þegar hann hélt áfram að ásaka hana. —Nú geturðu farið. Jordan getur komið á hverri stundu. Ilona Reiff var gætin kona. Hún bjó ekki á sama hóteli og Oluf, og nafnið hans stóð ekki i hótelskránni, þó að hann væri oftast hjá henni. —Þú mátt ekki daðra við hann, sagði hann ógnandi. — Ég læt ekki blekkja mig. —Hvers vegna ertu svona hræddur, Oluf litli? Þú, sem ert vanur að vera svo öruggur og viss um eigin verðleika. Getur maður eins og Jan Jordan ógnað þér? Þú lékst leik- andi á hann, þegar Sigrid átti i hlut. —Ég kann ekki við þessa tóntegund, sagði hann. —Ekki það? sagði hún hlæjandi. — En hver er háður hverjum? Mín vegna geturðu farið. Ég kemst af án þin. —Hugsaðu þig nú um. Við erum á sama bát, vinan. Hún smellti fingrunum. — Heldurðu það? Vertu ekki svona fyndinn. Annar hittumst við á eftir. Klukkan er að verða átta. Það er kannski bezt, að þú biðir hérna. Ég fer niður. Þar var hún aftur sú, sem athygli allra beindist að og hún naut aðdáunaraugnaráðanna. Myndarlegur, suðrænn maður gerði sig liklegan til að ávarpa hana, en i þvi kom Jan Jordan inn. Það þarf enginn að skammast sin fyrir hann, hugsaði Ilona og leit daðurslega á Jan. —Eigum við ekki að finna litið veitingahús, þar sem við getum talað saman i friði? Ég kæri mig ekki um að láta glápa svona á mig, fullyrti hún. Það er enginn hægðarleikur að finna stað, þar sem ekki verður glápt á hana, hugsaði hann, en Ilona hafði þegar ákveðið, hvert hún vildi fara. Þau fengu borð i bás á veitingahúsi, sem gestir sóttu yfirleitt ekki fyrr en siðar á kvöldin. AÐSTOÐAR- LÆKNIRINN —Það er fallega gert að eyða yðar fáu fristundum i mig, sagði hún. — Ég vona, að þér hafið ekki neyðst til að sleppa einhverju öðru vegna þessa. —Ég ætlaði að hitta samstarfsbróður minn, en við hittumst seinna, sagði hann hikandi. Hún var svo örugg með sjálfa sig, að hún gerði hann óöruggan og það fór i taugarnar á honum. —'Við skulum komast beint að efninu, sagði hún. — Ég hef áhyggjur af heilsu Sigrids. Hvaða lyf fær hún eiginlega? —Þau venjulegu, sagði hann og fór undan I flæmingi. —Mér finnst þessi tiðu skapbrigði hennar undarleg, sagði hún. —Það er ekkert likt henni. —Ekki það? spurði hann. — Ég var einmitt að velta þvi fyrir mér, hvaða fikniefni hún hefði tekið. Ilona var á verði. Hún lét, sem þetta skelfdi sig. Að þvi er virtist i hugsunarleysi tók hún um hönd hans og leit nið- ur. aj (i) ■iz *• V) v> y co c •• n3 X ^ '<L> v. 13 - C H- UJ UJ Alþýðublaðið Þriðjudagur 18. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.