Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 4
STAKIR STÓLAR OG SETT.
KLÆÐI GÖMUL HÚSGÖGN
GOTT ÚRVAL AF ÁKLÆÐI.
BÓLSTRUN
ÁSGRÍMS,
Bergstaðastrœti 2,
Simi 16807.
ALÞÝÐUFLOKKUR: ÞESSUM RAÐSTOF-
UNUM MUNUM VIÐ VEITA STUÐNING
TRtJLOFUNAEHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12
Framhald af forsíðu
valda, hvorki rikisstjórnarinnar
né annarra opinberra valdaaðila i
þjóðfélaginu. Afleiðingin hefur
orðið geigvænleg verðbólga
og meiri en i nokkru nálægu landi,
vaxandi viðskiptahalli og erlend
skuldasöfnun þannig, að efna-
hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar
er nú beinlinis stefnt i hættu. Á
þessu ári fer þjóðarfranileiðslan
minnkandi. Af öllu þessu hefur
leitt stórversnandi hag og afkomu
heimilanna. Nú er svo komið, að
atvinnuöryggið er i hættu.
Þótt núverandi rikisstjórn hafi
stóran þingmeirihuta að baki sér,
hefur hún samt reynzt veik og
reikul i ráði. En það, sem þjóðin
þarfnast nú fyrst og fremt, er
styrk og ráðdeildarsöm forysta.
Fyrir dyrum standa samningar
um kaup og kjör við svo að segja
allar launastéttir landsins. Al-
þingi og rikisvald verður að
stuðla að þvi, að þeir samningar
verði með þeim hætti, að eftirfar-
andi markmið náist:
I. Að öllum sé tryggð full og stöð-
ug atvinna.
II. Heildarstefnan á sviði efna-
hagsmála verði við það miðuð, að
verðbólgan minnki, þegar á
næsta ári, i 10-15%.
III. Gerðar verði markvissar ráð-
stafanir á grundvelli virks á-
ætlunarbúskapar.til þess að auka
þjóðarframleiðsluna, tryggja
sem hagkvæmastan rekstur at-
vinnuveganna og skynsamlega
stjórn á fjárfestingu.
IV. Tekin verði upp styrk stjórn á
málefnum sjávarútvegsins, fyrst
og fremst varðandi stærð fiski-
skipaflotans og hagnýtingu auð-
linda hafsins, i þvi skyni, að
vernda fiskistofnana á islands-
miöum.Lögð verði á það áherzla
að tryggja samfelldan rekstur
fiskvinnslustöðva, til þess að
tryggja sem mesta atvinnu.
Stefnt skal að þvi að fullvinna
sjávaraflann i landi. Sjóðakerfi
sjávarútvegsins verði þegar i
stað endurskoðað.
V. Lögð verði áherzla á eflingu is-
lenzks iðnaðar, sérstaklega út-
flutningsiðnaðar.
VI. Mörkuð verði heildarstefna i
orkumálum, þar sem orkuöflun i
landinu verði samræmd undir
einni heildarstjórn og fram-
kvæmdum raðað i forgangsröð.
Jafnframt verði tryggð eignarráð
rikis og sveitarfélaga yfir öllum
orkulindum landsmanna.
VII. Launakjör almennings verði
vernduðog unnið að kjarabótum
launþegum til handa.
Flokksþingið telur, að forsenda
þess, að framangreint markmið
náist, sé, að Alþingi og rikisstjórn
hafi nú þegar forystu um ýmsar
ráðstafanir, sem launþegar geti
litið á sem tryggingu fyrir raun-
verulegum vilja til þess að taka
tillit til réttmætra hags-
munaþeirra. Slikar ráðstafanir
telur flokksþingið m.a. vera þær,
sem hér verða nefndar.
1. Tekjuskattur til rikisins af
launatekjum verði afnuminn og
ráðstafanir verði gerðar til þess
að fyrirtæki beri eðlilegan og
réttmætan hluta af skattbyrðinni.
Komið verði i veg fyrir, að ein-
staklingar geti komið sér undan
skatt- og útsvarsgreiðslu I skjóli
eigin atvinnureksturs.
2. Niðurgreiðslum á vöruverði
innanlands verði breytt i greiðsl-
ur til neytenda og miðist þær við
fjölskyldustærð.
3. Kaupmáttur almannatrygg-
ingabóta.sem ganga til láglauna-
fólks, verði verndaður og al-
mannatryggingakerfið endur-
skoðað i samráði við verkalýðs-
hreyfinguna, i þeim tilgangi að
stuðla að almennum jöfnuði með
sem markvissustum hætti.
4. Lifeyrissjóðakerfið verði end-
urskoðað i samráði við samtök
launafólks, i þeim tilgangi, að
Þjóðviljinn hirtur fyrir fréttafalsanir
MUNIÐ að senda HORNINU
nokkrar linur.
Utanáskrift:
HORNID,
ritstjórn Alþýöublaðsins,
Siðumúla II, Rcykjavik.
Sighvatur Björgvinsson, alþm.,
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á
fundi Sameinaðs alþingis i gær og
gerði að umræðuefni fréttaflutn-
ing Þjóðviljans af umræðum um
landhelgismál á Alþingi. 1 þvi
sambandi vitnaði þingmaðurinn
til þess fordæmis, er Stefán Jóns-
son, alþm., hefði gefið, en Stefán
réðist i fyrri viku mjög harkalega
úr ræðustól á Alþingi að Alfreð
Þorsteinssyni, blm. við Timann,
vegna túlkunar hans á ummælum
Lúðviks Jósefssonar.
Sighvatur Björgvinsson sagði:
,,1 Þjóðviljanum laugardaginn
Jólasendingar
um allan
heim
Veljiö jólagjafirnar
handa vinum og ættingj-
um erlendis tímanlega.
Allar sendingar vandlega
pakkaöar og fulltryggö-
ar.
Flugpóstur. Sjópóstur.
RAAAMACERÐIN
Austurstræti 3, Hafnarstræti 19
Hótel Loftleiðir,
15. nóvember s.l. var vikið að
ræðu, sem ég flutti við umræður
um landhelgismálið, sem urðu ut-
an dagskrár á Alþingi s.l. mið-
vikudag. Frásögn Þjóðviljans af
þessari ræðu minni er svo gróf
fréttafölsun, að slíks munu fá
dæmi.
1 fyrsta lagi er haft eftir mér,
að rangt sé, að skipherrar Land-
helgisgæzlunnar taki þátt i um-
ræðum um landhelgismálin.
Þetta er rangt eftir haft. Ég
sagði, eins og glögglega kemur
fram i afriti ræðu minnar, AÐ ég
teldi bæði óæskilegt og óeðlilegt,
að yfirmenn Landhelgisgæzlunn-
ar, s.s. skipherrarnir tækju opin-
berlega þátt i deilum — sem oft
eru næsta harðar — um pólitiska
stefnumörkun i landhelgismálinu
eða að þeir gagnrýni á opinberum
vettvangi þá stefnu, sem rétt
stjórnvöld hafa mótað og starfs-
mönnum Landhelgisgæzlunnar er
Píslargangan
1
Fósturheimili óskast
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar
óskar eftir að komast i samband við fjöl-
skyldur, sem sjá sér fært að taka börn á
ýmsum aldri til dvalar i lengri eða
skemmri tima. Nánari upplýsingar i sima
25500 fyrir hádegi alla virka daga.
Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Vonarstræti 4 sími 25500
_y
við Ólaf W. Stefánsson i dóms
málaráðuneytinu og innti hann
eftir framgangi mála.
„Það er rétt að okkur barst
þetta erindi Umferðarráðs og
við sendum það áfram til fjár-
málaráðuneytisins en þaðan
hefur ekki komið niðurstaða.
Miklar viðræður hafa átt sér
stað milli ráðuneytanna, en
niðurstaðan er sem sé ekki
fengin.
Við ölum þó vonir um að úr
rætist og einhverjar úrlausnir
verði veittar.
Það eru margar stofnanir i
fjárhagsvandræðum nú, en þó
mismiklum og sumar hafa get-
að krafsað sig áfram. Umferð-
arráð hefur á yfirstandandi ári
haldið uppi meiri starfsemi en
fjárlög gerðu ráð fyrir, þó hefur
starfsemin i ár ekki verið meiri
en hún var i fyrra.
Ráðstöfunartekjur Umferðar-
ráðs samkvæmt gildandi fjár-
lögum 5,1 milljón nettó, en
reikningar stofnunarinnar
hljóða orðið upp á 10 milljónir.
Samkvæmt f járlagafrum-
varpinu fyrir árið 1976 er nettó
fjárveiting til ráðsins 7,417
millj., en brúttó ráðstöfunar-
tekjurnar verða 10.626 milljónir.
Það eina, sem tekið hefur verið
tillit til við gerð fjárlaganna ér
að einum starfsmanni er bætt
við og tekið er tillit til eðlilegra
verðhækkana, en að öðru leyti
er ekki gert ráð fyrir þvi að
ráðið auki umsvif sin,” sagði
Ólafur W. Stefánsson i dóms-
málaráðuneytinu.
ætlað að framkvæma, jafnvel þótt
sú stefna kunni að vera umdeild.
Þetta sagði ég og þetta er min
skoðun. Ég tel, að þingmenn og
aðrir séu yfirleitt sammála um,
að t.d. æðstu embættismenn fjár-
málaráðuneytisins, svo dæmi sé
nefnt, eigi ekki að taka virkan
þátt i opinberum deilum um rétt-
mæti pólitiskrar stefnumótunar
rikisstjórnarinnar I rikisfjármál-
um. Ég tel að svipað eigi að gilda
um ýmsa aðra háttsetta em-
bættismenn rikisins, þ.á m. yfir-
menn Landhelgisgæzlunnar.”
„Þetta er hins vegar ekki svo
alvarlegt mishermi hjá Þjóðvilj-
anum, að ástæða væri til þess að
gera athugasemd við hér,” sagði
Sighvatur. „Hitt er öllu alvar-
legra, að i umræddri frétt fullyrð-
ir Þjóðviljinn, að ljóst hafi verið,
að i ræðu minni hafi ég verið að
bera fram kröfu um að vikja ætti
opinberum starfsmanni úr starfi
— nánar til tekið einhverjum hæf-
asta og virtasta skipherra Land-
helgisgæzlunnar, Guðmundi
Kærnested. Slik fölsun ummæla
er með fádæmum. Hér er um að
ræða rakalaus ósannindi, óhróður
af grófasta tagi og að minu viti
skýlaust brot á siðareglum
Bláðamannafélags Islands.
Sá maður, sem þessi skrif mun
hafa látið frá sér fara, er Kjartan
Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans,
sem jafnframt er þingfréttaritari
blaðsins. Ég ætla ekki að bera
hann sökum hér á þessum vett-
vangi þar sem hann hefur ekki
tækifæri til þess að segja orð sér
til varnar. Ég læt mér aðeins
nægja að gera síðustu orð Stefáns
Jónssonar, alþm., er hann mælti
til annars blaðamanns hér i þing-
inu i s.l. viku, að mínum, en Ste-
fán sagði:
„Nú vil ég hvorki kalla þann
blaðamann, sem hér um ræðir,
neinum ónefnum vegna skorts á
almennu siðgæði né heldur draga
greind hans i efa. Ég itreka það,
að ég kalla hann hvorki siðlausan
ósannindamann, né fifl, en ég vil
beina þeirri hugmynd til hæst-
virts forseta, hvort ekki komi til
greina, að æskja þess við þá
menn, sem ráða menn til þess að
segja fréttir af umræðum á Al-
þingi, að þeir setji til þess fólk
með góða meðalgreind svo að
þingmenn þurfi ekki að haga orð-
um sinum með sérstöku tilliti til
bjána.”
Þessi orð Stefáns Jónssonar,
alþm., vil ég gera að minum i
þessu sambandi. Hafi ég verið i
einhverjum vafa um við hvað og
hvern þessi ummæli Stefáns
Jónssonar i rauninni áttu, þá er
ég það ekki lengur.
kaupmáttur eftirlaunagreiðslna
til aldraðra og öryrkja verði
varðveittur og tryggður gegn
verðbólgu. Réttlátur jöfnuður riki
milli allra landsmanna i lifeyris-
sjóðsmálum. Stofnun lifeyris-
sjóðs allra landsmanna verði
undirbúin.
5. Láglaunafólki, sem hefur á
undanförnum árum stofnað til
þungbærra lausaskulda vegna
ibúðarkaupa, verði gert kleift að
fá slikum skuldum breytt i föst
lán. Jafnframt verði aðstoð til
kaupa á eldra húsnæði aukin.
6. Dregið verði úr útgjöldum
rikis og ríkisstofnana, en þess þó
gætt, að óhjákvæmilegar fram-
kvæmdir og félagsleg þjónusta
verði ekki skert. Lögð verði á-
herzla á að auka framleiðslu
þjóðarbúsins með sem skjótust-
um hætti, en þeim framkvæmd-
um frestað, sem geta beðið og
komið verði i veg fyrir margvis-
legt bruðl, sem nú viðgengst.
7. Gerðar verði fullnægjandi ráð-
stafanir i gjaldeyrismálum til
þess að stemma stigu við frekari
viðskiptahalla, t.d. með tima-
bundnum takmörkunum á ónauð-
synlegum innílutningi eða breyt-
ingum á aðflutningsgjöldum af
honum þannig, að kaup almenn-
ings beinist fremur að islenzkum
iðnaðarvörum en erlendum varn-
ingi.
8. Sjálfvirkar verðhækkanir
verði úr gildi numdar og lög og
reglur um verðlagseftirlit endur-
skoðuð i þvi skyni, að ná sterkari
tökum á þróun verðlagsmála.
9. Vestir verði lækkaðir og hafðir
misháir, miðað við þjóðhagslega
nauðsyn framkvæmdanna, sem
fé er lánað til. Lán verði verð-
tryggð i vaxandi mæli.
10. Opinberir starfsmenn fái full-
an og óskoraðan samningsrétt um
laun sin. Bændur semji einnig við
neytendur um launakjör sin.
FLOKKSÞINGIÐ LÝSIR ÞVÍ
YFIR, AÐ ALÞÝÐUFLOKKUR-
INN ER REIÐUBÚINN TIL
ÞESS AÐ STYÐJA RAÐSTAF-
ANIR A ALÞINGI, SEM
TRYGGJA FRAMGANG ÞESS-
ARA STEFNUMALA OG HEIT-
IR LAUNÞEG ASAMTÖKUNUM
FULLUM STUÐNINGI i BAR-
ATTU ÞEIRRA FYRIR ÞVÍ, AÐ
ÞAU MEGINMARKMIÐ NAIST,
SEM LÝST VAR í UPPHAFI
ÞESSARAR ALYKTUNAR.”
Alþýðuflokkurinn er stjórn-
málaflokkur, sem starfar á
grundvelli jafnaðarstefnunnar.
Jafnaðarstefnan berst fyrir
frelsi, jafnrétti og bræðralagi,
gegn einræði, kúgun, auðvaldi,
og kommúnisma.
Jafnaðarstefnan telur i sér
hugsjónir lýðræðis og félags-
hyggju. Með félagshyggju er átt
við að framleiðsla og dreifing
lifsins gæða mótist af samhjálp
og samvinnu. Markmiðið er að
koma á þjóðfélagi, þar sem riki
jafnrétti allra til framleiðslu-
gæðanna.
Með lýðræði er átt við rétt
allra manna til þátttöku i á-
kvarðanatöku, sem varðar þá
sjálfa sem félaga i heild.
Forsenda sliks lýðræðis er
frelsi manna til orðs og æðis.
Jafnaðarstefnan miðar að þvi,
að lýðræðislegum aðferðum
verði beitt hvarvetna, þar sem
ákvarðanir eru teknar fyrir hóp
manna.
Félagshyggja og lýðræði eiga
sameiginlega sömu grundvall-
arhugsjónina. Sú hugsjón er
jafnrétti. Jafnaðarstefnan er
þannig jafnréttisstefna, sem
berst gegn forréttindum i hvaða
mynd sem þau birtast. Hún er
baráttutæki þeirra, sem engra
forréttinda njóta, i baráttunni
gegn forréttindahópunum. Hin
nýja stéttislenzks samfélags er
hin samtvinnaða og samtryggða
valdastétt, sem ræður yfir fjár-
magni og hlunnindum, en nýtur
takmarkaðs lýðræðislegs að-
halds.
Alþýðuflokkurinn er ábyrgur
lýðræðisflokkur, sem vill efla
mannúð og mannréttindi,
tryggja persónufrelsi einstak-
Alþýöublaöið
Þriðjudagur 18. nóvember 1975.