Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 3
Steffnuliós Helgi Skúli Kjartansson skrifar o Aumingja stjórnarskráin Stjórnarskiptin í Ástralíu komu til af þvi að stjórnarandstaðan notaði meirihluta sinn í auka- deild ástralska þingsins (efri deildinni sem kosin er á annan hátt en hin neðri og er síður litið á sem fulltrúa þjóðarinnar) til að stöðva afgreiðslu fjárlaga, og þar með blasti neyðarástand við, f járlagalaust var ekki einu sinni hægt að greiða út laun ríkis- starfsmanna. Aumingja Ástralir, svona er að taka sjálfa sig hátíð- lega. tslendingar taka sjálfa sig ekki svona hátiðlega. Þeir stjórna að visu landi sinu samkvæmt stjórnarskrá sem segir meðal annars að ekki megi greiða fé úr rikissjóði nema samkvæmt fjárlögum. Þetta var tekið æði hátiðlega framan af, og allar götur fram yfir 1930 eimdi svo eftir af þvi að það var meiriháttar mál þegar rikis- stjórnir höfðu fjárlög að engu og greiddu út fé að vild sinni. 1934 krafðist Alþýðu- flokkurinn þess að tekið yrði upp i fyrsta málefnasamning islenzkrar rikisstjórnar fyrirheit um að virða fjárlög. Þetta er löngu liðin tið. Nú þykir sjálf- sagt að hver ráðherra fari langt fram úr fjárlagaheimild með þá gjaldaliði er hon- um sýnist þurfa. Jafnvel hinir veigamestu gjaldaliðir rikissjóðs, svo sem niður- greiðslur eða tryggingabætur, eru hækk- aðir á ýmsum timum árs án þess að nokk- ur minnist á heimildir fjárlaga. Sá fjármálaráðherra sem færi að dæmi hins ástralska, læsti rikiskassanum og labbaði heim þegar heimildir fjárlaga væru tæmdar, væri vist fljótt tekinn úr umferð hér. Eftir bókstaf stjórnarskrárinnar eru auðvitað allar greiðslur umfram fjárlög ekkert annað en stjórnarskrárbrot og baka viðkomandi ráðherra refsiábyrgð. En þennan bókstaf er nú búið að brjóta svo oft að lögspekingar telja hann ógild- an, og i staðinn sé sú hefð búin að öðlast lagagildi að heimila umframgreiðslur með fjáraukalögum —- eftirá. Þetta kann að vera gott og blessað, en betur kynni ég samt við að stjórnarskrárákvæðið um fjárveitingarvald Alþingis væri fært i framkvæmanlegt horf og siöan farið eftir þvi. Þegar stjórnarskráin varð til, fyrir meira en hundrað árum að stofninum til, var ekki aðeins talið sjálfsagt að fulltrúar skattgreiðendanna fengju fjárveitingar- valdið til að geta haldið i hemilinn á óvin- veittri rikisstjórn. Þá var lika litib á það sem helgasta markmið hins skipulagða þjóðfélags að vernda eignarrétt hvers borgara — þ.e.a.s. þeirra sem eitthvað áttu til að láta vernda. Enda er vitaskuld grein i stjórnarskránni um friðhelgi eign- arréttarins. Það hefur farið fyrir þessari grein stjórnarskrárinnar eins og hinni um f jár- veitingarvaldiö, að hún hefur komizt upp á kant við samtið sina og misst að veru- legu leyti innihald sitt. Menn trúa ekki jafnótvirætt á eignarréttinn og áður var, og hið flókna þjóðfélag nútimans gerir lika alls konar kröfur sem ganga á snið við hann eins og hann var skilinn fyrir hundrað árum. Þá er ég, eins og lesendur sjá, kominn að efninu, þjóðnýtingu háhitans. 1 minum augum er hún sjálfsagt hagkvæmnis- og réttlætismál og eindregnara framfara- spor en flest þau sem stigin hafa verið á Alþingi i minu minni. En húmbrýtur auð- vitað gegn þeim skilningi stjórnarskrár- innar sem höfundar hennar hefðu ætlazt til að við legðum i hana. Sennilega má það til sanns vegar færa um þetta, rétt eins og aukafjárlögin, að þaö sé orðið hefðhelgað að túlka eignar- réttinn nokkuð þröngt, þjóðnýting háhit- ans er til dæmis mjög eðlilegt framhald af fossalögunum gömlu sem geröu eignar- rétt manna yfir vatnsaflinu hér um bil að engu. En engu að siður tel ég rétt að taka af öll tvimæli, ekki aðeins um þetta mál heldur og önnur álika, með þvi aö breyta eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og takmarka það mun meira en nú, eink- um i þá átt aö gera greinarmun á mis- munandi eign, þar sem persónulegar eig- ur eða neyzlufé njóti mestrar verndar, náttúruauðlindir minnstrar, og annað framleiðslufé gæti komið þar inn á milli. Yfirleitt þurfum við að breyta stjórnar- skránni miklu oftar og meira en tiðkazt hefur ef við eigum að geta haldið hana i þeim heiðri sem æskilegt væri. f rettabraðuri n n Dagsími tit kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Þessi mynd er ekki tekin i Frakklandi, eins og ætla mætti eftir veggskiltinu, heldur i miðborginni — en vetrarveðráttan þessa dagana, föl á morgnana og rigning siðdegis veldur þvi að regnhlifar gerast ,,æ fjölmennari” eins og nóbelskáldið kynni að orða það. Fiskiþing hófst í gærmorgur „Þingsetning hjá okkur var i morgun”, sagði Hilmar Bjarna- son við blaðið i gær, þegar frétta var leitað um hvaða mál lægju fyrir fiskiþingi. „Dagskrá liggur enn ekki fyrir, við erum að semja hana, en eins og stendur er þvi verki ekki lokið. Fiskimálastjóri, Már Elisson, hefur þegar flutt yf- irlitsræðu sina um fiskveiðarnar, en skýrslan hefur ekki verið rædd. Auðvitað tökum við margt fyrir og öll kurl ekki komin til grafar nú i upphafi. M.a. mun þingið fjalla um landhelgismál, greinargerð fiskiveiðalaganefnd- ar um veiðisvæði, timatakmörk á svæðunum og skiptingu milli skipa með mismunandi veiðar- færi. Þá mun skýrsla Hafrann- sóknarstofnunar verða rædd, öryggismál sjómanna, sjón- varpsmál vegna fiskimanna á hafi úti og endurskoðun sjóða- kerfisins”, lauk Hilmar Bjarna- son máli sinu. W Islenzk aðstoð við flóttafólk 1 gær sendu Rauði krossinn á Islandi, islenzka rikisstjórnin og Sölusamband isl. fiskframleið- enda hvert sinar 170 þúsund krón- urnar til Alþjóða Rauðakrossins i Genf til að hjálpa flóttafólki frá Angola, sem flutzt hefur i miklum mæli til Portúgal undanfarna mánuði, en býr þar margt við sárustu neyð. Þegar tilkynnt var um væntan- legt sjálfstæði Angola hóf flótta- fólk að þyrpast frá Angola til Portúgal, og var þar bæði um að ræða hvita menn og ennfremur blandaðar fjölskyldur. Er talið að nú sé komin þangað um 300 þús- und manns, og er örbirgð mikil meðal þessa flóttafólks, þvi far- angur þeirra var takmarkaður við 20 kiló á mann, en að undan- förnu hafa að meðaltali 17 flug- vélar á dag komið með flóttafólk. Margir þessa þola illa loftslagið i Portúgal og sumir hafa litla sem enga menntun og eru þvi engan veginn reiðubúnir að keppa á vinnumarkaði. Þá hefur það einnig valdið erfiðleikum, að atvinnuleysi var mikið i Portúgal fyrir, og ekki bætir það úr skák að fá inn i land- ið fólk, sem enga vinnu hefur og enga leið til að sjá sér farborða. Rauði krossinn hefur tekið að sér að annast þetta flóttafólk, a.m.k. til bráðabirgða. Varð það að samkomulagi, að þar sem til- töiulega er ódýrt að fá matvæli handa flóttafólkinu þarna suður- frá, þá væru það peningar, sem yrðu drýgsta hjálpin frá öðrum löndum, og þvi hafa þrir fyrr- nefndir aðilar nú sent riflega hálfa milljón sem skerf Islend- inga til aðstoðar flóttafólkinu. Brezkir óhressir og vilja heim „Það var þungt hljóðiö i brezku sjómönnunum hér við land i gær, vildu þeir flytja sina landhelgi út í 200 milur og nýta hana betur, og leyfa íslendingum að hirða þá fáu titti sem eftir væru hér við íand,” sagði Hálfdán Henrýsson yfirloft- skeytafræðingur landhelgisgæzl- unnar, er Alþýðublaðið hafði af honum tal. „Þessi vonbrigði Bretanna eru skiljanleg, þvi að þeir eru farnir að hópa sig saman til að reyna að verjast varðskip- unum, og veiðist ekkert þegar þannig er i pottinn búið.” Um væntanlegar aðgerðir landhelgis- gæzlunnar sagði Hálfdán: „Þar sem brezkir togarasjómenn eru ekki i neinum striðsham um þess- ar mundir, þá tel ég að ákveðinn þrýstingur á Bretana sé bezta að- ferðin, ef rólega er að farið.” Þar sem samningafundurinn við Breta fór út um þúfur, hafði blaðið tal af Einari Agústssyni ut- anrikisráðherra, og spurði hann hvaða aðgerðir séu væntanlegar við vörzlu landhelginnar. Einar sagði, að notuð verði öll tiltæk ráð við að stugga Bretunum út fyrir mörkin, en hvaða aðgerðir það væru vildi hann ekki tjá sig um að svo stöddu. Einar fór til V-Þýzka- lands i morgun til samningavið- ræðna við Þjóðverja, og spurði Alþýðublaðið hann að þvi i gær, ar viðræður. Sagði Einar að það væru ýmiss óklár atriði, sem væntanlega myndu skýrast i við- ræðunum, en hann væri hættur aö gefa uppi árangursvonir sinar fyrir slikar samningaviðræður. Að iokum talaði blaðið við Pétur Sigurðsson forstjóra land- helgisgæzlunnar, og spurði hann um væntanlegar aðgerðir gæzl- unnar gegn Bretum. Pétur sagði að aðferðir gæzlunnar kæmu i ljós smám saman,en þaðværiljóst að harðra aðgerða er þörf. Hvort þeir gætu haldiö Bretunum fyrir utan landhelgina, vildi Pétur ekk- ert segja. Gæzlan greip tvo íslenzka báta Varðskipið ALBERT stóð i gær- morgun tvo islenzka togbáta STIGANDA RE-307 og SÆFARA AR-22 að meintum ólöglegum togveiðum á linu- og netasvæði vestur af Garðskaga. Varðskipið gaf skipstjórum bátanna fyrirmæli um að sigla til Reykjavikur og kom varðskipið ásamt bátunum til Reykjavikur i gær. Mál skipstjóranna verða tekin fyrir i Sakadómi Reykjavik- ur i dag. Skipherra á varðskipinu er Pálmi Hlöðversson. Trompið leyndist í aðalumboðinu Mánudaginn 10. nóvember var dregið i 11. flokki Happdrættis Háskóla tslands. Dregnir voru 11.475 vinningar að fjárhæð 103.500.000 krónur. Hæsti vinningurinn, niu milljón króna vinningar, komu á númer 48 009. Trompmiðinn og tveir miðar til viðbótar voru seldir i AÐALUMBOÐINU i Tjarnargötu 4 og hinir tveir miðarnir voru seldir i umboðinu á ÞINGEYRI. 500.000 krónur komu á númer 4 074. Trompmiðinn og tveir miðar til viðbótar voru seldir hjá Verzl- un Valdimars Long i HAFNAR- FIRÐI. Sá fjórði á ISAFIRÐI og fimmti miðinn á BLÖNDUÓSI. 200.000 krónur komu á númer 29279. Trompmiðinn var seldur i GRINDAVtK en hinir miðarnir af þessu númeri voru seldir á SUÐ- UREYRI. 50.000 krónur: 323 — 605 — 1036 — 7347 — 8092 — 9010 — 9658 — 10004 — 10694 — 11643 — 11712 — 11930 — 12726 — 12784 — 14810 — 16359 — 20638 — 27295 — 28765 — 28832 — 31227 — 34940 — 36127 — 36856 — 36858 — 38736 — 40752 — 41132 — 42603 — 42836 — 46597 — 47189 — 48008 — 48010 — 50660 — 51332 — 52317 — 53891 — 57460 — 59111 — 59122 — 59140. Orðið (að ein- hverju ieyti) við óskum námsmanna Eitthvað á að koma til móts við kröfur námsmanna, að þvi er lesa má úr stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar varðandi lánamál, sem menntamálaráðuneytið sendi út i gær. Orðalag yfir- lýsingarinnar er að visu það loðið að ekki er hægt að gera sér neina grein fyrir þvi að hve miklu leyti á aö ganga að óskum námsmanna — en tilkynningin er svohljóðandi: Það er stefna rikis- stjórnarinnar ao öllum sem geta og vilja verði gert kleift að stunda nám án tillits til efnahags enda stundi þeir námið samvizkusam- lega. — Markmiðið er þvi að afla til Lánasjóðs islenzkra náms- manna og annarrar fjárfyrir- greiöslu við námsmenn þess fjár sem þarf til að framkvæma þá stefnu enda sé gætt fyllsta aðhalds með það fyrir augum að þeir njóti aðstoðar sem þess þurfa. Rikisstjórnin beitir sér fyrir að afgreiddar verði frá Alþingi á þess ári breytingar á löggjöf um Lánasjóð islenskra námsmanna, einkum að þvi er varðar verötryggingu og endurgreiðslur lána. Reglur um útlán veröi endur- skoðaðar nú, þegar einkum að þvi er varðar tekjuútreikning hjá lánþegum og mökum þeirra. Rikisstjórnin beiti sér fyrir þvi að gera lánasjóði kleift aö veita sem næst hliðstæða fyrirgreiðslu á þessu skólaári og að undanförnu að breyttum lögum og útlánaregl- um skv. áðursögðu. Alþýðublaðið o Þriðjudagur 18. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.