Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.11.1975, Blaðsíða 12
alþýðu Veörió Hann fer heldur kólnandi t dag er spáð norðlægri átt og heldur kaldara veðri. Vindstigið kaldi eða stinningskaldi. Gert er ráð fyrir smáéljum fram eftir deginum, en létti til. Frost verður vægt en vaxandi eftir þvi sem á liður daginn. ðátan /i U.£t/2/t /P/fí/5 5 Tjo/f/v •bróLPA 'ATT HE/r/T '/ BAK! v£/rr r/Ufí úAfíó FL07 GPNCr , L/fí/'VH' /ntoL . /tP! í " 3 FLAffm fíHLW \ 'B t HRB'yfí /ST i 5 £S. HLjOjif) B £NZ> fí£Tju /VA R/ST/ mnm/ 9 BÓLfífi 'A WoRQR AULfifí sjortu /n S/DftST UNf/ 5 i LUCr LECrUR BRÚNQ VAHfátl 7 (o Ctgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Itits tjórnarf ulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsia: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-. KOPAVOGS APOTEK ,0pið öll kvöld til kl. 7 llaugardaga til kl. 12 MEGUM VIÐ KYNNA Pétur Sveinbjarnarson er fæddur i Reykjavik 23/8 árið 1945. Foreldrar Péturs eru Sveinbjörn Timóteusson og Guðrún Pétursdóttir. Pétur er kvæntur Auðbjörgu Guðmunds- dóttur, og eiga þau hjónin tvo syni, Guðmund Armann 6 ára, og Eggert, sem er tveggja ára. Að loknu gagnfræðanámi fór Pétur til Englands, þar sem hann lagði stund á ensku og blaðamennsku, á árunum 1962 og ’63. „Árin 1964 og ’66, kynnti ég mér umferðarmál á vegum RoSPA i Englandi, og einnig hjá brezku lögreglunni. Fulltrúi umferparnefndar Reykjavikur var ég árið 1965, en forstöðu- maður fræðslu og upplýsinga- skrifstofu umferðarnefndar og lögreglu var ég á árunum 1968 og ’69, þegar breytingarnar i hægri umferðina stóðu yfir. Arið 1970 gerðist ég framkvæmda- stjóri umferðarráðs, og hef ég verið það siðan”. Er við spurð- um Pétur að þvi hver hans helztu áhuga- og tómstundamál væru, sagði hann: ,,Þau áhuga- mál sem ég stunda hafa að mestu farið i ýmiss konar fé- lagsmál, en einnig sæki ég leik- hús mjög samvizkusamlega. Þegar ég var yngri átti knatt- spyrnan og skátastarfið allan minn huga, en við þvi tók stjórn- málaþrasið. Ég var formaður Heimdallar um tima, og einnig var ég i stjórn Æskulýðsráðs Reykjavikur i fjögur ár”. Um ferðalög sin sagði Pétur Svein- bjarnarson að lokum: ,,Ég hef f:rðast mjög mikið og er f jöl - skyldan nýkomin frá Bandá rikjunum og Kanada. HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ FRÉTT: Að Alþjóðasamband jafnaðarmanna (Socialist Inter- nationar) hafi nú i undirbúningi að gefa út uppsláttarrit ,,Who is Who in Social Democracy” (Hver er jafnaðarmaðurinn? ) i bókinni verður örstutt æviágrip og póli- tiskar upplýsingar um helztu for- svarsmenn jafnaðarmannaflokka i heiminum. 1 bók þessari verða m.a. upplýsingar um jafnaðar- menn, sem sitja i stjórnum 56 jafnaðarmannaflokka, 22 rikis- stjórnum, 2.754 borgarstjórnum, 87 svæðisstjórnum, stjórnum 1.219 verkalýðssambanda, stjórn- um 57 útgáfufyrirtækja og stjórn- um 138 samvinnusambanda. Meðal kunnra stjórnmáiamanna, sem eiga nöfnsin iuppsiáttarritinu ,,Hver cr jafnaðarmaðurinn”? eru Bruno Kreisky, kanslari Austurrikis, Brandt og Schmidt, fyrv. og núv. kanslarar Þýzka- lands, Wilson, forsætisráðherra Bretlands, Palme, forsætisráð- herra Sviþjóbar, Mario Soares, formaður portúgaiska jafnaðar- mannaflokksins, Francois Mitt- errand, foringi franskra jafnað- armanna, Lee Kuan Jew, for- sætisráðherra Singapore, Tomomi Narita, foringi japanskra jafnaðarmanna, og margir fleiri. HEYRT: 1 fregnum brezka út- varpsins, BBC, að svo virðist, sem brezka viðræðunefndin, sem fór i fússi burt af viðræðufundin- um i Reykjavik i gær, telji Gcir Hallgrinisson, forsætisráðherra, betri viðmælis, en Einar Ágústs- son, utanrikisráðherra. LESIÐ: 1 nýútkomnu tbl. af Al- þýðumanninum á Akureyri, að svo virðist, sem ákveðinn verk- taki við Kröflu hafi fengið að leika lausum hala og ekki háður neinu eftirliti. Segir blaðið m.a., að verktakinn hafi þvi átt auðvelt með að hagræða reikningum á- samt úttektum á verkfærum og efni, sem hann hafi átt að leggja til sjálfur, þannig að Orkust. hafi verið látin borga brúsann. Þá segir blaðið það hafa verið al- gengt, að allt að 500 litra bensin- birgðir hafi horfið yfir eina helgi, en tekur fram, að aðeins ein bensinvél hafi verið á staðnum og hún aðeins eytt 10-12 litrum miðað við 10 klst. vinnu. Þá hafi fyrir- tækið einnig haft á sinum snærum allt að 10 bilaleigubila i einu og þeir þá ekkert siður hafðir til einkaafnota s.s. eins og til skemmtiferða á kvöldum og um helgar. LESIÐ: 1 sama blaði, að sú á- kvörðun að hætta við stiflugerð i Laxá vegna þess, að slik stifla gæti hugsanlega hafa dregið úr laxveiði i ánni um 5% og að leggja i staðinn byggðalinu norður sam- svaraði þvi, að hver lax i ánni kostaði þjóðina 8 millj. kr. i gróf- um tölum talið. HLERAÐ: Að i undirbúningi og tæknilegri athugun sé áætlun um að setja tlmalengd á simtöl innan Reykjavikursvæðisins. Yrði slikt væntanlega gert til að auka tekjur simans annars vegar svo og að verða við þrýstingi hagsmuna- samtaka úti á landsbyggðinni, sem telja landshlutum mismunað þegar að verði simtala er komi* ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ M Einn af stjórnarmönn- um Reykjaprents, út- gáfufélags dagblaösins VIsis, heitir Gunnar Thoroddsen og er iðnað- arráðherra. Það er svo sem ekkert óeðlilegt, þótt svo sé, þvi Vlsir var um langan aldur sérstakur málsvari Gunnars, nokk- urskonar einkamálgagn hansá meðan Gunnar var oddviti Sjálfstæðisflokks- ins i borgarstjórn Reykjavikur og raunar mun lengur. En þótt tengsl Gunnars Thoroddsen á yfirborðinu við dagblaðið Visi hafi sjaldan eða aldrei verið meiri en nú — þegar hann er einn af fimm i stjórn útgáfufélags blaðsins — þá virðist stuðningur blaðsins við hann vera þar I öfugu hlutfalli. Aður gerði Visir sér far um að standa með Gunnari Thoroddsen. Nú viröist Vfsir hins vegar gera sér far um að veitast að hon- um. Dæmi um þetta er forystugrein blaðsins frá i gær, en hún heitir „málmblendiævintýrið” og fjallar um hina fyrir- huguðu málmblendiverk- smiðju á Grundartanga og þátt Gunnars Thorodd- sen i málinu. Fyrst rekur höfundur forystugreinarinnar, Þorsteinn Pálsson allt það, sem á daga málm- blendifélagsins hefur drifið. 1 leiðaranum segir m.a., að ljóstsé, að stofn- kostnaður verksmiðjunn- ar muni hækka gifurlega frá þvi, sem ráð var fyrir gert, hvorki Járnblendi- félagið sjálft né rikið muni fá þau lán erlendis til byggingar verksmiðj- unnar, sem I upphafi var fullyrt að fást myndu og að jafnvel sé engan veg- inn ljóst, hvort málm- blendiverksmiðjan sé skuldbundin til þess að kaupa umsamda raforku á tilsettum tima. M.ö.o. kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að málið hafi eiginlega ailt verið keðja mistaka og rangra upp- lýsinga frá upphafi til enda. Siðan segir Vlsir orð- rétt: „Það virðist þvi vera að koma á daginn hversu ó- skynsamlegt það var af núverandi orkuráðherra (Gunnari Thoroddsen, innsk. Alþbl.) að gleypa hráa þá firru höfuðand- stæðinga sinna i stjórn- málum að við yrðum að eiga meirihlutann i þessu fyrirtæki og bera áhættu i samræmi við það.... Hér var þvi ekkert unnið nema það að játast undir eina trúarsetningu Al- þýðubandalagsins”. öllu fastar er vart hægt að kveða að orði. Að sögn Vfsis ber Gunnar Thor- oddsen, fimmti maður i stjórn útgáfufélags Vfsis, höfuðábyrgðina á öllu saman vegna ófyrirgef- anlegra mistaka. Stefna hans i málinu hefur verið „óskynsamleg”, hann hefur gleypt „hráar firr- ur höfuðandstæðing- anna” og „játast undir trúarsetningu Alþýðu- bandalagsins”. Það virðist þvi enn ekki vera allt í sómanum með heimilishagina á kær- leiksheimili Visis, þótt þeir Sveinn og Jónas hafi verið hraktir fyrir næsta horn. Skyldi eiga að sparka Gunnari Thorodd- sen á eftir þeim? FIMM á förnum vegi Er bíllinn búinn undir veturinn? Sigurlaug Jósepsdóttir, hús- móðir og skrifstofustúlka: Já ég gerði það fyrir rúmum mánuði siðan, þvi það borgar sig aö vera tilbúin fyrir vetrarveðrið timanlega. Guðmundur óskarsson, vegg- fóðrari: Ég er búinn að undir- búa mig alveg nægjanlega, þ.e. með keðjur i skottinu, og frost- lög á kassanum. Keðjurnar hafa dugað hingað til, og gera það vonandi áfram. Pjétur M. Helgason, skrifstofu- maður: Nei, ég er ekki búinn að þvi, og treysti ég bilnum á göt- una i þvi ástandi sem hann er. Ég vonast alltaf til að slikur undirbúningur dragist á lang- inn, en úr þessu á ég engra kosta völ. örn Þorláksson, heildsali: Nei, ég hef ekki fjárhagslegt bol- magn tii að kaupa mér felgur og snjódekk, en keðjur nota ég hins vegar aldrei vegna þess hve leiðiniegt er að setja þær á bil- inn. Steingrimur Sigurðsson, list- málari: Já heldur betur, með átta strigalaga dekkjum, og er hann vel skæddur fyrir vetur- inn, plús gaddakeðjur til vonar og vara. Að auki er hann útbú- inn ýmsu leynivopnum, sem ég kæri mig ekki um að segja frá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.