Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 3
Sfefnuliós Hörður Zóphaníasson skrifar o Að eitra fyrir æskuna Refurinn þótti mikill vargur og olli bændum þungum búsifjum. Þess vegna var gripið til þess ráðs að reyna að útrýma honum eða fækka,m.a. með þvi að eitra fyrir hann. Margir töldu þetta ómannúð- lega aðferð og mæltu á móti henni. Og manngæzkan náði yfirhöndinni, svo að hætt var að eitra fyrir refinn. Svo mikla virðingu og samúð fékk refur- inn. En eitrunin heldur áfram. En nú er það ekki refurinn, heldur æskan, sem eitrað er fyrir. Og það er islenzka rlkið, sem leggur til eitrið. Fleiri og fleiri ungmenni verða áfeng- inu að bráð. Börn og unglingar verða ofurölvi. Rán, grip- deildir, slysfarir og jafnvel dauði sigla i kjölfar áfengis- neyzlu barna og unglinga. En mannúðin rumskar ekki I brjóstinu. Eitruninni er haldið áfram. Enda er það ekki ref- urinn sem nú á hlut að máli, heldur það sem kallað er á há- tiðlegum stundum framtíð þjóðarinnar, komandi kyn- slóð. Nú segir eflaust einhver, sem þetta les: „Glórulaust ofstæki. Hóflega drukkið vin gleður mannsins hjarta. Aðeins örfáir i- stöðulitlir einstaklingar verða áfengis- sjúklingar. Það er verið að mála skratt- ann á vegginn. Og ef einhverjir unglingar skvetta of miklu i sig á stundum, þá er það bara vegna þess að áfengislöggjöfin er svo vitlaus. Þetta lagastallt saman ef við færum aldursmörk þeirra sem mega kaupa og neyta áfengis niður i 18 ára ald- ur.” Já, svo mörg voru þau orð, en hverj- ar eru staðreyndirnar? Ég hefi i sumar og hauststarfað i nefnd, sem þingflokkarnir tilnefndu og hafði það hlutverk að reyna að gera sér sem bezt ljóst, hversu umfangsmikið áfengis- vandamálið er á Islandi og hvað væri helzttil úrbóta. Nefndin skrifaði mönnum viðs vegar um landiðog spurði þá álits um þessi mál. Svör frá fjölmörgu fólki bárust og öll voru þau á einn veg. Afengisneyzla var vaxandi vandamál, sérstaklega á- fengisneyzla barna og unglinga. Aárinu 1974hafði lögreglan i Reykjavik afskipti af 11 börnun á aldrinum 12 til 14 ára vegna ölvunar. Hún hafði á þessu sama ári afskipti vegna ölvunar af 46 ung- lingum 15 ára og 160 unglingum 16 ára. En þegar kemur að afskiptum lögreglunnar i Reykjavik árið 1974 vegna ölvunar ung- linga sem orðnir eru 17 ára, þá hleypur tala þeirra upp I 231, 44 stúlkur og 187 drengir. Þessar tölur tala skýru máli, en segja þó ekki nema litinn hluta sögunnar. Hversu margir eru þeir á þessum aldri, sem orðið hafa ölvaðir án þess að lenda i höndum lögreglunnar? Það veit enginn, en eflaust eru þeir margir. Ég átti tal við 14 ára nemanda minn, sem ég vissi að var farinn að neyta áfeng- is. M.a. spurði ég hann: ,,Er ekki erfitt fyrir krakka á þlnum aldri að ná I áfengi?” Hann svaraði mér i mikilli ein- lægni: „Það er miklu erfiðara að komast hjá að drekka það.” Einar Ingimundarson, bæarfógeti i Hafnarfirði, segir: „Ég tel áfengisvanda- málið i landinu vera eitt af helztu og mestu vandamálum sem islenzka þjóðfé- lagið á við að etja um þessar mundir og raunar á siðustu 15 til 20 árum. Að mínu áliti er það fyrst og fremst sivaxandi á- fengisneyzla unglinga og jafnvel barria, sem þar veldur mestu um. Ég er ekki viss um aö sidrykkjumenn og ofdrykkjumenn sem konnir eru til fullorðinsára séu nú um þessar mundir tiltölulega miklu fleiri en þeir voru t.d. fyrir 15 til 20 árum.” Arið 1971 var áfengiskaupaaldur lækk- aður i nokkrum fylkjum Kanada úr 21ári i 18 ár. Margir sögðu að unglingar 18 til 20 ára drykkju hvort sem væri og það væri betra að viðurkenna þá staðreynd i lög- um, heldur en um sifelld lögbrot væri að ræða. En hvað gerðist? Yfirmaður fikni- efnarannsóknarstofnunar Ontariófylkis, dr. Daniel Archibald segir eftir könnun sem stofnunin gerði: „Lækkun aldurs- markanna hefur i för með sér stóraukna drykkju 14 til 17 ára unglinga. Fleiri og fleiri unglingar þurfa að leita aðstoðar vegna ofdrykkju.” í Bandarikjunum er svipaða sögu að segja. Afengisvandamálið magnast og nær til æ fleiri barna og unglinga. Þannig segir t.d. yfirfræðslustjórinn i Phila- delphiu: „Skólakerfi okkar á við meiri vandamál að striða af völdum áfengis en nokkurs annars.” Og dr. Morris Chafetz, forstöðumaður áfengisvar.nastofnunar rikisins, segir: „Rannsóknir cáckar sýna, að meira en 1,3 milljónir barna á aldrin- um 13 til 17 ára verða ölvuð a.m.k. einu sinni i viku.” Og hvað segja frændur okkar á Norður- löndum, sem sérstaklega hafa kynnt sér þessi mál? Egill Jensen, yfirlæknir áfengisvarna- miðstöðvar i Kaupmannahöfn: „Hér eru 15 til 16 ára unglingar sem eru orðnir drykkjusjúklingar. Margir þeirra hófu á- fengisneyzluna um það bil 12 ára gamlir.” Olaf Burman áfengismálafræðingur i Sviþjóð: „1 Sviþjóð eru um 300 þúsund fullorðnir karlmenn áfengissjúklingar og misnotkunar áfengis verður sifellt meira vart hjá börnum og unglingum. Aldurs- flokkarnir, sem neyta áfengis eru alltaf að verða yngri og yngri.” Kjölstad, yfirlæknir áfengisvarna i Noregi segir: „Fullorðinn maður, sem byrjar að neyta áfengis verður ef til vill drykkjusjúklingur á 10 árum, en hann getur orðið það á jafnmörgum mánuðum ef hann byrjar drykkjuna innan við tvi- tugt.” Af þessu getum við séð að svona er á- standið hér og svona er ástandið þar. Æskufólk hérlendis og erlendis fellur i valinn fyrir ofdrykkjunni. 1 kjölfar slikra atburða siglir ótti, óhamingja og örvænt- ing. Hvað skal gera? A að halda að sér höndum? Þetta eru börn en ekki refir, sem verið er að eitra fyrir. Hvar er nú mannúðin og bræðralagið? Erninum var nærri útrýmt með eitruninni. Hvað með afkomendur okkar, börnin? Eiga þau engan rétt á vernd gegn þessum voða? Eigum við kannski bara að drekka skál framtiðarinnar og halla okkur svo á hitt eyrað og sofna? f re ttaþraðurinn. Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Þegar verðstöðvun er ekki i gildi, geta bókaútgefendur sett hvaða verð, sem þeir vilja á bæk- ur sinar, þar sem bækur eru ekki undir verðlagsákvæðum. En ef gefin er út ný bók, á meðan verð- stöðvun er i gildi, þá geta bókaút- gefendur ráðið verði bókarinnar eftireigin geðþótta. Eru til mörg dæmi þess, að reyfarabækur, sem seldar eru i sjoppum, hafi hækkað fyrirvaralaust, og er það oft gert með þvi að lima nýjan verðmiða ofan á þann gamla. Gott dæmi um þetta sjálfræði bókaútgefenda er, þegar eitt forlagið kallaði inn allt upplag einnar ljóðabókar, sem selst hefur mjög vel. Farið var að minnka upplag bókarinnar hjá útgefandanum, og þurfti hann þvi að endurprenta, eða offsetprenta nýtt upplag. Bókin var fyrst gefin út árið 1964, en þegar offsetprent- un bókarinnar komi aftur á markaðinn, þá var að sjálfsögðu um nákvæmlega sömu útgáfu að ræða, nema nýtt verð var komið á hana. Ekki var um það getið, að um offsettprentun hafi verið að ræða, sem að sögn útgefandans er alveg lögmætt. Spurðum við hann þá, hvort þær bækur, sem voru kallaðar inn á gamla verðinu hefðu farið aftur i bókabúðirnar á nýja verðinu, en það hefði hæg- lega getað verið, þar sem engin breyting var gerð á bókinni. Sagði hann að þeir hefðu selt innkölluðu bækurnar i forlaginu á gamla verðinu! Virðist þetta vera ein- skær góðmennska, eða heiðar- leiki hjá forlaginu, að selja þessar innkölluðu bækur i heildsölu, i staðinn fyrir að senda þær i bóka- búðirnar á nýja verðinu. Það hefði enginn getað uppgötvað mismun bókanna, nema þá kannski efnafræðingar. Nú kunna margir að halda, að þegar frumútgáfa bókar ér prent- uð aftur, sé um endurprentun að ræða, og þá um leið merkt hið nýja útgáfuár. I þessu sambandi hafa menn þá i huga söfunargildi bókarinnar. Gildir þá titilblað bókarinnar miklu máli, þvi þar er ritað útgáfuár bókarinnar. Þetta var i gildi áður en ljósprentunar- vélin kom til sögunnar, þvi þá þurfti að endurnýja blýátrið öðru hvoru. Við hverja endurnýjun var hægt að breyta þvi, sem miður fór i fyrri útgáfunni, og er söfnunar- gildið i þeirri breytingu fólgið. Með offsetprentuninni, er ekki um neina slika breytingu að ræða, þar sem frumútgáfan er filmuð. Nú hafa útgefendur bóka, aldrei gert grein fyrir þessari breytingu, og er þá ekki nema von að kaupendur séu undrandi yfir þessum sifelldu verðhækkun- um á sömu útgáfu. Aður hélst sama útgáfa á sama verði meðan upplagið var til, en nú er sama upplagið til endalaust. Er það furðulegt, hve mikið frjálsræði útgefendur hafa um verð bóka, og að eftirlit á þeim sé ekki aukið. Ef eitthvað er verð- bólguaukandi, þá er það þetta frjálsræði bókaútgefenda. SKEYTI Leikur með innistæðulausa tékka verður úr sögunni Morðtilræði við Neto Samkvæmt fréttaskeyti frá Luanda i gær var gerð tilraun til að ræða forseta MPLA i Angóiú af dögum. Forsetinn, dr. Agostinho Neto, tók við embætti sinu i gær. Hann hefur barist fyrir frelsi Angólu frá þvi um 1955 og hefur algerlega hafnað portúgölskum yfirráðum. Fra.mha.ld af forsíðu Einar: „Já, en ég mundi segja, að áramótagjöfin verði sú, að það verði lokað fyrir það algerlega.” Blm.: En hafið þið nú ekki verið heldur linir við að loka á einstakl- inga, sem hafa misnotað tékk- ana? Einar: „Það er algerlega i höndum hvers einstaks banka. Ef einhver banki óskar þess, þá get- ur hann leyft mönnum að fara yfir, eins og þeir vilja.” Alþýðublaðið hafði samband við Jóhann Ingjaldsson, aðalbók- ara hjá Seðlabankanum, og spurði hann, hver væri helzti munurinn á þvi tölvukerfi, sem bankarnir væru nú að taka upp varðandi tékkana og þvi gamla kerfi, sem þeir hefðu haft til þessa. Jóhann sagði, að munurinn væri aðallega fólginn i þvi, að tékkarnir virkuðu sjálfir sem færslutæki. „Þetta er svipað eins og gerst hefur erlendis, að tékkar <eru áletraðir með leshæfu letri og notaðir til innlestrar strax. Það, sem tiðkaðist áður var, að gata- spjöld voru útbúin fyrir hvern einstaka.tékka.” Jóhann benti á að það sem Reiknistofan væri að gera, væri að samhæfa alla vinnu bankanna varðandi viðskipta- reikningana. Að lokum sneri Alþýðúblaðið sér til Björns Tryggvasonar, bankastjóra Seðlabanka Islands, og spurði hann, hvort hann teldi ekki að bankarnir bæru sjálfir nokkra ábyrgð á þvi að einstakl- ingarmisnotuðu tékka, og jafnvel að bankarnir stuðluðu að þessari misnotkun. Björn Tryggvason sagði: „Það er helzt að bankarnir væru ábyrgir þannig, að þeir skapi vandamál fyrir aðra, bæði einstaka viðskiptavini og svo aðra banka, ef þeir halda hlifi- skildi yfir aðila með þvi að veita honum áfram reikningsstöðu og tékkaeyðublöð, þó hann sé búinn að margbrjóta af sér. Að visu er ekki hægt að tala um kröfuréttar- lega ábyrgð.” Björn sagði að i þessum málum væru þeir að reyna að vernda tékkaformið rrieð þvi að dengja ekki áhættunni strax yfir á framseljandann held- ur með þvi að beina athyglinni að þeim, sem misnotar formið, þ.e.a.s. útgefandanum. Þannig megi vissulega tala um, að minnsta kosti móralska ábyrgð fyrir reikningsbankana, sem lok- uðu ekki fyrir þá einstaklinga, sem misnotuðu tékkana. Blm.: Hafið þið einhverjar reglur um það, að svipta menn rétti til þess aö nota tékka? Bjöm: „Við krefjumst þess að viðskiptabankarnir loki eftir þriðja brot, enda kemur Seðla- bankinn fram fyrir þeirra hönd. Það má kannski segja að Seðla- bankinn sé eins konar samvizka bankanna.” Blm.: Og er þá lokað eftir þriðja brot? Björn: Já, það er gert i yfir- gnæfandi tilfellum.” Blm.: 1 hvaða tilfellum er það ekki gert? Björn: „Það skeður vissulega að viðskiptabankarnir halda hlifi- skildi yfir viðskiptavinum, sér- staklega stórum fyrirtækjum, sem ekki geta án tékkanna verið og hafa önnur viðskipti við bank- ana. Þannig hafa bankarnir setið á sér og ekki sýnt þá hörku sem skyldi.” Blm.: Hefur þetta alltaf verið Björn: „Nei, alls ekki- Gamla kerfið var alveg öfugt. Þá dengdu bankarnir vandamálinu út i bæ, þvi allir tékkar sem komu inn i bankann og mynduðu uppistöð- una I innleggi inn á reikning voru teknir með fyrirvara og ef i Ijós kom að þeir væru ekki góðir, þá skuldaði bankinn á reikning framseljandans, sem þá þurfti að leita til lögfræðinga út i bæ til þess að innheimta tékkann. Þetta vildum við stoppa og reyna hina leiðina, taka að okkur innheimtu og nota ekki þennan rétt strax á framseljandann. Sú herferð hefur staðið i ellefu ár, með misjöfnum árangri eða jafnvel slæmum ár- angri. A meðan hefur fjöldi tékk- hafa aukizt stórkostlega, enda er búið að koma flestum launþegum i stórum fyrirtækjum inn á tékka- reikninga. Blm.: Telur þú að misnotkun tékka hafi aukizt? Björn: „Já, vissulega i krónu- tölum en ekki hlutfallslega. Blm.: En hver hefur þá verið á- vinningurinn með breyttum vinnuháttum varðandi téWcavið- skiptin? Björn: „Við höfum verndað framseljandann og gert tékkana i raun útgengilegri. Aðgerðirnar hafa beinst að þvi að halda við tékkaforminu og hlúa aö þvi sem viðskiptaformi.” Bjöm Tryggvason sagði, að flestir innistæðulausu tékkarnir kæmu frá hinum almenna borgara og væru það yfirleitt lág- ar upphæðir. Stóru upphæðirnar kæmu hins vegar frá fyrirtækj- um. Sektin fyrir að skrifa inni- stæðulausa ávisun væri á milli 10—11% og yfirleitt reyndu menn að komast hjá þvi að greiða slikt oftar en einu sinni. Alþýðublaðið © Föstudagur 21. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.