Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 5
í dag verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirk ju Magnús Bjarnason kennari á Sauðár- króki. Magnús var fæddur þ. 13. marz 1899 að Stóru-Gröf i Staðar- hreppi i Skagafjarðarsýslu. For- eldrar hans voru þau Bjarni Magnússon járnsmiður á Sauðár- króki og kona hans Kristin Jósefsdóttir. Magnús ólst upp á Sauðárkróki og mun hafa hlotið sem barn þá menntun sem þá tiðkaðist, en veturinn 1920—1921 stundaði hann nám við Unglinga- skóla Sauðárkróks, sem þá var starfandi. Þá stundaði hann nám við Kennaraskóla fslands næstu tvo vetur og útskrifaðist þaðan vorið 1924. Var þar með lagður grundvöllurinn að lifsstarfi hans, en barnakennslu stundaði hann samfellt frá 1925 til 1960, fyrstu árin i ýmsum hreppum i Skaga- fjarðar- og Húnavatnssýslum, einn vetur við Austurbæjarskól-- ann i Reykjavik, en frá árinu 1935 við Barnaskóla Sauðárkróks. Lengi framan af ævi vann Magnús ýmiss konar verka- mannastörf á sumrum s.s. vega- vinnu, sildarvinnu, svo og sjó- róðra á unglinsárunum, en gerði siðar út opna vélbáta i félagi með öðrum. Magnús var gæddur óvenju- miklum hæfileikum tilhverskon- ar félagsmálastarfa. Hann mun ungur hafa bundizt trúnaði við jafnaðarstefnuna og verkalýðs- hreyfinguna og mun fremur fá- gætt vera að einn maður eigi slik- an feril að baki á sviði ýmiss kon- ar og margþættra mála sem til góðs horfa fyrir samfélagið. Allt frá unglingsárum sinum mun hann hafa starfað i Verkamanna- félaginu Fram, en það er sem kunnugt er eitt af elztu verkalýðs- félögum á landinu, stofnað um eða uppúr siðustu aldamótum. Hann var formaður félagsins i tvö ár, 1925 og 1939, en mun hafa setið i stjórn um margra ára bil, i fjöl- mörgum nefndum á vegum fé- lagsins og i stjórn Sjúkrasjóðs sat hann til dauðadags. Það munu ekki hafa verið margir fundir i fé- laginu á árunum 1915 til 1970 sem Magnús sat ekki, væri hann heima. Þar var hann mjög virk- ur, setti fram mál sitt i einkar skýru og ljósu máli, hafði fast- mótaðar skoðanir og var reiðubú- inn að standa með þeim — eða falla — eftir atvikum. Þó var hann maður sátta og samlyndis, ávallt reiðubúinn að taka málstað þeirra sem minna máttu sin og styðja þá sem þess þurftu með. Magnús vann mjög óeigin- gjarnt starf á vegum Góð- templarareglunnar, sat löngum i Fyrir hann hafði Magnús ávallt nægan tima til hvaða starfa sem var. Ég hygg að á engan sé hall- að, þó að sagt sé að hann hafi ver- ið sverð flokksins og skjöldur i sinu byggðarlagi, öllum öðrum fremur. Lif hans allt mótaðist af þeim viðhorfum, að þeir sem bet- ur mættu sin ættu að miðla öðrum og á þetta ekki siður við á andlega sviðinu en hinu. Allir þeir sem átt hafa við sjúkdóma eða aðra erfið- leika að striða og hann hefur heimsótt, sakna nú vinar i stað. Og þeir eru ófáir eldri borgarar þessa bæjar sem nú fyllast þakk- látum huga fyrir allar hans heim- sóknir og margvislegan stuðning sem hann veitti þeim i hvivetna og sakna nú allrar glaðværðar- innar og bjartsýninnar sem þess- um heimsóknum fylgdu. Magnús sóttist aldrei eftir vegtyllum né frama — hvorki á pólitisku sviði né öðrum — en taldi hinsvegar sjálfsagt að taka að sér þau störf sem aðrir treystu honum til að gegna — ef þau féllu að hans á- hugasviði. Hann var óvenju hreinskiptinn maður, um ráð- vendni hans og heiðarleika efað- ist enginn og liklega hefur hann aldrei bakað sér óvild nokkurs manns. Þegar vegir Magnúsar Bjarna- sonar og samferðarmannanna skilja, hlýtur þakklætið að vera okkur efst i huga. Ég leyfi mér að flytja honum þakkir félagsmanna Vmf. Fram fyrir hin margvislegu störf i þess þágu. Ég flyt honum þakkir bæjarstjórnar Sauðár- króks fyrir störf i þágu bæjarfé- lagsins. Og ég flyt af hrærðum hug þakkir alþýðuflokksfólks á Sauðárkróki fyrir öll hans marg- þættu störf. Slikur maður sem Magnús Bjarnason hlýtur að eiga góöa heimvon hinum megin. Að- standendum hans flyt ég heilar samúðarkveðjur. Jón Karlsson. I Vegur til verótryggingar Gefinn hefur verið út nýr flokkur happdrættis- skuldabréfa ríkissjóðs, G flokkur, að fjárhæð 300 milljónir króna. Skal fé því, sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, varið til varanlegrar vegagerðar i landinu. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru endur- greidd að 10 árum liðnum með verðbótum i hlutfalli við hækkun framfærsluvísitölu. Auk þess gildir hvert bréf sem happdrættismiði, sem aldrei þarf að endurnýja í 10 ár. Á hverju ári verður dregið um 942 vinninga að fjárhæö 30 milljónir króna, og verður í fyrsta skipti dregið 23. janúar n.k. Vinningar á hverju ári skiptast sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 6.000.000 6 vinningar á kr. 500.000 = kr. 3.000.000 130 vinningar á kr. 100.000 = kr. 13.000.000 800 vinningar á kr. 10.000 = kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla,skattfrjálsir. Happdrættisskuldabréf rikissjóðs eru til sölu nú Þau fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. ) SEÐLABANKI ISLANDS Magnús Bjarnason, kennari — minning í dag verður til moldar borinn á Sauðárkróki Magnús Bjarnason, kennari, einn af virtustu og ágæt- ustu ibúum þess byggðarlags. Hann var meðal frumherja jafn- aðarstefnu og verkalýðshreyfing- ar á islandi, áhugasamur og ein- lægur i þeirri sveit i marga ára- tugi. Jafnframt vann hann af ást og umhyggju fyrir velferð heima- byggðar sinnar. Magnús var kennari að starfi, einn af mörgum i þeirri ágætu stétt, sem hafa borið í brjósti neista hugsjóna og lagt fram ó- trúlcga mikið félagsstarf um æv- ina. Hann var traustur og reglu- samur maður i alla staði, hæglát- ur og mannasættir, vinsæll og ráðagóður. Siðastliðið vor sendi Magnús Alþýðuflokknum bréf, þar sem hann færði flokknum rausnarlega gjöf, raunar mestallar eigur sin- ar. Verður stofnaður af þeim sjóður, sem mun hafa það aðal- hlutverk að hlúa að fræðslu um jafnaðarstefnuna og útbreiðslu hennar. Ekki vildi Magnús að getið væri gjafar hans opinber- lega, meðan hann væri á lifi, og segir það mikið um manninn. Magnús verður ógleymanlegur þeim, sem með honum störfuðu og kynntust honum, og vonandi á sjóður hans eftir að halda minn- ingu hans lengi á lofti. Alþýðu- flokkurinn kveður Magnús með söknuði og þökk. Benedikt Gröndal. stjórn stúkunnar „Gleym mér eigi” og var trúr þeirri hugsjón til loka. Þá starfaði hann innan vé- banda ýmissa félaga og stofnana og fræðistörf mun hann hafa stundað i verulegum mæli, þó ekki vissu það margir. Ótalin eru þau störf sem hann mun þó hafa eytt mestum tima i og gefið hafa honum hvað mesta lifsfylliiigu — fyrir utan kennsl- una. En það eru störfin i þágu Al- þýðuflokksins á ýmiss konar vett- vangi. Hann var i hreppsnefnd Sauðárhrepps samtals i 7 ár á ár- unum 1936 til 1947 og siðan bæjar- fulltrúi, eftir að kaupstaðarrétt- indi fengust, i samtals 15 ár. Var hann þá jafnframt i ýmsum nefndum á vegum bæjarstjórnar, m.a. bæjarráðsmaður um skeið. 1 framboði til Alþingis var hann i öllum kosningum sem Alþýðu- flokkurinn bauð fram i, á árunum 1942 til 1959. Skagafjörður var þá tvimenningskjördæmi, sem kunnugter, og var hann ýmist i 1. eða 2. sæti á lista flokksins. Þá var hann fulltrúi á fjölmörgum flokksþingum og sat i flokksstjórn um árabil. öllum þeim störfum sem hann vann fyrir flokkinn eða á hans vegum, sinnti hann af slikri alúð og kostgæfni að á betra varð ekki kosið. Hann batzt þeim trúnaðarböndum við Alþýðu- flokkinn að fágætt hlýtur að telj- ast. Alþýðuflokkurinn var honum eitt og allt — ef svo mætti segja. Föstudagur 21. nóvember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.