Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 8
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR, 'IIÓTEL LÖFTLEÍÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR ■; Biómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG við Austurvöll. Hesturation, bar og dans I Gyllta salnum. Sími 1X440. HÓTEL SAGA ? Grillið opið alla daga. Mfmisbar og Astrabar, opið alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. 1 INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Slmi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Simi 23333. SKEMlftTANIR — SKEMMTANÍR Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Seðlabanki íslands vil ráða fólk til starfa i gjaldeyriseftirliti og endurskoðun. Stúdents- eða verslunarmenntun áskilin. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra kl. 11- 12. Fyrirspurnum ekki svarað i sima. FRAMHALDSSAGAN m- i m HORMl® ~sim' 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins Farþegar: opnið sjálfir vagnana! Það eru tvær orðsendingar frá farþegum strætisvagna Reykja- vikurborgar I Horninu i dag. Sú fyrri varðar framkvæmdir við biðskýli á Hlemmtorgi, hin er um akstursmáta vagnstjóra. En gef- um nú Hlemmi orðið: „Það er kominn tími til að skrifa meira um það, sem hefur verið i blöðunum um þetta bið- skýlisræskni, sem okkur er boðið upp á, á Hlemmtorgi. Nei, bið- skýli vil ég ekki kalla það, en það hefur aðallega verið aðsetur fyrir ólánsmenn, sem leita I ylinn til að súpa þar rakspirann sinn, svo venjulegt fólk hefur veigrað sér við að biða þar inni. En nú tenur út yfir allan þjófa- bálk. Einhverjir iðnaðarmenn eru ráðnir (af Ármannsfelli?) til að laga þarna innréttinguna, sennilega á að hafa sérklefa fyrir spiraneyzlu, annan fyrir þá, sem biða eftir næsta vagni. Þeir eru ráðnir, þegar fyrstu kuldaköstin eru að skella á I vetur, það er ann- að hvort úrhellisregn og rok svo varla er stætt, eða þá að það er fimm stiga frost. En þessir háu herrar sjást bara aldrei við vinnu sina. Eru þeir kannski að innrétta annars staðar á meðan? Svo þarf fólk að hanga úti i þessu veðri. Ég tók mig til og opnaði á eigin spýt- ur, þótt það sé illa séð af vagn- stjórunum og hleypti fólki inn, sem hafði beðið lengi, en aldrei bólar á vagnstjórunum fyrr en á sömu minútu og þeir eiga að leggja af stað, kannske seinna. Ég skora á alla farþega að ýta á takkann, sem er undir hægra framljósi vagnanna og opna fyrir sér sjálfir meðan SVR sér ekki sóma sinn i þvi að leyfa fólki að minnsta kosti að biða inni i upp- hituðum vögnunum. Ef ég verð kærður fyrir að brjóta af mér eða einhver annar er kærður, sem gerir sama og ég, þá kærum við borgina fyrir vörusvik. Hlemmur.” iGrand-Prix eða Grand-Vogar? Strætisvagnanotandi hringdi: ,,Ég er einn þeirra, sem nota strætisvagnana mikið og hef átt góðsamskipti viðþá allt til þessa, ef undan eru talin örfá skipti, að ég hef þurft að biða vegna rösk- unará timaáætlunum, sem oftast stafa af skiljanlegum orsökum. Eitt er þó það atriði, sem ber meira orðið á nú i seinni tið, og mér finnst alvarlegra en að þurfa að biða nokkrar minútur, ellegar hlaupa eftir vagni til þess að verða ekki af honum, þetta atriði er, að mér finnst að margir vagn- stjórar, einkum þó af yngri kyn- slóðinni, aki vögnunum eins og væru þeir einhverjir kappakst- ursbilar. Þessir vagnstjórar haga akstri sinum þannig, að engu er likara en þeir haldi að allir, sem i vögnunum eru séu spenntir niður með ólum og sé þvi óhætt, þegar snarbremsað er eða ekið með rykkjum og skrykkjum. Ég hef . margoft lent i þvi sjálfur að hend- ast til og frá i svona tilvikum. Það er vist i lagi að ég verði fyrir þessu, ég hef hingað til getað haldið mér, hafi einhverja hand- festu verið að fá, en það gegnir öðru máli með fólk, sem komið er á efri ár og á margt i erfiðleikum með að ganga, þó á sléttum vegi sé, hvað þá, þegar það lendir i svona djöfulgangi, sem engum öðrum tilgangi virðist þjóna en þeim, að vera siðbúin útrás of- vaxinna barna, sem haldin eru bíladellu. Vegna þess að ég held að at- hugunarleysi sé hér á ferðinni, og einnig að ég hef alla tið reynt þessa þjónustu að góðu einu, þá er von min sú að ábendingin verði tekin til vinsamlegrar athugunar þeirra, sem halda um stjórnvöl- inn.” Samtökin dáin -morð eða slys? „Flettið upp simaskránni. Þar stendur „VARÚÐ Á VEGUM” simi 20535. Aflið yður fleiri upp- lýsinga, þvi það, sem ritað er i Dagblaðið er þvi miður alveg satt, en fleiri blöð þurfa að fjalla um þetta mál. Spyrjið t.d. Sigurð E. Ágústsson lögregluþjón Hann var starfsmaður „V.Á.V.’ en er nú hjá Umferðarráði. Hvernig stendur á þvi að slysavarnafull- trúar una illa hjá S.V.F.Í.? — Er Horí deilt ó SVfi é bloiamonnalundi: Drop í fœðingu frjóis somtök tif umferðar- siysovamo — segír Baidyin P. Krístjónsson ofriki um að kenna? Seinasta dæmið er um Hálfdán Henrysson, sem vera átti fulltrúi slysavarna bæði á sjó og landi, en undi þar aðeins i eitt ár. Miklar umræður munu hafa farið fram á siðasta landsþingi S.V.F.Í. i vor á Norðurlandi, um störf félagsins að umferðarslysavarnamálum, en ekkert verið um það getið i dagblöðum. Hvers vegna þessi þögn og aðgerðarleysi? Spyrjið sima 20535 hvar „Varúð á veg- um” sé skrásett — og hver hafi verið (eða sé) formaður þess. Lesandi Albvðublaðsins,” MUNIÐ að senda HORNINU nokkrar llnur. Utanáskrift: HORNIÐ, ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík. — Það getur hafa breytzt. Hvað verða ekki margir eit- urlyfjaneytendur, sem hafa fengið slikt uppeldi? Þér sögðuð sjálfur, að hún hefði brotnað við að eignast van- skapað barn. Hún þjáist af sjúklegu þunglyndi. — Þegar við skildum var hún búin að ná sér, sagði Jan. — Hún vildi halda áfram að vera i hjónabandi. Hún sagði mér sjálf, að hún elskaði manninn sinn. — Kannski hann hafi gefið henni töflurnar. — Ég trúi mörgu á hann, en ekki þvi, svaraði Jan. — En vinkonan? sagði Jörn hugsandi. — Ég skal komast að þvi, sagði Jan ákveðinn. — Hvar funduð þér töflurnar? — í litilli silfuröskju i náttborðsskúffunni. Ég tók töflurnar, en skildi öskjuna eftir. Nú verðum við að biða og sjá, hvernig hún bregzt við. — Veit systir Ulla um þetta? Dr. Meiser hristi höfuðið. — Ég vildi ekki blanda henni i málið. Hún er mjög elskuleg stúlka. Og svo hafa læknar ekkert leyfi til að gramsa I eigum sjúklinganna. — Þér sögðuð sjálfir, að tilgangurinn helgaði meðalið, tautaði Jan. — Mér þykir leitt að hafa blandað yður i þetta leiðindamál. — Það er ekki svo slæmt. Þeir samseku halda yfirleitt kjafti. En ég hef áhyggjur af öðru. Það er verið að reyna að finna höggstað á yður, dr. Jordan. Það var Jan einnig sannfærður um. Hann gat ekki annað en talið Ilonu einn andstæðinga sinna og hún vann ekki til hagsbóta fyrir Sigrid. Þekkti hún Oluf náið eða hafði hún annað takmark i huga? Vildi hún eyðileggja Sigrid vegna þess, aðhún öfundaði hana af arfinum? En hann var næst- um búinn. Eða var ekki svo? Loks gat hann ekki hugsað skýrt lengur. — Við skulum sofa á þessu og vita, hvernig litur út á morgun, sagði dr. Meiser. — Við verðum að sætta okkur við, að það er ekki hægt að útiloka fortiðina alveg. Menn verða að sigrast á sjálfum sér félagi. í yðar sporum færi ég til yfirlæknisins. Þér vitið ekkert.hvað á eftir að koma fyrir eða hvernig það endar. Hvernig yrði endirinn? Ekki einu sinni sú spurning megnaði að halda vöku fyrir honum. Hann ranglaði upp til sin og henti sér i rúmið. Smástund hringsnérist allt i höfði hans, en svo sofnaði hann. Honum leið illa, þegar hann fór á fætur um morguninn. Fyrst vin, svo bjór og loks viski! Sennilega hafði viskiið haft sitt aðsegja.... eða sú staðreynd, að hann hafði ekkert borðað. Hann skánaði ekki einu sinni við kalda sturtu. Sást það á honum? Hann þorði næstum þvi ekki að fara til dr. Holls, sem horfði rannsakandi á hann. — Það hefur staðið lengi, sagði hann striðnislega. — Nei, það er ekki það. En ég sat inni hjá Meiser, þegar ég kom heim. — Þið hafið ekki látið við setuna sitja, sagði dr.'Holl, — en þér þurfið ekki að biðjast afsökunar. — Mig langar til að tala við yður um kvöldið i gær, yfir- læknir. — Hvers vegna eruð þér svona hátiðlegur? spurði Ste- fan. Dr. Jordan valdi orðin vandlega. — Ég hitti frú Reiff að beiðni hennar til að ræða um frú Brock. — Þér þurfið ekki að skrifta, sagði Stefan glaðlega. — En ég verð að viðurkenna, að þetta kom mér á óvart. — Ég sá það. Vilduð þér hlusta á mig? — Eftir stofugang, ef þér teljið það áriðandi. — Það er áriðandi. Systir Annebaðdr. Jordan að lita inn til Sigrid. — Hún er mjög óróleg, sagði hún. — Hún blátt áfram rak dr. Donner út. Hann varð steinhissa. Hann hefur aldrei lent i öðru eins. Töflurnar, hugsaði Jan. Hún hefur komizt að þvi, að þær eru horfnar. Hann hraðaði sér til hennar. Hún var hágrátandi. — Það hefur verið stolið frá mér, kjökraði hún loks. Hann vissi strax, hvað hún átti við, en gætti þess að koma ekki upp um sig. AÐST0ÐAR- LÆKNIRINN — Bara róleg, Sigrid, sagði hann sefandí. — Hverju var stolið frá þér? Hún andvarpaði nokkrum sinnum, en svaraði engu. Hún náði sér ekki fyrr, en Jan hafði beðið þolinmóður fáeinar minútur. — Mig dreymdi vist bara, hvislaði hún. — Hvað dreymdi þig? — Að dálitlu hefði verið stolið úr skúffunni minni. — Hvað var það? — Eiginlega ekki neitt. Bara piparmyntutöflur, sagði hún aumingjalega. — Ég ýki allt. Hann hugsaði sig um andartak. — Eigum við ekki að vera heiðarleg hvort við annað Sigrid? spurði hann. — Við hvað áttu? — Hvað hefurðu verið eiturlyfjaneytandi lengi? — Eiturlyfjaneytandi? spurði hún hikandi. — Við hvað áttu? — Að töflurnar, sem þú tekur eru lifshættulegar. tii ro i- 0) > m 01 *- *- O) </> fD ^ CO §1 'OJ •- 2»; £ = ui iH Alþýöublaöið Föstudagur 21. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.