Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Hver bakvið annan Bókun 6 er orðin munntöm þegar rætt er um samningatilraunir við EBE lönd- in vegna útfærslu fiskveiðilögsögu okk- ar. Hér er um að ræða ákvæði, sem Is- lendingar bundu miklar vonir við að tæki gildi fyrir löngu siöan, sem sé um tollalækkanir á aðalútflutningsvöru okkar I EBE löndunum. Það verður sjálfsagt að virða okkur til vorkunnar það einstaka hrekkleysi að treysta samningum, sem ekki hafa reynzt hald- betri en þetta 6. „boðorð”. Þjálfun okk- ar i utanrikismálum er ekki löng, og lik- lega höfum við ekki áttað okkur nóg- samlega á því, að það eru ekki allir vin- ir, sem i eyrun hlæja. Nú er hinsvegar sýnt, að viðsemjendur okkar hafa frá upphafi stefnt að þvi að eignast tangar- hald á okkur, sem þeir hafa eflaust treyst á að dygði. Þessi ráðagerð er nú smátt og smátt að taka á sig skýra mynd,þótthún hafi iupphafi verið hulin þoku. Það virðist nokkuð öruggt, að þær þjöðir, sem stundað hafa og stunda enn veiðar á íslandsmiðum, hafa bundizt samtökum um að tefla skák fiskveiði- deilunnar þannig, að ef ein þjóðin slakar á kröfum sinum og sýnir okkur samn- ingsvilja, tekur önnur við, og þar sem bókun 6 virðistháð þvi að allar þjóðirn- ar samþykki aðhún taki gildi, er komin upp óskastaðan fyrir viðsem jendur okk- ar. Frá sjónarhóli allra heiðarlegra manna er hér um að ræða ógéðslegan hráskinnsleik. Yfirskyn guðhræðslunn- ar er hér óspart notað með þvf að setja upp helgisvip og segja við okkur eitt- hvaði þessa átt: „Ja, eiginlega gætum við vel hugsað okkur, að aflétta andófi gegn þvi að bókun 6 taki gildi. En við eigum bara ekki hægt um vik, nema þið semjið við aðra og allir samþykki. Ekki getum við skorizt úr leik, hvað fegnir sem við vildum!” Þetta er mænan i orð- ræðum þessara fugla, þótt orðin séu máske önnur. Hér er komið að þvi, sem margir hafa óttazt allt frá þvi að ljóst var að hverju dró. Fráleitt er að áfellast stjórnvöld fyrir að svara jákvætt, þegar beðið var um viðræður um hugsanlegar fiskveiðiheimildir. Slikt hefði á engan Hráskinnsleikur hátt gagnað okkar málstað. Hitt var auðvitað jafnfráleitt að ganga til við- ræðna undir oki þessarar raunverulegu fjárkúgunar (black mail). Okkurátti að vera það alveg ljóst, að allra ráða yrði neytt, til þess að þrengja okkur til samninga. Og það er alveg einstök blindni, aðsetja ekkistrax þau skilyrði fyrir viðræðum, að frá okkar hálfu gætu þær ekki hafizt, nema burt væri tekið þetta Damoklesarsverð, sem yfir höfði okkar hefur hangið. Það er erfitt að sjá og enn erfiðara að sætta sig við hugs- anaganginn, sem réð þeirri ákvörðun stjórnvalda, að setja ekki þegar i stað okkar skilyrði fyrir viðræðunum. ótrúlegt verður að telja, að ráðamenn okkar hafi ekki getað séð möskvana i þessuilla riðna neti. Þaðer of mikil auð- tryggi. Hvað sem segja má um þá Eftir Odd A. Sigurjónsson ákvörðun, sem virðist hafa vakað fyrir rikisstjórninni, að semja, hlaut það að vera algert lágmark að til samninga- borðs yrði gengið frjálsir og óþvingaðir af ákvæðum, sem auðvitað skipta okkur miklu fjárhagslega. Flestum mun löngum verða fullkomin ráðgáta, hvernig i ósköpunum á að tala um samningaþegar annar aðilinn er áð- ur settur i slikt skrúfstykki. Svona háttalag brýtur svo ferlega i bága við hugmyndina um frjálshuga einstakling, að engu tali tekur. „Kalinn á hjarta þaðan slapp ég”, orti Grimur forðum um brottför sina úr utanrikisþjónustunni. Harla óliklegt er, að þessi umsvif hafi tekið verulegum myndbreytingum i timanna rás. Þar hefur löngum hver farið það sem hann komst lengst og þótt kurteisi. Okkur á ekki að vera neitt ókunnugt um þrályndi og ýtni Breta eftir að hafa tvivegis orðið fyrir beinum valdbeitingum. Þeir hafa kunnað aðhöndla meðbibliuna i annarri hendi og sverðið i hinni og jafnfimir að beita þvi, sem þeim þykir betur gegna. Stór-Þjóðverjareru einnigfyrir annað frekar þekktir úr sögunni en auðmýkt og umburðarlyndi gegn mótstöðu við vilja þeirra. Hver endanleg afdrif þessara mála verða, er ekki séð nú, en það er hörmulegt hlutskipti að þurfa að hopa á hæli fyrir vopnum, sem féndunum voru fengin i hendur. Raggi rólegi FJalla-Fúsi Alþýðublaðiö Bíóill HÁSKÚLABÍQ Sími 22140 Lögreglumaöur 373 Bandarisk sakamálamynd i litum. Leikstjóri: Howard W. Koch. Aöalhlutverk: Hobert Puvall, Verna Bloom, llenry Parrow. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. IÝJA ffl'Ú k'ml 1154» Ævintýri Meistara Jacobs Sprenghlægileg ný frönsk skopmynd meö ensku tali og islenskum texta. Mynd þessi hefur allsstaöar fariö svo- kallaöa sigurför og var sýnd meö metaðsókn bæöi i Evrópu og Bandarikjunum sumariö 1974. Aöalhlutverk: Luois Pe Funes. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 'ÖHABÍÓ Slmi :tl 1K2 Astfangnar konur .Women in Love* HAFNARBIÖ Slmi 16444 bandarisk litmynd um afrek og ævintýri spæjaradrottning- arinnar Sheba Baby sem leik- in er af Pam (Coffy) Grier. ISLENZKUR TEXTi. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. LAUGARASBÍÚ «-*««* Bófinn meö bláu augun TOP-STJEBNENfr, Trinlty-filmene TERENCE HILL Ný kúrekamynd i litum meö ISLENZKUM TEXTA. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mjög vel gerö og leikin, brezk átakamikil kvikmynd, byggö á einni af kunnustu skáldsög- um hins umdeilda höfundar S.H. Lawrence „Women in Love” Leikstjóri: Ken Russell Aðalhlutverk: Alan Bates, Oliver Reed, Glenda Jackson, Jennie Linden. ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuö yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. selja, eða vanhagar um - kostnaði að auglýsa? og svarar vart Karatebræðurnir Sýnd kl. 11 STJflRNUBÍd s.n,. ,«Mi Emmanuelle ENGINH ER ILLA SÉDUR, SEN CENGIIR MEÐ ENDURSKINS NERKI 1» ■■•É'liiiliaNiirib’i'lllA ; . Alþýðublaöið : ;. á hvert heimili : t............... 5 Heimsfræg ný frönsk kvik- mynd i litum gerö eftir skáld- sögu meö sama nafni eftir Eminanuclle Arsan. Leikstjóri: Just Jackin. Mynd þessi er allsstaðar sýnd meö metaösókn um þessar mundir i Evrópu og viöa. Aðalhlutverk: Sylvia Kristell, Alain Cuny, Marika Green. Enskt tal. ISLENZKUR TEXTI. Stranglega bönnuö innan 16 ára. Nafn.skírteini. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Miðasalan opin frá kl. 3. Þá hefur Alþýðublaðið lausnina: ÓKEYPTS SMÁAUGLÝSINGAR, sem er okkar þjónusta við lesendur blaðsins. Föstudagur 21. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.