Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 11
Flokksstarfrió Sími 15020 Spilakvöld Kvenfélag Alþýðuflokksins i Kópavogi og Garðahreppi heldur spilakvöld i samkomu- húsinu i Garðahverfi, Garða- hreppi, sunnudaginn 23. nóv. kl. 8:30 siðdegis. Verðlaun. Kaffi. Stjórnin Fræðsluhópar Alþýðuflokksins 1. Ræðumennska, fundarreglur og fundarstjórn. 2. Stjómkerfi Islands. 3. Bankakerfið, lifeyrissjóðir og aðrar lánastofnanir. 4. Skólamál. Upplýsingar um störf fræðslu- hópanna fást á skrifstofu flokks- ins, Hverfisgötu 8—10, sima 1-50-20 Lelhhúsin ^ÞJÓÐLEIKHÚSIf Stóra sviðið CARMEN i kvöld kl. 20. Uppselt. laugardag kl. 20. uppselt. miðvikudag kl. 20. SPORVAGNINN GIRNP sunnudag kl. 20. ÞJÖÐNÍÐINGUR þriðjudag kl. 20. Fáar sýningar eftir. Litla sviðið: MILLI IIIMINS OG JARÐAR sunnudag kl. 15. IIAKARLASÓL sunnudag kl. 20,30. Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200. LEIKFÉLAG YKJAVtKOR' EJÖLSKYLPAN i kvöld kl. 20,30. Næst siðasta sinn. SAUMASTOFAN laugardag kl. 20,30. SKJALPIIAMRAR sunnudag — Uppselt. SKJ ALPIIAMRAR þriðjudag kl. 20,30. SAUMASTOFAN miðvikudag kl. 20,30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. LEIKFÉLAG KÓPAVOGS ;ýnir söngleikinn BÖR BÖRSSON jr. ;unnudagskvöld kl. 20.30 sjæsta sýning fimmtudag Vliðasala opin alla daga d. 17-21. fr, Guðmundur G. Kristjáns- son, Isafirði — minning :lag^| ÍKUKjS Ein sú mesta breyting i þjóðfé- lagi okkar, er orðið hefur i tið einnar og sömu kynslóðar, er við- horfið til stéttarbaráttu verka- lýðsins. Nú þykja stéttarfélög alls stað- ar sjálfsögð og eru yfirleitt hvergi litin hornauga. Það þykir nú nauðsynlegt, og horfa til þjóðar- heilla, að geta haft samráð við stéttarfélög og stéttarfélagasam- tök, ef leysa þarf erfið þjóðfélags- vandamál t.d. i efnahagsmálum, þegar vanda ber að höndum. Er þetta nú orðið svo augljóst og við- urkennt, að við stjórnarmyndanir er kappkostað að koma þvi inn i stjórnarsáttmála, að haft skuli sem nánast samráð við samtök stéttafélaga. K þessu sést, hve mikils virði það er einu þjóðfélagi, að til séu i landinu öflug og heilbrigð stéttar- félög, er stjórnað sé með hags- muni meðlimanna fyrir augum og þjóðarinnar i heild, án annar- legra sjónarmiða. Þetta þótti ekki jafn sjálfsagt fyrirtæpum mannsaldri. Þá voru stéttarfélög og forystumenn þeirra lilin óhýru auga og öll bar- átta, til að rétta hag þeirra. er minnst máttu sin, talin allt að þvi landráð. Formenn i verkalýðsfé- lögum fengust ekki til þeirra starfa úr verkalýðsstétt af ótta við, að þeir yrðu þá útilokaðir frá atvinnu. Varð að fá menn úr öðr- um stéttum til að vera formenn og forystumenn i verkalýðsfélög- um og fyrir kom, að halda varð leyndum nöfnum félagsmanna sjálfra af ótta við hefndarráðstaf- anir. Á Isafirði var póstmeistari formaður verkalýðsfélagsins, i Bolungarvik skósmiður, á Sauð- árkróki kennari og svo mætti lengi telja. Hvers vegna er þetta rifjað upp i minningargrein? Jú, mér er enn ofarlega I minni atburður, sem skeði á tsafirði skömmu eftir 1930. Veikt verkalýðsfélag i Bolung- arvik stóð i verkfalli til að fá litil- lega bætt aum kjör verkamanna þar. Þeir höfðu skósmið fyrir for- mann, sem fékk þau laun fyrir formennskuna, að aðeins hans skoðanabræður létu hann njóta viðskipta. Félagið leitaði aðstoð- ar Verkalýðsmálanefndar Al- þýðusambands tslands, sem aftur leitaði aðstoðar verkalýðsfélags- ins Baldurs, tsafirði. Baldur bannaði þá alla útskip- un frá tsafirði á vörum til Bol- ungarvikur meðan verkfallið stæði yfir. Skipa þurfti út stórum kaffibætiskassa til Bolungarvik- ur, en kaupmenn þar voru alveg kaffibætislausir. t slikum orrust- um, sem þarna stóðu yfir, varð lika að vinna smáorrustur. Sigur i þeim, gat orðið úrslitasigur. And- stæðingarnir sáu sér leik á borði að skipa kassa þessum út i mat- artimanum, þvi þá voru fáir á ferli. Þegar matartimi var á enda og menn fóru að mæta til vinnu, veittu þeir athygli mannsöfnuði' nokkrum á bæjarbryggjunni. Þar gaf þá á að lita embættisskrýddan bæ.jarfógeta, sem gefið hafði út þann úrskurð, að rótarkassa þessum skyldi i laganna nafni skipað út, hvað sem hver segði og allt annað væri með öllu ólöglegt, að viðlögðum sektum, en verkföll voru þá, eins og kunnugt er, ólög- leg. Einn maður af öllum viðstödd- um stóð þó i vegi fyrir framgangi hins mikla úrskurðar háæruverð- ugs yfirvalds, hafandi i huga bann verkalýðsfélagsins. Þetta var bæjarvinnuverkstjórinn, Guðmundur G. Kristjánsson. Honum tókst að vefjast fyrir fó- getanum og tefja útskipunina þar til hjálp barst. Rótarkassanum var aldrei skipað út og verkfallið vannst. Þetta stutta ágrip úr sögu verkalýðsbaráttunnar á þessum tima, nægir til að gera lesandan- um Ijóst, að Guðmundar G. Kristjánssonar verður ekki minnst, nema að nokkru verði sögð saga hinnar hörðu baráttu, er á þessum tima varð að heyja, fyrir hina verst settu i þjóðfélag- inu, þvi það var hugsjón hans, að vera þar virkur þátttakandi. Hér er hugsjónamaður i valinn fallinn eftir langt og giftudrjúgt ævistarf. Vettvangur hans var Isafjörður. Þar vann hann af hörku og dugnaði fyrir verkalýðs- samtökin, jafnaðarstefnuna, bindindissamtökin og bæjarfélag- ið. Allt af sinni alkunnu trú- mennsku, húsbóndahollustu og þeim sannfæringarkrafti, sem einkennir þann mann, sem telur sig vera að styðja og styrkja rétt- an málstað og þjóðholl stefnu- mörk. Þeir eru margir, sem nú að leiðarlokum mundu vilja þrýsta hönd þessa sómamanns og þakka honum vel unnin störf. Þar sem eitthvað var um að vera og góðs liðsauka þurfti með, þar var Guð- mundur alltaf vis. Með starfi sinu markaði hann djúp spor i sögu samtiðar sinnar, hvað stefnu og árangur snertir. Og bæjarfélagi sinu unni hann af alhug og velferð þess var velferð hans. Guðmundur átti þvi láni að fagna að njóta nokkurrar mennt- unar áður en lifsstarf hans hófst. Hann stundaði nám i Alþýðuskól- anum að Núpi og siðar Hvann- eyri, 1913. Árangur námsins var auðsær. Hann hafði prýðisgóða rithönd, svo að af bar, var mjög góður ræðumaður og allt, sem hann lét frá sér fara, bar vott menntunar hans, snyrtimennsku og vandvirkni. Guðmundur var fæddur að Mýrum I Dýrafirði, 23. jan. 1893. Eftir nokkur kennslustörf þar fluttist hann til Isafjarðar og var þar fyrst kennari, stundaði siðan ýmis verzlunarstörf, regluboðun og erindarekstur, uns hann varð bæjarvinnuverkstjóri 1924—1936 og siðan gjaldkeri Rafveitu Isa- fjarðar til 1966. Hann var og for- maður stjórnar Sjúkrasamlags isafjarðar frá stofnun þess, for- maöur Byggingafélags verka- manna. Atti sæti i stjórn verka- lýðsfélagsins Baldurs um árabil og formaður um skeið. i bæjar- stjórn 1950—1954. Hér er þvi miklu ævistarfi lok- ið, mörgu þó sleppt, er • telja mætti. i einkalifi sinu átti Guðmundur hamingju að fagna. Hann giftist 1915 hinni ágætustu konu, Ingu Láru Magnúsdóttur, ættaðri frá Sauðárkróki. Eignuðust þau 9 börn, 8 syni og eina dóttur. Tveir sonanna eru nú látnir. Þegar Guðmundur lét af störf- um fyrir aldurs sakir, 1966, flutt- ist hann til Reykjavikur og bjó að Hátúni 4. Siðasta sumarið hans hér var sólarlitið, eins og kunnugt er. En þegar hausta fór kom september- sólin skær og björt og reyndi að bæta úr vöntun þeirri, sem sólar- lausu sumri fylgir, okkur öllum til handa. Þá mátti sjá slitinn og ferðlúinn mann, farinn að heilsu og likamskröftum, bera stól sinn út fyrir veggi á Hátúni 4 og fela sig á vald þeim Guði, sem sólina skóp, að fornum sið. Blessuð sé minning hans. Hann Iézt hinn 4. nóvember sl. Jón Brynjólfssoi bsændaþjónusta Alþýðublaðsins 0KEYPIS SMAAUGLYSINGAR TIL SÖLU Húsgögn Snyrtistóll til sölu, einnig norskur skenkur (eikar) nýlegur, upplýs- ingar: eftir kl. 2 á daginn. Simi : 73907. DBS DBS — hjól til sölu. Vel með farið. Uppl. i sima 44137. Til sölu Til sölu Sunnudagsblað Timans 1 .-10. árg. — Upplýsingar I sima 34546 eftir kl. 8 siðdegis. Ármansfell Framh. af forsíðu mundssonar borgarfulltrúa þegar Ármannsfelli var úthlutað þess- ari lóð á sinum tima, og nánast tilviljun að Ármannsfell greiddi milljón I byggingarsjóð þegar lóðinni var úthlutað án auglýsing- arí. i Ertu 16-17 ára Þá hefur þú tækifæri til að fara sem skipti- nemi til U.S.A. eða Evrópu. Hafðu samband við skrifstofuna milli kl. 4-6 e.h. / AFS International Scholarships Hafnarstræti 17, Reykjavik, simi 2-54-50. HEIMIUSTÆKI Þeytivinda Óska eftir að kaupa þeytivindu vinsamlega hringið i sima 86398 eftir kl. 6 á kvöldin. BILAR 0G VARAHLUTIR Snjódekk Til sölu 4 negld snjódekk litið slit- in Bridgestone 560-13’ á Cortinu eða Moskovitc verð 20.000 öll. Upplýsingar i sima 81455 eftir kl. 6 e.hd. HÚSNÆÐI ÓSKASTl Fyrsta fl. íbúð Endurskoðanda vantar tveggja til þriggja herbergja ibúð. Uppl. gefur Axel i sima 25355 til kl. 5.00 og 11421 eða 32026, eftir kl. 5.00. Algjör reglusemi. Er einn i heim- ili. ÍBÚÐ ÓSKAST Erum ung hjón aigerlega á götunni, með tvö börn. óskum eftir 2ja herbergja ibúð strax. Uppl. i síma 82693 eftir kl. 5. ATVINNA I B0DI Trésmíði Tek að mér viðgerðir og breyt- ingar innanhúss. Get haft vél á vinnustað. Vönduð vinna. Upplýs- ingar i sima 36093. ATVINNA 0SKAST Atv. óskast. 20árastúdent óskareftir atvinnu. Margt kemur til greina. Upplýs- ingar i sima 16440. Atvinna Röskan, ungan og reglusaman mann vantar vinnu strax eða sem fyrst. Er vanur akstri, en margt annað kemur til greina. Upplýsingar i sima 74840 og 41295 eftir hádegi. Aukavinna 34 ára karlmaður óskar eftir aukavinnu á kvöldin og um helgar. Er vanur hverskonar skirfstofuvinnu, bókhaldi, bréfa- skriftum o.fl. Einhverskonar handverk kemur lika til greina. Upplýsingar I sima 72092. Ung stúlka Óskar eftir vinnu hálfan eða allan daginn. Margt kemur til greina. Upplýsingar i sima 14103 eftir kl. 7 á kvöldin. Vantar vinnu 16 ára stúlka (með landspróf), óskar eftir vinnu strax. Margt kemur til greina. Hringið i sima 17949. barnagæsla! Barnagæzla Kona vill gæta barna á kvöldin. Upplýsingar i sima 83973. ÖKUKENNSLA Okukennsla Guðmundar G. Péturssonar er ökukennsla hinna vandlátu, er ökukennsla i fararbroddi, enda býður hún upp á tvær ameriskar bifreiðar, sem stuðla að betri kennslu og öruggari akstri. Oku- kennsla Guðmundar G. Péturssonar, simi 13720. TAPAD-FIINDIDÍ Lyklakippa Svört lyklakippa fannst i strætis- vagni nr. 12. Fyrir um það bil mánuði siðan. Lyklarnir eru 9 talsins. Upplýsingar eru gefnar i sima 71465. EINKAMAL Halló stelpur Fangi númer 23. Óska eftir bréfa- sambandi við skilningsrikar stelpur á aldrinum 17 til 29 ára. Aðaláhugamál min eru þessi: Poppmúsik, ferðalög, skemmtan- ir, bréfaskipti. lestur góðra bóka og margt fleira. ÝMISLEGT1 Barnablað Kaupið Barnablaðið Trompásinn. Verð kr. 30. Áskriftasiminn er 30532. Skrifstofan er að Stóra- gerði 1. Fimmtudagur 20. nóvember 1975. Alþýðublaðið o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.