Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 9
íslendingar í riðli með Belgum Hollendingum og Norður-írum! Undankeppni HM í knattspyrnu: Svo til sami riðill og síðast „Ég er stóránægður með þau lið, sem við drógumst á móti, þótt þvi sé ekki að neita að skemmtilegast hefði verið að fá Englendingana,” sagði Jón Pét- ursson, hinn eitilharði mið- vörður Fram og bakvörður landsliðsins, þegar við sögðum honum frá þvi, hvaða lið Island muni koma til með að leika i undankeppni heimsmeistara- keppninnar. íslendingar munu leika i 4. riðli Evrópuriðils ásamt Hollendingum, Belgum og Norður-lrum. „Siðast fengum við Hollend- inga, Belga og Noreg svo það er ekki mikil breyting. bá lékum við báða leikina við Belga og Hollendinga erlendis, en mun- um ábyggilega notfæra okkur heimaleikina að þessu sinni. bað er heldur ekki dónalegt að fá Norður-íra, sem hafa innan sinna vébanda nokkra af beztu leikmönnum ensku knattspyrn- unnar, eins og markvörðinn snjalla hjá Tottenham, Pat Jennings, Sammy Mcllroy hjá Manchester United, Hunter hjá Ipswich, og hver veit nema knattspyrnusnillingurinn George Best, sem nii hefur ný- lega hafið knattspyrnuiðkun á nýjan leik, komi til með að leika með Irunum, þegar við leikum við þá. bað er varla hægt að vera vonsvikinn yfir þessum drætti. Allt eru þetta meðal beztu knattspyrnuþjóða Evrópu og verður gaman að kljást við leikmenn þessara landa. bá verður einnig gaman fyrir is- lenzka knattspyrnuáhangendur1 að sjá Cryuff og Neeskens á Laugardalsvellinum,” sagði Jón að lokum. Við getum tekið undir þessi orð Jóns, það verður gaman að sjá silfurlið siðustu heimsmeist- arakeppni, Holland, og hina snjöllu leikmenn Norður- Irlands, og Belgiu á laugardals- vellinum á næstu árum. Annars er riðlaskiptingin, sem hér seg- ir: Riðill 1. Pólland, Portúgal, Dan- mörk og Kýpur. Riðill 2. Italia, England, Finn- land og Luxemborg. Riðill 3. A-býzkaland, Austur- riki, Tyrkland og Malta. Riðill 4. Holland, Belgia, Norður- írland og tsland. Riðill 5. Búlgaria, Frakkland og Irland. Riðill 6. Sviþjóð, Sviss og Nor- egur. Riðill 7. Skotland, Tékkó- slóvakia og Wales. Riðill 8. Júgóslavia, Spánn og Rúmenia. Riðill 9. Rússland, Ungverja- land og Grikkland. Af öðrum riðlum keppninnar fá Englendingar harða keppi- nauta þar sem Italia er. Má bú- ast við að baráttan milli þessara landa verði geysileg i þeim riðli. 11. riðlinum verður baráttan ef- laust milli Póllands og Portú- gals. I 3. riðlinum er A-býzka- land sigurstranglegast. Holland er eflaust álitið eiga mestu möguleika i okkar riðli. Barátt- an i 5. riðli verður jöfn og spenn- andi. Sviþjóð á vafalaust mikla möguleika i 6. riðli. I 7. riðlinum verður ábyggilega geysileg bar- átta, og sama má segja um 8. riðilinn. Sovétrikin og Ung- verjaland berjast um Argen- tinuferðina i 9. riðlinum, en sigurvegarar i þeim riðli verða að leika aukaleik um Argentinu- ferð við 3. riðil Suður-Ameriku. Jón Pétursson, hinn eitilharði varnarmaður landsliðsins og Fram, var ánægður með mót- herjana, þótt hann hefði helzt viljað Englendinga. Að standa á skautum Marga Iangar til að vita, hvort þeir séu of gamlir til að læra á skautum og aðra, hvenær megi láta börnin byrja námið. Nú getum við átt von á þvi, að Tjörnina leggi og skautatiminn hefjist. Niræður öldungur getur haft sömu ánægju af að hlaupa á skautum og byrjandi, ef til vill meiri. bað er ekkert athugavert við að fara með ung börn á skauta, ef fyllstu athygli er gætt. Ung hjón fóru i fyrra með árs- gamlan son sinn á skauta. Að vísu var skautaferðin sú þannig, að þau héldu i handleggi hans og studdu hann áfram, en aðalatr- iðiö var, að barnið skemmti sér hið bezta. bað er ekki erfitt að læra á skautum. bað er álika auðvelt og læra að ganga. Farið gætilega i fyrstu og styðjið ykkur við vin eða kunn- ingja. Réttið úr bakinu, þvi það er mjög mikilvægt að standa rétt á skautum. Svo hefst skautaferðin. Réttið út handleggina til að auka jafn- vægið beygið ykkur i hnjánum og ýtið skautunum áfram. Skautarnir hreyfast. begar um það bil hálfur metri er milli fót- anna á að beina tánum saman og færa fæturna hvorn að öðr- um. Sé þetta endurtekið þokastu áfram á ísnum. Eftir að þú hefur æft þig vandlega á þessari hreyfingu skaltu færa hælana hvorn frá öðrunt og ýta þér aftur á bak. betta er auðveld- asta leiðin til að læra að skauta aftur á bak. begar þú hefur lært að skauta á báðunt fótum.skaltu reyna að skauta á öðrum fæti i einu, en þaö gerirðu með þvi að skipta si fellt um fót. Réttu út handlegg- ina til að halda jafnvæginu og færðu fæturna ekki of langt hvorn frá öðrum — stattu ekki gleiðfættur. Nú getið þið liðið yfir isinn, vinstri fóturinn á að vera bog- inn. en teygt aftur úr þeim hægri meðan þið liðið áfram á vinstri skautanum. bega skipt er yfir á hægri fót, er lianu dreg- inn að þeim vinstri, beygður og teygt úr vinstra fæti. Staða likamans skiptir mestu máli, ef farið cr á skauta. bú getur skautað beint, ef þú getur gengið beinn. bað er hvorki nauðsynlegt né æskilegt að haila sér aftur á bak og belgja út magann til að halda jafnvæginu. bað er ekki heldur nauðsvnlegt að halla sér fram likt og herskip klifur öldurnar. Eitt er það enn, sem fólk þarf að læra — að detta. bað detta allir á skautum, annað livort vegna þess, að þeir eru að byrja að læra eða vegna þcss, að þeir eru að gera eitthvað erfiðara en þeir hafa áður gert. Skauta- menn meiðast sjaldan illilega nema þeir hnipri sig saman af skelfingu i fallinu. iprcttir Ekkert félagslið státar af jafn- góðum árangri og Gumm- ersbach í kvöld kemur til lands- ins v-þýzka handknatt- leiksliðið V.F.L. Gummersbach, sem leikur á laugardaginn við ís- iandsmeistarana, Víking, í I. umferð Evrópukeppni meistaraliða. Gummers- bach er sjálfsagt óþarfi að kynna fyrir handknatt- leiksáhangendum, því fé- lagið er löngu orðið frægt um allaEvrópu. Þeir hafa orðið f jórum sinnum sigur- vegararí Evrópukeppninni og í tvígang leikið i úrslit- um. Athyglisverðast við þennan ár- angur liðsins er sá að félagið hef- ur unnið þennan árangur á sið- ustu 8 árum, svo segja má að fé- lagið lifi ekki aðeins á fornri frægð heldur þykja miklar likur á þvi að félagið verði enn einu sinni i baráttu um þennan eftirsóttasta titil, sem handknattleikslið getur óskað sér. Liðið hefur einu sinni áður leikið á islenzkri grund, og var það gegn Val, árið 1973. Þann leik unnu V-Þjóðverjarnir með einu marki 11:10, og var sigur- mark þeirra gert nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Valur stóð sig mjög vel i þessum leik og var nokkuð óheppið að tapa leikn- um. Leikinn i Þýzkalandi unnu þeir siðan með 7 marka mun, 9:16. Um möguleika Vikings gegn þessum jötnum er erfitt að spá, en eitt er vist, að ef Vikingur nær góðum leik, eins og vitað er að fé- lagið getur leikið, og markvarzl- an sömuleiðis, er ekki nokkur vafi á þvi að leikurinn getur orðið jafn og spennandi. Vikingarnir mega passa sig á þvi að láta Hansa Schmidt og Co, ekki espa sig upp. þvi þau eru ófá liðin, sem þeir hafa náð tökum á vegna ertni og striðni. Leikurinn Vikingur Gummersbach hefst á laugar- daginn kl. 15. Forsala á leikinn hófst i tjaldi við Útvegsbankann i gær. 1 dag föstudag verður henni haldið áfram milli kl. 11.30 og 14 og frá 16 til 19. Einnig verður for- sala i Laugardalshöllinni á föstu- dag milli kl. 17 til 19. og á laugar- daginn, sjálfan keppnisdaginn. hefst hun kl. 13.1 Hafnarfirði mun Bókaverzlun Olivers Steins sjá um forsöluna. Dómarar i leiknum verða þeir Odd Cooper og Terje Antonsen frá Noregi. Klaus Kater, markvörður Gummersbach, cr einn bezti markvörður, heims. Hann þvkir mjög laginn við að verja vitaköst, og fengu Valsmenn að kenna á þvi árið 1973. Hvernig tekst Páli Björgvinssyni i vitaköstunum gcgn þessum góða markverði? Alþýðublaðið < Föstudagur 21. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.