Alþýðublaðið - 21.11.1975, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Qupperneq 7
ÞUSUND ÞJALA SMIÐURINN Það er ekki gott að fá viðtal við Árna Elfar þessa dagana. Hann er sifellt á þönum, enda hefur maðurinn i mörg horn að lita. Árni var að koma af æfingu hjá Sinfóniuhljómsveitinni, þegar við náðum að króa hann af i gær- morgun. — Hvað ertu með undir hend- inni, Árni? Þetta er þriðja bókin hans Flosa ólafssonar. Ég mynd- skreytti hinar tvær, svo það varð úr, að ég krotaði i þessa lika. — Er það ekki algengt, að menn skrifi þrjár bækur og siðan ekki meira? — Nei, Flosi er ekki sú mann- gerð, sem skrifar aðeins þrjár bækur. Þetta verður jólabókin i ár, sannaðu til. — Eigum við ekki að skutla þér heim? Við getum talaið við þig á leiðinni, ekki satt? Það er ágætt, takk. Þegar ég bjó á Baldursgötunni átti ég bil, en siðan ég fluttist með mig og C3 Sjálfsmynd kar hurð- ING ER FYRIR DLLU ðum og lausum gluggum verður varla betur gerð, — jjarfnast ekki sérútfærslu við framleiðsluaðferð glugg- mina i Garðahreppinn höfum við gengið. Árni kemur við i prentsmiðj- unni með frumprentun á bók Flosa, þar næst er haldið i Garða- hreppinn. — Hvað á þessi bók ykkar Flosa að heita, Arni? — Leikið lausum hala. Já, Leikið lausum hala. Þetta er ljóð- rænt og músikalskt, finnst ykkur ekki? — Jú, jú, en við ætluðum að tala við þig sem húsbyggjanda i dag. — Hvað segið þið, og enginn ljósmyndari með i förinni? Nei, slikt verður að ljósmynda og fyrst verður að taka til á heimilinu. Við skulum taka slikt fyrir næst. Ég læt ykkur fá myndir úr bókinni hans Flosa, það er ,,up to date”. Maður er alla ævi að byggja hús. Uss, nógur timi til að ræða slikt, sussu já. Ferðin gengur greitt suður eftir og við beygjum inn i Móaflöt. Árni fer út úr bilnum en lætur okkur eftir tvær myndir áður en hann kveður. — Þakka þér fyrir Árni. Við höfum það viðtal næst en endursögn og skáldskap núna. Þið breytið hvort eð er öllu eftir ykkar höfði, þessir blaðasnápar. Það var ekki hægt að toga meira upp úr Árna i þetta sinn. En hann kom bókinni góðu á framfæri og léði okkur myndir. Á öllum heimilum eru bækur i skápum, þannig að þetta á erindi til allra. Þó munum við i annað sinn ná betra tali af Árna. Hann hefur gert margt um dagana og er mjög iðinn við smiðar og list- sköpun. Fyrir utan áralanga setu i Sinfóniuhljómsveit tslands, hef- ur hann leikið i danshljómsveit- um og jasshljómsveitum allt fram á þennan dag, bæði hérlend- is og utanlands. Það væri efni i heiia Flosabók að segja frá öllu þvi fræga listafólki, sem hann hefur leikið með og aðstoðar. Árni hefur mótað i leir, skorið út, teiknað og málað. Hin siðari ár hefur hann skreytt margar bækur með myndum sinum. Þar eru bækur Flosa, ljóðabók eftir Hannes Pétursson svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur auk þess byggt sitt fallega hús i Garðahreppnum og það var einmitt við trésmiðinn, múrarameistarann og bygginga- meistarann Árna Elfar, sem við ætluðum að tala. Næst er við sjáum hann ætlum við að gá fyrst, hvort hann er með eitthvað undir hendinn og hafa ljósmyndara með i förinni. —SHP angarnir PéGlER ' öAuobREvrruo A ÞESSUM LSfc- , VELU • U #12 G-EÍLIST ALOttS/ Otvarps.og sjónvarpsviðgeröir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aöra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — simi 11740. K0STAB0Ð á kjarapöllum KJÖT 8t FISKUR Breiðholti Siini 74200 — 74201 DúnA í GlflEIIBflE /ími 64900 T-þé ttilistinnI ’rv—| T-LISTINN ER imgreyptur og þclir alla veðráttu. 1 LR;, T LISTINN Á: úl ihurðir svalahurðir J J' hjaraglugga og w xeltiglugga GluggasmiOlan Uftumúto 70 - Sim, 38770 l . .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.