Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 1
226. TBL. - 1975 - 56. ARG. Island drógst á móti Hollendingum N-írum og Bretum í HM í knattspymu FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER - íþróttasíða Ritstjórn Sföumúla II - Slmi 81866 1 HVERNIG A 1 AÐ STANDA 1 Á SKAUTUM? = ■ - sjá íþróttasíðu bls. 9 SAMIÐ VIÐ ÞJOÐVERJA UM 60 ÞÚSUND TONN? Náðst hefur samkomulag milli islenzku viðræðunefndarinnar og þeirrar vestur-þýzku um veiði- heimildir fyrir vestur-þýzka tog- ara innan fiskveiðilögsögunnar. Mun Einar Ágústsson koma með samningsuppkast heim með sér og leggja það fyrir Alþingi mjög fljótlega. Ráðherrann hefur ekk- ert viljað láta eftir sér hafa um efni samkomulagsins. Alþýðublaðið hefur eftir örugg- um heimildum, að samið hafi verið við Vestur-Þjóðverja um 60 þús. tonna ársafla á islenzkum miðum og mun þar fyrst og fremst vera um að ræða ufsa og karfa. Ekki er blaðinu kunnugt um, hver svæðaskiptingin er i samkomulaginu, eða hversu langt inn fyrir 200 mflna linuna á að hlcypa Þjóðverjum, en blaðið hefur fregnað, að verksmiðjutog- arar vcrði útilokaðir frá veiðun- um. Þá munu einnig vera þau á- kvæði i samningnum, að bókun 6 I sáttmála islands við EBE verði látin taka gildi. Áramótagjöf bankanna: Tékka- svik úr sogunm Innistæðulausir tékkar eru fyrirbæri i islenzku þjóðlífi, sem almenningur er farinn að kannast nokkuð vel við. Af og til gera bankarnir einhverja könnun á fjölda og heildarupphæð þessara gúmmitékka, sem svo hafa verið nefndir. Upphæðirnar eru svim- andi háar og hafa einstakir tékk- ar af þessu tagi farið upp i átta miljónir. Hinn almenni borgari, sem er að berjast i bökkum við að greiða skatta sina, húsaleigu, fæði og klæði, auk alls annars rekur upp stór augu og furðar sig á þvi að svona lagað skuli geta átt sér stað. Margur smælinginn hef- ur reyndar þuft að borga álitlegar fúlgur til Seðlabankans vegna þess að hann fór óvart yfir á reikningnum, kannski 5—20 þús- und krónur. En svo fréttist af þessum stóru, sem oftast birtast þá i nafni fyrirtækja, sem þeir reka, og þeir komast upp með að spila á tékkakerfið. Þessir menn skrifa einn gúmmitékkaá einn banka til þess að greiða með skuld I öðrum banka, siðan er nýr gúmmitékki gefinn út á þann banka til að greiða þann fyrri og svo koll af kolli þar til forretn- ingsmaðurinn hefur fengið aur. Er þetta hægt, spyrja menn? Eða er þetta ómaksins vert? Alþýðublaðið snéri sér til Einars Pálssonar hjá Reiknistofu bankanna og spurði hann, hvort þetta væri tilfellið, Einar Pálsson sagði: ,,Við erum komnir það langt núna, að það sem kemur inn i bankana i dag af tékkum, það er allt lesið vélrænt inn að kvöldi, þannig að þetta liggur allt fyrir daginn eftir. Þetta nær reyndar ekki enn til alliabankanna, en er sem sagt á dyraþrepinu. Við- skiptabankarnir hér i Reykjavik eru komnir inn i þetta kerfi, en einstakir bankar úti á landi ekki enn.” Blm.: „Þetta er þá satt, að vissir einstaklingar hafi verið að leika sér með tékka á milli banka? SJÁ BLS. 3 Eftirlitsskipið Star Aquarius á ferð innan islenzkrar fiskveiðilögsögu i gær. Ljósm.: HH. Reyndu að sigla á Arvakur Nú fer að færast harka i leikinn á miðunum. I gærdag reyndi tog- arinn Lord Jellicoe frá Hull að sigla á varðskipið Arvakur út af Vestfjörðum „en auðvitað án ár- angurs”, eins og sagði i skeyti frá skipinu. Arvakur er mun snarari i snúningum og vék sér undan itrekuðum ásiglingartilraunum togarans. Þessi lélegi árangur togarans hljóp i skap skipstjóra hans, enda sagði maðurinn ljótt og reyndi itrekað áð koma fram ætlun sinni i hálfa klukkustund. 1 fyrrinótt var skorið aftan úr togaranum Benella frá Hull við litinn fögnuð skipverja. Þetta gerðist á miðunum norður og austur af Langanesi. TF-Sýr var i gæzlu- og könn- unarflugi i gærdag. Um hádegi i gærdag voru dráttarbátarnir Polaris, Aquarius og Sirius . á siglingu i einni röð á norðurleið, austur af Langanesi og stefndi fylkingin til 10 brezkra togara, sem voru i hnapp um 30 milum norðar, þar sem varðskip hélt þeim að mestu frá veiðum. Um kl. 16 i gærdag voru 5 brezkir tog- arar á Þistilfjarðardjúpi og voru verndarbátarnir þá komnir þang- að til að passa. Aðeins einn brezku togaranna áræddi að toga og voru þvi sjö, sem slógu skjald- borg um veiðiþjófinn, sem von- andi heíur litið haft upp úr krafs- inu. Allur þessi viðbúnaður staf- aði af þvi að eitt varðskip var á vappi i kring. Landhelgisgæzlan taldi 43 brezka veiðiþjófa, og voru flestir fyrir austan og héldu sig allt frá Hvalbak og norður úr. Þá voru 6 á Vestfjarðarmiðum, en þeir stefndu allir austur nema einn, og sá verður trúlega feginn að halda austur, þvi ekki er senni- legt að hann fái að vera lengi i friði. A eftirlitsfluginu i gær varð ekki vart við neinn v-þýzkan tog- ara frekar en verið hefur undan- farna daga, enda staðið yfir við- ræður i Bonn. Lagmetið Lárus fyrir dóm Alþýðublaðið hafði samband við Lárus Jónsson, alþm. og stjórnanda Sölustofnunar lag- metisins, i sambandi við meinta stjórnunarlega óreiðu fyrirtækis- ins. Sagði Lárus að eftir helgina mundi stofnunin senda frá s^r fréttatilkynningu um málið og i framhaldi af þvi mundi verða boðað til fundar með fréttamönn- um. All mikið umtal og skrif hafa spunnizt um þetta mál, og mun almenningi þvi væntanlega leika forvitni á að vita, hvað þarna hef- ur gerst. Spurningin núna er þvi fyrst og fremst sú, hvernig Lárus Jónsson tekur á þessum málum. Ætlar hann að skýra satt og rétt frá þvi, sem máli skiptir, eða er málið það „flókið” að honum sé það um megn. Eitt er vist, að al- menningur mun ekki sætta sig við venjulegt yfirklór. Lárus Jónsson stendur þvi frammi fyrir hinum almenná dómstóli þjóðarinnar. Það yrði tvimælalaust mikill á- litsauki fyrir hina lágt skrifuðu, en umsvifamiklu stétt stjórn- sýslu- og embættismanna, ef Lár- us Jónsson kemur fram i þessu máli af fullri einurð og af dreng- skap. Ármannsfell fær gult Ijós á Hæð- argarðsíbúðirnar Bygginganefnd Reykjavikur hefur nú heimilað Ármannsfelli að hefja byrjunarframkvæmdir á lóðinni á horni Grensásvegar og Hæðargarðs. Hins vegar var frestað að heimila þarna bygg- ingu þeirra 23 ibúða þar til sam- þykki heilbrigðisráðs liggur fyrir. Ekki er til þess vitað að nokkur tengsl séu milli heilbrigðisráðs og fjársöfnunarnefndar Sjálfstæðis- hússins, en eins og allir vita núna, þá voru engin tengsl milli Alberts Guðmundssonar formanns fjár- öflunarnefndar og Alberts Guð- Framhald á 11. siðu. „ÞJ0ÐIN EIGI ISLAND ALLT" sagði Bragi Sigurjónsson er hann mælti fyrir tillögunni um eignarráð á landi og landgæðum Mér finnst, að grundvallar- setning isienzku stjórnarskrár- innar cigi að vera þessi: is- lenzka þjóðin öll, einn fyrir alla og allir fyrir einn, á ísland allt, gögn þess og gæði, og miðin um- liverfis það. Æðsta stofnun þjóðarinnar, Alþingi, fari með umráðarétt á þessari helgu eign okkar, cn getur með sérstökum lögum og reglum veitt einstaklingum, fyrirtækjum og félagsheildum, eins og t.d. sveitarfélögum, til- tekinn rétt til þessara gæða. Þctta er kjarni þeirrar skoðun- ar, sem þessari tillögu er ætlað að gera f réttarkennd þjóðarinn- ar, og afstaðan til þessarar grunnskoðunar sker úr um það að minu mati, hvort maður cr félagshyggjum aður eða sér- hyggjumaður. Þetta sagði Bragi Sigurjónsson, er hann mælti fyrir tillögu Alþýðu- flokksmanna um eignarráð á landi, gögnum þess og gæðum, á fundi sameinaðs Alþingis i gær. Mjög miklar umræður urðu um tillöguna og tóku þátt i þeim þingmennirnir Páll Pétursson, Pálini Jónsson, Helgi Seljan, Stefán Jónsson og Sighvatur Björgvinsson, auk Braga Sigur- jónssonar. Pálmi og Páll voru alfarið á móti tillögumii, llclgi Seljan samþykkur meginefni hennar og Stefán Jónsson sömu- leiðis, þótt hann lýsti þvi yfir, að hann myndi ekki geta greitt til- lögunni atkvæði sitt. Nánar verður sagt frá um- ræðunum uin þetta mál I Al- þýðublaðinu á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.