Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 2
SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir október- mánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. F jár málar áðuney tið, 20. nóvember 1975. Danski fiðluspilarinn EVALD THOMSEN og HARDY sonur hans flytja gamla alþýð- - lega danstónlist i Norræna húsinu laugar- daginn 22. nóvember kl. 16:00 og einnig þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20:30. Aðgöngumiðar við innganginn. Norræna húsið. Dansk-islenzka félagið. Fi LAUGARDAGUR Li.OO 22/11 kl. Gönguferð um Geldinganes. Fararstjóri: Guðrún Þórðar- dóttir. Verð kr. 500,- Farmiðar við bilinn. Brottfararstaður Umferðarmiðstöðin (að aust- anverðu). Ferðafélag tslands. ÚTIVISTARFERÐIR Laugard. 22/11 kl. 13 Með Elliðaánum. Fararstj. Friðrik Danielsson. Verð 400 kr. Sunnud. 23/11 kl. 13 Með Hólmsá. Fararstj. Þog- lzifur Guðmundsson. Verð 500 kr. Xritt fyrir börn i fylgd með fulltorðnum. Brottfararstaður B.S.f. (vestanverðu). Utivist t Eiginmaður minn Einar Magnússon, verksmiðjustjóri, S.R. á Seyðisfirði andaðist i Landspitalanum 19. þ.m. Jarþrúöur Karlsdóttir. lalþýdu rnrni RÖDD JAFNADARSTEFNUNNAR Verðstöðvun í kross Þetta verðstöðvunarhjal is- lenzkra stjórnvalda fer nú að verða broslegt. Svokölluð verðstöðvun hefur verið i gildi á íslandi siðan guð veit hvenær, en rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hóf hana einhvern tima i stjórnartið sinni og siðan hef- ur henni ekki verið aflétt. En þrátt fyrir það, að þjóðin hafi búið við samfellda ,,verðstöðvun” tveggja rikisstjórna um nokkurra ára skeið hefur óðaverðbólgan i landinu aldrei verið meiri, en einmitt á þeirri tið. Nú hefur viðskiptaráðherra, Ólafur Jóhannesson, vaðið fram á völlinn og tilkynnt með bægslagangi miklum, að nú skuli sett verðstöðv- un á verðstöðvunina. Frá og með deginum i gær rikir sem sé tvöföld verðstöðvun i landinu. Verðstöðvun i kross. Sú saga er sögð, að sveitamaður nokkur endur fyrir löngu hafi eitt sinn i kaupstaðarferð séð vindmyllu og haft mörg og fögur orð um þetta veraldarinnar viðundur þegar heim kom. Forvitið heimafólk bað karl um nákvæma lýsingu á þessu merkilega apparati og hljóðaði lýs- ingin svo hjá kalli: ,,Fyrst er spýta og svo er spýta og svo er spýta i kross/ svo er spýta og svo er spýta og svo spýta langs/ svo er spýta og svo er spýta og svo er spýta þvers/ svo er spýta og svo er spýta — og svo fer allt i gang.” Með þessum orðum karlsins mætti lýsa ráðstöfunum tveggja rikistjórna i verðlagsmálum íslend- inga: „Fyrst er verðstöðvun, svo er verðstöðvun og svo er verðstöðvun i kross/ svo er verðstöðvun og svo er verðstöðvun og svo er verðstöðvun langs/ svo er verðstöðvun og svo er verðstöðvun langs/svo er verð- stöðvun og svo er verðstöðvun og svo er verðstöðvun þvers/ svo er verðstöðvun og svo er verðstöðvun — og samt fer allt i gang”. Sjálfstæðið að veði í fréttum sjónvarpsins i fyrra- kvöld var rætt við Kjartan Jóhanns- son, varaformann Alþýðuflokksins, um þing Alþýðuflokksins, sem háð var um sl. helgi. í viðtalinu ræddi Kjartan m.a. um ábyrgðarleysi stjórnvalda i efnahagsmálum þjóðarbúsins, sem m.a. lýsir sér i sifelldum skuldasöfnunum erlendis,- en skuldir þjóðarinnar i erlendum gjaldeyri hafa meira en tvöfaldast á sl. fjórum árum. Hafa bæði núverandi og fyrrverandi rikis- stjórnir haft þann sið að slá ekki aðeins fjárfestingarlán hjá erlend- um bönkum, heldur eyðslulán lika og er skuldabyrði þjóðarinnar er- lendis nú orðin svo þung, að efna- hagslegit sjálfstæði ei' i hættu Kjartan Jóhannsson tók skýrt og ljóst dæmi um, hvaða afleiðingar þessar skuldasafnanir geti haft fyrir sjálfstæði islenzku þjóðarinnar. Þegar einstaklingar taka sér lán þurfa þeir að leggja eitthvað að veði, gjarna fasteignir, sem þeir eiga — og hætta þá á það að missa yfirráðaréttinn yfir eignum sinum geti þeir ekki staðið i skilum. Þegar ráðamenn þjóðarinnar taka erlend lán i hennar nafni setja þeir með sama hætti þjóðarbúið að veði. Og eigi þeir siðan erfitt með að standa i skilum lendir meira og meira af efnahagslegu forræði þjóðarbúsins i höndum erlendra bankastjóra. Þess eru meira að segja dæmi, að sjálfstæð þjóðriki hafi glatað sjálf stæði sinu með þessum hætti. Og það er einmitt áhætta af þessu tagi, sem tvær islenzkar rikisstjórnir hafa verið að taka með ábyrgðarlausum skuldasöfnunum erlendis. Veðið fyrir þessum skuldum er efnahags- legt og pólitiskt sjálfstæði þjóðar- innar og svo langt hefur verið seilst að veðið — sjálfsforræði þjóðarinnar er i hættu. Menntaskóla bókin Um tíma var hann „landsins einasti skóli" og bar lengi ægishjálm yfir aðra skóla. Hann er tengiliður menntasetranna fornu og skólastarfs nútímans. I fyrsta bindi Sögu Reykjavikurskóla er fjallað um nám og námsskipan i skólanum og um nemendur hans. Aldrei áður hefur birzt slíkt safn mynda af þekktu fólki í þjóðlífinu. Verð þessa bindis er kr. 5.880, en verð til áskrifenda er aðeins kr. 4.410. Gerizt áskrifendur að þessu einstæða verki og vitjið þess á skrifstolu Menningarsjóðs að Skálholtsstig 7. Sögusjóður Menntaskólans í Reykjavík Bókaútgáfa Menningarsjóðs Alþýðublaðið Föstudagur 21. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.