Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 12
Veðrið Enn er búizt viB að hlýni i veðri, og mun hiti á morgun komast i 4—5 stig. Samhliða þvi má bú- ast viðaukinni úrkomu og verða skúrir með stuttu millibili. Áttin verður austlæg 4—5 vindstig. Gátan f-t-UCr f-tL.f4Cr sm 'i v£*zl Smfí F/SKUR. yoprv FlR/V E/N UR££j /Ntv 1 ií WiÐn b 6usr_ BfíL/ / il FRlÐ S öm 5 GR£IR !R HRP/.fí BfíK TfíL/R 5 POL bim RÐ vtv Btírrd k/mtte 7 3 F/SK UR m'fíLFR SKST 1 £/H5 i V KRYDD iflFrtN ptgefandi: Blaö hf. Framkvæmda- stjóri: Ingóifur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Kitstjórnarfulltrói: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Áskriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-. LYKIt nPto- SKfíF0FMN/M&U0 KOPAVOGS APOTEK (Opiö öll kvöld til kl. 7 í Laugardaga til kl. 12 SBNDIBILAStODIN Hf MEGUM VIÐ KYNNA Sigurður Ingimundarson, forstjóri Tryggingastofnunar rikisins, erfæddur i Reykjavik 10. júli, árið 1913. Foreldrar Sigurðar eru Ingimundur Einarsson og Jóhanna Egilsdóttir. Eftir gagn- fræðapróf, fór Sigurður i Mennta- skóia Reykjavikur, þar sem hann lauk stúdentsprófi árið 1934. Að loknu þvi prófi fór Sigurður i Háskólann i Þrándheimi, þar sem hann lagði stund á efnaverkfræði. Er heim kom vann hann við ýmis störf. Meðal annars starfaði hann við sildarverksmiðjuna á Siglu- firði, við efnaverkfræðistörf, og var hann þar i þrjú ár. Við kennslustörf, var Sigurður meira og minna. Var hann fastráðinn kennari við Verzlunarskóla Islands, en einnig kenndi hann við aðra skóla. Sigurður hafði starfað fyrir Alþýðuflokkinn i mörg ár, og spurðum við hann nánar um störf hans i pólitikinni. ,,Ég var kosinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn árið 1959, og sat ég á þingi allt til ársins 1971. Árið 1970, varð ég forstjóri Trygginga- stofnunar rikisins, og hef ég verið það siðan”. Um áhuga og tómstundastörf sin sagði Sigurður. „Ég hef lengi starfað við félagsmál, og var ég formaður BSRB, frá 1956 til 1960. Hér áður fyrr stundaði ég iþróttir af kappi, og var ég þá aðallega i handbolta. Bækur hef ég alltaf haldið upp á, og les ég allt á miili himins og jarðar. Ég hef einnig mikinn áhuga á ferðalögum, en þóhef ég stundað þau alltof litið.” Sigurður er kvæntur Karitas Guðmundsdóttir, og eiga þau hjónin tvenna tvibura saman. Eldri tviburarnir eru 33 ára giftar húsmæður, og heita þær Anna Maria og Jóhanna. Yngri tviburarnir eru 25 ára, og heita þau Gunnar, sem er háskólanemi, og Hildigunnur, sem er flug- freyja. OKKAR Á MILLI SAGT Enn verður ekki séð á störfum Alþingis, að miklir efnahagserfiðleik- ar hrjái þjóðarbúið. 1 fyrradag varð þannig fundarfall i efri deild Al- þingis vegna þess, að öll mál deildarinnar voru upp urin. Þannig er Al- þingi látið sitja aðgerðarlaust hjá á meðan vandamálin hrannast upp. Skýrt var frá þvi i blöðunum i gær, að rikisstjórn Islands hafi tekið 2300milljónir til láns af Arabagulli. Viða eru nú ráðamenn þjóðarinnar farnir að leita fanga i slættinum. Skyldi lánstraust íslands vera þrotið hjá þeim vestrænu bönkum, sem landið hefur helzt skipt við til þessa? Þótt Ármannsfellsmálinu virðist endanlega lokið á opinberum vett- vangi með niðurstöðum saksóknara, sem eru á þá lund, að hann telji ekki ástæðu til málshöfðunar, þá er þó enn verið að ganga frá ýmsum lausum endum málsins i Sjálfstæðisflokknum. Talsvert hart uppgjör hefur átt sér stað milli hinna ýmsu málsaðila i flokknum með þeim af- leiðingum m.a., að AlbertGuðmundssonhefur sagt sig úr fjármálaráði flokksins vegna þess, að honum likaði ekki alls kostar félagsskapurinn. Um þessar mundir er stödd hér i Reykjavik verzlunarsendinefnd frá Kúpu, sem m.a. ræðir við íslendinga um möguleika á fisksölu til Kúbu. Fundur var haldinn um málið i gær og verður annar fundur haldinn i dag. Ætli fari þá að sjást aftur i búðum Havanavindlar, eins og þeir, sem jafnan skreyta munnvik Castros á ljósmyndum af honum? Nefnd, sem skipuð var á sinum tima til þess að f jalla um nám i f jöl- miðlun við Háskóla íslands og gera drög að námsskrá i þeim fræðum hefur nú lokið störfum og sent frá sér itarlega greinargerð. Gamal- reyndir blaðamenn, sem lesið hafa niðurstöður nefndarinnar, hafa haft á orði, að þeir, sem nema myndu eftir þeim drögum að námsskrá, sem þar er gerð tillaga um, myndu hljóta góða og viðtæka menntun i öllu — nema blaðamennsku. Stöðugt hafa menn verið að lengja árlegan skólatima á skyldunáms- stigi. Nú hafa sumir við orð, að lengja þurfi hann ennþá meira — og stytta sumarleyfi nemenda að sama marki — i þvi skyni að fá ráðrúm til þess að taka starfrænt nám inn á námsskrár skólanna — þ.e.a.s. það, sem i mæltu máli kallast vinna og flestir nemendur fengu áður nasa- sjón af úti á vinnumarkaðinum i leyfum sinum. Talsverð átök virðast vera i aðsigi milli 1S1 og UMFÍ um skiptingu fjárveitinga til iþróttamála á fjárlögum. Telur UMFÍ sig hlunnfarið i þeim viðskiptum og bendir á, að innan þess sambands séu iþróttafélög dreifbýlisins, þar sem hins vegar ISl sé samband iþróttafélaga þétt- býlisstaðanna. ÖRVAR HEFUR 0RDIÐ M Josef Göbbels, áróðurs- málaráðherra nazista i Þýzkalandi, bjó sér til þá kenningu, að lygi gæti orðið sannleikur i vitund fólks væri þess aðeins gætt að endurtaka hana nógu oft. Væri nógu oft og nógu lengi hamrað á ó- sannindunum færi fólk að trúa þeim hversu fjarri sannleikanum, sem lygin væri. Ýmsir áróðurspost- ular hafa gert þessar kenningar Göbbels að bibliu sinni og starfað i anda þeirra. Til Göbbels- úrræðanna hafa þeir t.d, iðulega gripið, sem skrifa Þjóðviljann. Fyrir mörgum árum flutti Gylfi Þ. Gislason ræðu á opinberum vett- vangi. Ræðu sina hóf hann með þvi að vitna i alkunn ummæli brezka stjórnmálamannsins Winstons Churchills um, að bezta ráðið til þess að varðveita sjálfstæði þjóð- ar væri að fórna þvi. öll ræða Gylfa gekk siðan út á það að afsanna þessa röksemdafærslu Chur- chills. Þjóðviljinn greip þetta mál á lofti og sneri þvi þannig að leggja hin til- vitnuðu orð Churchills i munn Gylfa Þ. Gisla- sonar og gera þau að hans skoðun. Æ ofan i æ voru þessi ósannindi endurtek- in i Þjóðviljanum og hvergi hirt um að koma leiðréttingum á framfæri þótt skriffinnar Þjóðvilj- ans vissu mæta vel hversu fjarri þau voru sannleikanum. Með reglubundnum hætti hef- ur Þjóðviljinn svo rifjað upp lygi sina og lagt út af hennj Gylfa Þ. Gislasyni og Alþýðuflokknum til hnjóðs. Sjálfsagt eru meðal lesenda Þjóðvilj- ans einhverjir, sem farnir eru að trúa þvi, að lygin sé sannleikur. Jósef heit- inn Göbbels gæti fyrir það verið afturgenginn á rit- stjórn Þjóðviljans. Nú ætlar Þjóðviljinn að leika sama leikinn gagn- vart ritstjóra Alþýðu- blaðsins. Nú á að ljúga þvi upp, að hann hafi krafizt þess, að einum mætasta og virtasta skip- herra Landhelgisgæzl- unnar, Guðmundi Kjærnested verði vikið úr starfi. Það breytir engu fyrir Þjóðviljann i þessu sambandi þótt ræða Sig- hvats Björgvinssonar, þar sem Þjóðviljinn segir að þessi ummæli hafi komið fram, sé prentuð i þingtiðindum og þar komi glögglega i ljós, að hér er um hreinan upp- spuna Þjóðviljans að ræða. Það breytir heldur engu þótt Sighvatur Björgvinsson hafi kvatt sér hljóðs á Alþingi til þess að bera þessar lyga- fréttir Þjóðviljans til baka og fordæma þær — og að enginn þingmaður Alþýðubandalagsins hafi við það tækifæri séð sér færtað verja Þjóðviljann. Ritstjórar Þjóðviljans hafa einfaldlega ákveðið að þeir skuli ljúga óhróðr- inum upp á pólitískan andstæðing sinn hvað sem hver segir — og i þvi skyni nota þeir aðferðir Göbbels i aukinni og end- urbættri útgáfu Þjóð- viljamanna. FIMM á förnum vegi Hefur umferðarmenningin batnað? Laufey Sigurðardóttir, tækni- teiknari: Mér finnst umferðin ekkert hafa batnað. Hraðinn hefur aukizt allt of mikið, og hafa slysin aukizt verulega vegna hins mikla hraða. Sigurlaug Jónsdóttir, af- greiðsiukona: Nei, siður en svo, hún hefur stórversnað. Siðast þegar ég fór i bilinn minn, lenti ég i árekstri, og allt fór i klessu. Jóhannes Astvaidsson, sölu- stjóri: Með tilliti til aukins fjölda bifreiða, þá finnst mér hún hafa stórbatnað. Það er þvi enginn mælikvarði á fjölda dauðsfalla, ef tekið er mið af aukningu bifreiða. Þór Jóhannsson, hjá Blikk- smiðjunni h.f.: Siður en svo, bíl- stjórar hafa aldrei verið ókurt- eisari en einmitt nú, og ætti að auka eftirlit með ökumönnum til muna. Björn Karlsson, nemi:Umferð- in hefur aldrei verið hættulegri en um þessar mundir, og er það sjálfsagt hinn aukni hraði, sem gerir það að verkum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.