Alþýðublaðið - 20.12.1975, Side 10

Alþýðublaðið - 20.12.1975, Side 10
Oris úrin eru flutt milliliðalaust beint frá verksmiðjunum í Sviss til okkar. Þess vegna eru þau ódýr hjá okk- ur. Sjón er sögu ríkari. Póstsendum. FRANCH MICHELSEN ÚRSMIÐAMEISTARI Laugavegi 39 — Simi 13462. REYKJAVÍK Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 Telpnaskór Drengjaskór nýkomnir Gleðileg jól Skóverzlun Péturs Andréssonar Skóverzlunin Framnesvegi 2 STÁLPÍPUR - GUFULOKAR O.FL. Tilboð óskast vegna kaupa á eftirtöldum vörum fyrir gufuveitukerfi Kröfluvirkjun- ar. 1. Stálpipur, stærðir 25 til 800 m/m 2. Fittings fyrir stálpipur, ýmsar gerðir 3. Flansar, boltar, þéttingar 4. Gufulokar, ýsmar gerðir og stærðir 5. Plötujárn 6. Kúpaðir botnar TJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, þriðjudaginn 27. janúar 1976, kl. 11 :Ö0 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 FRAMHALDSSAGAN Œ — Sandra tók hikandi viö matseölinum. Hún vissi ekki, hvernig hún átti aö bregðast viö, en hann tók af henni vandann. — Eruö þér ekki nýi ritarinn hans dr. Martins? Má ég kynna? Noel Desjardins, læknir. Ég er tveim hæöum ofar i húsinu. Ég sendi húsbónda yöar stundum sjúklinga og ég held aö hann sé ánægöur með það. Hann brosir a.m.k. til min, þegar við hittumst og konan hans grettir sig ekki framan i mig. Ætliö þér að gera það, ef ég býð yður i mat i kvöld? Sandra opnaði munninn til að mótmæla, en hann var of snöggur. — Ekki svona skelfingu lostin, miss Elmdon. Ég þekki frænku yðar og vissi, að það var von á yður frá Englandi. Hann hló striðnislega. — Ég hefði átt að segja yður þetta strax! Þá hefðuð þér „skilið” þetta betur! Hvernig getið þér pirt augunum svona? Sandra hló. Það var ekki annað hægt en að hlæja að hon- um. Þau töluðu saman eins og gamlir vinir, þegar þau voru búin að borða. — Svo þér eigið bráðum eftir að kynnast kanadiska vetrinum? Þér megið ekki fara á mis við neina af hinum hefðbundnu hátiðum hér. Hver veit... þér gætuð kannski orðiö fsdrottningin á grimuballinu! Hann stóö á fætur. — Eigum við að koma og hringja til frænku yðar? spurði hann. Hún heyrði Janet svara. — Já, farðu út að boröa með Noel, elskan! Hann er kol- vitlaus, en skaðlaus. Góða skemmtun! Sandra lagði á og leit á Noel. Hvers vegna fannst henni, að hún væri að leggja upp i ferðalag? Hann leit spyrjandi á hana. — Allt i lagi? Ætliö þér að koma? Hann tók um hönd hennar. Hún hrinti frá sér öllum efasemdum og brosti til hans. — Já, takk! Ég verð til kl. hálf sjö. Svo datt henni allt I einu dálitið i hug. — Ég þarf að verzla áður en ég fer á skrif- stofuna! Hún lét mótmæli hans eins og vind um eyrun þjóta og flýtti sér út. Hún hafði séð blússu i búðarglugganum á horninu, sem henni leizt vel á um morguninn. Hún varóseld enn og fallegri en nokkur blússa, sem hún hefði getaðkeypt heima... rauð með kinverskum kraga og Alþýðublaðið litlum kúluhnöppum. Hún fór inn I búðina og mátaði hana. Klæðskerasaumuð dragtin var ekki lengur jafnmikil vinnuflik... einmitt rétta blússan til að fara út i. Hún leit á afgreiðslustúlkuna. — Ég ætla að fá hana. Gætuð þér sett hana i kassa, svo að hún krumpist ekki? Ég ætla að nota hana I kvöld. Stúlkan brosti. — Með ánægju! Hún klæddi yður ein- staklega vel. Það finnst „honum” áreiðanlega lika. Sandra fór inn i lyftuna og hana langaði til að syngja hástöfum. Hún setti öskjuna undir skrifborðið og fór i hvita kirtilinn. Fyrstu sjúklingarnir komu og hún var önnum kafin við að taka á móti þeim, finna timarit handa þeim og muna, hvað þeir hétu. Svo kom dr. Martin og aftur byrjuðu vana- störfin eins og i London. Hreimurinn var annar, andlitin ný og sjúklingarnir frjálslegri, en hún var ekki lengur feimin... Sandra leit upp og horföist i augu við dr. Martin, þegar siðasti sjúklingurinn var að fara. — Þetta var góð byrjun! Ég þarf að fara á fund, hafið samband við konuna mina, ef einhver hringir eftir að ég er farinn. Þér vitið númerið. Sandra gekk frá og bjó allt undir næsta dag. Svo fór hún i nýju blússuna. Kannski var það aðeins birtan inni, en henni fannst hún ljóm... það var ekki andlitsfarðanum að þakka. Hún kipptist við og fann, að hún hafði ekki verið svona ánægð lengi... Noel Desjardins gat varla slitið af henni augun, þegar hann kom til að sækja hana. — 1 morgun bauð ég stúlku út að borða og nú sé ég, hvað hún er falleg. Svona gjör- breytingu kann ég að meta! Eitthvað, sem hafði blundað lengi innra með Söndru vaknað til lifsins og hún fann, að hún naut þess, að dáðst væri að henni... það var afar notalegt. Hún brosti bjart til Noels: — Hvert eigum við að fara? — A litið veitingahús, þar sem maturinn er góður og tón- listin þægileg! Hann opnaði dyrnar fyrir henni og sagði, þegar þau gengu að lyftunni: — Ég var að hugsa um að ganga, nema þér séuð of þreytt? Það er stutt þangað og það er auðveldara að skilja bilinn eftir hér en leita að stæði á þessum tima sólarhringsins. Þau gengu samsiðis upp bratta götuna að Sherbrooke Street með öllum sinum glitrandi ljósúm og bllamergð. Meðan þau biðu eftir ljósaskiptum götuvitanna leit Sandra kringum sig. Fótgangendur voru að fara yfir göt una og allt i einu kom hún auga á hávaxinn ungan mann i einkennisbúningi. Hún kipptist við. Hlægilegt, blátt áfram hlægilegt! Það úði allt og grúði af dökkhærðum flugmönn- um, sem ekki hétu Alan Haines. En svo vildi það til, að leiðir þeirra Noels skildust andartak og hún stoð augliti til auglits við þennan mann. Hann leit yfir höfuð hennar, en hún þekktihvern drátt i andlitinu...þetta var Alan og hann var i Montreal! Fólkið hélt áfram og hún sá þennan hávaxna mann hverfa sér sýnum og hélt helzt að sig væri að dreyma. Noel leit á hana. — Hvað er að? Þér litið út fyrir að hafa séð draug! Sandra dró andann djúpt. Þetta gat ekki hafa verið Alan. Hann var i þúsund milna fjarlægð. — Mér virtist ég sjá mann sem ég þekkti einu sinrií! 'Hún sagði það svo ákveðið, að henni tókst næstum að telja sjálfri sér trú um, að þetta væri satt. Laugardagur 20. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.