Alþýðublaðið - 08.01.1976, Síða 8

Alþýðublaðið - 08.01.1976, Síða 8
WSólnes, Valdirrmr og Vilrmmdur ræða um Kröflu — framhald úr opnu Vi: En tilboð Mitsibutsi var langsamlega ýtarlegast? Er það ekki rétt? J: Það get ég ekki dæmt um persónulega, ég hefi ekki nokkr- a möguleika á að dæma um það, þvi miður. Vi: I sambandi við fjárlögin þá komu ekki fram upplýsingar um laun Kröflunefndar, það er svo mikið um tilviljanir i þessu, var þetta enn ein tilviljunin? J: Ég hélt nú, að ég hefði gert nokkuð góð skil á þvi i athuga- semd utan þings núna á þriðju- daginn var og ég verð að segja það, að það sló mig ákaflega illa, þegar að kemur þessi at- hugasemd við þessa einu nefnd — þetta er opin nefndarbók — þóknun, upplýsingar fengust engar. V: Eru þetta óheiðarlegar til- viljanir? J: Ég verðað segja það, að vera gagnrýnandi og ég sagði það bara innan mins hóps... Ef að ég gagnrýni hefði ég gripið þetta þannig, sem bara gjöf af himnum senda handa mér. Nú svo stóð á, að ég þurfti að fara burtu, gat ekki — ég er búinn að gefa alveg fullkomlega skýr- ingu á þessu. Kröflunefnd starf- ar undir — fékk fé til umráða hjá fjáramálaráðuneytinu og siðan að sá atburður skeði hefur mánaðarlega verið send skila- grein til rikisbókara ásamt öll- um fylgiskjölum. Vi: Það hefur einhvers staðar týnzt i kerfinu allt svo: J: Það er ekki við mig að sak- ast. Vi: í þessari þingræðu gafstu upplýsingar um störf Kröflu- nefndar, en nú ert þú lika fram- kvæmdastjóri, er það unnið fritt eða....? J: Ég gaf upplýsingar i þessari þingræðu, ef fyrirspyrjandi hefði viljað skýra þá, þá tók ég fram, að fyrir utan það, sem formaður fékk borgað fékk hann greiddar 200 þús. kr. upp i skrif- stofukostnað. Það var nú all- ur... Vi: En laun sem framkvæmda- stjóri? J: Það voru þessar 200 þús. kr. Vi: Það eru þessar 200 þús. kr.? J: Og fyrir þessar 200 þús. kr. hefur formaðurinn og fram- kvæmdastjórinn, mætti gjarnan minnast þess: „löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kenar- inn, kerra, plógur, hestur.” Þarna hefur hann verið skrif- stofustjóri, þarna hefur hann verið vélritari, þarna hefur hann verið sendill, þarna hefur hann verið frimerkjasleikjari, ég vi! bara benda á, ætli væri ekki leitun á nefnd, sem hefur þó velt jafnmiklum fjármunum og þessi, sem ekki hefur meira upp i skrifstofukostnað.... Va: Hver var risna — reisnu- kostnaður? J: Ég held, að við höfum verið búnir að eyða þó nokkrum pen- ingum i það að gefa t.d. þessum japönsku gestum okkar... bæði, meira að segja Toshiba-mönn- um, þeir fengu að borða hjá okkur! V: En engar tölur til um það? J: Ég man ekkert um það, hvað það hefur.. Vi: Nú er nýafstaðin Jón Japansför, sem vakti mikla at- hygli, hver borgaði þessa ferð? — þegar þú varst nýkomin frá Japan? J: Þessi Japansferð. Mitsibutsi fyrirtækið skrifaði bréf i vetur og skrifaði mér persónulega og spurði, hvort að ég mundi ekki vilja gera fyrirtækinu þann heiður og þann sóma að koma i heimsókn og skoða þeirra verk- smiðjur og hvernig væri staðið að framkvæmdum og sjá hvern- ig framkvæmdum miðaði i sam- bandi við þessi mannvirki, sem þeir eru aö gera og þetta boð þáði ég. Ég er búinn að — ég fékk þetta i gegnum... Vi: Hverjir voru með þér i ferð- inni.? J: Sonur minn Július, kona hans og konan min. Það kom sendi- maður frá fyrirtækinu. Það kom sendimaður frá fyrirtækinu upp til Reykjavikur afhenti okkur farseðlana, ég hafði satt að segja ekki búizt við þvi, að það yrði fylgdarlið en farseðlarnir voru gefnir út bæði frá Reykja- vik til Reykjavikur aftur. Vi: Var þetta persónulegt boð til verkfræðilegs ráðunautar Júliusar Sólness lika? J: Nei, ja, það var persónulegt boð til hans. Vi: Ef ég má bæta við þetta, að auðvitað veitég. að svona dylgj- ur um fjölskyldur geta verið mjög varhugaverðar, en þarna kemur til sonur uppeldissystur og annar sonur, sem er með þér i Japan, simi Kröflunefndar á Akureyri er 21102 og þar hringdi ég áðan, til að fá upplýsingar — þar tekur eina minútu að ná i lögfræðinginn Gunnar Sólnes — vinnur hann á vegum Kröflu- nefndar? J: Nei, nei, hann er bara — gangurinn, það er ósköp stutt að ná i — þetta er upp á efstu hæð i Landsbankanum... Vi: Er hann með skrifstofu i húsnæði Kröflunefndar? J: Nei, nei, neik... Vi: Heldur? J: Þetta er i húsnæði Lands- bankans, hann á þessa hæð þarna, það er stutt að fara þarna, það er ósköp stutt, það er svona álika eins og héðan og hingað. Vi: Húsnæði Kröflunefndar á Akureyri — á nefndin þetta sjálf? J: Húsnæði Kröflunefndar á Akureyri er nú þannig, það er mikið búið að tala um mublu- kaup til að mynda og þess hátt- ar og að skrifstofa formanns Kröflunefndar sé flottasta skrif- stofa á landinu — þá er gott að — ég er þakklátur fyrir að fá tæki- færi til þess að nota það. (Vi: Gjörðu svo vel) Að Kröflunefnd á ekki svo mikið sem stól i skrifstofu formanns og fram- kvæmdastjóra Kröflunefndar. Þessi fallega og huggulega og þessi lúxus-skrifstofa, sem að hún — formaðurinn á sjálfur þau húsgögn — það getur... Vi: Keypt það persónulega? J: Já. Vi: Leigir Kröflunefnd eða hvað? J: ...rétt að komast að, þegar ég fékk leyfi frá störfum frá bank- anum þá varð það að samkomu- lagi, að ég leigði tvö herbergi af bankanum, þannig — og annað herbergið hef ég afhent Kröflu- nefnd til afnota og ég hef nú ekki fengið neina greiðslu fyrir það ennþá, en svo hefur Kröflunefnd leigt eitt herbergi af bankanum. Va: Mig langar til þess að spyrja að lokum, þvi miður við verðum að hætta þessu, timinn er hlaupinn frá okkur, hefur Kröflunefnd farið eftir ýmsum atriðum, sem Orkustofnun hef- ur bent henni á varðandi tækja- búnað og tæknilega hluti? J: Ég kannast ekki við neitt, sem að — ég visa algjörlega til verkfræðilegra ráðunauta (Va: ..þannig að það þýðir ekkert að spyrja um...) J: En áður en , ef við erum i þann — alveg i það að slita þessu, þá vil ég taka það fram, að það er verið að tala um það, að það hafi verið i hámæli um gagnrýni á fjárreiður Kröflu- nefndar. Sannleikurinn er sá, að það er ómerkilegur slúðurberi á Akureyri, sem hefur skrifað — byrjaði strax og ég hóf starf- semi þarna, að skrifa i blað á Akureyri, þ.e. talið að þetta sé... Vi: Hver er sá? J: ..að þetta sé fjölmiðill, ég veit ekki hvort ber að lita á Alþýðu- manninn, sem mjög fáir lesa og mjög fáir kaupa, ég veit ekki, hvort það ber að lita hann sem virkilegan fjölmiðil, ég a.m.k. hef ekki litið á það þannig. En hitt er svo annað mál, og það var miklu alvarlegra að þegar i útvarpsumræðum að formaður þingflokks lætur hafa — lætur eftir i útvarpsumræðum, eftir- farandi ummæli: ,,Og mun þó ekki öll sagan um Kröfluvirkjun sögð... i þvi sambandi vegna furðanlegs feluleiks, sem þar er leikinn. en það er spá min og margra annarra, að þar muni verða um að ræða mikið fjár- málahneyksli”. Þetta eru um- mæli i útvarpsumræðu um stjórnskipaða nefnd. Er verið að gefa i skyn, að fjármálaráðu- neytið láti það viðgangast, að það sé einhver feluleikur hjá nefnd, sem hefur hundruðir milljóna til umráða, að slik við- skipti séu ekki stöðvuð fyrir- varalaust. Vi: Stóð það ekki i opinberu plaggi, að upplýsingar hefðu ekki fengizt um laun Kröflu nefndar i opinberu plaggi út- gefnu af ráðuneytinu, þó að það sé einhver?.... J: Jú, jú, en ég meina, að þarna sé verið að gefa i skyn, að hundruðir milljóna fari bara al- veg rennandi i gegnum hend- urnar og eftirlitslaust og... ég skil ekki, hver er að tala um þessa hulu, sem sé yfir. Hverj- um á Kröflunefnd eiginlega að gera skil — standa skil á sinum gerðum? Er það ekki ráðuneyt- ið? Það er búið að upplýsa það, að það er sent mánaðalega á- samt öllum fylgiskjölum, öllum fylgiskjölum, ég endurtek: hverjum á nefndin að gera skil? Er það kannski einhver sam- tenging á milli. að eftir að þessi virðulegi maður, sem ég ber á- kaflega mikið traust til, ég verð að segja það, að ég harma það mjög — alveg persónulega, mér er alveg sama hvað stendur i smáblaðinu á Akureyri og á sama tima kemur grein i við- lesnu blaði eftir son, þið eruð að tala um fjölskyldutengsl við mig, en það er eftir son sama manns, sem ber mér það á brýn, að ég hafi þverbrotið allar regl- ur... enda kosningar i nánd, úti- bússtjórinn á Akureyri (Vi: má ég...) anzaði engum reglum eða forskriftum en notaði sér rikis- fjármuni til að kaupa sér leiðina til valda. (Vi: má ég segja....) Va: Við erum komnir út fyrir efnið — (J: Þið heimtið fjöl- skyldutengsl hjá mér...) Þvi miður — þvi miður her verðum við að ljúka þessu. J: Það er ykkar mál. FRAMHALDSSAGAN m Um leið hringdi siminn. Hún sleit sig lausa og hljóp. Það hlaut að vera Janet, en hvað hafði komið fyrir? — Ert það þú Janet? spurði hún og reyndi að vera róleg. Það varð smáþögn, en svo sagði hræðsluleg barnsrödd: — Mamma á að koma! Mamma á að koma! Amma datt og hún varð svo skritin! Sandra áttaði sig. — Jenny, þetta er Sandra! Segðu mér, hvað kom fyrir? Barnið kjökraði og grét: — Timmy vildi fá vatn og ég fór að sækja það. Ljósið var kveikt og amma lá... á gólfinu... og ég get ekki vakið hana! Ég kallaði og kallaði á hana! — Róleg, Jenny, þú vilt ekki, að Timmy verði hræddur? Geturðu opnað útidyrnar? Gerðu það ekki fyrr en ég kem. Sandra heyrði, að Noel nálgaðist og benti honum að þegja. Hún myndi ganga hann uppi nema hún hægði ferðina. Já, hann var dökkhærður. Sandra lann aftur hjariað berjast hraðar i brjósti sér eins og alltaf, þegar hún beið eftir Alan Haines og reyndi að jafna sig. Hundruö flugmanna flugu um Mo/itreal og ekkert var sennilegra en að margir þeirra væru dökkhærðir og álika háir og Alan. Undarlegt... hann beygði upp götuna heim til Johns og Janets. Var það einskær tilviljun? Var þetta einhver að leita aö henni... var þetta Alan? Hana langaði til að stinga af, en vissi um leið, að það var til einskis. Ef Alan væri að leita að henni væri það ekki að ástæðul., þó að það væri grimmdarlegt af honum að koma aftur inn i lif hennar ein- mitt þegar hún var farin að gleyma honum. Fiugmaðurinn var farinn að lita á húsnúmerin. Já, hann haföi numiö staðar fyrir utan eitt húsið... nú gekk hann að útidyrunum og hringdi. Sandra mundi, að það var enginn heima og hraðaði sér þangaö. Maðurinn leit við, þegar hann heyrði fótatakið og hún stóð augliti til auglitis við Jake Macleod... ekki Alan. Hann varð jafnundrandi og hún: — Sæl, elskan! Svo ég var þá heppinn eftir allt! Viltu koma út með mér að dansa? Ég skipti við annan strák til að bjóða þér út á laugardagskvöldi. Loks fékk Sandra aftur málið. Hún hefði átt aö hafna boði hans i simanum. Það var engin furða, þó að Jake væri hér. Hún hafði blátt áfram gefið honum undir fótinn. — Ég er þvi miður boðin út I kvöld með starfsbróður húsbónda mins. Jake Macleod leit skilningsrikur á hana og kinkaði kolli: — Jæja, já? Ætlarðu að gleðja gamlan mann? Hvað segirðu þá um aö bjóöa mér upp á kaffisopa og brauðbita? Ég fór beint frá flugvellinum, þvi að ég vildi ekki hætta á neitt... Sandra fór með hann inn i eldhúsið og hitaði kaffi meðan hún byrjaði að steikja beikon og spæla egg. A meðan kom maðurinn frá þvottahúsinu og siminn hringdi, þegar hún var að borga. — Á ég að svara? spurði Jake. Sandra kinkaði kolli. Ætli þetta væri ekki einhver, sem vissi ekki, að Janet var að heiman? Hún kvaddi þvottamanninn og fór inn. Jake kom á móti henni: — Það er maöur að spyrja um þig, elskan. Hann spurði, hvort ég væri einn af vinum Johns. Hver er John? — Maöur frænku mirinar! Söndru brá. Þetta hlaut að vera Noel... — Hverju svaraðirðu? Jake hló: — Vertu ekki svona hrædd elskan! Ég var hinn róleg- asti. Ég sagðist geta verið það ef hann róaðist við það. Earðu bara og talaðu við hann. Eg skal sjá um matinn... ég get það vel. Hún tók simann. — Þetta er Sandra... fyirgefðu biðina. Noel var kuldalegur: — Þetta er i bezta lagi, chérie. Ég hef engan rétt á þér allan timann. Ég hringdi til að segja þér, að ég kemst ekki fyrr en klukkan hálf átta. Það kom dálitið óvænt fyrir, sem ég þarf að annast fyrst. — Þá segjum við það, sagði Sandra. — Hver svaraði annars i simann áðan? spurði Noel. — Kunningi minn, sem ég þekkti i Englandi... þeir vinna ámóta störf. Nú, ekki laug hún þessu. — Vinur Alan Haines? Sendi Alan hann til að reyna að sættast við þig aftur? — Hvað veizt þú um Alan? hún greip andann á lofti. Noel fór undan i flæmingi: — Janet minntist á hann, þegar hún var að leita að vinnu handa þér. Ég veit, að þú varst send hingað... til að gleyma! — Svo þess vegna ertu að minna mig á þa'ð? spurði Sandra stutt i spuna. — Ég vil ekki rifast við þig, og biðst afsökunar, ef ég hef sagt eitthvaðóviðeigandi. Eigum viðaðsegja, að mér hafi brugðið, þegar ég heyrði ókunnuga karlmannsrödd i simanum? Noel virtist leiður. — Hann beið á tröppunum, þegar ég kom heim. Við sjáumst þá i kvöld kl. hálf átta. I Hún vildi ljúka þessu samtali sem fyrst og jafna sig. j — Áu revoir, chérie... og reyndu að losna við þennan I mann! I Noel skellti á áður en hún gat svarað reiðilega. Hvernig leyfði hann sér að segja henni, hverja hún ætti J að umgangast? Hún fór fram i eldhúsið. Jake leit upp frá pönnunni. — Hvernig gekk þér? | — Ég sagði;áð þú værir vinur Alans, sagði Sandra | hugsunarlaust. I — Þekki ég þennan Alan? Heitir ekki maður frænku I þinnar annars John? Jake var ringlaður. — Hann er flugmaður hjá sama flugfélagi og þú. Sandra j nennti ekki lengur að skrökva meira. Skipti það lika nokkru máli? J Alan hafði slitið sambandi þeirra að eigin viljja... — Heyrðu, ég fylgist ekki rétt vel með! Áttu við Alan j Haines, náungann, sem var bannað að fljúga fyrir ' mánuði? Sandra starði á hann: — Bannað að fljúga...? Hann er fráhær flugmaður! Jake yppti öxlum: — Kemur mér ekki við! Ekki setti ég hann i flugbann! j Ég þekki hann eiginlega ekki neitt.. ég veit aðeins að hon i um var bannað að fljúga, og hann er að minnsta kosti ekki I fyrsti flugmaður á þessari leið. Seztu nú og drekktu kaffið I þitt. Jake var heldur rólegri, þegar hann var búinn að borða. J Þegar hann hafði þakkað fyrir matinn, sagði hann hugs- j andi: — Ég hringi i þig. Ég verð að fara. Vertu ekki j að ómaka þig að fylgja mér til dyra. Hvers vegna fórstu? Alþýöublaðiö Fimmtudagur 8. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.