Alþýðublaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR f Sinfóníuhljómsveit íslands Fjölskyldutónleikar I Háskólabiói laugardaginn 6. marz kl. 14. A efnisskránni eru þessi verk: HATIÐ DVRANNA eftir Saint-Saé'ns, Lagasyrpa úr WEST SIDE STORY eftir Bernstein og enn- fremur LÍNA LANGSOKKUR. Kynnir er KJARTAN RAGNARSSON leikari. Aögöngumiöar seidir viö inn- ganginn. SINFOMl IlUOMSYEIT ISLANDS Ull HÍKISl HARPIÐ j|f ÚTBOÐ Tilboö óskast I efni til endurnýjunar i þrýstivatnspipu úr tré fyrir Elliöaárstöö Rafmagnsveitu Reykjavikur. Tilboöin veröa afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboöin veröa opnuð á sama stað, miövikudaginn 14. apríl 1976, kl. 11 f.h. _____ INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Tilboð óskast i smiði á gufuskiljum, rakaskiljum og hljóðdeyfi vegna Kröfluveitu fyrir Orku- stofnun. Útboðsgögn verða afhent gegn 5000 kr. skilatryggingu hjá Virki h/f, Verkfræði- stofu Guðmundar og Kristjáns.Laufásvegi 19 og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s/f Ármúla 4, Reykjavik. Tilboðum skal skilað 22. marz 1976. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns, Verkfræðisstofa Sigurðar Thoroddsen s/f. Laus staða Kennarastaöa, ætluö hjúkrunarfræðingi, er laus til um- sóknar við Fjöibrautaskólann i Breiðholti i Reykjavik. Kennaranum er ætlað að sinna kennslu og ieiðbeiningar- störfum á heilsugæz'.ubraut skólans, m.a. I sambandi viö verklega þjáifun nemenda að sumarlagi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferii og störf skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavik, fyrir 3. april n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 3. marz 1976 TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSS0NAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFN ARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Muniö hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurö- um og gluggum. * Kkki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. Blnl Föstudagur 5. marz 1976. alþýöu blaöi íö MEÐ ÖNGULINN í RASSINUM Þessi mynd birtist f yrir nokkru í norska Arbeiderbladet. Hún f ylgdi leiðara, þar sem f jallað var um landhelgisdeilu (slendinga og Breta. — Myndin þarf nast engra skýringa, en Wilson, forsætisráðherra er þarna illa staddur. „VIÐBIIIÐ AÐ SKILJIEKKI SAMNINGANA” ,,Nei, það er ekki nein sundrung hjá þeim sjó- manna félögum, sem standa að þessari kjara- baráttu", sagði Jón Sig- urðsson formaður Sjó mannasambands islands í samtali við blaðið í gær. Að sögn Jóns, þá hafa þrjú félög samþykkt samningana, en það eru félögin i Vestmannaeyj- um, Þorlákshöfn og Grindavík. Heildarf jöldi þeirra félaga, sem að samningum standa, er um 20. ,,Það vill oft veröa i samning- um sem þessum, að þegar eitt félag fellir samninga, þá vilja fleiri fylgja i kjölfarið. Þessir — segir Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambandsins samningar voru og eru mjög flttknir, þannig að viðbúið er að menn skilji þá ekki. Mönnum finnst óeðlilegt að lækka skiptaprósentuna, en hún var eitt af oddamálum sjómanna. Þessir flóknu samningar koma misjafnlega út, og eru mörg atriði með öðru sniði, en áður var, t.d. fer margt eftir stærð skipa o.s.frv.” Jón sagðist ekki hafa fengið neina tilkynningu um nýja fundi, og þvi ekki geta tjáð sig um það mál. Eins og kunnugt er, þá hefur öllum fundum verið frestað. A Snæfellsnesi hafa sjómannafélög- in haldið sameiginlega fundi, en þau felldu samningana, eins og flest önnur félög. GG Kaupmenn samþykkja samninga „Samningarnir voru sam- þykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, aðeins einn var á móti”, sögðu þeir á skrifstofu Kaupmannasam- takanna, er við inntum þá fregna af fundi um samninga- málin, sem samtökin efndu til hinn 3. marz. Fundinn, sem haldinn var á Loftleiðahótelinu, sóttu u.þ.b. 50 manns. í upphafi voru samningarnir útskýrðir og siðan urðu fjörugar umræður, úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu sem fyrr segir „allir á móti einum”. —ES Kvikmyndagerðar- menn segia stopp Kvikmyndagerðar- menn hafa lagt hömlur á áframhaldandi vinnu félagsmanna við sjón- varpið, þ.e. þeirra, sem ekki eru þar i fullu starfi. Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem Félag kvikmynda- gerðarmanna efndi til á Hótel Esju i gær. Ástæðan til þessa er sú, að sögn kvikmyndagerðarmanna, að fulltrúar sjónvarpsins rufu einhliða samningaviðræður þær, sem stóðu yfir milli þess og félagsins. Félagið hafði einnig samband við félög af svipuðu tagi erlendis og bað um að allri fyrirgreiðslu þeirra félagsmanna við islenzka sjónvarpið yrði hætt. Þá er i athugun að kvik- myndatökumenn sjónvarpsins úti á landsbyggðinni leggi niður vinnu, en þeir hafa aukaaðild að félagi kvikmyndagerðarmanna. Alþýðublaðinu barst i dag fréttatilkynning frá Rithöfunda- sambandi íslands. Þar er lýst yfir stuðningi við kvikmynda- gerðarmenn i baráttu þeirra fyrir viðunandi samningum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.