Alþýðublaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 5
biaöíð iFöstudagur 5. marz 1976. Góðanótt Þaö er aetíð óvarlegt aö geyma peninga eöa aðra fjármuni í misjafnlega traust- um geymslum, - hvort sem þaer eru i heimahúsum eöa á vinnustað. Meö næturhólfum veitir Landsbankinn yður þjónustu, sem er algjörlega óháð afgreiðslutíma bankans. Þjónusta þessi hentar bæði fyrirtækjum og einstakling- um; gerir yður mögulegt að annast bankaviöskipti á þeim tíma sólarhringsins, sem yður hentar best; sparar yður fyrirhöfn; tryggir yður trausta og örugga geymslu á fé og fjármunum. Kynnið yður þjónustu Landsbankans. Árbæjarhverfi Æskulýðsráð boðar til almenns fundar i Árbæjarhverfi, föstudaginn 6. marz. Fundurinn verður i samkomusal Árbæjar- skóla og hefst kl. 20,30. FUNDAREFNI: i Félagsmiðstöð i Árbæjarhverfi. Kynning og umræður. ÍÆskulýðsráð Reykjavíkur Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. marz 1960,' verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir október, nóvember og desem- ber 1975, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrif- stofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 2. mars 1976 Sigurjón Sigurðsson Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymsluloká Wolkswagen i ailflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. OTLðND 5 Djöfullinn kemur, sem öskrandi Ijón ■ Mannfórnir fljótlega, en fingrum fórnað núna — Djöflatrúin er geigvænleg. Ég held, að nú séu um tuttugu söfnuðir djöfladýrkenda i Noregi, enn fleiri í Sviþjóð og i Englandi er allt morandi af þeim. Sumir óttast, að mann- fórnir verði hafnar i Skandin- aviu á næstu mánuðum. — Þetta sagði sira Jón Dalbú Hróbjarts- son, skólaprestur, meðal annars i viðtali, sem Kirkjuritið átti við hann, Gisla Jónasson guðfræði- nema og síra Arngrim Jónsson, um kristilega stúdentamótið, sem haldið var hér á landi siðastliðið sumar. Margt forvitnilegt kemur fram i þessu viðtali. Við drepum á það helzta. ■ Talaði tungum, sem hann skildi ekki sjálfur 1 viðtalinu kemur fram, að talað hafi verið tungum á einni samkomunni i Laugardalshöll, en þar fór mestur hluti mótsins fram. Segir Jón Dalbú svo frá, að norskur prestur, Garcia de Presno hafi stigið i stól og tekið að tala tungum. Jón Dalbú skýrir frá þvi, að þessi norski prestur hafi full- komna stjárn á þessari náðar- gáfu sinni, þ.e. hann getur talað tungum, þegar hann vill. Hann er þess þó ekki umkominn, að túlka það, sem hann segir. Hins vegar vissi Presno, að á sam- komunni í Laugardalshöll var stúlka sem gat túlkað það sem hann sagði. Segir Jón, að Presno hafi talað drjúga stund, ætlað að segja meira, en skort djörfung til þess. Síðan hafi fyrrnefnd stúlka ásamt pilti einum, stigið fram og túlkað orð Presno fyrir viðstöddum. Reyndar gerði hún meira en það, samkvæmt skoðun Presno, þvi hún sagði einnig það sem hann átti ósagt. Þessi stúlka væri nefnilega gædd spádómsgáfu. Síra Arngrimur Jónsson segir i þessu viðtali, að tungumálið sjálft sem Presno talaði, hefði haft dálitið einkennileg áhrif á sig. Hann hafi hugsað um það, hvort þetta væri einhver rómönsk tunga, sem Presno talaði. ■ Tungutal ekki utangarðs fyrirbrigði 1 viðtalinu segir einnig, að hin svokallaða „karismatiska” hreyfing hefði nokkuð gætt að undanförnu á Norðurlöndum og reyndar lika hér á landi. Þessi hreyfing leggur áherzlu á að kynna sér allt varðandi náðargáfurnar, þ.e. tungutals Og lækningagáfurnar. Þessi karismatisku áhrif hefðu sums staðar orðið mjög sterk. Segir Jón Dalbú, að til- finningahitinn hafi orðið svo mikill, að nálgaðist ofhrif eða leiðslu. Beita þyrfti hálfgerðri hörku, til þess að kveða þessar öfgar niður. Með rökum Guðs hefði hins vegar tekizt að koma á þvi jafnvægi, að þessi áhrif fá að lifa þvi lifi, sem eðlilegt má telja. Að sögn Jóns Dalbú, var þvi ekki óeðlilegt, að tungutals gætti á stúdentamótinu, og á margan hátt jákvætt, að það gerðist þarna, þvi að tungutal væri fyrirbrigði sem ætti heima i kristnum söfnuði. ■ lllir andar tala líka tungum I viðtalinu ,kemur fram, að mikil hætta væri samfara tungutakinu, ef áhuginn á fyrirbrigðinu yrði óeðlilegur og ofsafenginn. Segir Jón eftir fyrrnefndum Presno, að illir andar töluðu stundum tungum og formæltu þá Guði og öllu þvi, sem Guðs væri. Hefði það komið fyrir á kristnum samkomum. ■ lllir andar raunveru* legir og áþreifanlegir f viðtalinu i Kirkjuritinu segir, að hrollvekjandi sé til þess að vita, hve illir andar séu orðnir áþreifanlegir á Vestur- löndum. Það væri ekki undar- legt að heyra frá Afriku um menn haldna illum öndum, en i nágrannalöndunum gegndi öðru máli. Þá er frá þvi sagt, að Presno, norski presturinn tittnefndi, hafi minnsta kosti þrivegis rekið út illa anda i Noregi. Það léki enginn vafi á, hvort um væri að ræða illa anda eða geð- veiki, þvi þessir andar töluðu og streittust á móti. Þeir reyndu að blekkja og gerðu allt, sem þeir gætu til bess að lama þann, sem reynir að reka þá út. Hinir illu andar töluðu reip- rennandi frönsku, ensku og - þýzku, án þess að sá kunni sem haldinn er. Jafnvel segja hinir illu andar, að þeir hafi komizt inn við sprautun og þvi séu þeir i öllum likamanum. Það sé þvi tilgangslaust að reyna útrekstur — þeir séu fastir i likamanum. Langoftast tekst þó að hrekja hina illu anda á brott, þegar nafn Jesú Krists er nefnt. ■ Andaglas er kukl Jón Dalbú skólaprestur segir loks i þessu viðtali, að jafnvel andaglas, sem mörgum hér heima finnst saklaust, megi lita á, sem kukl. „Andaverur vonzk- unnar i himingeimnum” hafa einmitt komizt inn i ungt fólk eftir farvegi dultrúarinnar, en andaglas telst til hennar. „Hvernig eru kristnir menn viðbúnir slikri innrás djöfuls- ins? ,,Hér kemur hann, sem öskrandi ljón, ,.segir Jón Dalbú i þessu viðtali Kirkjuritsiiis. —GAS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.