Alþýðublaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 9
Skora á Vilmund að gefast ekki Kvenfélag Alþýðuflokksins á Akranesi hcfur sent Vilmundi Gylfasyni sérstaka kveðju. Kveðja þcssi barst i bréfi frá félaginu. Þar segir: „A fundi Kvenfélags Alþýðu- flokksins á Akranesi, sem hald- inn var i Röst 18. febrúar siðast liðinn, var §amþykkt einróma að senda þér eftirfarandi kveðju: „Kvenfélag Alþýðuflokksins á upp Akranesi lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu Vilmundar Gylfasonar gegn spilltu réttar- fari og siðleysi i islenzku þjóðlifi. Skorar félagið á Vilmund aö gefast ekki upp, þótt á móti blási.” Beztu kveðjur. Fyrir hönd Kvenfélags Alþýðuflokksins á Akranesi. Helga Guðmunds- dóttir. ritari. Rannveig E. Hálf- dánardóttir. formaður. FnstLjdAmjr H. msrz 197A alþýóu- FncJi 9 Hvers vegna er Kristjáni ekki falin rannsókn mannshvarfa? MILLI HÍSKÚLANS, STJÚRNARRAÐS OG ALÞINGIS LIGGUR LEYNIÞRÍÐUR Nokkur orð um Kristján Péturs son. deiidarstjóra er fyrir sögn, sem NNsetur á bréf sitt til blaös- ins, og skýrir hún efni bréfsins: ,,Sá sem þessar linur ritar hef- ur að undanförnu ásamt fleiri að- ilum verið að velta þvi fyrir sér, hvernig Kristján Pétursson, deildarstjóri á Kefíavikurflug- velli geti upplýst svo mörg og merk sakamál á breiðum grund- velli, eins og sagan sannar á und- anförnum árum. Bréfritariþekkirekkert þennan mann, en hef fylgst með honum i fjölmiðlum af miklum áhuga. Hann er sagður harðduglegur og fari sinar leiðir hvað sem aðrir segja. Um hann eru sagðar ýms- ar sögur varðandi djarflegar upp- Ijóstranir og láti sig engu skipta hvort málin komi undir hans embætti eða ekki. Hann er sagður rannsaka málin utan og innan kerfisins og hafi á að skipa mjög öflugu og breytilegu upplýsinga- kerfum, sem enginn veit um. Fróðlegt væri að vita hvar þessi athafnasemi embættismaður hafi hlotiö sérmenntun sina eða þjálf- un á þessu sviði. Eitt er vist, að dómskerfiö skelfur i hvert sinn, sem hann lætur til heyra. Ekki hef ég heyrt nokkurn aðila i dómskerfinu reka ofan i hann ósannindi eða sannað á hann ódrengskap. Kristján hefur komið við sögu eða öllu heldur verið aðalrann- sóknaraðilinn i ótrúlega mörgum stærstu sakamálum þjóðarinnar og má þar m.a. tilefna eftirtalin mál: Oliumálið á Keflavikurflug- velli 1958-1961. Byggismáliö 1959-1960. Læknamálið. Rann- sóknir á fikniefnamálum frá 1969-1976, en hann var brautryðj- andi i þeim málum frá upphafi. eins konar hæstarétti um það, hvaða erlendir háskólar skuli teknir gildir hér á landi. Sálarfræði er viðurkennd, afmörkuð fræðigrein Sálarfræði er sjálfstæð og afmörkuð fræðigrein, sem kennd er viö flesta ef ekki alla háskóla, þar á meöal við Háskóla tslands. Aö visu verða islenzkir stúdentar enn sem komið er að fara utan til þess að ljúka endanlegu prófi i þessari grein. Þannig er einnig um ýmsar aðrar fræðigreinar, s.s. mannfræði, félagsfræöi og hagfræði. Nú er það vitað mál, að háskólamenntun, sérstaklega viö stóra erlenda háskóla, er mjög fjölbreytt og margþætt. Sérhæfingin i háskólanámi hefur aukizt hröðum skrefum jafnhliða aukinni þekkingu, visindum og tækni. Læknisfræðin er þó ef til vill sú fræðigrein, þar sem almenningur hefur komizt nánast i snertingu við akademíska sérhæfingu. Að visu er hér ekki einungis um að ræða sérhæfingu innan hins hefð- bundna ramma læknisfræðinnar (hið sama gildir um aðrar fræði- greinar), heldur fara þessar fræðigreinar i sérhæfingu sinni einnig inn á svið annarra greina. Þrátt fyrir þessa skörun á viðfangsefnum hefur sú þróun haldizt i háskólum, að einstakar fræðigreinar séu áfram skýrt afmarkaðar. Svo tekin séu nokkur dæmi má benda á að félagsfræðin greinist i sérgreinar svo sem uppeldisfélagsfræði, menntunarfélagsfræði, fjöl- skyldufélagsfræöi, félagsfræði aldraðra, fjölmiölafélagsfræði o.fl. Enda þótt þessar sérgreinar félagsfræðinnar fari inn á svið annarra greina s.s. uppeldis- fræðinnar, læknisfræðinnar eða stjórnmálafræöinnar, þá eru þessar sérgreinar eigi að siður skilgreindar sem félagsfræði. Svipuö dæmi má taka af mann- fræðinni. Þar er talað um félags- lega mannfræði, sem er sam- kvæmt skilgreiningu háskólanna mannfræði en ekki félagsfræði. Að visu má segja, að erfitt sé að átta sig á þvi hvað sálfræðingur, félagsfræðingur og uppeldisfræð- ingur i raun og veru merkir og hve mikið nám liggur þar að baki ef ekki er vitað um þá mennta- gráðu, sem um ræðir og jafnvel frá hvaða háskóla fræðimaðurinn hefur útskrifazt. Jafnvel þótt þessar upplýsingar liggi fyrir hendi fer fjarri þvi, að það sé á færi almennings að meta hvað hér um ræöir i hverju tilviki. Þaö er þvi háskólanna einna-að útskrifa menn með háskólapróf. Ef sá réttur er skertur, eins og hér er gert ráð fyrir, erum við komnir út á mjög alvarlega braut. Sálfræðingar vilja innlima uppeldisfræðina Skal ég þá vikja að annarri hlið þessa máls, sem ég tel að sumu leyti enn alvarlegri en lög- verndun sálfræðinga. t 2. gr. frumvarpsins segir á bessa leið: „Leyfi samkvæmt 1. gr. má aðeins veita þeim sem lokið hafa kandidatsprófi eða öðru hliöstæöu prófi i sálarfræði eða sálfræðilegri uppeldisfræði sem aðalgrein viö háskóla á Norðurlöndum eða sambærilegu prófi við aöra háskóla, hvort tveggja að fenginni umsögn Sál- fræöingafélags tslands.” Síðar segir svo: „Ef sérstakar ástæöur mæla með þvi er einnig heimilt að veita þeim takmarkað eða timabundiö leyfi samkvæmt 1. gr. sem hafa aðra háskóla- menntun en hafa við sjálfstæðar sálfræðilegar eða uppeldisfræði- legar rannsóknir eða hagnýt störf sýnt að þekking þeirra er sam- bærileg við þá sem nefnd er i 1. mgr. enda liggi fyrir rr.eðmæli SáRræðingafélags tslands.” Uppeldisfræöi er viður- kennd/ afmörkuö fræði- grein Uppeldisfræðin er algerlega sjálfstæö og viðurkennd fræði- grein i flestum eða öllum háskól- um. Um hana gilda þvi sömu reglur og aörar fræðigreinar. Þróunin i þessari fræðigrein hefur orðið mjög mikil og ör siðustu áratugina. Meðal sér- greina uppeldisfræöinnar má nefna eftirfarandi sem dæmi: barnauppeldisfræði, sálfræöilega uppeldisfræði, samanburðarupp- eldisfræði, kennslufræði, upp- eldisfræði afbrigðilegra barna, skólastjórn, fræðslulöggjöf, skólarannsóknir og þannig mætti enn halda áfram. I öllum þessum greinum uppeidisfræðinnar og mörgum fleiri er hægt að stunda framhaldsnám i flestum há- skólum. Við Háskóla tslands er eitt prófessorsembætti i uppeldis- fræði og á siðastliðnu ári var einnig skipaður lektor i uppeldis- fræði við skólann. Þannig hefur uppeldisfræöin og sálarfræðin verið algerlega aðgreind við Háskóla tslands i það minnst að formi til. Hitt er svo annað mál, að Háskólinn hefði án efa getað sinnt betur kennslu i þessari fræðigrein en raun ber vitni, en það er önnur saga. Menntamálaráðuneytið fái rétt til aö veita rúgbrauðs- krossinn Eins og fyrrgreindar tilvitnanir i frumvarpi bera með sér getur menntamálaráðuneytið veitt mönnum, sem hafa próf i öðrum háskólagreinum en sálarfræði, leyfi til þess að kalla sig sálfræð- inga. Þetta leyfigeta menn fengið ef þeir hafa t.d. unnið eitthvað við sálfræðilegar rannsóknir og einnig uppeldisfræðilegar rann- sóknir, að þvi tilskyldu að Sálfræðingafélag tslands telji það viðunandi. Auövitað hljóta menn aö sjá hvilika fjarstæðu hér er um að ræða. Hér er ekki einungis verið að fela menntamálaráðuneytinu og Sálfræðingafélaginu að gilda eða ógilda viðurkennd háskóla- próf í sálarfræði, heldur er hér einnig verið að lögbinda það að uppeldisfræðingar, sem hafa sér- menntað sig i sálfræðilegri upp- eldisfræði, geti fengið að kalla sig sálfræðinga. Eins og áður er bent á skiptir i rauninni engu máli hvaða háskólagrein menn hafa lagt stund á, allir geta þeir fengið að kalla sig sálfræðinga ef menntamálaráðuneytið og Sálfræðingafélagið telja það við hæfi. Nú skyldu menn ætla að uppeldisfræðingar og reyndar allir aðrir háskólaborgarar, sem eitthvað koma nálægt skóla- málum ættu að verða yfir sig ánægðir að fá þannig að út- skrifast með sálfræðigráðu frá menntamálaráðuneytinu og Sál- fræðingafélaginu. Þeir sem betur þekkja til þessara mála vita mætavel, að hér er um allt annað og alvarlegra mál að ræða en i fljótu bragði virðist. Kristján Pétursson Unnið að stærstu smyglmálum þjóðarinnar um árabil, þar á meðal spiramálið á s.l. ári. Klúbbmálið (stærsta skattsvika- mál þjóðarinnar). Af hverju er ekki svona mannij falin rannsókn á þeim manns-i hvörfum, sem nú eru til rann- sóknar og öðrum þáttum þeirra j mála. Eru jafnvel einhverjirj hræddir um að hann upplýsi óþarfiega mikið i leiðinni. Dóms-Í yfirvöldin og sérstaklega dóms-j málaráðhr. ættu að fá hann til þessara starfa, enda þótt hann hafi deilt harölega á meðferð dómsmála á undanförnum árum. Það er von min og ég veit margra annarra, að þessi mál verði að fullu upplýst, það er nóg komið af þessum sýndar — og sorgarleikjum á undanförnum árum. Eg vona, Kristján, að þú vinnir þin störf þin af sömu ein- urð, drenglyndi sem hingað til og látir ekki hugfallast, þjóðin stendur með þér. Þökk fyrir birtinguna. N.N.” Eins og áður hefur veriö bent á hafa háskólar og þar með Háskóli Islands, sérstööu, sem byggist á viðurkenningu stjórnvalda á stööu þeirra, sem æðstu stofnana á sviði vísinda og mennta. Hvorki ríkisvaldið né einstök félagssamtök háskólamenntaðra manna hafa til þessa fengið að raska þvi hefðbundna valdi, sem háskólarnir hafa haft. Meiri ástæða væri til að efla sjálfstæði háskólanna heldur en að binda starfsemi þeirra í fjötra ríkisbáknsins og annarra „þrýstihópa", sem vilja fá að ráða meiru um málefni háskólanna en eðlilegt má teljast. Rétt er það, að hið opinbera hefur oft og einatt haft afskipti af starfsréttindum einstaklinga og hópa. En lögbundin starfs- réttindi eru eitt og viðurkennd háskólapróf annað. Ég tel þvi með öllu fráleitt, að hægt sé með lögum, að svipta menn aka- demisku starfsheiti eins og gert er ráð fyrír i frumvarþi til laga um sálfræðinga. Ef þetta frumvarp yrði að lögum þá væri i raun verið að gera sálfræðingafélag tslands að Það dugar ekki að hlaupa upp i tré, þegar maður vill komast undan ljóni. Það reynir þessi maður, en án árangurs. Ljón geta klifrað. — Sem betur fer er þetta leikur, dýratemjari er aðeins að sýna hvað Ijónið hans getur! HRING- EKJAN Afrakstur New York dvalar í Norræna húsinu Sigurður Örlygsson inu. Hann sýnir þar 55 hefur opnað málverka- myndir, sem flestar eru sýningu i Norræna hús- málaðar i fyrra og hitteð- Ein af myndum Sigurðar örlygssonar í Norræna hús- inu. fyrra. Einnig eru myndir frá 1972 og '73. t sýningarskrá skrifar Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, um myndir Sigurðar. Hann segir meðal annars, að nýsloppinn úr skóla hafi Sigurður haldið sfna fyrstu einkasýningu i Unuhúsi 1971, og hafi það likiega verið ein heilleg- asta og sterkasta frum- sýning listamanns hér- lendis i langan tima. Arið 1974 til '75 dvaldist Sigurður í New York, og segir Aðalsteinn, að sú dvöi hafi valdið breyting- um á verkum hans, sem enn verði ekki séð fyrir endann á. Teikning hans hafi orðið iipurri og linur hans ekki lengur afger- andi og strengilega afmarkandi. Lifrænir lit- flekkir rjúfi helgi hinna stóru einlitu forma. Þá segir Aðalsteinn, að á sýningu Sigurðar, sem nú hafi verið opnuð, megi sjá afrekstur New York dvalarinnar og eftirmála um hana. Meiri hreyfing sé i málverki Sigurðar en áður, áferð þeirra sé fjölbreytileg og litirnir dýpri og munaðarfyllri. Sýning Sigurðar f Norræna húsinu er opin daglega frá klukkan 14 til 22. — AG. Kjör opinberra starfsmanna eru mjög bágborin Kristján Thorlacius sagði i gær, að þokazt hefði allverulega i samkomulagsátt i samn- ingsréttarmálum opinberra starfsmanna. Væntanlega yrði þess ekki langt að biða, að einhverjar niðurstöður fengjust, enda þótt enn væru ýmiss ljón á veginum. Rætt við Kristján Thorlacius, tormann BSRB Þá sagði Kristján: „Við munum reyna til þrautar að komast að niðurstöðu um samningsréttarmálið áður en farið verður af alvöru að ræða um kjaramálin.” BSRB hefur lagt mikla áherzlu á að opinberir starfs- menn fái verkfallsrétt. í þvi augnamiði beitti stjórn banda- lagsins sér fyrir kynningu á þessum málum siðast liðið haust. Kynningunni var þannig háttað, að haldnir voru fundir meðal hinna ýmsu aðildarfélaga um allt land. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var samhliða þess- um fundum, kom fram, að meirihluti þeirra, sem fundina sóttu, voru hlynntir þvi að opinberir starfsmenn fengju verkfallsrétt. Sagði Kristján Thorlacius, að ákvarðanir i þessum mál- um yrðu endanlega teknar af stjórn BSRB og sérstakri 50 manna samninganefnd og verkfallsnefnd sem bandalag- ið hefði valið. Enda þótt samningsréttar- málið sé þannig i brennidepli hafa kjaramálin einnig komizt á hreyfingu. Sérstakar undir- nefndir frá BSRB og rikinu hafa þegar tekið til starfa og sagðistKristján gera ráð fyrir einhverjum niðurstöðum frá þeim viðræðum mjög fljót- lega. Lægstu laun 50 þús Að lokum var Kristján Thorlacius spurður um kaup- kröfur BSRB með hliðsjón af nýgerðum kjarasamningum ASÍ og vinnuveitenda. Um það sagði Kristján: „Kröfur okkar liggja fyrir frá þvi i haust, svo það fer ekkert á milli mála hvað við förum fram á, Lægst laun opinberra starfsmanna eru nú 50.086.- i fyrsta þrepi en 56.358 i efsta þrepi. Kröfur okkar eru nú 78.000 i fyrsta þrepi og 84.000 i efsta þrepi.” Kristján sagði að stefna BSRB væri launa jiöfnunar- stefna, enda gerðu þeir ráö fyrir mun meiri launahækkun fyrir þá lægst launuðu en þá, sem hæst laun hefðu. Til samanburðar má geta þess að hæstu laun opinberra starfsmanna eru nú 141.214 og gildir þar jafnt hvort um lengri eða skemmri starfs- tima er að ræða, þ.e.a.s. engin þrep. Kröfur fyrir efsta launa- flokk eru hins vegar 199.500 fyrir lægsta þrep en 205.500 fyrir efsta þrep. Meiri kröfur en ASí Samkvæmt þessum tölum er ljóstaðBSRB gerir mun meiri kaupkröfur, hlutfallslega, en ASI samdi um i kjarasamn- ingunum. Sagði Kristján Thorlacius, að opinberir starfsmenn mundu varla sætta sig við jafn lágar kjara- bætur og verkalýðshreyfingin hefði samið um, enda hefði kaupmáttur launa rýrnað mjög — BJ — HMsnnsnmBHH Dr. Bragi Jósepsson, uppeldisfræöingur: ANNAR HLUTI ■ ■ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.