Alþýðublaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 5. marz 1976. alþýðu- blaðió Aldarafmæiis Ásgríms Jónssonar listmálara minnst með sýningu að Kjarvalsstöðum Rey kj a víkur borg minnist nú aldaraf- mælis Ásgrims Jóns- sonar með sýningu á verkum listamannsins að Kjarvalsstöðum. A sýningunni að Kjarvals- stöðum eru 274 verk, öll úr gjöf Asgrims til felenzku þjóðar- innar, utan 6 verk sem aðrir hafa gefið safninu. Af þessum 274 myndum eru um 120 vinnu- bókarmyndir, sem ekki hafa komiö fyrir augu almennings fyrr. Því má segja að þarna sé ný hlið á listamanninum. Allan veg og vanda af upp- setningu sýningarinnar höfðu listamennirnir Þorvaldur Skúlason, Hjörleifur Sigurðsson og Guðmundur Benediktsson. Þeim til aðstoaðar var Bjarn- veig Bjarnadóttir forstööukona Asgrimssafns. —ES Hvatt til átaks í bindindis- boðun „Enda þtítt Htil teikn sjáist enn til bóta i áfengismálum hér á landi, er. þó ýmislegt, sem bendir til að vænta megi straumhvarfa i þeim efnum viða um lönd" segir m.a. i Avarpi frá Þingstuku Reykja- vfkur. Rakin eru nokkur dæmi um breytt viðhorf stjórnvalda i Evrópu I þessum efnum og þess getið, að Evrópuráðið hvatti aðildarriki sin i ályktun frá ár- inu 1974, til að efla bindindis- starfsemi.- Þingstúkan telur þaö til þátta- skila I mannkynssögunni, þegar pólitlskar stjórnir glöggva sig á, að áfengismálin eru þjóðmál, sem krefjast þjóðfélagslegra aðgerða. „Þjóöir, sem reyndu að laga drykkjuvenjur með þvi að auð- velda aðgang að áfengu öli, eins og Finnar, Sviar og Rússar, vita nú að þær hafa stígið alvar- legt vlxlspor." segir ennfremur I ávarpinu. „AUs staðar eru úr- ræðin sams konar: Lögbundnar hömlur og valdboðnar takmark- anir á sölu, veitingu og neyzlu áfengis og aukin bindindis- boðuh." Þá eru bindindismenn, sem stahda utan bindindishreyf- ingarinnar, hvattir til að ljá henniliðsinni sittogþví spáð, að þær öldur, sem nú risa i bind- indismálum I nálægum löndum muni fljótlega berast hingað. Hitaveituframkvæmdir stoðvaðar i Firðinum Hitaveita Reykja- vikur hefur stöðvað framkvæmdir við dreifikerfislagnir i Hafnarfirði. Hitaveitan tilkynnti bæjarstjórn Hafnarfjarðar þessa ákvörðun i bréfi dag- settu 17. febrúar siðast- liðinn. Þar segir, að tekjur hitáveit- unnar muni ekki standa undir nema hluta þeirra farmkvæmda, sem fjárhagsáætlun veitunnar hafi gert ráð fyrir. I bréfinu segir einnig, aö Hita- veitan hafi á undanförnum árum tekið erlend lán, til þess aö standa undir nýjum framkvæmdum, langt umfram það, sem áætlað var,miöað við eðlilega gjaldskrá. Hafi Hitaveitan oröið fyrir stór- felldu gengistapi vegna þessarar lántöku, og þvl verið rekin með beinu tapi undanfarin tvö ár. Átti að ljúka á þessu ári Fjárhagsáætlun Hitaveitunnar yy—immmmmm -**r*mmmmmmm gerði ráð fyrir, að lokið yrði framkvæmdum við dreifikerfis- lögn I nágrannabæjunum á þessu ári. Auk þess hefði átt að ljúka nauösynlegum virkjunarfram- kvæmdum til þess að sjá öllum dreifikerfistækjunum á þessu árifyrir nægu varmaafli veturinn 1976-77. Þá segir I bréfi Hitaveitunnar til bæjarstjórhar Hafnarfjarðar, að ástæöan fyrir þessum niður- skurð á framkvæmdum veitunnar væru végna fyrrgreinds taps á rekstrinum. Hann stafaði af þvl, aö ekki fengist staðfest hjá ráðu- neyti umsókn borgarstjórnar Reykavikur um hækkaða gjald- skrá Hitaveitunnar. Mikil vonbrigði Viöbrögð bæjarstjórnar Hafnarfjarðar I þessu máli voru þau, að lýst var miklum von- brigðum, ef hitaveitufram- kvæmdir stöðvuðust i Hafnar- f irði. Telur bæjarstjórnin með öllu óverjandi, að brugðið sé fæti fyrir^ að nauðsynlegum fram kvæmdum verði áfram haldið, til hagsbóta fyrir alla þá, sem hlut eiga að máli. Skorar bæjarstjórnin alvarlega og mjög eindregið á rlkis- stjórnina að láta þetta mál tafar- laust til sin taka og gera nauðsyn- legar ráðstafanir til að tryggja sem skjótastan framgang málsins. Segir bæjarstjórnin að ljóst sé, að hækka verði taxta Hitaveitunnar til að tryggja aframhald framkvæmda. Rlkisstjörnin á því næsta leik I þessu máli. Hún á erfitt um vik. Annars vegar eru það hagsmunir nágrannabæja Reykjavfkur, sem vilja slna hitaveitu, þ.á.m. i sparnaðarskyni, og hins vegar borgarbúar, sem vilja ógjarnan þurfa að greiða hærra verð fyrir hitann, aðeins til þess a* nágrannabyggðirnar geti nýtt sér hann. —GAS Guð þarfnast þinna handa - til hjálpar þroskaheftum börnum Landssöfnun til handa þroskaheftum Hjálparstofnun kirkjunnar og Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar hafa ákveðið að taka höndum sáman i sameiginlegri æsku- lýðs- og fórnarviku undir yfir- skriftinni: Guð þarfnast þinna handa. Er að þessu sinni stefnt aö þvi, að kynna fyrir lands- mönnum málefni þroskaheftra barna á landinu. Vlðtækt samstarf er með stofnuninni og flestum, ef ekki öllum þeim félögum, stofnunum, sérkenn- urum og foreldrafélögum, sem starfa á einn eða annan hátt fyrir þroskaheft börn. Þessi fórnarvika er nú sem fyrr, fyrsta vika I föstu, en fastan hófst nú fyrr I vikunni. Það er von allra þeirra, sem að þessari framkvæmd standa, að ná megi almennri- samstöðu I landinu til hjálpar þroskaheft- um börnum. Eru landsmenn hvattir til að lata hug sinn til þessara barna I ljós, með fram- lögum I landssöfnun, en i þvi skyni má minna á gíróreikning Hjálparstofnunarinnar, nr. 20.000. Landsmenn kallaðir til framtiðarstarfs Markmið fórnarvikunnar er raunar tviþætt. Annars vegar einsog áður hefur verið sagt, að hvetja fólk til samstarfs um að bæta úr þörfum þroskaheftra barna á Islandi. Er að því stefnt að safna peningum, sem verja Lff hans er að verulegu leyti bundið rimlabúrinu. Þó má hann Hta upp og teygja sig mót ljósinu. Bræður. skal i þágu þessara minniháttar bræðra okkar. Þá er einnig leitað aðstoðar landsmanna við að efla almenn- an neyðarsjoð Hjálparstofnunar kirkjunnar. Eru mennbeðnir um að gerast styrktarfélagar, oggreiddu t.d. ársfjórðungslega eitthvert brot af tekjum sinum til sjóðsins. Sóknarprestar ¦ munu hafa milligöngu. . Opið auga hönd til hjálpar Gefið hefur verið út fréttabréf i tilefni þessarar æskulýðs- og fórnarviku. „Hóndin" nefnist fréttabréfið. Þar er margt fróð- legt á að Hta. M.a. grein eftir biskupinn yfir Islandi, sira Sigurbjörn Einarsson, hvað orðið þroskaheftur raunveru- lega þýðir, komið inn á tryggingamál þroskaheftra og heimsðttir eru skólar og stofnanir, þar sem þroskaheftir dvel ja. Þá eru viðtöl við forystumenn allra stjórnmálaflokkanna um stefnu flokkanna I málefnum þroskaheftra barna. Þar segir Benedikt Gröndal formaður Al- þýðuflokksins m.a." Tvö megin atriði I jafnaðarstefnunni eru jafnrétti I og tryggingar, sem hafa komið fram i baráttu fyrir jöfnum rétti allra borgara til llfs, heilsu og menntunar eftir óskum og getu hvers og eins, og hins vegar á tryggingarsviðinu, að tryggja alla frá vöggu til grafar gegn sjúkdómum og öðrum erfiðleikum, sem mönn- um eru ekki sjálfráðir. Hvort tveggja kemur við sögu varð- andi þroskaheft börn og leiðir til þess, að Alþýðuflokkurinn hefur mikinn ahuga á þvl að þjóðfélagið búi sem bezt að þéim og gjöri þeim kleift að'lifa eðlilegu lifi og efla þann þroska sem þau geta náð." Guð þarfnast þinna handa. Alþýðublaðið hvetur alla lands- menn til að gera myndarlegt átak fyrir þroskaheft börn hér á landi. Framlög I þessa lands- söfnun er lóð á þá vogarskál. —GAS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.