Alþýðublaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.03.1976, Blaðsíða 6
6 VHI Föstudagur 27. febrúar 1976 alþyðu* blaðiA Á horni Hofsvallagötu og Sólvallagötu er verzi- un, sem vakti athygli blaðamanns, því að í glugg- um hennar úir og grúir af alls kyns loftskeyta- tækjum og fleiri hlutum sem fjarskiptum við- kemur. Þó er óhætt að segja að verzlunin hafi lif- að sitt fegursta, þvi farið var að ganga á vörurn- ar. Er við litum inn i búðina var eigandinn, Árni ólafsson, þar fyrir, og tókum við hann taii. Árni sem er orðinn áttræður var hinn hressasti þrátt fyrir háan aldur og viðræðugóður. Loftskeytin heilluðu „Ég heillaðist gjörsamlega af loftskeytum þegar ég kynntist þeim fyrst, en þá voru þau alveg óþekkt tækninýjung hér á landi, Að geta talað á milli landa, fannst mér svo stórkostlegt, að ég varð að kynna mér þetta fyrirbæri betur. Varð dr að ég fór til Danmerkur og lærði loft- skeytafræðina, jafnframt sem ég vann á loftskeytaverkstæði? Umboð fyrir tæki t Danmörku fékk ég umboð fyrir nokkrum tegundum loft- skeytatækja. Þessi tæki seldi ég svo þegar heim kom, og var ég liklega sá fyrsti sem það gerði. Fljótlega komu fleiri i kjölfarið og notkun loftskeyta- tækja jókst ört. Með þessi tæki fór ég vitt og breitt um landið og seldi. Var salan það mikil að ég hafði ekki, undan, enda var ég einn um hit- una. Einnig var ég fyrstur til að selja fiskileitartæki, en þau ollu mikilli byltingu i fiskveiðum" mikil á mig allt frá byrjun, að ég hef aldrei haft neitt upp Ur þessum rekstri mínum. Hefur þetta farið svo áð ég hef orðið aö draga mjög saman seglin, og fer ég að hætta þessu hvað úr hverju. Ég hef aldrei fengið neitt lán um ævina, og er það furðulegt hvernig þetta hefur gengið. Nú er ég orðinn það skjálfhentur, að ég get litið sem ekkert unnið við tækin lengur.' Á sjónum ,,Ég hef alltaf haft mikinn á- huga á sjónum, enda alinn upp við Eyrarbakka. Ég var á gömlu togurunum hér i eina tið, og var ég þá bæði loftskeyta- maður og stýrimaður. Þetta var sem sagt tvöfalt starf, þar sem ég var á dekki lika. Þegar ég var i landi, fylgdist ég mikið með togurunum. Gleymi ég aldrei þegar ég hlust- aði i gegn um loftskeytatækin á togarana þegar þeir lentu i Halaveðrinu mikla um árið. Voru það stórkostlegir atburðir sem ég varð vitni að i gegn um tækin" Hélt böll og reisti loftnet u t öllum þropum og kaupstöð- um sem ég kom i á þessum sölu- ferðum minum, hélt ég dans- leiki i samkomuhúsum stað- anna, Gerðu margir grin að mér fyrir tiltæki þetta, en þessi böll tókust alltaf mjög vel. Böllin voru alltaf það vel sótt, að það kom aldrei fyrir að húsfyllir væri ekki. A þessum tima ferðaðist ég mikið um iandið, og þá alltaf á hestum. Hafði ég með mér loft- netsstangir sem ég dreifði vitt og breitt um land allt. Gerði ég það i þeim tilgangi að ná'sem beztu sambandi við útlönd.” Byggöi hús og verzlun „Þegar ég kom heim frá Danmörku byggði ég alla þá húsasamstæðu sem verzlunin er i. Þurfti ég að byggja þetta al- veg upp á minar eigin spýtur, og engin lán fékk ég heldur til byggingarinnar. Var þetta geysimikið erfiði og barningur, en á endanum hófst það. Byrjaði ég strax að selja loft- skeytatæki i búðinni, og einnig rak ég þar viðgerðaverkstæöi. Skattlangingin hefur verið það Veiðaiiærin „Veiðafærum hef ég alltaf haft áhuga á, og fylgdist ég allt- af með nýjungum á þvi sviði. Gerði ég margar tilraunir með veiðarfæri, og notaði ég oft ár til þeirra. Reyndi ég oft að ráð- leggja skipstjórum i þessu efni, en þeir voru flestir of miklir menn til að þiggja þær, nema þegar ég var viðs fjarri." Syndir r<Eftir að ellin fór að færast yfir mig, stofnaði ég sjoppu til að lifa á, en það er auðveldari vinna en viðgerðirnar. Þrátt fyrir að heilsunni er farið að hraka, þá fer ég i sund á hverj- um morgni, og er það merkilegt hve góð áhrif það hefur á mig. Einnig hef ég verið algjör reglu- maður um ævina, jafnvel þótt margir hafa gert grin að þvi i gamla daga. Hefur það örugg- lega verið heilsunni til framdráttar." Er við kvöddum Arna, kom- umst við að þvi að bræður hans eru ekki ómerkari menn en Sigurjón Ólafsson mynd- höggvari, Gisi bakarameistari og Guðni lyfjafræðingur. Einnig á Árni tvær systur. Kona Árna lézt fyrir allmörgum árum, en hún var frá Reykjavik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.