Alþýðublaðið - 16.03.1976, Síða 6
6
Þriðjudagur 16. marz 1976
alþýðu-
blaoið
AÐILDIN A
NAUDSYN
ÞJOÐAR í V
f. 6.3.1897
d. 7.3.1976
Einn og einn týna þeir tölunni og
hverfa til feðra sinna mennirnir,
sem með starfi, striti og eljusemi
lögðu grundvöllinn að þvi þjóð-
félagi, sem við nú byggjum. Þeir
unnu hörðum höndum og mundu
timana tvenna. Þeir kunnu til
verka, sem höfðu lærzt frá kyn-
slóð til kynslóðar gegnum ald-
irnar, höfðu kynnzt búskapar-
háttum liðinnar aldar, gátu byggt
hús og hlaðið veggi og hleðslur
með listahandbragði, þekktu á
féð, kunnu að spá til veðurs af
skýjafari og lifðu i nánu sam-
bandi við náttúruna. Þeir fylgd-
ust með og tóku þátt i sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar og baráttu
alþýðunnar fyrir rétti sinum,
réttinum til almennra mann-
réttinda, réttinum til vinnunnar
og mannsæmandi launa. Kreppan
herti þá og stælti á manndóms-
árunum. Oft höfðu þeir lagt hart
að sér, sýnt útsjónarsemi og
skildu gildi þeirra lifskjara, sem
við nú búum viö. Tæknivæðing is-
lenzks þjóðfélags haföi gerzt á
ævitima þeirra frá reku og páli til
jarðýtu og skurðgröfu.
Margir úr sveit þessara stæltu
manna voru meðal frumherja
Alþýöuflokksins og verkalýðs-
hreyfingarinnar á íslandi og
öruggustu liðsmenn jafnaðar-
stefnunnar. Þeir skildu öðrum
betur hverju Grettistaki þessar
sytstrahreyfingar höfðu lyft fyrir
islenzka alþýðu.
Einn þessara manna, Arnór
Þorvarðarson, er nú genginn.
Hann var eiginlega jafngamall
Alþýðuflokknum sem boðberi
jafnaðarstefnunnar, þvi að þegar
á ungum árum skipaði hann sér i
sveit Alþýðuflokksmanna.
Arnór minntist oft þeirra tima
þegar atvinna var af skornum
skammti og útgerðarmenn og
aðrir atvinnurekendur skömmt-
uöu vinnuna úr hnefa, þannig að
þeir einir fengu vinnu, sem voru
hliðhollir vinnuveitendunum, en
hinir fengu að snúa aftur heim
úrlausnarlausir. Það var ekki
Arnóri að skapi aö láta kúga sig
með þessum hætti. Það var
skárra að hans áliti aö vera
atvinnulaus en láta af sann-
færingu sinni og sjálfstæði.
Arnór var ekki þeirrar gerðar,
að hann tranaöi sér fram eða
sæktist eftir mannvirðingum eða
forystu, en sannfæring hans,
viljinn og stoltið var heilt, og
hann var fastur fyrir. Hans hlut-
verk var vinnan. Hann var verka-
maður og bóndi í beztu merkingu.
Jafnframt almennri verka-
mannavinnu haföi hann lengstum
nokkrar kýr og svolitinn fjárhóp.
Það drýgði heimilistekjurnar og
veitti ánægju. Kindabúskapurinn
leiddi reyndar til þess, að hann
tók aö sér að vera i forsvari fyrir
fjáreigendafélagi um nokkurt
árabil.
Arnór var borinn og barn-
fæddur Hafnfirðingur og bjó allt
sitt lif i Hafnarfirði. Reyndar bjó
hann alltaf á sömu slóðum, ýmist
á eða utan i Jófriöarstaðahólnum.
Hann fæddist á Jófriöarstööum og
átti þar heima fyrstu 26 árin,
siðan keypti hann húsið Litlaland
að Jófriðarstaðavegi 5 og bjó þar i
tæp 50 ár eða þangað til það varð
að vikja fyrir skipulagi vaxandi
byggðar. Seinustu árin bjó hann
svo aðeins sunnar i hólnum, að
Hringbraut 55.
Arnór var úr hópi tiu systkina,
barna Þorvarðar ölafssonar frá
Vötnum i ölfusi og konu hans
Elinar Jónsdóttur frá Setbergi við
Hafnarfjörð. Þorvarður og Elin
festu kaup á jöröinni Jófriðar-
stöðum i Hafnarfirði og settu þar
niður bú og á Jófriðarstööum
fæddust börnin öll. Er út af þeim
stór ættleggur, en með Arnóri eru
þau systkinin nú öll dáin.
Hinn 2. des. 1922, kvæntist
Arnór konu sinni Sólveigu
Sigurðardóttur bónda i Ási Jónas-
sonar, hinni ágætustu konu.
Fyrstu mánuði búskapar sins
voru þau á Jófriðarstöðum hjá
móöur Arnórs, en Þorvarður
faðir hans var þá látinn fyrir um
sjö árum. Siöan settu þau niður
heimili sitt í húsinu að Jófriöar-
staðavegi 5. Börnin fæddust þétt,
fjögur börn á fimm fyrstu
búskaparárunum, en alls urðu
börnin átta: Sigurlaug gift
Axel Kristjánssyni, forstjóra
Rafha. Sigurður trésmiða-
meistari kvæntur Guðbjörgu
Friöfinnsdóttur. Guðrún sem dó
fjögurra ára af slysförum. Elin
(nú látin) gift Friðþjófi Sigurðs-
syni, byggingarfulltrúa. Asta gift
Skúla Bjarnasyni, húsasmiða-
meistara. Guörún sem lézt 16 ára
gömul. Sigrún kennari, gift Birni
Höskuldssyni, verkfræðingi. Sól-
veig gift Þórarni Sjgurbjörnssyni,
vélvirkja.
Þetta var myndarlegur barna-
hópur og nú eru barnabörnin
oröin 22 talsins. Þau Arnór og Sól-
veig létu börn sin ekkert skorta.
öll fóru þau I Flensborg og yngstu
dæturnar tvær luku stúdentsprófi.
Það var oft þröngt i litla húsinu
við Jófriðarstaðaveginn, en samt
var þar alltaf rúmt, þvi að andi
umhyggju foreldranna sveif þar i
loftinu. Og öll hafa þessi systkin
sett sig niöur i Hafnarfirði.
Arnór stundaði alla almenna
verkamannavinnu i Firðinum.
Oft framan af vann hann við fisk-
verkun hjá Böövarsbræbrum, en'
Þorvarður bróöir Arnórs var þar
verkstjóri. Siðar vann hann við
lagningu Krýsuvikurvegarins og
breikkun Keflavikurvegarins
seinni hluta fjóröa áratugsins og i
byrjun hins fimmta. Eftir það réð
hann sig til Hafnarfjarðarbæjar.
Þar vann hann m.a. við lagningu
vatnsveitunnar allt úr Kaldár-
botnum og niðuri bæ, en vatns-
veitan var mikið mannvirki á
þessum tima, enda dugar hún
bænum enn.
Seinni hiuta sjötta áratugsins
tók heilsan að bila, og á árinu
1958 varð Arnór að hætta að
stunda almenna vinnu vegna
sjúkleika. Þó hafði hann kindur
heima við svo lengi sem hann gat.
Seinni árin varö hann oft aö þola
strangar sjúkdómslegur og aldrei
gekk hann þá heill til skógar. Þá
var Sólveig kona hans vakin og
sofin i umhyggju sinni fyrir
honum ogheilsu hans Var Sólveig
Arnóri ómetanleg stoð i þessum
veikindum og vildi helzt ekki frá
honum vikja, jafnvel þegar hann
lá á sjúkrahúsi.
A siðast liðnu hausti rákumst
við Arnór alloft hvor á annan. Við
gengum sömu götuna. Stundum
spjölluðum viðsvolitiðsaman. Ég
settist á garðvegginn hjá honum,
þar sem hann hvildi sig á göngu
sinni. Þótt likaminn væri slitinn,
logaði leiftrandi neisti i brjóstinu.
Nú er Arnór genginn. Ég sezt ekki
oftar á vegginn hjá honum.
Ég votta Sólveigu og fjölskyld-
unni allri dýpstu samúð.
Kjartan Jóhannsson
„Hvað viltu segja mér,
Stefán, um þin afskipti af
stjórnarmyndun og þátttöku i
rikisstjórnum Alþýðuflokks-
ins?”
,,Um fyrstu afskipti af þvi
vóru þegar samstjórn Alþýöu-
flokksins og Framsóknar var
mynduð 1934. Frá okkar hálfu
kom þar ekki annar til greina i
ráðherrastól en Haraldur Guð-
mundsson og samstarfsmenn
okkar höfðu ekki nema gott um
það að segja. Min skoðun er, að
þeir hafi átt i nokkrum vand-
kvæðum innan sins flokks,
vegna Jónasar Jónssonar, sem
þeir óskuðu ekki eftir i ráð-
herrastól, það ég bezt veit.”
,,En hvað um afstöðu Alþýðu-
flokksins til Jónasar?”
„Hún var svipuð, og þar geng-
um við raunar fram fyrir
skjöldu, að afþakka Jónas.
Þetta var eiginlega eina veru-
lega umtalsmálið, þvi flokkarn-
ir höföu fyrir kosningar stefnt
að samvinnu um stjórn ef þing-
fylgi fengist. Við höfðum raunar
sett upp 4ra ára áætlun, sem
okkar stefnumið og vissum að
hverju Framsóknarflokkurinn
myndi ganga. Þessi stjórn átti
við mikinn vanda að etja og kom
þó furðanlega miklu i verk, þó
hún entist ekki út eðlilegt kjör-
timabil. En þarna var komið á
ýmsum okkar áhugamálum,
s.s. tryggingunum, og víðtækur
grundvöllur var lagöur að
merkum málum i atvinnulifinu,
sem kunnugt er.”
Þjóð-
stjórnin
1939
„Upphaf heimsstyrjaldarinn-
ar færði okkur margháttuð
vandamál á hendur, og þvi
komst hreyfing á, að mynda
stjórn á breiðum grundvelli.
Það varð að ráði, að mynduð
var þriggja flokka stjórn undir
forsæti Hermanns Jónassonar
snemma árs 1939. Hún var
nefnd þjóðstjórnin. Ráðherrar
voru fimm, tveir frá hvorum
stóru flokkanna, og það kom i
minn hlut, að taka sæti i henni
fyrir Alþýðuflokkinn.”
„Já, þú varst fyrsti utanrikis-
ráðherrann á Islandi?”
„Já, satt er það, en það var nú
ekki eftir þvi sótzt af minni
hálfu. Annars voru menn sam-
mála um, að félagsmálin féllu i
minn hlut, sem var mér að
skapi. En um utanrikismálin er
það að segja, að þau höfðu áður
verið rekin sem deild undir for-
sætisráðuneytinu, en Hermann
óskaði að láta af þeim og það
varð úr, að ég tók viö þeim. Það
var orðað svo, að ég færi meö
utanrikismál, þegar stjórnin
var kynnt!”
„En þessi viðhorf breyttust
við hernám Breta?”
„Já, svo sannarlega. Eftir að
ákveðið var að flytja æðstu
stjórnina inn i landiö viö her-
nám Danmerkur, þótti þetta
ráðuneyti eitt af þeim þýðingar-
mestu, sem og var. Stjórnin
beitti sér fyrir þvi, að Sveinn
Björnsson, siðar forseti, kæmi
sem fyrst heim, en hann var
manna kunnugastur utanrikis-
málum okkar, vegna sendi-
herrastarfs sins i Danmörku.
Við hann hafði ég siöan mjög
nána og góða samvinnu og hann
reyndist mér ætið hollur vinur,
samstarfsmaður og ráögjafi.
En nokkru eftir hernám Is-
lands gerðu Sjálfstæðismenn
kröfu til þess að fá utanrikis-
ráðuneytið i sinn hlut, og lögðu á
þaö mikið kapp. Þvi neitaði ég
hinsvegar þverlega og þar við
sat. Þetta olli nokkrum stirð-
leika i rikisstjórninni i bili, að
minnsta kosti. Menn voru sáttir
að kalla.”
„En svo hvarfst þú úr stjórn-
inni 1942?”
„Já, og við það var ég ekki
sáttur. Reyndar var það ekki
ráðherrastóllinn, sem ég
saknaði. En það voru abfarir
samstarfsflokkanna, sem mér
mislikuöu ákaflega. Liklega má
segja, að þar hafi aldrei gróið
um heilt fullkomlega. Deilan
stób um gerðardóm i verölags-
og kaupgjaldsmálum, sem for-
sætisráöherra vildi setja á i árs-
byrjun 1942 og með bráða-
birgðalögum. Þessu vildi ég
ekki una, og ég held raunar að
Sjálfstæðismenn hafi veriö tvi-
bentir i fylgi viö þetta um hriö,
en stóöu þó að lögunum, þegar á
herti.
En það sem mér sveið einkum
*var að mér var meinað að túlka
mina afstöðu i útvarpi, þó hinir
ráðherrarnir neyttu þess, til að
túlka sin sjónarmið. Þetta rang-
læti og hlutdrægni brann i mér
lengi.”
Nýsköpun-
arstjórn-
in
„Ef ég man rétt, varst þú ekki
mjög áfram um þátttöku Al-
þýðuflokksins i nýsköpunar-
stjórninni, eða var svo?”
„Nei, það var ég ekki. Mér
var litið um að flokkurinn tæki
Sinfóníuhljómsveit íslands
Tónleikar
i Háskólabiói fimmtudaginn 18. mars kl. 20.30
Stjórnandi Páll P. Pálsson
Einleikari Halldór Haraldsson.
Efnisskrá:
Jón Asgeirsson: Fornir dansar
Tsjaikovsky: Pianókonsert nr. 2
Stravinsky: Petrouschka.
Aðgöngumiðar seldir I Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla-
vöröustig 2 og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar,
Austurstræti 18.
SIMOMl HUOMSMH ÍSLANDS
KÍKIM TMRIMI)
MÍM
Hraðnámskeið í ítölsku
fyrir byrjendur hefst miðvikud. 17. mars kl. 21.25, kennt
veröur tvisvpr i viku miðvd. og föstud.
Verð fyir 20 stundir kr. 1.800 Innritun fer fram mánud.
þriðjud. og miðvd. kl. 19.30-21 i Laugalækjarskóla.