Alþýðublaðið - 16.03.1976, Side 7

Alþýðublaðið - 16.03.1976, Side 7
7 alþýóu- blaöió Þriðjudagur 16. marz 1976 D NATO EDLILEG VOPNLAUSRAR IÐSJÁLUM HEIMI þátt i stjórn með kommúnistum. Hafði litla trúa á þeirra heilind- um. Vel má einnig vera, að þar hafi blandast inn i min afstöðu, að mér þótti afstaða Sjálf- stæðismanna 1942 heldur ekki aðlaðandi. En það sem reið baggamuninn, var, að svo fast var sótt eftir þátttöku okkar, að það má segja, að gengið væri hispurslitið að öllum okkar kröfum, sem byggðar voru á ályktunum siðasta flokksþings okkar. Það hefði verið næstum broslegt, að þekkjast ekki þau boð, sem flokkurinn fékk.” „En þú varst sjálfur frá- hverfur ráðherradómi?” „Já,algerlega, þó að mér væri lagt af flokksstjórn. Mig fýsti ekki að sitja i stjórn með kommúnistum. Það var einnig völ á ágætum og mikilhæfum flokksmönnum þeim Emil Jóns- syni og Finni Jónssyni, sem ég haföi lengi starfað með og hafði fyllsta traust á. Það sýndi sig einnig, að þeir brugðust hvorki trausti minu né flokksins og ræktu störf sin með skörungs- skap, sem þeim var jafnan lag- inn, hvað sem þeir tóku sér fyrir hendur.” „Og þú telur að staðið hafi verið við fyrirheit, sem flokkur- inn fékk við stjórnarmyndun- ina?” „Já, það tel ég. Raunar tók fljótlega að bera á sérsjónar- miðum kommúnistanna sem mig haföi grunað og stjórnin varð ekki langlif, en stjórnar- forystan stóð við sitt.” „Stefanía” 1947- 1949 „En svo myndáöir þú stjórn 1947, sem almennt gekk undir nafninu Stefania. Hver voru helztu tildrög þess?” „Það fór sem mig hafði frá upphafi grunaö, að kommúnist- ar myndu ekki una lengur i ný- sköpunarstjórninni en meðan ölið væri á könnunni. Þeir slitu stjórnarsamvinnunni vegna miskliðar um samninga við Bandarikjamenn um Kefla- vikurflugvöllinn seint á árinu 1946. Langvinn stjórnarkreppa fór I hönd, og loks gafst Ólafur Thors upp við stjórnarmyndun snemma árs 1947 eftir að hafa þráreynt að endurnýja stjórn sina. Forsetinn, hr. Sveinn Björns- son sneri sér til min með beiðni um að reyna stjórnarmyndun. Ég hefi gert rækilega grein fyrir þessu i minningabók minni, og get þvi sleppt að ræöa um þær æfingar, sem fram fóru af hálfu kommúnista, sem voru þessu á- kaflega mótfallnir og fram- sóknarmanna, sem voru heldur ekki hrifnir. Stuðning mins flokks hafði ég hinsvegar, og eftir að kommarnir neituðu við- tölum um stjórnarmyndun undir forsæti minu voru þeir auðvitað úr sögunni. Jákvæð svör fékk ég frá hin- um flokkunum, þótt ég vissi, að þar var engan veginn fullkomin samstaða. Þinglið Alþýðu- flokksins var heldur ekki á einu máli um samstjórn með borgaraflokkunum, en megin- hluti þingmanna og miðstjórnar stóð óhvikult að baki mér. Eftir allmikið af viðtölum samdi ég drög að samstarfs- samningi og fékk þau svör, að borgaraflokkarnir samþykktu þau sem viðræðugrundvöll og mikill meirihluti þingliðs og miðstjórnar Alþýðuflokksins var þeim meðmæltur.” „En hvað tók þetta langan tima, og hvernig var viðhorf forsetans til þessa samninga- þófs?” „Viðræðurnar stóðu frá 8. janúar og út mánuðinn. Forset- inn var mér mjög ráðhollur og framlengdi fresti i þvi skyni að mér væri fært að kafa sem bezt i málin. Hann lét það jafnvel i ljós, að hann væri tilbúinn til að samþykkja þann ráðherralista, sem ég bæri fram, og enda þótt það væri einlit flokksstjórn- minnihlutastjórn. Þegar hingað var komið, leitaði ég álits þingliðs og mið- stjórnar á hugmyndinni um minnihlutastjórn flokksins. Til- laga um það var samþykkt ein- róma,ef til þess þyrfti að koma. Ýmis minniháttar atriði voru tekin að skjóta upp kollinum i afstöðu borgaraflokkanna, sem timafrekt var að snúast við. Eftir að hafa athugaö um ráð- herralista og verkaskiptingu i einlitri flokksstjórn, tilkynnti ég samninganefndum þeirra, að ég myndi mynda minnihlutastjórn, ef samningar tækjust ekki þann dag (3. febrúar). Svo fór að samningar tókust og báðir flokkarnir höfðu til- nefnt ráðherra af sinni hálfu og samþykkt verkaskiptingu siðla kvölds. Emil Jónsson valdist ti) ráöherradóms frá Alþýðu- flokknum auk min. Var mér það ómetanlegur styrkur.” Viðfangs- efnin í hnotskurn „Hvert var brýnasta verk- efnið, sem stjórnin þurfti við að snúast?” „Þau voru raunar nokkur, þótt aðeins sé stiklað á stóru. Gjaldeyrissjóðurinn, sem var allgildur i striðslokin, var þá nær þurrausinn, dýrtið og verð- bólga fóru að, og atvinnuvegirn- ir stóðu höllum fæti. Sett voru lög um innflutnings- verzlun og verðlagseftirlit og fjárhagsráð, til að koma jafn- vægi á við útlönd. Lög um eignakönnun voru samþykkt. Þá voru sett lög um lækkun vöruverðs og kaupgjalds, en kaupgjaldslækkunin nam allt að 10%. Gaf þetta þann árangur, að framleiðslukostnaður jókst ekki þrátt fyrir nokkrar grunnkaups- hækkanir á timabilinu. Dregið var úr útlánum bank- anna og stefnt að hallalausum’ rekstri rikisbúskaparins.” „Og hver varð svo árangur- inn?” „Fljótlega miðaði i áttina, þó við ramman væri reip að draga. Rétt er að benda á, að greiðslu- hallinn við útlönd, sem hafði farið verulega vaxandi á undan- förrium árum, lækkaði á árinu 1948 í 50 milljónir úr 242 milljón- um árið áður.” „En hvað um samskipti við aðrar þjóðir?” „Ég tel, að tvennt hafi komið til, sem eftirminnilegast var frá þessum tima, ef til vill ekki sizt fyrir deilur, sem það olli og frambúðaráhrif. Marshallsamningurinn, sem samþykktur var milli tslands og Bandarikjanna 3. júli 1948, færði íslendingum mikla björg i bú og aðstöðu til umsvifa, þótt rikis- stjórn min nyti þar ekki nema litils af. Siðari stjórnir uppskáru af honum. Sjálfstæðisflokkurinn stóð, auk Alþýöuflokksins einhuga með þessum samningi, það ég bezt veit, en Framsóknarmenn voru þar talsvert tvibentir. Hitt var innganga fslands I Atlantshafsbandalagið, sem olli miklum deilum, einnig innan Alþýðuflokksins. Ekki tel ég þörf að rekja þau ólæti, sem kommúnistar og aðrir æsinga- menn viðhöfðu við þinghúsiö þann 30. marz 1949. Það er hins- vegar skoðun min, að innganga íslands i Nato, og vera þess i bandlaginu hafi verið og sé eðli- leg nauðsyn vopnlausrar þjóðar i viðsjálum heimi.” „En hvað viltu segja um orð- ræður manna um, að Nato veiti okkur ekki vernd gegn Bretum i fiskveiðideilunni, og þvi ættum við að segja okkur úr lögum við það?” „Að minu viti er hér um að ræða heldur aumlegt bull. Við skulum gæta að þvi, að þó við höfum tekið okkur 200 milna fiskveiðilögsögu og byggjum þar á neyðarrétti, sem vissu- lega vegur þungt, höfum við ekki alþjóðalög aö baki. Meðan svo standa sakir, getur Atlantshafsbandalagið beinlinis alls ekki skorizt i leikinn með vopnavaldi. Þetta virðist of mörgum sjást yfir, en er þó mergur málsins.” „Hvað viltu segja um sam- starf innan stjórnar þinnar?” „Það var lengstaf gott, þó menn væru misjafnlega sam- mála i einstökum atriðum. Ég tel samráðherra mina hafa ver- ið mikilhæfa menn, sem í hvi- vetna reyndu að vinna að þjóðarheill. Þeir áttu, eins og ég raunar sjálfur, ekki ætið sam- hug að fagna i flokkum sinum, sem jók þeirra vanda. Meira bar á allskonar óróa i Fram- sóknarflokknum, sem lauk með þvi, að ráðuneytið varö að segja af sér. En það er mitt mat, að ráðherrar flokksins væru ekki hlynntir þeirri ráðabreytni, og mér er ánægja að segja, að ég reyndi bá ætið að fullum drengskap. Ég vil ekki ljúka þessu spjalli án þess að minnast á þátt for- setans, hr. Sveins Björnssonar. Samskipti við hann voru mér ætið ánægjuefni, vegna áhuga hans og velvildar. Ég naut mikils góðs af viðtækri þekk- ingu hans á utanrikismálum, og þá af honum mörg heilræði. 1 minum huga er bjart yfir minn- ingu hans. Það er ekki mitt að dæma um árangur stjórnarstarfa minna. Það verður sagan aö gera og þeim dómi verða allir aö hlita.” —OS. Stefán Jóhann Stefánsson „Dómi sögunnar verða allir að hlita, hvort sem þeim likar betur eða verr, stjórnmálamenn ekki siður en aðrir, ef af þeim fer nokkur saga.”

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.