Alþýðublaðið - 13.05.1976, Side 13

Alþýðublaðið - 13.05.1976, Side 13
alþyöu- blaðið Fimmtudagur 13. maí 1976. OR ÝMSUM ATTUM 13 greidd með formlegum hætti. Þetta staðfesti ritari nefndar- innar, Gunnlaugur Finnsson, i ræðu, sem hann flutti siðar. Þá talaði Sighvatur Björgvinsson og lýsti þeim vinnubrögðum, sem allsherjarnefnd hafði haft á varðandi meðferð þessara mála. Sagði hann það út af fyrir sig rétt, að nefndin hefði fengið fjölmargar umsagnir um frum- varpið um rannsóknarlög- regluna, en hún hefði fengið rúman tima til þess að sinna þeim. Sagði hann það sina skoðun, að nefndin gæti mæta- vel afgreitt bæði þessi mál og sagðist fyrir sittleyti reiðubúinn til að gera það. Itrekaði hann áskorun sina til þingforseta og dómsmálaráðherra, aö þau kreföust þess, að nefndin af- greiddimálin. í sama streng tók Karvel Pálmason. Olafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, hélt tvær ræður um þessi mál. Atyrti hann meirihluta allsheijarnefndar og formann hennar harðlega fyrir að ætla að leggjast á þessi mál og benti á, að þótt umsagnir um frumvarpið um rannsóknarlög- regluna hefðu verið margar væri þeim nær öllum það þó sammerkt að mæla mjög með samþykkt frumvarpsins. — Ég legg rika áherzlu á það, að frumvarp þetta verði afgreitt en ég get auðvitað ekki ráðið þvi, heldur er það i höndum Alþingis. Meö þvi að leggja fram þetta frumvarp hefði ég gert mitt. Nú er það Alþingis að gerasitt, sagði ráðherrann. Þá lauk hann ræðu sinni með þvi' að þakka stjórnarandstöðunni sér- staklega fyrir áhuga hennar á framgangi þessara mála. Ellert B. B. Schram tók aftur til máls og einnig töluðu Friðjón Þórðarson og Gunnlaugur Finnsson. eða i „likvögnum” alla leiö frá Keflavik til höfuðstaðarins i þágu föðurlandsins! Og nú er tekið að liða á kvöld- ið. Eldrauð sólkringlan gyllir Reykjanesskagann, með Fjall- inu eina og Keili, og einhverri bjarmaglætu slær á Miðnes- heiðina. Já, sólin gerir sér ekki mannamun. Hún skin vist enn á rangláta jafnt sem réttláta, eins og i árdaga. Fósturjörðin andar þýðum kvöldblæ á gönguþreyttan skar- ann. Það er hennar háttur að klappa á kollinn á þeim, sem standa hennar hjarta nær — fórnfúsu baráttuliði, sem að minnsta kosti telur sjálfu sér trú um, að það hafi nú að minnsta kosti lagt sitt af mörkum. Hverju skipta fót- eða rass- særi þegar fósturjörðin þarfnast þin? Ástmegir föðurlandsins ganga sér hvort sem er aldrei algerlega til húðar! Oddur A. Siguijönsson I Ásgarði, blaði Bandalags starfs- manna rikis og bæja fjallar Kristján Thorlacius, formaður bandalagsins um verk- fallsrétt opinberra starfsmanna. Hann segir, að samkomulag- ið milli BSRB og fjár- málaráðherra um samningsrétt og verk- fallsrétt félagsmanna sé merkur, sögulegur áfangi og tákni þátta- skil i starfi samtak- anna i kjaramálum. Siðan segir hann: „Það er ánægjulegt, að þessum stóra á- fanga skuli náð með samkomu- lagi. í þvi sambandi er rétt að leggja sérstaka áherzlu á, að hin mikla samstaða innan BSRBum verkfallsréttinn hefur áreiðanlega ráðiö úrslitum um, að þessi árangur náðist. Af þessu má draga þann lærdóm hvers samtök okkar eru megn- ug, ef félagsmenn standa saman um sin sameiginlegu mál, án til- lits til þess hvaða stjórnmála- flokk þeir styöja.” Verkfallsréttur opinberra starfsmanna. - Kópavogur fær 50 þúsund krónur danskar til að halda menningarviku. -Kjarnorkuver, sem geta orðið íslend- ingum hættuleg. - Nýr þjóðsöngur Ástralíumanna, „Waltzing Matilda”. Verkfallsrétturinn: Siðan segir Kristján: „Grund- vallarákvæðin i samkomulag- inu eru, að framvegis verði það almenn regla, að heimilt sé að gera verkföll og verkbönn til þess að stuðla að framgangi krafna i vinnudeilum. Þar með verða lög frá 1915, sem banna verkföll opinberra starfs- manna, afnumin, aðþvier tekur til félagsmanna BSRB. 1 samningaviðræðunum var það sett á oddinn af hálfu full- trúa rikisins, að verkfallsréttur- inn væri i hendi heildarsamtak- anna og að samningstimabil yrði ekki skemmra en tvö ár, að undanskildu fyrsta samnings- timabili, sem verður I reynd eitt ár, ef uppsagnarheimild er not- uð.” Ekki réttindaskerðing 1 lok greinarinnar segir Krist- ján Thorlacius: „Að lokum vil ég minna á, að sá árangur, sem náðst hefur i samningsréttar- málum samtaka okkar, náðist án þess að fórna þyrfti öðrum réttindum eins og verðtrygg- ingu eftirlauna og „æviráðn- ingu”. í samkomulaginu er tek- ið fram, að æviráðning verði ekki felld niður, en þrengd, og þeir, sem þegar hafa æviráðn- ingu, haldi henni. Enginn þarf þvi að óttast skerðingu á eftirlaunarétti sin- um. Það eina, sem breytist i sambandi við lifeyrissjóðina er, að þeim verður framvegis skylt að kaupa verðtryggð skuldabréf fyrir 30% af útlánafé sinu, en vextir og verðbætur af þessum verðtryggðu bréfum eiga að ganga upp i kostnað rikis og sveitarfélaga vegna verðtrygg- ingar eftirlaunanna.” Listin og fólkið 1 siðasta hefti Sveitarstjórn- armála er pistill eftir Pál Lin- dal, formann Sambands is- lenzkra sveitarfélaga,sem hann nefnir: „Listin og fólkið”. Þar segir hann meðal annars: „Norræni menningarsjóður- inn hét sveitarstjórnum á Norð- urlöndum á siðastliðnu ári styrk til þess að halda svonefndar norrænar menningarvikur. Hafði sambandið milligöngu um að kynna þessi mál fyrir sveitarstjórnum, þar sem að- staða var talin fyrir hendi. Jafn- framt var leitað aðstoðar Nor- ræna félagsins til að vekja at- hygli á málinu.” Dræmar undirtektir Siðan segir Páll: „Undirtektir urðu dræmar, en svo fór þó, að eitt sveitarfélag hér á landi fær á þessu ári styrk, sem nemur 50 þúsund dönskum krónum i þessu skyni. Er það Kópavogur og skulum við vona, að vel tak- ist til. Það hlýtur að vera vaxandi hlutverk sveitarstjórna á næstu árum að búa hvers konar menn- ingarstarfsemi a.m.k. bærilega aðstöðu. Það hefur lika sýnt sig, þar sem aðstaðan fæst, birtist listaneistinn i fólkinu, fyrr en flesta getur grunað. Það er grynnra á hæfileika og áhuga en margir halda. Um hlut hins opinbera sagði vitur maður eitt sinn: „Verkefni opinberrar stofn- unar er ekki að kenna eða kveða uppdóma um listir, heldur auka traust og tækifæri. Starf lista- mannsins er komið undir þeim aðstæðum, sem hann býr við og aldaranda. Það er engin ástæða til að ætla, að færri snillingsefni hafi fæðzt i heiminn á timum lit- illa andlegra afreka en á þeim stuttu blómaskeiðum, sem við eigum að þakka nær allt, sem okkur er dýrmætast. Þegar öll- um gefst tækifæri til að kynnast hinni göfugustu list og njóta hennar, munu ný listaverk verða til* óvæntum myndum og á óliklegustu stöðum”. Mótmæla fljótandi kjamorkuverum: Orkufélag i New Jersey i Bandarikjunum hefur i hyggju að koma upp tveim fljótandi kjarnorkuverum, sem eiga að vera 2,8 milur frá Atlantshafs- ströndinni, skammt norðan við Atlantic City. Náttúruvemdarstjóri fylkis- ins hefur mótmælt harðlega og krefst svara viö fjölda spurn- inga um öryggismál. Hann tel- ur, að slys i þessum raforkuver- um gæti valdið gifurlegu tjóni, meðal annars gert hafstrauma geislavirka. Skammt sunnan við New Jersey sveigir Golf- straumurinn frá strönd Banda- rikjanna norð-austur i Atlants- haf. Nýr„ þjóðsöngur” Astraliumanna Astraliumenn hafa valið sér „þjóðsöng” i staðinn fyrir brezka sönginn „Guð blessi drottninguna”. Þeir völdu vin- sælasta sönglag, sem samið hef- ur verið þar i landi, „Waltzing Matilda". —AG— SuSureyri viS SúgandafjörS. (Ljósm. Páll Jónsson).

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.