Alþýðublaðið - 19.05.1976, Síða 9

Alþýðublaðið - 19.05.1976, Síða 9
blaöfö* Miðvikudagur 19. maí 1976 VETTVANGUR 9 RLIT HAFT MEÐ STYRK- iA ÚTI A LANDSBYGGÐINNI ið haft með styrkleika hiisbygginga hér á landi og þá á landsbyggðinni, sem margir hverjir eru á mestu •amt nest unn- liðið sem sum njög ygg- nds- væri köll- ldist igar- litið mál- ívað ægi- íusa kinn upp ákveðinn styrktarstaðall, sem siðan hefur verið notaður. Er hann miðaður við láréttan kraft sem samsvarar 1/15 af heildarþyngd viðkomandi bygg- ingar og mun það vera mjög svip- að þeim styrktarstaðli sem Iðn- þróunarstofnun hefur nýlokið við, eins og áður sagði. Þá hefur verið haft eftirlit með húsbyggingum eins og kostur hef- ur verið, og eru járnateikningar og fleira sem viðkemur styrk- leika bygginga yfirfarnar af verkfræðingum, áður en þær eru samþykktar. öðru máli að gegna á þétt- býlissvæðum sunnanlands. Alþ.bl. hafði samband bið Bjarna Pálsson byggingarfull- trúa á Selfossi og ynnti hann eftir hvernig þessum málum væri háttað á staðnum. Sagði hann að talsvert hefði verið byggt úr holsteini eða vikursteini á undanförnum árum og væru mjög mörg hinna eldri húsa byggð úr sliku efni. Nú væri hins vegar aftur að færast i vöxt að reist væru steinsteypu- eða timburhús en ekki væri miðað við neinn bygg- ingastaðal og hefði aldrei verið gert. Aðspurður sagði Bjarni að timburhúsin væru talin þola vel jarðhræringar. Þau mundu að visu vindast til en engin hætta væri á að þau legðust saman. Ennfremur sagði hann að til stæði að taka upp þann staðal i húsbyggingu sem Iðnþróunar- stofnun hefði útbúið en af þvi hefði ekki orðið ennþá. —JSS Kortið sýnir hvernig landinu hefur verið skipt í 3 mismunandi hættusvæði og eru taldar mestar líkur á jarðskjálftum á dekkstu svæðunum NLEGUR SKORTUR Á NAUTA- AN TVEGGJA ÁRA □ Dilkakjöti umfram neyzluþörf innanlands um það bil ráðstafað □ Þyrftum að fá tífalda kartöfluuppskeru, ef við eigum að vera sjálfbjarga □ „Smjörfjallið” hækkar smátt og smátt. Er þó undir lágmarki „Við litum svo á”, sagði Agnar Guðnason, upplýsingastjóri land- búnaðarins i spjalli við blaðið, ,,að umframmagni dilkakjöts hafi að mestu veriö ráðstafað. Norðmenn hafa keypt langmest, eða um 2500 lestir. Um verðið er það að segja, að út er greitt um 13 kr. norskar fyrir kg. Það eru tæp- ar 420 kr. isl. Rétt er svo að hafa það i huga, að Norðmenn hafa ætið greitt uppbót þegar sala þar hefur farið fram. Þetta er selt með sama sniði og annað i samvinnu- verzlunum. Verðið i Sviþjóð hefur verið hliðstætt, en hinsvegar er verðið til Færeyinga allnokkru lægra. Búvörudeild SIS efnir nú til kynningar á íslenzkum hestum i Sviþjóð á næstunni. Sendir verða út nokkrir hestar og mun Reynir Aðalsteinsson fara með þá og sýna Svium. Sviar hafa gefið leyfi til toll- frjáls innflutnings á 100 smáhest- um, en i þeim flokki eru islenzku hestarnir, er þessi innflutningur miðaður við árið. Markaður hefur ekki verið neinn að ráði þar i landi, þvi er þessi sýningarferð ákveðin.” „En hvað er að segja um nauta- kjötsframleiðsluna? ” „Satt að segja litur ekki alltof vel út með hana. Meira að segja má gera ráð fyrir að innan tveggja ára verði skortur á nautakjöti hér á markaðinum, þrátt fyrir niðurgréiðslurnar. Svo virðist sem bændur hér á Suðurlandisetji varla kálfa á eins og nú standa sakir, þeim er öllum lðgað sem ungkálfum. Eftir þvi sem ég bezt veit á Sláturfélag Suðurlands aðeins um 230 lestir af nautakjöti nú, það eru svona 10 mánaða birgðir miöað við venju- lega sölu.” „Er smjörfjallið nokkuð að hækka?” „O, ekki er það nú neinn sér- stakur sjónarhóll enn. Birgðirnar munu vera um 50lestir, en mér er sagt hjá Osta- og smjörsölunni að það sé fremur óþægilegt, að hafa ekki svona u.þ.b. 100 lestir i birgðum. Það er venjuleg mánaðar- neyzla, svo það verður að spýta vel i lófana, til þess að ná upp núna i sumar nægilegum birgðum fyrh- árið. Nú en sumarið er nú, sem betur fer framundan, vonandi gott sumar.” ,,En hvað geturðu svo sagt um kartöflurnar? ” „Um þær mætti nú ýmislegt segja. Það er þá fyrst, að útsæði mun vera þrotið, en margir vilja rækta kartöflur nú. Arsþörfin af útsæðiskartöflum hefur veriö um 14 þús. tunnur. Þar af teljum við að framleiðendur leggi sér til sjálfir um 10 þús. tunnur, en salan hjá t.d. Grænmetisverzluninni og öðrum aðilum sé um 4000 tunnur. Nú hefur salan aðeins verið ufn 2 þús. tunnur, meira hefur ekki veriðtil. Reynt hefur verið aö sétjá niður eitthvað af pólsku kartöflunum, sem hafa einhverra hlúta vegna ekki verið gerðar ó'virkar. Svo höfum við auðvitað ekki reiður yfir nema það' helzta. Margir hafa verið miðlungi ánægðir með pólsku kartöflurnar til matar og það er liklegt, að ný uppskera komi á markaðinn um 'ÍíWE?! & ■ • • >s^. 10. næsta mánaðar. Það verða þá kartöflur frá Italiu. Sannast sagna er, að við þyrftum að fá tifalda uppskeru minnst til þess að vera sjálf- bjarga með þessa mikilvægu neyzluvöru,” lauk Agnar Guðna- son máli sinu. —OS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.