Alþýðublaðið - 19.05.1976, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 19.05.1976, Qupperneq 16
Það er nóg úrval af skóm i verzlunum borgarinnar eins og sjá má af þessum myndum. En hvað skyldi það nú kosta að fá sér nýja skó nú á dögum þegar dýrtiðin ætlar allt að drepa? KÚREKASTÍGVÉLIN DÝRUST Það þarf enginn að kvarta undan þvi að ekki sé hægt að fá skó við hæfi i skóbúðum borgarinnar. Við litum inn i eina slika i gær og þar voru til allar hugsanlegar gerðir af skóm og verðið var ekki siður breytilegt en skórnir sjálfir. Það var hægt að fá karlmannaskó sem kostuðu 3.300 kr. og voru þeir. að sögn verzlunareiganda alveg sæmilegir að gæðum. Dýrustu karlmannaskórnir voru frá. Austurriki og kostuðu þeir 5.600. Kvenskórnir voru i nokkuð svipuðum veröflokki, nema þeir dýrustu, en þeir kostuðu hvorki meira né minna en 9.200. En auðvitað getur þú fengið miklu dýrari skófatnað ef þú vilt „tolla i stælnum” og verzla við tizkubúðir borgarinnar þvi þar er hægt að fá karlmannaskó sem kosta allt upp i 11.000 og kvenskó fyrir 9.000. Kúrekastig- vélin vinsælu eru ekki gefin heldur þvi þau kosta tæpar 12.000 kr. —JSS .. „og góða skó til að dansa á” Jim ljósmyndari Eins og myndirnar okkar brá á leik á bera með sér er skótau Laugaveginum i gær, fólks hið margbreyti- og festi á filmu skó- legasta, en við skulum búnað nokkurra veg- láta þessi sýnishorn farenda sem áttu leið tala. hjá. Hvað er betra og hollara en að láta vorloftið leika um tærnar, þegar veðrið er svona lika gott? Það myndi einhver afinn snúa sér við i gröfinni, ef hann vissi að sonarsonurinn tiplar um götur borgarinnar á háum hæium — en þetta er tizkan. Hún hefur breytzt mikið, skótískan, á undan- förnum árum, og vissulega er „stæll” yfir slikum stigvélum. En hvort þau eru jafn þægileg er svo annað mál. Hann Jóhann örn var i óða önn að máta striga- skó, þegar okkur bar að garði, en auðvitað verða allir strákar, sem eitthvert vit er i, að eiga strigaskó á sumrin. Kúrekastigvélin hafa náð geysilegum vin- sældum hér, enda er hægt að nota þau við allan algengan klæðnað. MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976 alþýðu blaölö Heyrt: Að talnafróðir menn, sem reiknað hafi út veltu og umsvif SIS á Is- landi og General Motors i Bandarikjunum, og borið saman við íbúafjölda land- anna, hafi komizt að þeirri niðurstöðu að General Motors komist ekki með tærnar þar sem SIS hefur hælana. General Motors- fyrirtækið hefur löngum þótt hafa mikil áhrif á efnahagslif Banda- rikjanna. Lesið: 1 blaðinu Ný þjóðmál: „SFV má vel við una. Árásir sem þær, sem gerðar hafa verið að undanförnu á SFV og þá sérstaklega á þingmenn Samtakanna, sýnir aðeins, að Samtökin eru á réttri leið — á leið til aukinna áhrifa i islenzkum stjórn- málum.” Heyrt: Að horfur i lána- málum bankanna séu nú heldur skárri en verið hafa, 'og er þá átt við almenn vixillán. Ástæðan er m.a. sú, að gifurlegar fjárhæðir hafa nú verið bundnar á eins árs sparisjóðsbókum með 22% vöxtum. Hafi bankarnir þannig fengið meira fjármagn til útlána og að þeim sé mikil þörf á að lána með hæstu vöxtum til að mæta hinum miklu vaxtagreiðslum, sem koma á sparisjóðsbækurnar. Lesið: Að Sigfús Orn Sigfússon, verkfræðingur, hafi tekið til starfa hjá Alþjóðabankanum i Wash- ington i deild, sem fjallar um samgöngur i Austur- Afriku. Honum hefur verið úthlutað tveimur löndum til umfjöllunar”, Súdan og Malawi, og að auki Kenya til bráðabirgða. Fyrsta ferð hans á þessar slóöir verður i næsta manuti. Séð: Að ein kókflaska i veitingahúsi getur kostað allt að 170 krónum. Er þá átt við kók af minnstu gerð, og geta menn reiknað út hagnað veitingamannsins. Frétt: Að þótt neytendum þyki verðlag á land- búnaðarafurðum hátt ‘um þessar mundir sé fjárhags- afkoma sumra bænda- heimila mjög slæm. Allar vörur til búrekstrar hafa hækkað gifurlega að undanförnu. Viða á landinu voru hey ódrjúg i vetur og kaup á fóðurbæti og áburði sé að verða sumum bændum ofviða. — Bændur velta þvi nú mjög fyrir sér hvort ekki sé þörf á itar- legri rannsókn á öllum milliliðakostnaði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.