Alþýðublaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Verðlækkun í Hofi! Þar sem garndeildín hættir, eru 30 tegundir af prjónagarni á lækkuðu verði og af- sláttur af hannyrða- vörum. Hof Þingholtsstræti 1. VIPPU - BltSKORSHÖRÐlH Lagerstærðir miðað við múrop: ÍJæð;210 srr. x breidct: 240 sm 3*0 - x - 270 sm Aðrar starrðir. smiSaðar eftir belðné GLUGt%AS MIÐJAN , Siftumúla 20, slmi 28220 _ TROLOFUNARHRINGARr, * Fljót afgreiðsla. V Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsciiður, Bankastr. 12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ INN Á HVERT HEIMILI. Þriðjudagur 25. maí 1976. blai Iþýðu- laoið Þátttakendur á Laugamóti Skólastjórafélags islands. Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson, á Akureyri í sambandi við lokahóf, sem þáverandi menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gislason, hélt mótsgestum. Kynningarmót skólastjóra og yfirkennara grunnskólanna Fímmta fræöslu- og kynningarmót Skóla- stjórafélags fslands, fyr- ir skólastjóra og yfir- kennara í grunnskólanum verður haldið á Isafirði, í menntaskólanum (Eddu- hótelinu) dagana 20.-25. júní n.k. Dagskrá: Mótið verður sett að kvöldi þess 21. júnl, en strax á mánudagsmorguninn hefst flutningur erinda. Inngangs- erindi flytur Höröur Lárusson deildastjóri skólarannsóknar- deildar menntamálaráðuneytis- ins um nýju námskrána fyrir grunnskólann, sem væntanleg er á þessu ári. Ennfremur mun Reynir Bjarnason námstj. fjalla um sama mál. Ólafur Proppé námstjóri ræöir um námsmat. Gurli Doltrup námstjóri I dönsku flytur erindi um kennslu erlendra tungumála i grunn- skóianum. Helgi Jónasson fræðslustjóri Reykjanesum- dæmis flytur erindi um hlutverk fræðsluskrifstofu og Kristján Ingólfsson fræðslustjóri Austur- lands mun kynna nýjar reglu- gerðir um grunnskólann, sem eru sem óðast að koma út. Loks mun fil. lic. Magnús Gislason rektor Lýðháskólans I Kungalv i Sviþjóð flytja erindi um sænsk skólamál. Þátttekendur mótsins skiptast I starfshópa og fyrir- spurnir og umræöur verða að loknum erindaflutningi. Aðalfundur S.í.hefst á mánu- daginn og lýkur á föstudegi. Kynnisferðir og kvöldvökur hafa ávallt verið mikill og góður þáttur I mótum félagsins. Strax á mánudagskvöldið 21. júní verður Vestfirðingavaka, og er vel til hennar vandað. Jón PáJl Halldorsson framkvæmdastjóri flytur erindi um ísafjörð. Þá mun tónlistarlif á Isafirði kynnt. Þann þátt hefur form. Tón- listarfélags ísafjaröar undir- búið,Gunnlaugur Jónasson. Sunnukórinn mun syngja undir stjórn Hjálmars H. Ragnars- sonar og ennfremur verður hljóöfæraleikur að ýmsu tagi. Þá verður það upplestur, gamanþáttur.fjöldasöngur o.fl. Vestfirðingavökunni stjórnar Daði Ingimundarson skólastjóri á Patreksfirði. Föstudagskvöldið 25. júni heldur menntamálaráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson móts- gestum kvöldverðarboð. Þar mun hann flytja ávarp en aðal- ræðu kvöldsins flytur skóla- meistari Jón Baldvin Hanni- balsson. Þá munu þau hjónin fil. lic Magnús og Britta Gísla- son syngja einsöng og tvísöng, en þau verða heiðursgestir Skólastjórafélags íslands á þessu móti. Þá verður og hljóð- færaleikur, gamanþáttur, fjöldasöngur og dans. Þá mun form. félagsins Hans Jörgensen slita mótinu og stutt ávörp flutt. Lokahófinu lýkur svo með dansi. Stjórnandi lokahófsins verður Þráinn Þórisson skóla- stjóri Skútustöðum víðMývatn. Fimmtudaginn 24. júní munu þátttakendur halda til Bolungarvikur og dvelja i boði bæjarstjórnarinnar þar, snæða hádegisverð og skoða atvinnu- fyrirtæki og aðrar stofnanir undir leiðsögn bæjarstjóra Guð- mundar Kristjánssonar. Eftir hádegi 22’ júni verður skroppið til Suðureyrar í Súgandafirði, fiskvinnslufyrirtæki skoðuð þar og drukkið siðdegiskaffi. En hátindur kynnisferða og móts- ins yfirleitt verður sigling um ísafjarðardjúp með M/s Fagra- nesinu i boði heimamanna á Isafirði, og verður m.a. komið við I Æðey og Vigur. Þessi ferð verður farin miðvikudag- inn 23. júni. kl. 19.00 ef veiður leyfir. Loks verður ísafjörður skoðaður undir ieiðsögn kunnugra manna. Þátttakendur öllum skólastjórum grunn- skólans,yfirkennurum og mök- um þeirra er heimil þátttaka I mótinu á ísafiröi. Yfir 100 manns hafa þegar tilkynnt komu sina. Enn er hægt að komast á mótið með þvl að til- kynna þátttöku sina simleiðis til form. (simar 30378— 19701) eða ritara (42756 — 42687). Þá skal sérstaklega tekið fram aö allir veröa að láta skrá sig þótt þeir sjái fyrir sér sjálfir á fsafirði og þiggi ekki beina af hálfu móts- stjórnar. Kennarar á Isafirði og nágrenni eru velkomnir til þess aö hlýða á einstök erindi, sem flutt verða á mótinu. Skólastjórafélag islands 15 ára Skólastjórafélag Islands varð 15 ára á s.l. ári en það var stofnað 12. júni 1960. Afmælisins hefur ekki verið minnzt, en mótið á íslandi er m.a. þáttur i þeim hátiðahöldum. Þá mun blað félagsins SKÖLASTJÖRINN koma út prentað og i vönduðum búningi, þar sem saga félagsins og störf þess verða rakin i stuttu máli og myndum. 1 tilefni af 15 ára afmæli félagsins hefur stjórn þess boðiö'þeim hjónum fil.lic. Magnúsi Gislasyni og konu hans frú Brittu, skólastjórahjónum frá Lýðháskólanum i Kungalv i Sviþjóð til landsins og verða þau heiðursgestir mótsins á ísafirði. Skólastjórafélag lsl. á hauka I horni þar sem þau hjónin Magnús og Britta eru. Þau tjóku þátt i fyrsta móti félagsins 1963 og á mótum félagsins erlendis tvisvar 1 Sviþjóð (Kungálv) og Noregi (Tranberg) hafa þau verið hjálparhellur, leiðbein- endur og gestgjafar. Um 150 islenzkir æskumenn og konur hafa verið nemendur á Lýð- háskólanum i Kungalv frá upp- hafi, og islenzkir skólamenn og kennarar eru jafnan aufúsu- gestir i KungSlv, en auk lýðhá- skólans er Nordens Folkliga Akademi einnig undir sama þaki, en þangað hafa skólamenn héðan sótt fjölda námskeiða og eru ávallt velkomnir. Geta má þess að Magnús Gislason var fyrr á árum kennari á ísafirði, skólastjóri i Skógum undir Eyjafjöllum, námstjóri gagn- fræðastigsins i Reykjavik og framkvæmdastjóri Norræna félagsins á Islandi. Skólastjórafélag Islands er hagsmunafélag skólastjóra og yfirkennara einkum á grunn- skólastigi. Félagar eru um 150 vibs vega um land allt. S.I. er deild innan Sambands Isl. barnakennara. Það vinnur að fræðslu og kynningu meðal skólastjórnarmanna og gætir hagsmuna félagsmanna i launa og kjaramálum. S.I. hefur staðið fyrir alls 8 fræðslu- fundum og mótum, að Laugum 1963 og 1970 á Laugarvatni 1966, að Eiðum 1972 og á Isaf. 1976. Erlendis hafa mót félagsins verið haldin i Kungfflv, Sviþjóð 1969 og 1975 (einnig i Try á Jót- landi) og að Tranbergi I Noregi 1971. Nær 700 manns hafa sótt mót félagsins innanlands og utan frá upphafi. Deild innan S.í. rekur sumarbúðir i Bakka- seli við Þingvallavatn (Grafningsmegin við Haga- vatn). Feiagið gefur út SKÖLASTJÓRANN, blað, sem er ýmist fjölritað eða prentað. Stjórn Skólastjórafélags islands: Hans Jöregnsen skólastj., Rvkik. form. Vilbergur Július- son skólastj., Garðabæ ritari, Gunnar Guðmundsson skólastj., Kópavogi gjaldkeri. Meðstjórn- endur Böðvar Stefánsson skóla- stj., Ljósafossi, Kári Arnórsson skólastj., Reykjavik. Óli Kr. Jónsson yfirkennari, Kópavogi og Rúnar Brynjólfsson yfir- kennari, Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.