Alþýðublaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 7
bíaXið' jÞriðjudag ur 25. maí 1976. UTLÖND 7 NORÐMENN EINFALDA KERFIÐ: Nú verða allir opinberir bæklingar og rit skrifuð á skiljanlegu máli RÁÐIST TIL ATLÖGU GEGN KERFINU Norska rikisstjórnin er i þann mund að leggja fram áætlun sem beint er gegn þvi vaxandi skriffinnskuveldi sem plagar Norðmenn. Þetta er byrjunin á þvi að reyna að hreinsa til I kerfinu, gera það heilbrigt og einfalda stjórnun hins opinbera. t áætluninni er gert ráö fyrir um 50 lagabreytingum og þar af koma um 20 þeirra þegar til framkvæmda. Tilgangur þessara breytinga er sá að reyna að gera sam- skipti hins almenna borgara við hið opinbera eins einföld og kostur er. Þetta verður gert strax. Akvarðanir og fyrirskipanir sem eru úreltar verða úr gildi felldar, aðferðir við afgreiðslu mála verða einfaldari og siðast en ekki sizt hefur verið ákveðið að upplýsingapésar, bæklingar og reyndar það efni til al- mennings sem hið opinbera gef- ur út, verður hér eftir skrifað á máli sem almenningur skilur. I fyrsta áfanga verður endur- skoðuð útgáfa á þvi efni sem ætlað er lifeyrisþegum. Meðal þess sem verður til að auðvelda samskiptin og kemur til framkvæmda á næstunni er: Afskipti hins opinbera af ibúðarkaupum verða mun ein- faldari þegar ný löggjöf um i- búðir og ibúðakaup kemur til framkvæmda. Læknisvottorði þarf ekki að skila fyrr en eftir að viðkomandi hefur verið veikur i eina viku. Hann fær greidda sjúkra- peninga þrátt fyrir það. Meðferð skattaákæra verður einfölduð til muna og afgreiðslu þeirra flýtt frá þvi sem nú er. Unnið er að þvi að fólk þurfi ekki að biða timum saman þeg- ar það kemur með blla sina til skoðunar. Nú eru dæmi þess aö fólk biði bróðurpartinn af degin- um eftir þvi að fá afgreiðslu þegar komið er með bila til skoðunar. Orlofsmerkjakerfið verður aflagt og þegar launþegi lætur af störfum hjá viðkomandi at- vinnurekanda, hvort sem hann fer þá i fri eða ekki, verður orlofsféð greitt út. Þá verður innheimta fyrir Völundarhúsið lagi að velli Norski forsætisráðherrann Odvar Nordli, ræðst til atlögu við flókið og staðnað kerfi hins opinbera, sem auk þess að vera óhemju kostnaöarsamt, er svo flókið að almenningi finnst hann vera kominn i völundarhús þegar þangað er leitað. leyfisbréf ýmiskonar látin niður falla vegna þess að kostnaður stjórnkerfisins vegna inn- heimtunnar er mun meiri en það sem inn kemur fyrir slikar leyfisveitingar. Fleira væntanlegt. Jafnframt þeim ráðstöfunum sem þegar hafa verið nefndar auk annarra svipaðra, verður hafizt handa um aðgerðir sem taka lengri tima og krefjast meiri undirbúnings en það sem nefnt hefur verið. Þetta á við um málefni sem varða trygginga- og lifeyris- þega. Þá má einnig nefna I þessum flokki einföldun þess sem hiö opinbera gefur út og sendir til almennings eða liggur frammi þar sem almenningur leggur leið sina. Það til má nefna opinberar tilkynningar og auglýsingar, bréf og athugasemdir sem hið opinbera sendir til einstaklinga. Allar deildir ráðuneytanna og allar stofnanir norska rikisins mun taka þátt i þessu starfi. Valddreifing. Aætlun rikisstjórnarinnar felur einnig I sér áætlanir um valddreifingu i þvi augnamiði að flýta þvi að ákvarðanir séu teknar þannig að mál fái hraðari afgreiðslu og þar með verði þjónustan við hinn al- menna borgara bætt. Þá verður málum einnig komið þannig til leiðar að ákvarðanir verða teknar þar sem mest þekking á staöháttum og eðli málanna er saman komin. Þannig verða undanþágu- beiðnir frá ýmsum lögum af- greiddar af byggðarlögunum sjálfum í stað þess að fylkis- stjórnir taki þær ákvarðanir eins og verið hefur hingað til. Þá stendur einnig yfir athug- un á þvi hvort það sé réttlætan- legt að þeir sem af einhverjum ástæðum missa vinnu sina fá leyfi frá störfum t.d. vegna sjúkdóms, fái minna orlof. Norsku alþýðusamtökin hafa lagt áherzlu á að afgreiöslu þessa máls verði hraöað eftir föngum. Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.