Alþýðublaðið - 25.05.1976, Síða 16
Er Jökulsá á Fjöllum
að breyta um farveg?
„Jarðskjálftamælirinn á
Skinnastað sýndi smá-
hræringar n. og 15. maí
en annars hafa hreyf-
ingar verið litlar sem
engar" sagði Haraldur
Þórarinsson á Kvistási í
Kelduhverfi er blaða-
maður spurði hann um
jarðskjálfta þar nyrðra
nú undanfarið.
Haraldur sagði, aB þeir Keld-
hverfingar byggjust viö miklum
ferðamannastraumi í sumar, til
að skoða ummerki eftir land-
Fjárskortur veldur
því að ekki er hægt að
mæla landsig á
jarðskjálftasvæðunum
skjálftana i vetur. Breytingar
sem orðið hefðu á landinu væru
hreint ótrúlegar sérstaklega þó
NA við Keldunes.
Nú bíða menn i Kelduhverfi
nokkuö uggandi eftir þvi hvort
Jökulsá á Fjöllum muni breyta
um farveg. Falazt hefir verið
eftir mælingamönnum frá
Orkustofnun til að mæla jarðsig
i nágrenni árinnar, en ekki
fengizt og er borið við fjár
skorti. „Hún verður liklega að
mæla þetta út sjálf”, hélt
Haraldur áfram.
Góð tið.
Aöspurður kvað Haraldur s.l.
vetur hafa verið snjóléttan og
voriðgott. I gær var 15—20 stiga
hiti i Kelduhverfi og grasið þaut
upp.
Sauðburður er viðast hvar
langt kominn og gengur vel. —
ES —
Leyfir Hæstiréttur
Kristjáni og Hauki
að vera viðstaddir
vitnaleiðslurnar?
Hæstiréttur f jallar nú um kröfu
Kristjáns Péturssonar og Hauks
Guðmundssonar um að þeim
heimilist að vera viðstaddir
vitnaleiöslur I málinu, sem Orn
Clausen hóf á hendur þeim, vegna
tveggja Bandarikjamanna. Sak-
borningar fóru þess á leit viö
rannsóknardómara, Sigurberg
Guðjónsson, að þeir mættu vera
viðstaddir vitnaleiðslur i málinu.
Þessum tilmælum eöa kröfu
hafnaði rannsóknardómari, ,,að
svo stöddu”.
Beiddust þeir Haukur og
Kristján þá úrskurðar Hæsta-
réttar um þetta efni.
Rannsóknardómari tjáði blað-
inu, að úrskurður Hæstaréttar
myndi felldur áður en réttarfri
hefst, en það verður þann 1. júni
næstkomándi.
Tollverðir
handteknir
vegna
þáttöku
í smygli
Þátttaka háttsettra manna
innan tollgæzlunnar i Reykja-
vik I smyglmálum er nú til
rannsóknar. Tveir starfsmenn
tollsins hafa verið hnepptir i
varöhald og fara nú fram yfir-
heyrslur i málinu.
Astæðuna tii handtöku
þessara manna má rekja til
Kefiavikur. Rannsóknarlög-
reglan þar hafði rökstuddan
grun um smygl skipverja á
ákveðnu milliiandaskipi. Þeg-
ar það kom til Keflavikur fyrir
siðustu helgi var gerö leit I
skipinu og smyglvarningur
fannst. Viö yfirheyrsiur mun
þátttaka starfsmanna toll-
gæzlunnar I Reykjavik 1 um-
fangsmiklu smygli að undan
förnu hafa komizt upp. Á
grundvelli þessara upplýsinga
voru mennirnir siðan hand-
teknir.
Rannsóknarlögreglan I
Reykjavik hefur rnálið til
meðferðar og er rannsóknin á
frumstigi. Þegar Alþýðublaöiö
vissi seinast til i gærdag höfðu
ekki fleiri veriö handteknir
vegna þessa máls. — SG.
Boltinn á
fullri ferð
að nýju
í Eyjum
Nú er sumarknattspyrnan
hafin af fullum krafti, og hvar-
vetna þyrpast knattspyrnu
áhorfendur á vellina á góö-
viðrisdögum til að hvetja sina
menn og horfa á góðan leik.
Ekki hefur góöur sigur is-
lenzka landsliösins yfir norska
landsliðinu dregið úr áhuga
knattspyrnumanna — en I Nor-
egi eru menn ekki eins hressir
yfir þeim leik — og þar sögðu
blöðin eftir leikinn, að aidrei
heföi norska knattspyrna iagzt
svo lágt fyrr, að tapa fyrir ts-
lendingum!
Við segjum nánar frá þeim
leik á blaðsiðu 4 i blaðinu I dag,
en þessi mynd er hinsvegar frá
Vestmannaeyjum og var tekin
þar 8. mai þegar tBV fékk
Breiðablik úr Kópavogi i heim-
sókn.
Knattspyrnan I Eyjum er gott
dæmi um það hve vel hefur tek-
izt til með endurbyggö þar i bæ
— og þessa dagana eru Islenzku
atvinnumennirnir frá Belgiu,
Asgeir Sigurvinsson og Guðgeir
Leifsson að liðsinna ungum
knattspyrnumönnum i Eyjum.
DREGIÐ UR UT-
LÁNUM BANKANNA
t framhaldi af þeirri stefnu-
mörkun, sem Jóhannes Nordal
seölabankastjdri gerði grein fyrir
á ársfundi Seðlabanka íslands
fyrr I þessum mánuði hefur nú
veriö gert samkomulag milli
Seðlabankans og viðskipta-
bankanna um útlánamarkmið og
útlánastefnu á þessu ári.
t frétt um þetta frá stjórn
bankans I gær segir m.a.:
„Formaður Sparisjóðasam-
bandsins hefur tekið þátt i við-
ræðum bankastjórnar Seðla-
bankans og viöskiptabankanna
um þessi mál, og hefur Seðla-
bankinn beint þeim tilmælum til
allra sparisjóða, að þeir fylgi
sömu útlánastefnu og mörkuð
hefur verið meö samkomulagi
þessu.
Meginatriði samkomulagsins
er það, að stefnt skuli að þvi, að
heildarútlánaaukning innláns-
stofnana, önnur en endurseljan-
leg afurða- og birgðalán til
sjávarútvegs, iðnaðar og land-
búnaöar, og regluleg viðbótarlán
til sömu greina, hækki ekki um
meira en 16% á árinu 1976.
Útlánaaukning hefur, það sem
af er árinu, þegar orðið allmiklu
meiri en að var stefnt, eða nálægt
10%. Er þetta langt umfram
aukningu innlána, sem aðeins
hefur numið 6% á þessu timabili.
Lausaf járstaða margra
bankanna er þvi nú afar erfið, og
svigrúmið til útlánaaukningar
allra næstu mánaða mjög tak-
markaö. Munu bankarnir stefna
að þvi, aö útlánaaukningin verði
ekki orðin meiri en 11-12% I lok
ágústmánaðar, en til aö ná þvi
marki þarf að koma I veg fyrir
nokkra teljandi aukningu heildar-
útlána fyrst um sinn. Mun útlána-
geta bankanna þvi ráðast af þvi,
hve mikið fé kemur inn af endur-
greiðslu útistandandi lána. Verð-
ur að þvi stefnt, að rekstarfjár-
þarfir atvinnuveganna gangi fyr-
ir um þaö lánsfé, sem til ráö-
stöfunar verður.
ÞRIÐJUDAGUR
21
alþýðu
blaðið
Heyrt: Að um hvita-
sunnuna frumsýni sjón-
varpiö 50 minútna langa
kvikmynd sem það hefur
látið gera um Islenzka
hestinn. Mynd þessi er
búin að vera lengi i
smiðum, en heildar-
kostnaður mun ekki liggja
fyrir enn sem komið er. En
myndin er sögð hin vandaö
asta að allri gerð og vel
fallin til sýningar erlendis
ekki siður en hér heima.
Lesið: t Lögbirtinga
blaöinu 12. mai 1976, að
firmað Hús og Eignir sf.
hafi hætt starfsemi sinni og
þess þvi óskað, að félagið
verði afmáð úr firmaskrá
Reykjavikur. Tilkynning
þessi er dagsett fyrir all-
nokkru eða 25. október árið
1974.
Heyrt: Að aðferðir
Freeport Hospital i New
York til að lækna áfengis-
sjúkiinga gefi mjög góða
raun. Undanfarna mánuði
hafa fjölmargir ts-
lendingar fengið sex vikna
meðferð á þessu sjúkrahúsi
og er árangur sagður ó-
trúlega góður. 1 ráði mun
vera að taka upp aðferðir
þær sem þarna eru notaðar
að einhverju leyti hérlendis
og er yfirmaður með-
ferðardeildar Freeport nú
staddur hér I Reykjavik.
Hlerað: Að innan rikis-
stjórnarinnar hafi náðst
samkomulag um að reyna
til þrautar að ná
samningum við Breta i
landhelgismálinu. 1 Osló
urðu Einar Agústsson og
Geir Hallgrimsson fyrir
miklum þrýstingi ekki
siður en Crosland og á
meðan á NATO - fundinum
stóð gekk maður undir
manns hönd við að fá Breta
og tslendinga til að taka
upp viðræður. Fullvist er
talið að fyrirhugaöar við-
ræður fari fram i Osló með
þátttöku Knut Frydenlund
utanrikisráðherra Norð-
manna.
Hleraö: Að ekki hafi
reynzt auðvelt að koma
höndum yfir tollgæzlumenn
þá er nú hafa loks verið
settir i varðhald. Þeir er
renndu i grun að toll-
gæzlumenn ættu
hugsanlega aðild að smygl-
málum og störfuðu með
þeim, höfðu rökstuddan
grun um að afskipti þeirra
af málinu gætu dregið dilk
á eftir sér. Mun margur
tollarinn draga andann
léttar eftir þessar hand-
tökur.
Tekið eftir: Ekki virðist
unnt aö fá neina skýringu á
þvi að Færeyingar skuli
geta greitt yfir 10 krónur
fyrir kg af kolmunna i
bræðslu á meðan þessar
veiðar eru ekki taldar
borga sig hérlendis vegna
þess að verðið er mun
lægrahér. óhemjumagnaf
kolmunna veiðist nú I
flottroll á Færeyjarbanka.