Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 2
II 2 FRÉTTIR Fimmtudagur 3. júní 1976. ilþýi blaöiA Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ifekstur: He.vkjaprent hf. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnars- son.. Kitstjóri: Sighvatur Hjörgvins- son. Fréttastjóri: Hjarni Sigtryggs- soii. Aðsetur ritstjórnar er i Siðu- múla II, sími 81866. Auglýsingar: simi 14900 og 14906. Prent- un: Klaðaprent h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. alþýðu* blaðið Hættan af EBE Fyrir nokkrum dögum gerðu þingflokkur og framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins ályktun um drög að landhelgissamningum við Breta, sem þá höfðu borizt frá fundunum i Osló. Þar var málefnalega bent á nokkra alvarlega ann- marka, sem leiddu til þess, að Alþýðuflokkurinn hafnaði þessum samningsdrögum. Nú hefur rikisstjórnin undirritað samningana við Breta og hefur komið i ljós, að þau efnisatr- iði, sem Alþýðuflokkurinn varaði við, eru jafn- vel ennþá varhugaverðari fyrir þjóðina en áður virtist. Hafa þó ekki verið birtir aukasamning- ar, sem visað er i, svo að ekki vita aðrir en ráð- herrar um heildarmynd málsins. Það er fyrst frá að segja, að brezkir togarar fá nú að veiða i algerum friði allt inn að 20 milna fjarlægð frá landi, og munu án efa taka svipað aflamagn og þeira hafa fengið. Samningar þýzkra togara gilda áfram, og reynist óhjá- kvæmilegt að gera frekari ráðstafanir til að bjarga þorskstofninum hljóta þær ráðstafanir að höggva næst útgerðarbyggðum okkar íslend- inga sjálfra. Hinir hafa umsaminn rétt. Þá er fullyrt, að Bretar viðurkenni 200 milna landhelgi íslendinga með þessu samkomulagi. Bein viðurkenning er þar engin, en um óbeinar viðurkenningar má lengi deila. Það er til dæmis ekki viðurkenningarbragð að þvi ákvæði að varðskip okkar megi ekki taka brezka landhelg- isbrjóta umsvifalaust, heldur verða þau að kalla til næsta eftirlitsskip Breta. Þetta kerfi þekkj- um við og höfum aldrei talið það bera vott um algera viðurkenningu á islenzkri lögsögu. Þá kemur að lang alvarlegasta atriði samn- inganna, sem er spurningin um, hvað taki við eftir 6 mánuðina. Þar er gert ráð fyrir gagn- kvæmum samningum milli íslendinga og Efna- hagsbandalagsins, það er, að samið verði um viðskiptamál, tolla og sildveiðar i Norðursjó á móti þórskveiðikvóta við ísland. Ég er sann- færður um, hvað sem hver segir, að Bretar og efnahagsbandalagsmenn eru með þessu ákvæði ekki að hugsa um 1-2 ár, heldur mun lengri framtið. Það leynir sér ekki af fregnum i morg- un, að það er ætlunin að nota bókun 6 og samn- ingsaðstöðu Efnahagsbandalagsins til að pina okkur á komandi árum. Það er enginn efi á þvi, að öll aðstaða okkar íslendinga i deilunni við Breta var feikilega sterk og brezk yfirvöld vildu allt til vinna að losa flotann úr kreppu og leysa málið. tJr þvi að rikisstjórn Islands vildi semja, þá var það grundvallaratriði að krefjast þess af Bretum, að þeir gæfu bindandi yfirlýsingu um að þeir skyldu styðja, að bókun 6 héldi gildi áfram, og að við fengjum sildveiðiheimildir i Norðursjó, þegar þeirra verður þörf. Einnig hefði átt að fá frá Vestur-Þjóðverjum sams konar yfirlýsingu. Við höfðum sterka aðstöðu til að tryggja okkur á þennan hátt, en eftir gerð brezku samningana er sú aðstaða búin að vera. Það var gott, að rikisstjórnin samdi ekki fyrr, úr þvi að hún gerir samninga með slikum ann- mörkum nú á elleftu stundu. □ Finnur Torfi Stefánsson, lögfræðingur skrifar: Prófsteinn Alþingis Um það hefur verið mikið rætt undanfarin misseri að Alþingi sé dug- laus stofnun orðin, sem sinnir f yrirgreiðslupólitík og smámálum, en láti aðra aðila um þau stóru. Nú hafa alþingismenn fengið upp í hendurnar tækifæri til að reka af sér slyðruorðið, og fyllyrða má að öll þjóðin bíður þess með eftirvæntingu hvernig brugðizt verður við. Eins og kunnugt er hafa tveir islenzkir ráðherrar i umboði rikisstjórnarinnar nú undirritað samkomulag um lausn fisk- veiðideilunnar við Breta. bá hefur forsætisráðherra lýst þvi yfir að samkomulag þetta komi ekki til kasta Alþingis nú. í tslenzku stjórnarskránni frá 1944 er svohljóðandi ákvæði? „Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur riki. Þó get- ur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa i sér fógið af- sal eða kvaðir á landi eða land- helgi eða ef þeir horfa til breyt- inga á stjórnarhögum rikisins, nema samþykki Alþingis komi til.” Til skýringar skal tekið fram, að af öðrum ákvæðum stjórnarskrárinnar leiðir, að ráðherrar fara hér.sem ella^neð vald forseta. Ekki verður um það deilt að samkomulagið við Breta felur i sér kvaðir á islenzkri landhelgi. Samkv. fyrrgreindu stjórnar- skrárákvæði verður þvi ekki hjá þvi komizt að leggja máliö fyrir Alþingi. Hér gæti einungis kom - ið til álita hvort samþykki Al- þingis þarf að koma til, nú þeg- ar við upphaf gildistöku samn- ingsins eða hvort nægilegt er að biða til hausts, er reglulegt Al- þingi kemur saman. Verði seinni kosturinn valinn er ljóst að Alþingi hefur engin efnisleg áhrif á meðferð sam- komulagsins. Samkomulagið hefur þá verið i framkvæmd u.þ.b. hálfan gildistima þess. Þingmenn standa þá frammi fyrir gjörðum hlut og ómögulegt að breyta þar neinu um aftur i timann. Afgreiðslan yrði aðeins formleg en ekki efnisleg. A þessu veltur i raun hvort Alþingi er sú valdastofnun, sem stjórn- arskráin mælir fyrir um, eða enn verði staðfestur sá grunur almennings, að Alþingi sé ein- ungis valdalitil afgreiðslustofn- un. Alþingismenn eiga nú þess kost að reka þennan grun af höndum sér. Þeir geta nú sam- einazt um það, að skora á rikis- stjórnina að kveöja nú þegar saman aukaþing, til þess að fjalla um samkomulagið við Breta. Að visu er það á valdi rikis- stjórnarinnar hvenær kveðja skal saman aukaþing, en þvi verður eldti trúað að óreyndu að hún myndi skirrast viö ein- dregnum óskum þingmanna um þetta. Ekkert mál hefur höfðaö eins rækilega til hagsmuna is- lenzku þjóðarinnar I seinni tið og landhelgismálið og óefaö er mjög um það skiptar skoðanir hversu gott hiö nýgeröa sam- komulag við Breta er. Þjóðin á heimtingu á þvi að þessi ákvörðun veröi einungis tekin eftir vandlega yfirvegun og um- ræður lýökjörinna fulltrúa á Al- þingi, en ekki til lykta leidd bak við tjöldin þannig að enginn viti með vissu hvað hver hefur lagt til mála og hvar hin pólitiska ábyrgð liggur nákvæmlega. Þvi hefur verið haldið fram að þingmenn stjórnarflokkanna hafi veitt rikisstjórninni umboð til þess að gera samkomulagið. Mun þar vera átt við þingflokks- fundi þá, sem haldnir voru til að kynna þingmönnum niðurstöður Osló umræðnanna fyrri. Það var tekið skýrt fram þá, að hvorugur stjórnarflokkanna hefði gert neina samþykkt um máiið, heldur heföi það einungis veriðkynnt og rætt. Ekki verður ráðherrum veitt umboð til samninga við erlendar þjóðir með þeim hætti. Hvar fékkst þá umboðið? í persónulegum við- tölum ráöherra við þingmenn? Eða var ef til vill ekki um neitt umboð að ræða? Ennfremur má taka fram að þingflokksfundum eru engar heimildir veittar i stjórnlögum landsins til ákvarðana i málefn- um þjóðarinnar. t þessum skiln- ingi eru þeir ekki rétthærri en spjallfundur góðborgara á kaffihúsi. Einungis löglegur þingfundur á Alþingi hefur þetta vald, þar sem m.a. þvi grund- vallarskilyrði er fullnægt aö umræður fara fram fyrir opnum tjöldum. Alþingi á nú leikinn, en þjóðin biður og vonar. Finnur Torfi Stefánsson Hnignandi virðing Alþingis staðreynd t sjónvarpi á þriðjudagskvöld var þáttur undir stjórn Ólafs Ragnars Grimssonar, þar sem fjallaö var um spurninguna ,,t hvers höndum er hiö raunveru- lega vald á tslandi?”. Þátttak- endur voru stjórnmálamenn, embættismenn, verkalýðsleiö- togi og forystumaður i sjávarút- vegi. Efni þáttarins var mjög at- hyglisvert og. timabært að taka það til umræðu. Þeir Jón Skaftason, alþingismaður, og Siguröur Lindal, prófessor, gerðu skilmerkilega grein fyrir áliti sinu. Þeirra þátttaka gaf þættinum talsvert gildi, en að öðru leyti var þátturinn heldur staglsamur og fór talsvert út fyrir efnið, til dæmis urðu of miklar umræöur um landhelgis- samningana. Viröing Alþingis. Það sem mesta athýgli vakti var, að nær allir þátttakendur voru sammála um það, að virð- ing Alþingis hefði farið hnign- andi meðal þjóðarinnar. Jón Skaftason benti meðal annars á það, að of mikill timi færi til af- greiðslu á ýmsum smámálum, en þingið veigraði sér við að taka á stórmálum, sem mikla þýðingu heföu fyrir þjóðina. Sigurður Lindal benti á nokk- ur dæmi þess hvernig Alþingi heföi látiðýmsa þrýstihópa taka af sér völdin, og taldi að of mikil umræða færi fram i skúmaskot- um og á lokuðum fundum. Þá var á það bent, að fyrirgreiðslu- pólitik alþingismanna væri svo mikil að þeir hefðu vart tima til að sitja þingfundi. Þeir væru stöðugt truflaðir: i þingið kæmu háttvirtir kjósendur og þing-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.