Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 7
blaXfö1 Fimmtudagur 3. júní 1976. Lktahátíð í Reykjavík 4. til 16. júní 1976 7 Konungur sveiflunnar með 7 manna hljómsveit Benny Goodman, konungur sveiflunnar, eins og hann er oft nefndur, verður meðal gesta á listahátið í ár. Benny Goodman er nú 65 ára að aldri og hefur hann staðið i sviðsljósinu i meir en 40 ár. Þrátt fyrir lang- an og mikinn frægðar- feril er ekkert lát að s já á kappanum og er sagt að enn leiki hann á klarinettið sitt eins og það hafi verið fundið upp sérstaklega fyrir hann. Það er alveg sama hvar Benny Goodman og hljómsveit halda hljómleika, það komast miklu færri að en vilja. Bæði er það fastur aðdáendahópur sem lætur sig ekki vanta og fylgir hljómsveitinni eins og skuggi og þótt ótrúlegt megi virðast fara unglingar miklu fremur á jazz-hljómleika með Benny Goodman, heldur en popptón- leika, jafnvel þótt heimsfrægar hljómsveitir eigi hlut að máli. Það er þvi ekki að undra að marga fýsi að hlýða á konung sveiflunnar á listahátið i vor, og vist er að þar verður enginn fyrir vonbrigðum. Benny Goodman kemur með 7 manna hljómsveit hingað til lands og eru það allt úrvals hljóðfæraleikarar, semallir hafa getið sér fræðgarorð hver á sinu sviði. Connie Kay trommuleikari er fæddur i Tuckahoe, New York. Móðir hans var pianóleik- ari og haföi mikið yndi af aliri tónlist. Hún vakti áhuga sonar- ins á hljóðfæraleik, þegar hún hóf að kenna honum á pianó, og brátt fóru hæfileikar hans að koma i ljós. Ekki átti þó fyrir Connie að liggja að gerast pianóleikari, þvi hugur hans beindist brátt að trommuleik og i dag er hann einn af fremstu trommuleikur- um heims. Connie hóf að leika með Modern Jazz Quartet árið 1955 og lék með honum fram til 1974 en fór siðan yfir i sextett Benny Goodman. Peter Appleyard vibrafónleikari hóf hljómlistarnám sitt 14 ára gamall. Hann hefur leikið með Benny Goodman af og til siöan 1958, og vareinnþeirrasem fóri hljómleikaförina um Evrópu 1972. Peter Appleyard er einn snjallasti vibrafónleikari sem uppi hefur verið og hefur hann leikið með öllum þekktustu hljómlistarmönnum veraldar, enda mjög eftirsóttur hljómlistarmaður. Gene Bertoriti var aöeins 9 ára þegar hann hóf nám i gitarleik og hæfi- leikarnir létu ekki á sér standa þvi hann var þegar orðinn mjög frægur gítarleikari 16 ára gamall. Gene byrjaði að leika með hljómsveit Benny Goodmans 1966og hefur leikið meðhenni af og til siðan. Hann er talinn mjög góður gitarleikari, eins og fyrr sagði, og hefur hann hlotið mik- ið lof gagnrýnenda sem og ann- arra. Pianóleikarinn John Bunch hóf fyrst að leika með jazz- hljómsveit þegar hann var 12 ára gamall. Hann var einn þeirra sem fór með Benny Goodman I hljómleikaferð til Sovétrikjanna, en hefur einnig spilað með Woody Herman, Buddy Rich o.fl. Michall Morre bassaleikari fæddist i Cincinnati i Ohoi. Má segja að hljómlistin hafi verið honum i blóð borin, þvi faðir hans var jazz-gitarleikari og móðir hans tónlistarkennari. Ekkileiðheldurá löngu þar til Michael ákvað að snúa sér að hljómlistinni og að loknu námi hóf hann að leika bæði á skemmtistöðum og við hljómplötuupptökur. Auk þess hefur Michael samið mikið af lögum og hafa mörg þeirra verið leikin inn á hljómplötur. John S. Wilson hljómlistar- gagnrýnandi hjá New York Timeshefur skrifað um Michael Moore, að hann sé ,,einn af frá- John Bunch bærustu jazz-bassaleikurum sem komið hafa fram i dags- ljósið um áraraðir.” George „Buddy” Tate saxafónleikari er hreinræktaður Texasbúi. Hann hóf að leika með hljómsveitum ungur að árum og af þeim sem hann hefur leikið með má nefna Andy Kirk og Count Base Big band. Buddy hefur jafnframt leikið á öllum helztu jazz-hátiðum sem haldnar hafa verið m.a. New- port-hátiðinni sem haldin var i Nice á Frakklandi fyrir skömmu. Það að auki hefur hann fariö margar hljómleikaferðir um þvera og endilanga Evrópu. Buddy hóf að leika með Benny Goodman vorið 1976. Warren Vashe trompetleikari Hann hóf tónlistarnám 10 ára að aldri og i menntaskóla var hann hljóms veita rstj ór i jazz-hljómsveitar á staðnum. Sagt er að áhrifa gömlu kempanna Lousie Armstrong, Billy Butterfield,Bobby Hackett og Bix Beiderbecke gætir greinilega i hljómlist Warrens, en þó má segja þrátt fyrir það að hann hafi sinn ákveðna stil. Athygli hljómlistarunnenda og gagnrýnenda hefur i vaxandi mæli beinzt að þessari risandi stjörnu á frægðarhimninum. —JSS— BENNY GOODMAN r Islenzkubættir Albvðublaðsins þess getið, að þættirnir yröu birtir tvisvar i viku, á þriðju- dögum og laugardögum. Nú hefur verið ákveðið að birta þrjá þætti i viku, á þriðjudög- um, fimmtudögum og laugar- dögum. Hér kemur annar þátturinn. f siöasta þætti var rætt um einkvæð kvennanöfn sem eru ,,Ég ætla til hans Örn'' A þriðjudag hófu göngu sina stundum notuð óbeygð i eignar- hér i blaðinu islenzkuþættir falli. En svo er um fleiri orö, Guðna Kolbeinssonar. Þá var t.a.m. er oft sagt: ég ætla til eftir Guðna Kolbeinsson hans örni stað: ég ætla til hans Arnar. Einnig er oröið stundum notað óbeygt i þágufalii: Ég var hjá honum örn, i stað: ég var hjá honum Erni. Og örn er ekki eina karl- mannsnafnið sem klæmst er á i þágufalli. Nöfn eins og Hörður, Börkur, Hjörtur og Njörður eru beygð rangt. Er þá sagt: ég var hjá þeim Hörði, Börki, Hjörti eða Hjertiog Njörðieða Njerðii stað: Herði, Berki, Hirti og NirðL — 1 félagahópi er vandinn oft leystur með þvi að nota gælunöfn. Hef ég til að mynda heyrt Hörð kallaðan Hödda, Hjört Hjössa og Börk Bögga. Þessi lausn ber vott um ámóta uppgjöf og lýsir sér i þvi að mikill hluti landsmanna treystir sér ekki lengur til að nota orðin kýr og ær — telur of erfitt að beygja þau — og notar i þeirra stað oröin belja og rolla. Meira að segja þekki ég bónda sem ætið notar orðið belja i eintölu en kýr I fleirtölu. Nóg um það: Sigurjón Sigur- björnsson skrifar: 1 einu dagblaðanna var þessi fyrirsögn þann 20. október siðastliðinn: Læknastúdentar skornir niður? i minni sveit merkti þetta að- gerð á vanmetaskepnum, sem fundust dauðvona i haga, fé eða hross. N ú spyr ég: Hefir merking orðanna breyst, eða er slik aðgerð fyrirhuguð lækna- nemum? Skera niðurmerkir eiginlega að slátra skepnu án þess að hirða blóðið ellegar aö slátra miklum hluta fjárins, eða þvi öliu.á tilteknum bæ eða svæöi. — En skera niður hefur einnig fengið óeiginlega merkingu; al- kunn er sifelld nauðsyn þess að skera niður fjárlög. 1 þessari fyrirsögn blaðsins mun átt við að margir læknanemar neyðist til aðhætta námi ef lán til þeirra verði skert. En ég er sammála Sigurjóni um það að lækna- stúdentar skornir niðurer óhæft orðalag, þar sem það hlyti að merkja slátrun þeirra. í dagblaði einu var fyrir skömmu komist svo .aö orði' aöiarnastofninn væri fáfuglaður. Blaðamaðurinn á að visu lof skilið fyrir að taka ekkrsvo til orða að arnastofninn væri fá- mennur, en ekki er ég ánægður með nýyrðið. Sé orðið fámennur fyrirmynd þess, eins og ég býst viö, ætti að verða i-hljv. á stofn- hljóðinu eins og i fámennur og yrði orðið þá fáfygl. Andstæðan yröilikast til fjölfygl.Stór hópur kinda yrði samkvæmt þvi fjöl- ær. Ekki er hægt að segja að merking þessara orða sé auðsæ viö fyrstu sýn, en þá kröfu er nauðsynlegt að gera til nýyrða eigi þau að vera lifvænleg. Þvi legg ég til að vilji blaða- maðurinn ekki segja einfaldlega að ernir séu fáir þá segi hann i staðinn að arnastofninn sé ekki fuglmargur, eða þá sem er ein- faldast, að arnastofninn sé litUl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.