Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 5
ÚTLÚND 5 alþýöu- blaoió Fimmtudagur 3. júní 1976. iMAÐUR JAFNAÐARMANNA: ÁAÐÚRVERÐI IS KVENNAFRI Það ætti að vera ljóst að leyfinu verður skipt til hel'minga milli föður og móður. En hvernig á að neyða föðurinn til að taka sér fri og gæta barnanna þá fimm mánuði sem ungir jafnaðar- menn leggja til aö bætt veröi við núverandi sjö mánaða fri foreldranna kringum fæðinguna? Það liggja fyrir upplýsingar um að aðeins 1—2% feðra not- færa sér réttinn til að taka sér lengra fri vegna barnanna. Áttundi mánuðurinn sem skipt væri milli foreldranna samkvæmt lögum væri betri lausn. Þá er einnig nauðsynlegt að lengja þann tima sem for- eldrar geta verið heima til að hjúkra sjúkum börnum sinum úr 12 dögum i 20. Samtimis veröur að viður- kenna, að þetta er aðeins neyðarúrræði þangað til að samfélagið hefur tekið að sér að sjá um börn og þau sjúku lika. Aðalmarkmiöið er að sam- félagið taki að sér að sjá um börnin hvernig svo sem heilsu þeirra er háttað, þannig að bæði menn og konur geti fært sér i nyt þann sjálfsagða rétt að geta unnið úti. frá störfum i þessum tilgangi, sem svari til eins árs á fyrstu 10—12 árum barnssin. Þetta yrði auðvitaö gert án þess að launin minnkuðu til samræmis. Þaö kann ef til vill að verka nokkuð kynlega á okkur Is- lendinga að lesa um svona hug- myndir og hvernig fundin eru upp vandamál i þessu sambandi þvi hér þykist hver sá heppinn, sem kemur sinu barni einhvers staðar í gæzlu. Þingið tekur þó endanlega ákvörðun i málinu, þegar það kemur saman i haust og stefnt er að þvi að sú ákvörðun sem tekin verður komi sem fyrst til framkvæmda. EB )UR ALÞÝÐUSAMBANDSINS: SKIPTING UÐSYN eldrana nær lengra en gert hefur verið ráð fyrir þ.e.a.s. lengur en til þess að barnið verði þriggja ára. Eins árs fri með ákveönum skilyrðum eykur valkostina og auk þess er auðveldara aö framkvæma það en sex stunda vinnudaginn. Verði það ofan á aö 12 mánaðafriið verður lögleitt, verður að fylgja þvi einhvers konar reglugerð um skiptinguna milli foreldranna, annars verður um að ræða mismun milli kynjanna og það lendir á konunni að gæta barnanna. Tillagan felur i sér vissa hættu á þvi að foreldrarnir taki fríið út i einni lotu, en það gæti aftur haft i för með sér að sveitarfélögin sæju sér leik á borði og reyndu að komast hjá þvi að byggja barnaheimili, einkum þó heimili fyrir unga- börn. Við verðum aö halda vöku okkar i þessu efni. Það má heldur ekki verða ofan á, að þessi hagræöing vinnutimans leiöi til þess að uppbygging barnagæzlunnar i heild verði frestað. Það verður áfram, að mestu umbæturnar eru fólgnar i þvi að reist verði barnaheimili og tómstunda- heimili, til þess að uppfylla þar þörfina fyrir barnagæzlu. MATS HELLSTROM ÞINGMAÐUR JAFNAÐARMANNA . f W\ r- B J 9 ■ j.. i JjH ^ rjflB r: j|I»l LEYFINU VERÐUR AÐ DREIFA Þing jafnaðarmannaflokks- ins hefur ákveöiö að sex stunda vinnudagur verði lög- leiddur i náinni framtið og þau lög muni gilda fyrir alla. Vandamálin sem for- eldrarnir eiga við að striða eru trúlega jafnmörg og mismun- andi og foreldrarnir sjálfir. Sem dæmi má nefna fólk, sem vinnur vaktavinnu og vinnutiminn breytist i sifellu, fólk, sem vinnur t.d. á nóttinni eða á öðrum timum dagsins, þ.e.a.s. fyrir utan þann tima sem kallast eðlilegur vinnu- timi. Sumir foreldrar þurfa aö fara langar leiðir til vinnu sinnar, og aðrir búa i svo- kölluðum svefnstöðum. Til viðbótar þessu eru svo vanda- málin sem ekki varða vinn- una, óteljandi og ólik. Tillaga ungra jafnaðar- manna hefur þann kost að taka tillit til þessara vand- kvæða, hún gerir einnig ráð fyrir þvi að ekki er einungis hugsað um allra yngstu börn- in, heldur er einnig gert ráð fyrir þvi að foreldrar, sem þess óska geti fariö með börn- um sinum i skólann og dvalið þar meö þeim um lengri eða skemmri tima. Hún gerir einnig ráö fyrir þvi sama með barnaheimili eöa ef for- eldrarnir vilja vera með börn- um sinum heima, eða sitja yfir þeim sjúkum. Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að for- eldrarnir geta stytt daglegan vinnutima sinn. Deilt hefur veriö um hvernig þessi áætlun reynist þegar hún verður komin i gagnið og hvernig foreldrar muni nota leyfið. Það má ljóst vera að sporna veröur gegn þvi að leyfið veröi tekið i samfellu og einnig þarf aö koma upp einhverri kvóta skiptingu milli foreldranna sjálfra. Að endingu vil ég segja að mesta og bezta endurbótin er fólgin i þvi aö fjárfesta eins og mögulegt er i byggingu dag- heimila og tómstundaheimila fyrir unglinga. Sveitarfélögin ættu að nýta sér betur þau framlög sem til þessara mála eru ætluö á fjárlögum rikisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.