Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Fimmtudagur 3. júní 1976. hlalfi*1 Tækniskóli Islands færir út kvíarnar Skólaslit fóru fram i 12. sinn við Tækniskóla Islands, laugard. 29. mai s.l. í ræðu rektors, Bjarna Kristjánssonar, kom meðal annars fram: Á skólaárinu stunduðu 242 nemendur nám við skólann. Brautskráðir voru: 1. okt. 16 meinatæknar, 20. des. 13 bygginga- tæknifræðingar 15. jan. 5 raftæknar 15. jan. 5 vélatæknar og var það fyrsti hópur- inn. Við skólaslitin fengu 6 raf- magnsmenn og 4 vélamenn áfangaskirteini, en þeir eiga fyrir höndum 2ja ára nám til tæknifræðiprófs við danska tækniskóla. Raungreinadeild og undirbúningsdeild starfa einnig á Akureyri og á Isafirði. Raun- greinadeild luku með fullnægj- andi árangri 21 nemandi og undirbúningsdeild 36 nemendur. Hæstu einkunir Hæstu meðaleinkunnir á vorprófi hlutu: Byggingadeild, tækni fræðisvið, 1. hluti Bragi Haraldsson 8,6 2. hluti Steingrimur Hauksson 8.0, 3. hluti Omar örn Ingólfsson, 8.5. Rafmagnsdeild, tækni- fræðisvið, Kristinn Danielsson; 8.8, tæknasvið, Valgeir Kára- son; 8.7, Véladeild, tæknifræðisvið, Valgeir Hallvarðsson; 8.7, tæknasviö, Þorbjörn Stefánsson; 8.1 Meinatæknadeild 1, Margrét Agúscsdóttirj 8.9 Raungreina- deild, Oddur Ingvarsson; 8.4, Undirbúningsdeild, Björn Ei- riksson, Friðrik Jósepsson, Jón Eiriksson og Viðar Harðarson, allir með 8.4. Skólinn starfar nú i nýju rúm- góöu húsnæöi að Höfðabakka 9. Inngönguskilyrði Inngönguskilyrðum hefur nú verið breytt, og i þvi sambandi er einna merkust sú stefna aö hleypa inn i undirbúningsdeild- ina mönnum, sem-orðnir eru 22ja ára 'án skilyröa um nám umfram skólaskyldu (grunn- skóla). Fjölgun námsbrauta verður á næsta skólaári. Ahugi fer vax- andi og aðsókn viröist nú nóg aö sérhæfða náminu i útgeröar- deild og e.t.v. aö tæknasviöi i byggingardeild. Umsóknarfrestur fyrir ný- nema er til 10. júni n.k. Tækin úr gömlu tilraunastof- um skólans i almennri eðlis- fræöi og efnafræöi verða flutt i nýju stofurnar að Höfðabakka 9 i sumar og þar með veröur allur skólinn kominn undir eitt þak. Aörar tilraunastofur og reikni- stofa eru i uppbyggingu. Mikið vantar af tækjum. Nokkuð hefur þó verið keypt og ýmislegt hafa velviljaðir aðilar látið af hendi rakna án endurgjalds. 1 þvi sambandi færði rektor eftir- töldum fyrirtækjum sérstakar þakkir: Bræöurnir Ormsson h.f. Islenska Álfélagið h.f. Isól h.f. Johan Rönning h.f. Jötunn h.f. Landsmiðjan og henni tengd erlend fyrirtæki, De Laval og Atlas Copco. Bjarni Kristjánsson, rektor, flytur skólaslitaræðu. Aageir Magnússon 1. hluta tæknifræðináms flytur ávarp. ólafur H. Jónsson, raungreinadeildarmaður, tekur viö þýzku verðlaunum. Rafmagnsveita Reykjavikur Vélsmiðjan Héöinn h.f. Af hálfu nemenda flutti Asgeir Magnússon fráfarandi formaður skólafélagsins kveðjuávarp. Meðfylgjandi myndir eru frá skólaslitunum. Kvennaskólan- um sagt upp Dúx Kvennaskólans i Reykjavik á þessu ári er Kristjana G. Grims- dóttir sem hlaut hæstu einkunn á burtfarar- prófi eða 9.20. Á lands- prófi miðskóla Soffia Arnþórsdóttir einkunnina 9.70, sem var hæsta einkunn yfir skólann, en auk hennar hlutu átta stúlkur ágætiseinkunnir. Meðaltal beggja bekkjardeilda á lands- prófi var 8.00. Kvennaskólanum var sagt upp laugardaginn 29. maí að viðstöddu fjölmenni. Guðrún P. Helgadóttir forstöðukona gerði grein fyrir starfsemi skólans þetta skólaár og skýrði frá úrslitum prófa. 1 haust settust 214 námsmeyjar i skólann og luku 18 burtfararprófi, 57 lands- prófi og 61 unglingaprófi. Við skólauppsögnina voru Kvennaskólanum færðar góðar gjafir og heillaóskir frá fulltrúum fyrri árganga. Má nefna, að fyrir hönd Kvenna- skólastúlkna er brautskráðust fyrir 50 árum talaði frú Guðbjörg Birkis og færði skól- anum fjárupphæð i Minningar- sjóð frú Thóru Melsteð. Forstöðukona þakkaði afmælisárgöngum alla tryggö og ræktarsemi við sinn gamla skóla. Að þvi búnu fór fram verðla una afhending til nemenda er sköruðu fram úr og að lokum þakkaði forstöðukona skólanefnd, kennurum og stjórn nemendasambandsins ánægju- legt samstarf og óskaði stúlkun- um sem brautskráðust allra heilla á komandi árum. —SG Sjö nýstúdentar úr Samvinnuskólanum Samvinnuskólinn hefur um hrið rekið framhaldsdeildir i Reykjavik, þar sem stefnt er að stúdentsprófi. Yfirkennari skólans, Svavar Lárusson, annast daglegan rekstur deildanna, en samvinna hefúr verið við menntaskólann i Hamrahlið vegna braut- skráningar stúdentanna, þar eö enn skortir reglugerð frá hinu opinbera um starfsemi deildanna. Skólanum var slitið þann 14. mal af Hauki Ingibergssyni, skólastjóra. Hæstu einkunn á stúdents- prófi hlaut Sigmar E. Arnórs- son, Rvik 8,63. LESENDUR - Sendið Hominu línur eöa hringiö og segið skoðun ykkar á málefnum líðandi stundar. - Ykkar rödd á líka að heyrastí Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verö. Reynið viðskíptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.