Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 13
biattó1' Fimmtudagur 3. júní 1976. andi siðuðum mönnum. Ég hefi það eftir „kúltúrfólki” hér i bæ, sem þekkir vel til, að ef ákvörð- un hefði verið tekin fyrr, þá hefði Azkenasi getað fengið hingáð marga af færustu lista- mönnum veraldar, fyrir ekki neitt. Skyndilega sneri konan sér að mér. — Hafið þér verið á lista- hátíð fyrr?. — Nei, svaraði ég vandræða- lega, svo glaðnaði yfir mér og ég sagði, að ég hefði tvisvar far- ið á söngskemmtun norður á Akureyri. Konan horfði skritilega á mig og ég varðaftur vandræðalegur. — Karlakór, sagði hún, — á hvað ætlið þér hér? — Djasstónleika, svaraði ég 'alveg grallalaus. Augnaráðið sem ég fékk núna kom mér til að halda að ég væri með lausa skrúfu, klikkaður eða eitthvað svoleiðis. Um siðir spurði ég þó: — A hvað ætlið þér? — Rothenberger, sinfóniuna og pianótónleika og nokkrar myndlistarsýningar, ef ég hef tima. Hún sagði þetta ekki i óal- mennilegum tón, en augun sögðu: — Hvað ætli þú berir skynbragð á slik. Mér fannst virðingu minni misboðið. — Ég hafði nú lika hugsað mér að skreppa á sin- fóniuna, laug ég, en maður er bara svo andskoti blankur. Hún trúði mér greinilega ekki og sneri sér i aðra átt. Ég fann að sálin i mér hraðminnkaði og fólkið i kringum mig horfði á mig og hugsaði: — Að hugsa sér hvað maðurinn getur verið kúltúrlitill. Mér leið illa. - Þegar röðin kom að mér við miðasöluborðið var sjálfstraust mitt svo samanskroppið að ég gat varla stunið upp. — Einn miða á djasstónleikana 29. júni. A aftasta bekk bætti ég svo við til að gefa i skyn að áhuginn væri nú ekkert of mikill. Það er ekki númerað, svaraði stúlkan. Ég tók miðana og smokraði mér út. Siðan mjakaði ég mér út með Torfunni og varð þeirri stundu fegnastur er ég komst inn i mannfjöldann á Bankastræti. Einar Sigurðsson. Það mætti vera fleirum en nú virðist raun á, fullkomið ihug- unarefni, að hversu sem við geysumst gegnum dagsins önn, lifum við þó ekki nema einn dag á hverjum degi! Enda þótt það sé viðs fjarri mér, að hvetja til dáðlausrar lognmollu, hygg ég þó að stór- um betur væri farið, að við gæf- um okkur tima til að gaumgæfa margt betur áður en i er ráðizt. Þarflaust er að færa fram langar upptalningar á ýmsum fljótræðisskyssum, þær blasa við augum alltof viða. En það er trúa mín, að ef bet- ur og rækilegar væri undir byggt, slyppum við við marga sára raun, þó auðvitað megi lika segja, aö það kosti litið að vera vitur eftirá. Lifsfirring er óhugnanleg. Og hvergi er hún þó óhugnanlegri en i fari hinna yngri, sem að öllu jöfnu ættu að eiga lengri leið framundan, en þeir, sem komn- ir eru til nokkurs aldurs. Sé það rétt, að nú beri æ meira á alls konar taugaveiklun, og þau ósköp fyrirfinnist ekki sizt i yngri aldursflokkum. Væri þá ekki ráð að tilla sér um stund við „hótelgluggann” og blása mæðinni? Oddur A. Sigurjónsson Varðskipsmenn fengu engar þakkir Sjómaður hringdi: Forsætisráðherra kom fram i créttum sjónvarpsins á þriðju- dagskvöld til að gera grein fyrir samningunum við Breta. Ekki ætla ég að ræða um samningana sjálfa, en það er eitt atriði sem ég get ekki stillt mig um að minnast á. Forsætisráðherra notaði tæki- færið til að þakka samninga- nefnd okkar fyrir mikið og gott starf. Sjálfsagt eiga þessir menn þakkir skilið og hafa sjálfsagt lagt sig alla fram. Hins vegar sleppti forsætisráðherra þvi alveg, að þakka þeim/Sem staðið hafa i eldlinunni mánuð- um saman og oft á tiðum verið i bráðri lifshættu. Sjálfur forsæt- isráðherra telur ekki ástæðu til að vikja einu. orði i þakklætis- skyni til varðskipsmanna. Mér dettur ekki i hug að halda, að Geir Hallgrimsson hafi horn i siðu þessara manna á einhvern hátt, en þetta dæmi sýnir samt að samningamenn eru honum ofar i huga heldur en skipverjar varðskipanna. Sjómannadagurinn verður haldinn hátiðlegur innan skamms. Að venju halda þar einhverjir legátar' hástemmdar lofræður um sjómennina. og störf þeirra. Við erum löngu hættir að taka þetta rugl alvar- lega. Það hefur nefnilega sýnt sig hvað eftir annað, að þetta eru bara innantóm orð. Þegar til kastanna kemur er allt annað gert en boðað er i þessum ræð- um, hvort sem þær eru haldnar á sjómannadaginn eða á Al- þingi. Það er staðreynd, að i þessu siðasta þorskastriði hefur rikis- stjórnin svikið flest ef ekki öll stóru orðin um úrbætur handa varðskipsmönnum. Aldrei var komið á skiptiáhöfnum eins og boðað var, skipverjar hafa þurft að standa vaktir um borð i skip- unum eins og áður þegar þau eru i heimahöfn og fleira mætti nefna sem sýnir að pólitikus- arnir telja sig ekki þurfa að standa við orð sin þegar sjó- menn eiga i hlut. : Dregur páfinn sig í hlé? Bæði innan og utan Vatikansins búa menn sig undir páfaskipti, þvi að Páll páfi VI. gaf i skyn, að hann byggist við dauða sinum fljótlega, þegar hann blessaði pilagrimana á Péturstorginu sunnudaginn 7. marz s.l. HRINGEKJAN HVAÐ ER SVO GLATT... Heinrich Scheider frá Hamborg var kallaður fyrir dómara fyrir nokkru, ákærður fyrir að hafa verið dauða- drukkinn á opinb. stað. Hann játaði brot sitt og gaf þá skýringu, að gamlir skóla- félagar hefðu komið saman til að rifja upp minningar frá skóladögunum og drukkið ótæpilega. Það kom i ljós, að dómarinn hafði einnig stundað nám við þennan skóla, en hins vegar hafði láðst að tilkynna honum um nemendamótið. Þvi varð það úr, að dómarinn bað hinn ákærða að hitta sig á eftir svo þeir gætu rifjað upp gamlar minningar. Þeir hittust siðan á veitinga- stað um kvöldið og fengu sér glas saman. Er ekki að orö- lengja það frekar, nema glösin urðu fleiri og fleiri og kæti skólafélaganna fór vaxandi að sama skapi. Næsta dag sátu þeir báðir i fangelsi, ákærðir fyrir ofurölvun á opinberum stað. ALI SOFNAÐI Muhammed Ali, hnefaleikakappinn málglaði, var nýlega i London og kom m.a. fram i sjónvarpsþætti þar. En Ali varð mállaus. Hver var orsökin? Jú, Ali steinsofnaði meðan á upptöku stóð. HETTUR í HAUST Tizkuteiknarar eru alltaf á undan timanum og þess vegna getum við sýnt hér peysur frá haustsýningu Mary Quant i London. Hettupeysan, sem kölluö er,,Foggy Dew” er lika góð við siðbuxur a.m.k. i is- lenzkri veðráttu. Samkvæmt góðum heimildum frá Vatikaninu er litið á orð páfans um yfirvofandi dauð- daga sinn sem ábendingu um á- ætlanir um afsögn, og að setjast að i klaustri — e.t.v. Montecassino-klaustinu. Það hefur verið rætt um fyrirætlanir hans um að segja af sér frá þvi að hann ákvað aldurstakmörk kardinála 75 ár. Hann sagði hins vegar ekki af sér, þegar hann varð 75 ára 1972, en gerði lýðum ljóst, að hann myndi sitja sem páfi meðan hann hefði heilsu til. Aðeins fjórir páfar hafa sagt af sér frá hásæti sankti Péturs. Siðasti páfinn sem það gerði, var Gregor XII. Hann dró sig i hlé 1415 eftir að kirkjuþingið i Konstanz hafði sett hann af. Óvissan um heilsufar páfans hefur orðið til þess, að menn hafa brotið heilann um eftir- mann hans. Það eru nú i fyrsta skipti i 40 ár likur fyrir þvi, að Itali verði ekki fyrir valinu. Efst á listanum eru nefnilega þrir menn, sem ekki eru ítalir - franski kardinálinn Jean Villot, sem er forsætisráðherra páfans. Andlegur leiðtogi Spánar, Tarancon, og austurriski kardi- nálinn, Koenig. Páll páfi VI. hefur veriö páfi frá 1963. Hann er einn umdeildasti páfi sögunnar, þvi að hann er andvigur ný- byggingu kaþólsku kirkjunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.