Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 16
100 MILLJONIR í GJALDEYRIR FYRIR LAXVEIÐILEYFI Alþýðublaðið hafði i gær samband við Sig- urð Jóhannesson hjá Gj aldeyrisef tirliti Seðlabankans og spurðist fyrir um gjaldeyristekjur fyrir laxveiðileyfi. Sigurður sagði, að þessar tilteknu gjald- eyristekjur væru ekki færðar sérstaklega en þó væri hægt að sundurliða þessa þætti ef með þyrfti. Q Beinar og óbeinar gjaldeyristekjur Beinar gjaldeyris- greiðslur til Seðla- bankans fyrir laxveiði- leyfi á árinu 1975 námu alls um 100 milljónum króna. Hér er um að ræða beinar gjaldeyr- isgreiðslur fyrir lax veiðileyfi til lengri dia skemmri tima. En þar meB er ekki öll sagan sögö. Fjöldinn allur af erlendum feröamönnum, sem hingaö koma skipta sjálfir sinum gjald- eyri og greiöa siðan fyrir lax- veiöileyfin meö islenzkum pen- ingum. Þá mun einnig nokkuð vera um þaö, aö erlendis laxveiöi- menn greiöi hluta leigunnar meö þeim hætti, að leigusalinn njóti ýmiss konar fyrirgreiðslu og erlendra gjaldeyristekna i eigin feröalögum erlendis. Sigurður Jóhannesson sagöi, að gjaldeyriseftirlitið heföi eng- in tök áaö fylgjastmeð sliku, en slikir greiðsluhættir væru að sjálfsögöu alger lögleysa. Sama gildir um útlendinga sem kaupa islenzar krónur i bönkunum. Gjaldeyriseftirlitiö hefur litil tök á að fylgjast meö, hve mikiö af þeim peningum fer fyrir lax- veiðileyfi. Engin tök á að fvlgjast með gjald- evrisviðskiptum allra beirra sem hafa tekjur af sölu laxveiðilevfa Q Fjármálasvindl í skjóli þagnarskyldu Siguröur sagðist ekki mega gefa upp hverjir þaö væru, sem heföu mestar tekjur af þvi aö leigja laxveiöiár til útlendinga. Sagði hann aö um þaö væri þagnarskylda, sem þeir heföu ekki heimild til að rjúfa. Þá sagði Siguröur Jóhannes- son aö töluvert væri um „milli- menn”, sem geröu mikiö af þvi aö auglýsa laxveiöiár hér á landi. Þar væri ýmistum leigu á heilum ám i lengri eöa skemmri tima eöa einstök iaxveiöileyfi fyrir einstaklinga og smærri hópa. Siguröur sagöi að erfitt væri aö fylgjast meö þessum hlutum, en þó heföu þeir ýmsa möguleikatilaöfylgjast nokkuð meö einu og ööru i þessum mál- um. ,,En slikt eftirlit er mjög timafrekt og kostar mikla vinnu,” sagöi Siguröur Jóhannesson. □ Fljótir að borga þegar gjaldeyriseftirlitið gerir kurteyslega athugasemd Enda þótt Gjaldeyriseftirlitið fái nákvæmar upplýsingar um tölu erlendra feröamanna og verð og fjölda laxveiðileyfa munu flestir gera sér ljóst að auövelt mun vera aö sniðganga lög og reglur þar að lútandi, enda mun þaö gert. Þegar Siguröur var spuröur um þaö, hvort Gjaldeyriseftir- litiö heföi komizt aö einhverjum brotum vegna sölu á laxveiöi- leyfum til erlendra feröa- manna sagöi hann, að slik um- svif heföu þá ævinlega verið stöövuö. Þaö sem kæmi Gjaldeyris- eftirlitinu á sporiö væri venju- lega þaö, að einhver gjaldeyris- skil hefbu verið ófullnægjandi og heiöu þeir þá tafarlaust gert athugasemd viö þaö meö viðun- andi árangri. Ásókn erlendra feröamanna i islenzkar laxveiöiár fer mjög vaxandi og viröist gengislækkun krónunnar þar engu máli skipta. Eins og áöur segir voiy beinar uppgefnar tekjur fyrir laxveiöileyfi áriö 1975 um 100 milljónir. Ariö 1974 voru þessar tekjur um 60 milljónir. En eins og einnig hefur veriö bent á, má gera ráö fyrir verulegum upp- hæðum þar fyrir utan, sem aö meira eöa minna leyti lenda ut- an viö gjaldeyrisinnheimtu- og eftirlitsmenn rikisins. Má hik- laust reikna meö nokkrum tug- um milljóna, sem þannig lenda utan við skattheimtuna. _bj Útif. á Lækjartorgi ályktar einróma Almennur útifundur um land- helgismáliö, haldinn á Lækjar- torgi miövikúdaginn 2. júní, aö tilhlutan Samstarfsnefndar um vernd fiskveiöilandhelginnar, mótmælir harölega þvi sam- komulagi um fiskveiöar Breta I fiskveiöilandhelgi tslands, sem tveir islenskir ráöherrar hafa nýlega gert í Osló. Fundurinn mótmælir því ein- dregiö, aö umrætt samkomulag geti komið til framkvæmda, eða sé bindandi fyrir tslendinga fyrr en Alþingi hefir fjallaö um það og samþykkt þaö á lögform- legan hátt, enda segir skýrum oröum i stjórnarskrá landsins, aö enga samninga við erlend riki megi gera, ,,ef þeir hafa i sér fólgið afsal eöa kvaöir á landi eöa landhelgi eða þeir horfa til breytinga i stjórnar- högum ríkisins, nema samþykki Alþingi komi til”. 1 samkomulagi ráðherranna frá Osló er gert ráö fyrir veiöum brezkra togara á öllum helztu fiskimiðum viö landið og viöast hvar upp aö 20 milum, i næstu 6 mánuði. Ljóst er aö Bretar munu geta veitt 30-40 þúsund tonn af þorski á þessum tima, en auk þess veröa afleiöingar þessa samkomulags þær, aö samning- urinn viö Vestur-Þýzkaland gildir áfram og enn standa eftir veiðih eim ildir samkvæmt honum, scm nema 90 þúsund tonnum. t samkomulaginu frá Osló er ekkert orö aö finna um beina og ótviræöa viöurkenningu Breta um 200milna fiskv.landhelgi viö island og ekkert orö um aö þeir falli frá kröfum sinum um áframhaldandi veiðar hér viö land aö samningstima loknum. - Þess i staö er loöiö orðalag um þaö, aö brezkir togarar muni, eftir '6 mánaöa timann, veiöa á þvi svæöi sem ákveðiö kunni aö verða i reglugerö af hálfu tslendinga. Ljóst er af þessu orðalagi aö Bretar ætla sér áframhaldandi rétt til fiskveiða viö tsland, enda lýsa þeir þvi yfir, aö Efnahags- handalagið muni taka upp slika samninga og aö bókun nr. 6 falli úr gildi eftir 6 mánuöi, nema nýir samningar takist. Fundurinn krefst þess, aö Al- þingi veröi þegar i staö kallaö saman til þess aö fjalla um landhelgismálið og væntir þess aö þar veröi mótuö eftirfarandi stefna: 1. Samkomulagið frá Osló veröi fellt og ákveðiö aö engir samningar verði geröir viö Breta, nema fyrir liggi ský- laus yfirlýsing þeirra um viöurkenningu á 200 milna fiskveiðilandhelgi viö tsland og aö þeir falli frá öllum frek- ari kröfum um veiðar hér viö land. 2. Aö samningurinn viö Vestur- Þýskaland veröi látinn falla úr gildi þegar i staö, þar sem ekki hefur verið staöiö viö skilyrði hans. 3. Að haldi Bretar áfram her- skipaárásum sinum á isienzk varöskip, þá beiti islendingar þeim pólitisku ráöstöfunum sem Altantshafsbandalagiö og Bretar skilja og munu örugglega beygja sig fyrir. FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1976 alþýðu blaðið Heyrt: Aö bæjaryfirvöld á Akureyri hyggist láta tryggja öll börn á leikvöll- um i bænum fyrir allt aö tvær milljónir króna, hvert barn. Máliö er nú i undir- búningi og er bæjarstjórnin aö athuga hvaöa kjör hún getur samið um við tryggingafélögin. Þetta myndi verða nýmæli á ts- landi. Frétt: Að ótrúlegur fjöldi manna sé nú farinn aö brugga áfengt öl og vin i heimahúsum. öll efini til bruggunar fást i all — mörgum verzlunum og eru mikið keypt. Hægt er að kaupa allt frá bruggefnum og upp i átöppunartæki, sem festa tappa á flöskur. Frétt: Aö þær verzlanir, sem mestur hagnaður sé af aö reka þessa dagana, séu tizkubúðir og snyrtivöru- verzlanir. Virðistlitið lát á peningaráöum unglinga, sem einkum verzla i tizku- búöunum. Tekiö eftir: Aö engar fréttir hafa borizt af þeim hugmyndum, sem uppi voru um sölu á heitu vatni frá Islandi til Sviþjóöar. Engar fréttir hafa heldur borizt frá þeirri nefiid, sem iðnaðarráöherra ætlaði aö skipa og skipaði, til að kanna hagkvæmni þess aö flytja heitt vatn á milli staða hér innanlands. Frétt:Aðljóstsé eftir aðal- fund Alþýöubandálagsins i Reykjavik að talsveröur ágreiningur geti oröiö um væntanlegan formann flokksins, sem á taka viö af Ragnari Arnalds. Tvær fylkingar munu berjast um formanninn: harölinumenn og þeir, sem frjálslyndari eru i flokknum, einkum í hópi ungra manna. Tekiöeftir: Aö I þætti Ölafs Ragnars Grimssonar i sjónvarpinu I fyrrakvöld var enginn Alþýöuflokks- maöur. Hins vegar var þar reytingur af Alþýöubanda- lagsmönnum, enda mun Ólafur nú halíast i áttina til þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.