Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 12
12 SJÓNARMIÐ Frá Fósturskóla íslands Umsóknarfrestur um skólavist næsta haust er til 10. júni n.k. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf, próf frá framhaldsdeildum gagnfræðaskólanna eða sambærileg menntun. Umsóknir sendist Fósturskóla Islands Skipholti 37. Skólastjóri. Frá Tækniskóla íslands Höfðabakka 9 - sími 84933 Næsta skólaár hefst meö skólasetningu 1. september 1976, kl. 14 í kennslu næsta dag kl. 08. Umsóknir nýnema um skólavist ber aö skrifa á þar til gerðeyöublöö (þau sömu, sem menntaskólar o.fl. nota) og þurfa þau að berast skólanum eigi slöar en 10. júni. Umsóknum verður svaraö skriflega fyrir 15. júni. Fyrir 4. júni ber þeim, sem lokið hafa aöfararnámi I undirbúnings- eða raungreinadeild að tilkynna skrifstofu skólans eöa viökomandi deildarstjóra um þaö á hvaða sviöi I sérgreinadeildum þeir óski að stunda nám 1976/77. Allar frekari upplýsingar þ.á.m. um breytta reglugerö og starfsemi nýrra deilda veitir skrifstofa skólans daglega frá kl. 8 til 16. Skrifstofa skólans I Reykjavik verður lokuö 1. til 18. júlí. Ath.: Undirbúnings- og raungreinadeildir starfa einnig við iðnskólana á Akureyri og á Isafiröi. Rektor TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsæiu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. Btnl __& '__ SKIPAUTGCRÖ RIKISIN.S M/S Baldur fer frá Reykjavik til Breiðafjarðarhafna miðvikudaginn 9. júni. Vörumóttaka: þriðjudag og miðviku- dag. Rikisskip Verðlækkun í Hofi Þar sem garndeildín hættir/ eru 30 tegundir af prjónagarni á lækkuðu verði og af- sláttur af hannyrða- vörum. Hof Þingholtsstræti 1. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í j Síðumúla 11 - Sími 81866 j ÚTBOÐ Hreppsnefnd Bessa- staðahrepps óskar eftir tilboðum i smiði skólahúss á Áftanesi. Útboðsgögn verða af- hent á skrifstofu vorri Ármúla 4, Reykjavik, frá og með föstudeg- inum 4. júni n.k. gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstu- daginn2. júlikl. 11 f.h. VERKFFfÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚU4 REYKJAVlK SlMI 84499 Fimmtudagur 3. júní 1976. bbíS" Úr dagbók blaðamanns í dag hefur göngu sína hér í blaðinu pistillinnn ,,Úr dagbók blaðamanns”. Ætlunin er að hann birtist daglega og munu blaðamenn Alþýðublaðsins skrifa þar undir nafni. Sem fyrr sagði er þetta sá fyrsti og hann nefnist... Menningin og ég Þaö fór ofurlitill sælukenndur hrollur um mig, þar sem ég, einn sólrikan maidag, valH’opp- aði tindilfættur inn með Bern- höftstorfunni i átt að Gimli. Þar var, að sögn, hægt að fá, við vægu verði, aögöngumiða að öllu þvi dásamlega listispili sem fellur undir hugtakiö Listahátiö i Reykjavik. Aldrei hafði minni litilþægu sál veriö boðið upp á önnur eins herlegheit og þarna voru á boð- stólum. Þær einu tónlistar- skemmtanir sem mér hafði hingað til skolað inná voru karlakórssamkomur og söngur velslompaðra bænda i réttum fyrir norðan. En þarna, hjálpi mér allir heilagir, voru kammertónleik- ar, pianótónleikar, popptónleik- ar, djasstónleikar, sinfóniutón- leikar og ljóðakvöld. í ábæti voru svo nokkrar myndlistar- sýningar og leikrit. Hvilikur fengur ódannaðri dreifbýlissál, hér hlaut ég að komast í snertingu við menn- inguna. Röðin var löng, liklega um fimmtiu manns. Ég tók mér stöðu aftan við gildvaxna konu og fór bliðum höndum um pen- ingaseðlana, sem lágu snyrti- lega samanbrotnir í vasa min- um. Gilda konan talaði hátt við þá, sem næstir henni stóðu. — Þetta er allt jafn borulegt hjá þeim. Fyrst gátu þeir ekki komið sér saman um hvort hátiðin ætti að vera eða ekki að vera. Loks þeg- dagskrána lélegri en nokkurn ar þeirsvo ákveða sig, hafa þeir tima fyrr. Þetta er ekki bjóð- Við hótelgluggann „Hótel jörð" Tómas Guðmundsson skáld hefur ort eitt af snilldarkvæðum sinum með þessu nafni. Þar lýs- ir hann, eins og kunnugt er, lifs- göngu okkar, auðvitað marg- breytilegri eins og vera ber. Mikið vatn hefur til sjávar runnið siðan þetta eftirminni- lega kvæði var ort og látið á þrykk út ganga, og það væri másk ómaksins vert að virða fyrirsér það mannlif, sem blas- ir við þeim, sem gefa sér tima til að horfa i kringum sig. Já, gefa sér tima. En það er nú dálitið stórt orð Hákot eins og nú standa sakir, þvi engu likara er en að timinn sem ein- mitt eitt af þvi, sem fæstir mega missa nokkurn snefil af! Ég hygg, að það sé alls ekki ofmælt, að ef merkja ætti með einu orði fas mannlifsins nú, þá væri það orðið spenna eða span. Skáldið sagöi á sinum tima: „Sumum liggur þau reiöinnar ósköp á”. Þessi hópur hefur vissulega farið stækkandi og er litið mót á, að ekki verði öruggt framhald af þeirri framvindu. En þá er ekki þvi að heilsa, að verkin gangi með sivaxandi hraða og stórum meira liggi eftir þá, sem iðka allan þennan asa? Ekki veit ég það. En sannar- lega er ekki svo að heyra, að menn, sem komast I námunda við „kerfið” svokallaða, séu yfir sig ánægðir með afköstin þar. Fráleitt væri að bera öllum kerfismönnum það á brýn, að þeir sitji með sveittan skallann við að tefja mál með ráðnum huga. Hitt gæti verið sönnu nær, að ihuga hvort einmitt asinn sé ekki nokkuð tvíeggjaður, og meira mætti vinnast með þvi að athuga sinn gang ofurlitið betur. Ef ég man rétt, las ég það endur fyrir löngu i einni sál- fræðibók, sem sjálfsagt er nú löngu komin úr tizku, að gerður var samanburður á manni og mannapa, en þeir eru vist okkar nánustu frændur i dýrarikinu. Hvor fyrir sig var settur inn i búr, sem unnt var að komast úr úr. En til þess þurfti nokkur um- svif og hyggindi. Bókarhöfundur fullyrðir, að sá sé munurinnm að apinn hlaupi um stefnulitið, og geti svo sem að lokum losnað úr prisundinni. Þó komi hér til happa- og glappa aðferðin fremur en hyggjuvit. Sómasam- legur maður gefi sér hins vegar tima til að setjast niður og hugsa, athugi allar aðstæður og gangi siöan beint að lausninni. Vissulega væri það alltof grá- lega hugsað og mælt, að telja alla kerfismenn i fyrrnefndri tegund, enda kemur mér það alls ekki til hugar. Annað mál er, hvort ekki ber alltof mikið á þvi i þjóðlífinu, að hrapað sé að örlagaríkum á- kvörðunum, hvort ekki sé drjúgum meira af happa og glappa aðferðum en góðu hófi gegnir. ,,Kenna mun sitt mark á þér/ mannafaðirinn eini. Stofn af vigtönn enn þar er/ ögn af rófu- beini”, sagði skáldið forðum. Ekki dettur mér i hug, að auð- velt sé að losna við þessi ein- kenni, enda þarf það ekki aö skipta máli i sjálfu sér. Stórum meira virði væri, að losna við eðliseigindirnar, sem fylgja lengri og sýnilegri rófu og tönn. Við leggjum allt kapp á, að ná sem hæstum aldri, og okkur Is- lendingum hefur auðnazt að lengja mannsævina stórum á þessari öld, sem nú er að liða — tvöfaldaö hana, hvorki meira né minna aö meðaltali. Þetta er mikið og merkilegt afrek. Það má samt vera nokkur ráðgáta, til hvers verið er að lengja mannsævina og fjölga okkar hérvistardögum, ef við gefum okkur ekki að sama skapi tima til að lifa lífinu! I HREINSKILNI SAGT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.