Alþýðublaðið - 26.06.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1976, Síða 3
FRÉTTIR 3 alþýdu- blaðíd Laugardagur 26. júní 1976 Bætum fræðslumál vangefinna 24. fulltrúaþing Sambands is- lenzkra bamakennara var haldið i Reykjavik dagana 2.—4. júni s.l. Þingiö sátu 72 fulltrúar frá 10 svæðafélögum SIB. Aðalmál þingsins voru: Uppeldis- og skólamál, launa- og kjaramál og félags- og skipulagsmál samtak- anna. t sambandi við erindi sem Jó- hann Gunnarssonlæknir flutti um fræðslumál vangefinna gerði þingið eftirfarandi samþykkt: „24. þing StB vill beina athygli menntamálaráðuneytisins og Al- þingis að þvi ófremdarástandi sem rikir I kennslumálum van- gefinna hér á landi, en á þessu sviði hefur viðgengist svo lang- varandimisrétti að lengur verður ekki viö slikt unaö. Þrátt fyrir skýlaus lagafyrirmæli er þessi minnihlutahópur ennþá utan- garðs 1 menntakerfi þjóðarinnar, án skóla og námsskipulags- og engin sýnileg merki þess, að úr- bóta sé að vænta. Þingiö skorar á menntamála- ráðherra að gefa þegar i staö út þá reglugerð um sérkennslu van- gefinna og annarra afbrigðilegra nemenda, sem legið hefur i drög- um i menntamálaráöuneytinu i hartnærár, og láta hana koma til framkvæmda þegar i haust. Þá átelur þingið harðlega þá ráðstöfun menntamálaráöu- neytisins að stöðva áform Kennaraháskóla Islands um framhaldsnám fyrir kennara vangefinna og annarra afbrigði- legra barna næsta starfsár — þótt enginn viti betur en menntamála- ráðuneytiö, hve gifurlegur skort- ur er á hæfum kennurum á þessu sviði.” Þingið itrekar enn á ný fýrri kröfur kennarasamtakanna um einsetinn skóla, en það hefur verið baráttumál SIB um ára- raðir. Þingið harmar ennfremur þær deilur um starfssetningarreglur, sem áttu sér stað á siðasta Al- þingi og skorar á menntamála- ráðherra að hlutasttil um, að mál þetta verði leyst hiö bráðasta á sem farsælastan hátt. Ennfremur lýsir þingið yfir fyllsta stuðningi við þaö framtak krabbameinssamtakanna á Is- landi að kynna fyrir skólanem- endum þær hættur, sem heilsu manna stafar af völdum reykinga. Miklarumræðururðu um launa og kjaramál og stöðu kennara- stéttarinnar. Var eftirfarandi ályktun um þau mál samþykkt: „Þingiö vekur enn einu sinni at- hygli á hinum lelegu launakjörum kennara og vanmati þjóðarinnar á starfum þeirra, sem vinna að uppeldi- og kennslumálum. Þing- ið telur nauðsynlegt að stórhækka laun kennara og skipa kennara- starfinu á þann stað i launastiga opinberra starfsmanna og I þá stöðu i þjóðfélaginu, aö ungt fólk telji eftirsóknarvert að leggja fyrir sig kennslustörf. Þingið bendir á þá staðreynd, aö i land- inu er til nóg af kennurum sem ekki fást til kennslustarfa vegna lélegra launakjara, en eru með tilskylda menntun. Afleiðing þessa er sú, að um 40% þeirra er réðust til kennslustarfa við grunnskóla s.l. haust var fólk án uppeldislegrar menntunar og þar með án kennararéttinda.” Formaður SIB er Valgeir Gestsson, en aðrir i aöalstjórn samtakanna eru Páll Guðmunds- son, Bjarni Ansnes, Elin Ólafs- dóttir Kristin H. Tryggvadóttir, Guðjón B. Jónsson og Ragna ólafsdóttir. —AV Jón Kjartansson, Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja:- Stjórnvöld kærulaus Þrátt fyrir svartar skýrslur og viðvaranir fiskifræðinga, virðast stjórnvöld frekar litlar áhyggjur hafa af sjávarútvegs- málunum. Reglan núna viröist vera sú sama og oft áður hjá okkur Islendingum, að það sé um að gera aðgræða nógu mikið i dag og hafa siðan áhyggjur af morgundeginum á morgun. Okkar ágætu ráðamenn iýstu þvi hvarvetna yfir, meðan á fiskveiðideilunni við Breta stóð, að okkar meginmarkmið með útfærslunni væru friðunar- sjónarmið. Þá var svörtu skýrslunni svonefndu flaggað allstaðar, þar sem einhver nennti aö skoða hana.. Núna, þegar þorskastriðið er búið, með samningum sem menn eru mis hrifnir af, leyfir sjávarút- vegsráðherra sér að lýsa þvi yfir, að hann trúi ekki svörtu skýrsliinni. Þvilikur tviskinn- ungsháttur. Við ræddum i þessu sambandi við Jón Kjartansson, formann Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja. Enginn vill missa spón úr aski sinum. Jón sagði meðal annars, að eins og sótt væri I stofnana væri gengiö mjög gróflega framhjá áliti fiskifræðinga. Menn veiddu, og það löglega, eins og svarta skýrslan heföi aldrei komið. Það væri óskandi að ekkert mark væri takandi á þessari skýrslu, eins og sjávar- útvegsráðherra virðist álita, en hann væri hræddur um að málið væri ekki svo einfalt. Sumarafli hjá Vestmanna- eyjabátum hefur verið góður, og meira að segja óvenju góður, miðað við árstima, en þessi fiskur veiðist ekki aftur og menn væru farnir að gera sér grein fyrir þvi, aö það eyðist sem af er tekið. Augljóster, að einhverra aðgerða er þörf, allir vita það og allir tala um það, en enginn vill stinga upp á neinu, sem kæmi illa við þá sjálfa, eng- inn vildi missa spón úr aski sta- um. Aðgerðir sem fyrst. Til aðgerða verður að gripa, og sama er, hvaða aðgerða það er, það veröur að gera þaö strax. Þegar velja verður úr að- geröum.sem gætu þýtt sársauka en það yrði óumflýjanleg, yrði náttúrulega aö velja þann kost- inn, sem minnstum sársauka ylli. Það væri um að ræða að leggja hluta fiskiskipaflotans, en það gæti þýtt atvinnuleysi hjá mörgum og kæmi illa við enn fleiri. Það væri lika um það að ræða að láta hvern bát hafa ein- hvern aflakvóta, sem hanngæti siðan veitt upp i. Slikur kvóti yrði mjög lágur á hvert skip, ef engum skipum yrði lagt og slikri útgerð yrði erfitt að standa undir. En sem fyrr sagöi, verður að gera eitthvaö fljótt, þvi eftir þvi sem fiski- fræöingarnir segja, hrynur þorskstofninn á einu til tveimur árum ef ekkert er að gert og þá gætu 20 ár liðiö þangaö til að stofninn næöi sér aftur. Undirmálsfiski verði ekki kastað i sjóinn. Einnig vildi Jón benda á, að sér fyndist fáránlegt að kasta öllum undirmálsfiski, sem veiðist. Fái bátarnir ekki að koma með fiskinn að landi, er ekki hægt að fylgjast með þvi, hvað mikið er veitt af honum. Jón sagðist hafa verið það mikið til sjós, að hann vissi að oft er allt að helmingi aflans kastað fyrir borð, vegna þess að hann er undirmálsfiskur. Þetta er mjög bagalegt, þegar allur fisk- ur eraðverða upp urinn. Einnig t.d. með sildveiðarnar, en þær verða leyfðar i haust. Jón segist vita til þess, að skipstjórar telji það ekki frásagnarvert, þó þeir þurfiaðkastaallt aðtiusinnum, áöur en þeir ná i torfu, sem i er nægilega stór síld. Tiu sinnum. Og hvað þá með fiskinn, sem fékkst i fyrri köstunum? Kastað fyrir borð. Af þeim fiski telur Jón, að i mesta lagi tiundi hlut- inn lifi, þar sem eitthvað af hon- um sleppur gegnum möskvana, en sildin er það viðkvæmur fisk- ur að hann þolir tæpast mikið hnjask. Aö lokum sagði Jón, aö stjórn- völd sýndu furðumikið kæru- leysi I þessu máli, og það litla sem þeir hefðu gert, hafi þeir gert til að friða sjálfan sig en það friöaði ekki fiskinn. —ATA Sýning á þroskandi leikföngum I dag klukkan 2 siðdegis opnar sýning, sem nemendur i Þroska- þjálfarskóla tslands halda. Sýningin verður haldin i Lyngási, Safamýri 5 Reykjavík. Sýningin er haldin I þeim til- gangi að gefa fólki yfirsýn yfir góðog vönduð leikföng, sem fáan- leg eru hér á landi. Fimm heild- salafyrirtæki hafa lánað leikföng á sýninguna. Sýningin verður opin i dag og á morgun frá kl. 14-22, og er aðgangur ókeypis og allir vel- komnir. Gils Guðmundsson: ,,Ég tel þessa hugmynd fráleita, hvernig svo sem á hana er litiö. Ég er and- vigur setu varnarliðsins hér og þar með þvi að það festist hér i sessi, sem óhjákvæmilegt er, ef tekið verður leigugjald af varnarliðinu. Þá verður þjóðin fjárhagslega háð bandariska herliðinu og dvcl þess hér.” Jón Helgason: „Ég er ekki hlynntur slikum hugmyndum aö leigja landið, en að svo komnu hef ég ekki meira um mál þetta að segja.” Páll Petursson: „Þetta er spurning um það hvort maður eigi að láta nauðga sér eða selja sig. Ég er algerlega mót- fallinn hugmyndinni um leigutöku vegna dvalar bandarisks herliðs hér á landi. Við höfum ekkert meö varnarliðiö að gera og þar er ekki hér i okkar þágu, einkum nú þegar upplýst er um það á hvaða forsendu þaö kom hingað i upphafi.” Ragnhildur Helga- dóttir: ,,Ég er mótfallin þeirri hugmynd. Ég tel mjög varhugavert og einstak- lega litilmótlegt aö ætla aö^ nota vernaraðstöðuna he*í til aö knýja fé út úr öðrum þjóðum. Fjár- greiöslur vegna varnar- aðstööu kynnu að leggja á okkur bönd, sem enginn sér fyrir I dag. Skerfur okkar vegna sameiginlegra öryggis- hagsmuna NATO þjóö- anna er varnar- aðstaðan.Við létum þessa aðstöðu i té til að tryggja sjálfstæði og öryggi Islands sjálfs, en ekki til að tryggja fjárhag rikis- sjóðs. Vanda rikissjóös verður sjálfstæö þjóð aö leysa með öðrum hætti. SEX ÞINGMENN - AND- VÍGIR .LANDSÖLUMALINU’! í Alþýðublaðinu í gær birtum við álit fimm alþingismanna á þeirri hugmynd, hvort taka beri gjald af bandaríska varnarliðinu fyrir dvöl þess her og afnot þess af íslenzku landi. ( gær höfðum við síðan samband við sex alþingismenn til viðbótar og spurðum þá sömu spurningar. Birtast svör þeirra hér: Þótt bandalagsþjóðir okkar hafi einnig hags- muna af varnaraöstöð- unni og fjárhagur okkar sé þröngur, má það ekki gera okkur að þeim vesa- lingum að við höfum öryggi landsins til sölu.” Eggert G. Þorsteins- son: ,,Ég er mjög andvigur öllum slikum peninga- greiðslum en tel jafn- framt að varnarliðið eigi að sjá sjálft um fjárhags- hliðina á þeim fram- kvæmdum, sem það þarf aö inna af hendi, vegna varnarstarfs sins hér.” Magnús Torfi ólafsson: „Mér finnst þessi hug- mynd fjarstæöa. Hún gæti haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar og orðiö til þess að hindra frambúöar- úrræöi við þeim vanda- málum sem blasa við þjóðarbúskapnum i dag.”.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.