Alþýðublaðið - 29.06.1976, Blaðsíða 2
2 STJðRNIWÁL
Þriðjudagur 29. júní 1976.
ýðll-
bláðið
alþýöu'
blaöíó
Útgefandi: AlþýOuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnars-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar er i Siöu-
múla 11, simi 81866. Auglýsingar: 14906. Áskriftarsfmi 14900.
Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftarverð: 1000 krónur á
mánuöi og 50 krónur i lausasölu.
Utanríkisþjónusta -
nauðsyn eða
munaður?
(slendingar halda uppi utanríkisþjónustu, sem
fyllilega stenzt samanburð við utanríkisþjónustu
okkur miklu stærri þjóða. Það er því eðlilegt að spurt
sé hvort þetta sé nauðsynlegt, eða hvort þetta sé ekki
fullkomlega óþarft bruðl. Sendiherrar og jafnvel
starfsfólk sendiráða býr í glæsihúsnæði, sem stund-
um er íburðarmeira og glæsilegra en hjá okkur
stærri þjóðum. Þetta starfsfólk nýtur skattfríðinda
auk annarra f riðinda og alla vega er I jóst að það tap-
ar enginn fjárhagslega á slíkum störfum.
Það á að vera hlutverk blaða að halda uppi spurn-
ingum um útgjöld ríkisvaldsins og stöðugu upplýs-
ingastreymi milli ríkisvalds og almennings þar að
lútandi. Það er kunnara en frá þurf i að segja að ís-
lenzk blöð — íslenzkir f jölmiðlar — haf i staðið illa á
þessari varðstöðu, og í raun og veru er fólk iðulega
furðulega óupplýst um það í hvað ríkisútgjöldunum
er varið.
Nú eru allir hlutir afstæðir og auðvitað er það
spurning við hverja á að vera eðlilegt að bera sig
saman. Diplómatar eru heimur út af f yrir sig, þar er
það orðin lenzka að bera sig ekki saman við aðrar
starfsgreinar samfélagsins, heldur bera þeir sig
saman hver við aðra. Á það er lika bent að verjendur
þessa kerfis segja' gjarnan að hlutfallskostnaður
okkar í þessum efnum sé ekki meiri en hjá okkur
skyldum þjóðum.
Hins vegar þarf að liggja fyrir á hverjum tíma
rækileg útt. á því hvað utanríkisþjónustan kostar,
hvort þau stóru og íburðarmiklu hús sem diplómat-
arnir íslenzku búa í víða erlendis séu nauðsynleg
(þetta mun þó vera mjög misjafnt, sums staðar er
um hreint bruðl, sums staðar um virðingarverða hóf-
semi að ræða). Isl. ríkið á ekki að taka þátt í að
ala upp stétt kokteildrengja sem eru i litlum takt við
annan slátt samfélagsins. Hér er heldur ekki verið
að mæla molbúasjónarmiðum bót, aðeins undirstrika
að það er skynsamlegt að upplýsa fólk um það hvern-
ig utanríkisþjónustan er rekin, upplýsa fólk um þau
friðindi og annan munað sem þarna fyrirfinnast, og
ennfremur má minna á að þgear sá spegill lítillar
þjóðar sem sendiráð erlendis eru verður spegill óhóf-
legs munaðar, þá er það ekki lengur ýkja tígulegt
heldur — hlægilegt.
Kostnaður við sendi-
ráð okkar ertendis
nemur 300 milljónum
— Samkvæmt fjár-
lögum er gert ráð fyrir
að fjárveiting til utan-
rikisráðuneytisins
verði á þessu ári lið-
lega 410 milljónir
króna. í þessari tölu
eru undanskildir ýmsir
þættir er viðkoma
Keflavikurflugvelli og
framlög til alþjóða-
stofnana, sagði Sverrir
Haukur Gunnlaugsson
hjá utanrikisráðuneyt-
inu i samtali við Al-
þýðublaðið.
1 stórum dráttum
skiptist þetta fé þannig,
að yfirstjórn hérlendis
auk kostnaðar við þátt-
töku i ráðstefnum og
svo framvegis nemur
107 milljónum króna.
Kostnaður við sendiráð
okkar erlendis, 11 að
tölu, nemur siðan 303,3
milljónum. Þessi upp-
hæð er að sjálfsögðu
háð gengisbreytingum
i viðkomandi löndum
eins og svo margt
annað i rekstri utan-
rikisráðuney tisins.
Um kostnaö viö einstök sendi-
ráö sagöi Sverrir, aö fastanefnd
islands I Bruxeli kostaöi okkur
32 milljónir i ár. Þar situr
sendiherra tslands i Belgiu og
Luxemborg og hann er jafn-
framt sendiherra hjá Efnahags-
bandalagi Evrópu og fastafull-
trúi hjá NATO. Næst kemur
sendiráö okkar f Kaupmanna-
höfn sem einnig kostar um 32
milljónir og siöan fastanefndin
hjá Sameinuöu þjóöunum meö
31.5 millj. Ódýrast er sendiráöiö
i Stokkhómi og er gert ráö fyrir
aö það kosti 20,7 milljónir á
þessu ári.
Kynningarstarf
Sverrir Haukur sagöi, að mis-
munandikostnaður viö sendiráö
erlendis stafaði bæöi aö mis-
munandi hárri leigu i viökom-
andi borgum og svo fjölda
starfsfólks i sendiráðunum. Til
dæmis væri sendiráöiö f Stokk-
hólmi fámennast.
Þegar Sverrir var spuröur
hvort ráðuneytið kvartaöi und-
an naumum fjárframlögum
sagöi hann að vissulega væru
þaö vissir þættir sem hægt væri
aö gera betur ef peningar væru
fyrir hendi. Hann gat þess t.d.,
aö stór hluti af starfi sendiráö-
anna væri landkynning meö
ýmsu móti. Þvi væri nauösyn-
legt aö geta haft gott framboð af
kvikmyndum til landkynningar.
En starfiö allt væri mjög yfir-
gripsmikiö og þaö væri oft sem
óskaö væri eftir auknum starfs-
krafti.
Viðskiptamál afskipt
Ofthefur veriöminnzt á nauö-
syn þess aö menn með góöa
þekkingu á viöskiptamálum
réöust til starfa viö utanrlkis-
ráöuneytiö. Aöspuröur sagöi
Sverrir Gunnalaugsson það há
talsvert starfseminni að hafa
ekki á aö skipa sérmenntuðu
fólkit.d. á viöskiptasviöinu. Þaö
væri brýn þörf á aö hafa t.d. viö
eitt sendiráöanna i Evrópu einn
aöila sem væri sérfræöingur i
öllum þáttum viöskipta og
gagnkunnugur opinberum
málum. Sendiráöin i öörum
Evrópulöndum gætu siöan not-
fært sér þekkingu hans hvenær
sem þau þyrftu á ab halda. En
hins vegar er mjög erfitt aö
finna mann i slikt starf þar sem
þaö er yfirleitt svo hérlendis að
menn sérhæfasig i viöskiptum á
einhverju vissu sviöi og starfa
viö fyrirtæki i þeirri grein vib-
skipta. Rétt er aö taka fram, að
ræðismaður okkar i New York
er einnig viöskiptafulltrúi þar.
Aö lokum var Sverrir spuröur
um hugsanlega fjölgun sendi-
ráöa erlendis. Hann sagöi aö
siðustu ár heföi veriö á döfinni
stofnun sendir. i Kanada. Væri
gert ráö fyrir aö sendiherra þar
væri þá einnig sendiherra i New
York. Þetta heföi hins vegar
strandað á fjárveitingavaldinu:
Þá hefur veriö ráöinn sérstakur
sendiherra meö búsetu i
Reykjavik og sinnir hann fjar-
lægum löndum. Er það ódýr og
hagkvæm lausn þar sem kostn-
aður er svo til eingöngu feröalög
sendiherrans. —SG
Le i rvogsá rslysi ð
Fyrir nokkrum vikum ritaði Halldór Halldórsson,
f réttamaður, þrjár biaðagreinar í dagblaðið Visi, þar
sem hann rif jaði upp sjö ára gamalt slys og þau mál
sem risu í kjölfar þess. Af greinum fréttamannsins
má augljóslega ráða að rannsókn þessa máls hefur
verið mjög ábótavant, og að langt er í land að
niðurstöður þessa máls liggi á Ijósu.
Mál þetta virðist hafa verið óvenjulegur harm-
leikur. Niðurstöður rannsóknar virtust vera þær að
ungur piltur hafi drukkinn stolið rútubifreið og velt
henni í á og hlotið bana af. Faðir piltsins sætti sig
ekki við þessi málalok og hefur siðan kannað málið
upp á eigin spýtur. Vissulega er hér engan dóm hægt
að leggja á það hvað þarna gerðist, en af því sem
faðir piltsins hefur haft fram að færa má
augljóslega draga þá ályktun, að allt virðist þetta
mál vera mjög óljóst.
Nú er hér auðvitað um afar viðkvæmt mál að ræða.
Það hlýtur þó að vera réttmæt krafa að mál þetta
verði tekið fyrir að nýju, og hið rétta leitt í Ijós eftir
því sem kostur er. Alla vega er Ijóst, að málinu er
engan veginn lokið.
—VG.
Allir kannast við
alþýöu-
blaöið
segir:
Vísir I gær spyr fimm á förn-
um vegi um svartamarkaðs-
verzlun með g jaldeyri. Þaö þarf
ekki aö koma neinum á óvart aö
allir kannastviö þaö i meira eða
minna mæli, þekkja einhverja
Sem sllkt hafa gert og þar fram
eftir götunum.
Það hefur eölilega vakið furöu
margra þegar þrir ráðherrar,
Ólafur Jóhannesson, Matthias
A. Mathlesenog Halldór E,
Sigurösson viröast vera þeir
einu i þessu landi sem aldrei
hafa heyrt um slik viöskipti.
Þaö er augljóst aö ráöherrarnir
umgangast einhverja mjög
óvenjulega Islendinga, úr þvi aö
enginn getur frætt þá um slikt á
sama tima og Visir sendir
blaðamann út á götu sem talar
viö fimm vegfarendur af handa-
hófi, og allir kannast viö þetta.
Þaö er Ijóstaðhér er eitthvaö
meira en litiö aö. Þaö virðist
fara fram fullkomlega tvöföld
verzlun með gjaldeyri i þessu
landi, hin löglega og hin ólög-
lega. Við þessu er ekki hægt að
skella skollaeyrum — og eins
þegar það viröist oröin leikregla
hjá einhverjum feröaskrifstof-
um að minnsta kosti að fara
pent fram hjá þessum reglum.
Þaö verður lika aö taka meö i
reikninginn aö lög eru einu sinni
þannig i eöli sinu, að fólk hlýðir
þeim ekkief þau þykja hróplega
ósanngjörn. Með réttu eöa
röngu þá viröist svo vera meö
þessar gjaldeyrisreglur - þeim
er hreinlega ekki hlýtt. A hinu
má ekki missa sjónir, aö fljót-
lega byrja I skjóli sllkrar af-
stööu til laga aö þróast meiri
glæpir og stærri.
vandræði. Þaðer aitalað að mikili
sé um gialdevrisbrask á Islandi
og ég hygg að það sé alveg rétt.
smiður: Ég er ekki I nokcruui
vafa um þaö. Tii þessa hef ég ekki
þurft á gjaldeyri að halda og þvi
ekki reynt að útvega hann. Allir
fla sér meiri
^eldci
gjaide^-is en belr Já eftir veniu-
Jegum leiöuin..
Nei, ég hef engin sambönd. Bg
it hé um rpprga sem gera .bað
lenda er gjálöeyriss'k'ammturinn
lað minnsta kosti helmingi of
flágur.
ri. Mér finnst þessi
1 á lslandi öll mjög skringileg'..|
^Rngm sambönd til .
eit ég nú nein dæmi þess aö þettal
ir-' þrt‘iiriiii!iláfl‘,teittl™‘f
m það.